Þjóðviljinn - 18.02.1979, Page 19
Sunnudagur 18. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19
Mikhael Tal á Reykjavlkurmótinu 1964.
Enn um Portoroz
Fyrir nokkru ræddi ég
um skák sem þeir Friðrik
ólafsson og Svetozar
Gligoric tefldu á milli-
svæðamótinu í Portoroz
1958. Þar sem mót þetta er
eitt hið merkilegasta í
skáksögu islands og
raunar allri skáksögunni
ætla ég að gera nokkurt
framhald á umfjöllun
þessa móts.
Þarna blésu ákaflega ferskir
vindar; Bobby Fischer sannaði
hæfileika sína svo að seint mun úr
minnum líða. Mikhael Tal sem
þarna var á hátindi frægðar
sinnar fórnaði mönnum á báðar
hendur og hreppti 1. sætið. Bent
Larsen kom frá Danmörku
ákveðinn I að krækja sér i eitt af
sætunum sex í áskorendakeppn-
ina.en varð að lokum að láta sér
lynda 16. sætiö,og svo mætti lengi
telja. Skákirnar i þessu móti voru
stórskemmtilegar og voru gefnar
út hér i fjölrituöu broti á vegum
Friðrikssjóös, en það var sjóður
sem ætlaður var til að styrkja
Friörik á skákbrautinni. Mér
hefur alltaf þótt gaman að renna
yfir skákirnar i þessu litla kveri.
Ein er sú skák sem mikla athygli
verkur en J»ð er viöureign Frið-
riks við Mikhael Tal. Hún fór
fram þegar langt var liðið á mót
og var þvi glfurlega mikilvæg.
Friðrik hafði hvitt og náði þegar i
byrjuninni betri stöðu, og tókst
honum að auka frumkvæði sitt
með hverjum leiknum. Þegar
skákin fór I bið blasti sigurinn við,
og sigur i þessari skák þýddi I
raun öruggt sæti fyrir Friðrik i
áskorendakeppnina.
Biðstaöan var þessi:
Umsjón: Helgi ólafsson
Aður en ég held lengra áfram
ætla ég að gefa Tal orðiö: „Bið-
skákirnar átti að tefla næsta dag.
Sigur yfir Panno (Tal átti á þessu
stigi málsins aðra biðskák gegn
argentlska stórmeistaranum
Panno) var miklum vafa undir-
orpinn, og mun meiri vafa en tap
fyrir Friðrik. Við lögðum biö-
skákina við Panno til hliöar og
reyndum að átta okkur á björgun-
armöguleikunum gegn Friðrik.
Þvi meira sem viö athuguðum
stöðuna, þvi meir vorum við
sannfærðir um hversu vonlaus
hún váeri. Aö lokum fundum við
athyglisverða hugdettu, ákaflega
órökrétta leið þar sem kóngurinn
svarti labbar sig friviljugur frá
fripeðinu. 1 þvi tilbrigöi var
vissulega möguleiki fyrir Friðrik
aö verða á skyssa”.
Skákin gekk þannig fyrir sig:
43. Kd7
(Þetta var biöleikur Friðriks, sá
besti I stöðunni, en timinn var
drjúgur sem hafði fariö i hann,
heilar 45 minútur.)
43. .. a4 „
44. d6 Kg7!
(Þessi leikur kom Friörik á óvart'
Hann hugsaöi sig i 6 minútur
um næsta leik.)
45. Ke8 Hxf3
(45. — He3-f dugar skammt
vegna 46. He7Hce7+ 47. —. Kxe7-
a3 48. d7-a2 49. d8. (D) al (D) 50.
Df8 + -Kg6 51. Dxf7+ -Kh6 52.
Df6+ og vinnur.)
46. Hxa4?
(Afleikur, og eftir hann aukast
jafnteflismöguleikar svarts um
allan mun, þó vinningurinn sé
ekki úr sögunni. Vinninginn var
aö fá á eftirfarandi hátt:
46. d7!-He3+ 47. Kd8-a3 48. Ha8!-
f5 49. Kc7-Hd3 50. Hxa3! o.s. frv.)
46. ..He3+
(En ekki 46. — f5 47. Ha7+-Kg6
48. d7-He3+ 49.Kf8-Hd3 50. Ha6+-
Kh7 51. Ke7 o.s.frv.)
47. Kd8-f5!
48. gxf5?
(Friðrik var naumur á tima og
lætur þvi vinninginn sér úr greip-
um ganga,en hann var að fá með
48. Ha5!-Kf6 49. Hxf5+-Ke6 50.
Ke8!!-Kxd6+ 50. Kf7 og hvitur
vinnur á g-peöinu,en of langt mál
yröi að rekja vinningsleiðina en
hún er i eöli sinu sáraeinföld.)
48. .. Kf6
49. Ha6
(Eða 49. Ha5-g4 50. d7-Hc3 51.
Hd5-Kf7 og staöan er jafntefli.)
49. .. Kxf5
50. Kc7-g4
51. d7-He7
52. Kd6-Hxd7 +
53. Kxd7-g3
54. Kd-g2
55. Hal-Ke4
Jafntefls. Mjög athyglisvert
endatafl þar sem heiliadisirnar
voru allar á bandi Tals eins og svo
oft á þessum árum.
Tökum að okkur
viðgerðir og nýsmiði á fasteignum.
Smiðum eldhúsinnréttingar; einnig við-
gerðir á eldri innréttingum. Gerum við
leka vegna steypugalla.
Verslið við ábyrga aðila
TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ
Bergstaðastræti 33,
simar 41070 og 24613
AU GLÝ SINGASÍMI
ÞJÓÐVILJANS ER
81333
Blaðberar
óskast
Vesturborg:
Melhagi (sem fyrst)
Melar (sem fyrst)
Skjól (sem fyrst)
MÚÐVIUINN
Siðumúla 6, simi 81333.
• Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð
SIMI 53468
Árshátíð
íþróttakennarafélags íslands
verður haldin i Skiðaskálanum Hveradöl-
um 3. mars n.k. og hefst með borðhaldi kl.
19.30.
Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir
25. febrúar.
Rútuferðir.
Upplýsingar i simum:
22883, 74364 og 53257.
Orðsending til
umboðsmanna
Þjóðviljans
Þeir umboðsmenn Þjóðviljans i kaupstöð-
um og kauptúnum úti á landi, sem ekki
hafa enn gert endanleg skil fyrir árið 1978
og sent skilagreinar fyrir uppgjöri, eru
vinsamlegast beðnir að draga það ekki
lengur.
ÚTBOЮ
Tilboð óskast i klæöningu, viðhald og viðgerðir á stál-
skólastólum fyrir skóla Reykjavikurborgar.
útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frikirkjuvegi
3 Reykjavik.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 7. mars
kl. 14. e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR
Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Útför
Valdimars Á Leonhardssonar
bifvélavirkja
fer fram þriöjudaginn 20. febrúar kl. 3 e.h. frá kirkju
Óháða safnaðarins.
Guðrún D. Björnsdóttir
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Margrét Valdimarsdóttir
Valur L. Valdimarsson
Héðinn Valdimarsson
systir og tengdabörn.