Þjóðviljinn - 23.07.1978, Síða 15
Sunnudagur 23. jikll 1978 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 15
Táknmynd alþjóölegs auömagns á tslandi
Auðmagnið og fósturjörðin
Ég fullyrti i þætti, sem ég skrif-
aði i Þjóöviljann f vor, um Hólm-
ana, aö enn væri unnt að finna
latnesku oröin MEMENTO MORI
höggvin I grágrýtishellu eina
mikla i örfirisey. Þetta auglýs-
ist hér meö aö var og er hauga-
lýgi. SHELL á íslandi hefur teygt
fram arm sinn.
Það sem var
NU um langa tiö á kvaröa okkar
sem fædd erum á árunum i kring-
um seinna heimsstriö hafa tánkar
oliufélaganna staöiö I ytri hluta
eyjarinnar, en smá spilda þó
fengiö aö vera utan múra oliu-
furstanna, aö sunnan og vestan,
okkur hinum til þægöar. Þar voru
grashvammar og miklar sléttar
klappir. A grasbalanum stóðu
uppi bátar og karlarnir töluöu um
veðriö og gæftirnar og gamla
daga þegar Flóinn var fuUur af
ýsu. Ungir elskendur leiddust ilt á
flæðarsteina, en hjón sem höfðu
kannski veriö gift lengi leituöu
uppi hendur hvors annars, þvi
sólarlagið var þarna fegurst á Is-
landi. Þarna á klöppunum mátti
sjá margar áletranir frá ýmsum
tima, auk þeirrar sem ég gat um
hér áðan og haföi fólk býsna gam-
an af aö lesa í þær.
Og nú er búið
að sprengja
Um daginn fullyrti kunningi viö
mig aö btliö væri aö sprengja
klappirnar þarna i tætlur og flytja
sumt upp I Arbæ. Þetta fannst
mér bæöi ótrUlegt og heimsku-
legt, en dreif mig vestur I Eyju til
aö fullvissa mig um aö þetta væri
rangt. En þetta var ekki rangt.
Aðkoman var hryllileg. Ég fór að
hugsa um þá daga þegar við kom-
um þarna tveir vinir, settumst á
klappirnar og ræddum um llfiö og
dauðann. Ég hugsaöi um þær
stundir þegar hugurinn var órór
og kviðinn og ég gekk mig frami
Eyju, settistniöur á stóru helluna
mlna og las þessi orö aftur og aft-
ur MEMENTO MORI (mundu
dauöann) og ég horföi á bátana
koma og fara og máfinn kalla
hver á annan og æðarfugl snyrta
sig á steini og á flugurnar, þessi
furöulegu sköpunarverk. Ég and-
aöi að mér ilmi frá fifli og sóley
og þangi og tjöru og piröi I himin-
innogsmáttog smáttseitlaöiinni
hverja taug og vitund mlna sú til-
finning og vissa, aö lifið er dá-
samlegt og allt annað hégómi.
Við verjum að-
eins persónulegan
rétt
Þegar ég nú stóö parna og
mændi á grjóthrúgurnar fór ég
einnig að hugsaum þaö hve sorg-
lega afskiptalaus almenningur er
og lætur fótum troöa sinar dýr-
ustu eigur. Hún er svo rik þessi
tilfinning aö vernda persónulegar
eignir þótt lítilsviröi séui raun og
láta sér I léttu rúmi liggja hvaö
veröur um sameignina. Viö höf-
um látiö afskiptalaust hvernig
auömagniö hefur sprengt sundur
eða fyllt upp allar fjörur frá
Eiðisgranda austur að Elliöaár-
vogi aö undanskildum smáskika í
Laugarnesi. OsarElliöaánna meö
þvi lifriki sem borgin gat veriö
stolt af eru horfnir undir ógeös-
lega drasluppfyllingu sem árnar
renna um i óyndislegum stokk-
um.
ÖskjuMíðin
Ein hörmungin til og smekk-
leysan blasir viö á öskjuhliö. Þar
var gróöurfar sérstaklega fagurt
og fjölgresi meira en á öörum
stöðum i nágrenni borgarinnar og
lyngið bar kræki- og bláber ár-
visst á hverju hausti börnum og
fullorðnum til yndis. Nú er búiö
aö planta út barrtrjám i belg og
biðu um alla móa með tilheyrandi
áburöaraustri, svo að uppruna-
legar blómplötur eru horfnar eöa
á hrööu undanhaldi fyrir hinum
gráöugri og fljótvaxnari gras-
tegundum. Stórkostleg eyöilegg-
ing er staöreynd og blasir viö
hverjum sem dómgreind og
smekk hefur óbrenglaö. Skjólbelti
heföu kannski ekki skaðaö svo
mjög eða litlir skógarreitir þar
sem gróöurfar var fábrotnast fyr-
ir, en skemmdarverk sem þessi
ættu aö varöa viö lög. AkkUrat
sama hófleysiö má sjá I Heiö-
mörk. En allt er þetta skóg-
ræktarvesen gert af góöum hug.
Það er sorgarsagan.
Innan borgarinnar sjálfrar er
hverjum óbyggöum reit breytt i
tún sjálfkrafa.
Mjóamýrin
A milli Vatnsendahæöar,
Rjúpnahæöar og Seljahverfisins
ermýriein, sem Mjóamýri nefn-
ist. Nafnið er' yfirlætislaust, en
mýrin sjálf ákaflega falleg. Hún
er viö efstu endimörk byggöar og
i skjóli þeirra hæöa tveggja þar
sem Utsjón er fegurst yfir borgar-
stæðiö. I hluta mýrarinnar, sem
mun vera ein hin siöasta eftir i
borgarlandinu óspillt, hefur á til-
tölulega litlu svæöi veriö Uthlutaö
lóðum undir byggingar. Þvi slysi
veröur ekki afstýrt héöanaf. Aör-
ir hlutar þessarar mýrar hafa
ekki verið skipulagöir, nema
hvaö heyrst hefur aö skólagaröar
verði þar, leikskóli og e.t.v. hest-
hús. Ég er viss um aö ibUar
hverfisins mundu vilja fórna
skólagörðunum og hesthúsunum
til þess aö mýrin fengi áfram aö
vera óspillt. Sjálf er hún ágætur
leikskóli með mýrargróöur sinn
og fuglallf. Auövitaö mætti gera
skjólbelti og gangstiga I kring, en
fyrir alla muni breytiö ekki þess-
ari yndislegu mýri i tún.
Korpúlfsstaðir
Ogaf þviaöekki eru ráö nema i
tima séu töluö, þá er fyllilega
bært aö minnast á Korpúlfsstaða-
landiö. Þar er samkvæmt aðal-
skipulaginu fræga gert ráö fyrir
byggö, enda er þarna eitthvert
fegursta byggöarstæöi sem völ er
á. En þarna kemst auömagniö
heldur betur I feitt með stálarma
sinaogdínamit. Þiö hafiö kannski
aldrei komiö i fjöruna austan
Geldinganess og kannski heldur
aldréi skoöaö flúöirnar og smá-
fossana viö ósa árinnar Korpu,
eöa skeljaf jöruna þar. Ef ekki, þá
ættuö þiö aö gera þaö sem fyrst,
þvi áöur en þiö vitiö af er þaö
orðiö of seint.
Þarna ber skipulagsyfirvöldum
skylda til að gera ráöstafanir til
þess aö fjörunni veröi örugglega
hliftog alveg forkastanlegt væri
að leyfa gerð iönaðarhverfa ná-
lægt henni. Nú er mikið talaö um
húsavernd og þaö er eins og
vinstri menn sjái ekki aö annars
þurfi aö gæta. Hús er þó hægt aö
byggja og endurbyggja, en landiö
okkareyöileggjum viö I eittskipti
fyrir öll og leifum þess veröur
ekki komið fyrir á neinskonar Ár-
bæjarsöfnum.
•
Ég hef satt aö segja ekki gáö aö
þvi hvort klapparhellan sú er ég
gat um I upphafi þessa pistils er
komin á pall i Arbæjarsafni, en
óskandi er aö SHELL og Essó og
01Is,þessir feiknstafir alþjóölegs
auömagns á Islandi, yröu sem
fyrst fluttir á Arbæjarsafn öllum
almenningi til sýnis endurgjalds-
laust.
MEMENTO MORI, áletrunin kunna á klapparhellunni I örf Irisey, sem nú hefur verið burtu sprengd, til
þess aö rýma fyrir oliugeymum SHELL