Þjóðviljinn - 05.08.1979, Side 24
PWÐViUiNt
Sunnudagur 5. ágúst 1979.
3
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9 — 12. f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs-
menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348.
L 81333
Kvöldsími
er 81348
nafn*
Heimsmeistarinn okkar i
frjálsum iþróttum öldunga,
Valbjörn Þorláksson, hefur
verið mikið i fréttum i vik-
unni. Hann sigraði I þremur
greinum og setti jafnframt
heimsmet i tveimur þeirra.
Vaibjörn, sem nú er 45 ára
gamall, keppti á sinu fyrsta
islandsmóti 1952, og þar
sigraði hann i stangarstökki,
stökk 3.20 m. i þau 27 ár sem
liðin eru frá þvi móti, hefur
Valbjörn æft óslitið, og metin
sem hann hefur sett skipta
tugum eða hundruðum.
Við náðum að króa af hinn
eldfjöruga „öldung” rétt fyr-
ir æfingu á Laugardalsvelli i
fyrradag.
— Hvernig stóð á þvi að
þeirri hugmynd skaut upp
kollinum að þú tækir þátt i
öldungamótinu f Hannover?
— Við höfum nú léngi vit-
aðaf þessu móti, en einhvern
veginn ekki orðið af þvi að
senda mann fyrr en nú. örn
Eiðsson vildi ólmur að ég
færi nú, vegna þess að ár-
angurinn hjá mér var þaö
góður að ég var álitinn geta
skákað þeim bestu á minum
aldri. Siðan bara rúllaði
þetta, við fengum plögg um
mótið, og ákveðið var aö ég
tæki þátt i stangarstökkinu,
fimmtarþrautinni og grinda-
hlaupinu.
— Voru þeir eins góðir
þarna úti og þú hafðir búist
viö?
— Ég bjóst nú við þvi, að
þessir kallar væru enn
sprækari, en svo blöskraði
mér hvað maður gat rótað
sjálfur, þvi ég var nánast á
annarri löppinni vegna togn-
unar. Vegna þessa þurfti
maður að vera á svona 80%
hraða mestan timann.
— Og svo hófst keppnin.
— Já, stöngin var fyrst.
Það böðlaðist einhver kall
yfir 4.10m., enég fór létt með
þá hæð, var svona 60-70 cm
yfir ránni. Maður bara leit
yfir mannskapinn á meðan.
Siðankom fimmtarþrautin. í
spjótinu varð allt vitlaust
vegna þess að gaukurinn
sem átti að mæla stóð við 45
m. markið, en ég þeytti
spjótinu eitt sinn 15 til 20 m
lengra. Þetta rúllaði svona
áfram og i siðustu greininni,
1500 m. hlaupinu, labbaöi ég
hreinlega útaf meiðslunum.
Loks var það 110 m. grindin
og þar lét maður allt gossa
eftir að komið var fram i
mitt hlaup.
— Hvað tekur nú viö? Þú
ert ekki hættur, er það?
— Nei, nei, það þýðir ekk-
ert annað en æfa áfram. Ég
ætla að reyna að ná metinu i
400 m. grind, sem er um 58
sek. Mann langar á Norður-
landamót öldunga og næsta
ár á Evrópumeistaramðtið.
A þessi mót ættum við að
fara nokkrir af þessum eldri
köllum héðan.
Náunginn, sem á metið i
400 m. grindinni er Astraliu-
búi og hann sagði viö okkur
Úlfar eftir mótið i Hannover:
,,Ég hélt aö ég væri kóngur-
inn, en ég sé að það er
kominn nýr kóngur að norö-
an.” — IngH
Valbjörn
Þorláksson
Ljósm. —eik,
Skelli mér á Laugarvatn” segir Hulda Anna
,Læt veður ráða
segir Halldóra
Hvað gera
þœr um
helgina?
Spjall við nokkrar stúlkur
sem vinna við verslunarstörf
Frídagur verslunar-
manna er á morgun og all-
ar verslanir lokaðar.
Veslunarfólk um allt land,
svo og aðrir landsmenn,
nota þessa helgi umfram
aðrar helgar til að fara út
úr bænum enda er þetta
mesta ferðahelgi ársins.
Við ræddum við nokkrar
stúlkur sem vinna við
verslunarströf.
„Ég ætla að skella mér á Laug-
arvatn um helgina. Við förum
mörg saman og ég fer með mitt
eigið tjald og myndavélina hans
pabba”, sagði Hulda Anna Arn-
ljótsdóttir, sem vinnur i verslun
Hans Petersen i Glæsibæ.
„Ég hef verið hér i sumar, en i
vetur fer ég i MH. Ég kann ágæt
lega við að vinna hérna, en það
væriauðvitað ekki verra að vinna
styttri vinnudag. Aðalvandamál-
ið við þessa vinnu er að komast
inn i ljósmyndatæknina og kunna
skil á öllum þessum tækjum. Það
hefur verið mjög mikið að gera
hér þessa viku og áreiðanlega
margir sem ætla að taka myndir
um helgina.”
„Ertu að hugsa um að vinna við
verslunarstörf i framtiðinni?”
„Nei, ég býst ekki við þvi. Mig
langar til að fara út og læra
tungumál þegar ég er búin með
skólann”, sagði Hulda að lokum.
„Ég ætla út úr bænum um helg-
ina með fjölskyldu minni. Við för-
um með tjald og látum veður ráöa
hvar við tjöldum, — það er alveg
óákveðið ennþá”, sagði Halldóra
Halldórsdóttir, sem vinnur á ein-
um hinna nýju kassa hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands i Glæsibæ.
„Hvernig er að vinna á kassa? ”
„Það er alveg ágætt. Þetta er
mjög fullkominn kassi, hann
reiknar sjálfkrafa út hvað á að
gefa mikið til baka. Annars er ég
bara hér i sumar.”
,,Hvað gerirðu yfir veturinn?”
„Ég er i Fjölbrautaskólanum i
Breiðholti á viðskiptasviði og ætla
svo á læknaritarabraut.”
„Þú ætlar þá ekki aö vinna við
verslunarstörf i framtiðinni?”
„Nei, ég býst ekki við þvi. En
mér finnst gott að vinna hérna og
fólk kvartar ekkert undan þvi að
borga fyrir vörurnar.” Og nú
var viðskiptavinur kominn að
kassanum og Halldóra farin að
stimpla inn á nýja kassann.
Guðbjörg Haraldsdóttir vinnur
i húsgagnadeildinni i Vöru-
markaðnum.
„Ég ætla bara að vera heima
um helgina, það er nóg að gera
heima hjá mér. Mér finnst ekkert
sérstaklega spennandi að fara út
úr bænum um verslunarmanna-
helgina. Ég held bara að ég hafi
ekki gert það siðan ég var 16 ára
gömul.”
„Hvernig kanntu við að selja
húsgögn?”
„Mér finnst það ágætt. Ég hef
unnið hér i 2 ár og gæti vel hugsaö
mér að vera hérna áfram.
Vinnutiminn mætti þó vera styttri
hjá verslunarfólki. Hér vinnur
gott fólk og það er mikil sala i
húsgögnum”, sagði Guðbjörg.
„Mér finnst vinnutiminn of
langur fyrir mig vegna þess aö ég
á barn. Að öðru leyti kann ég á-
gætlega við þetta starf, þótt ég
búist ekki við að vera hér til
frambúðar. Ég hef unnið hér i 3 ár
i haust og miðað við þennan langa
vinnudag mætti kaupið vissulega
vera betra”, sagði Kristjana Arn-
ardóttir i matvörudeildinni i
Vörumarkaðnum.
„Við hvað vinnuröu aðallega?”
„Ég vinn mest við uppfyllingar
i búðinni og er svo á kassa á föstu-
dögunum. Mér finnst hvort
tveggja ágætt og ekkert erfitt.”
„Ætlarðu út úr bænum um
helgina?”
„Það getur veriö að ég fari
austur á Laugarvatn? annars er
þaö óákveðið”, sagði Kristjana að
lokum.
„Kaupið mætti vera meira” segir Kristjana. „No'g aö gera heima” segir Guðbjörg.