Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 3
Helgin 9,—10. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Guöjón Friöriksson. Sunnudagsblaðið: Nýr umsjónar- madur- Þaö hefur oröiö aö ráöi aö Guö- jón Friöriksson blaðamaður taki viö umsjón Sunnudagsblaðsins og annisthana ivetur. Guðjón erles- endum blaösins aö góöu kunnur af skrifum sinum i blaðiö og frétta- mennsku háttá fimmta ár. Blaðiö væntir góös af störfum hans nú sem fyrr. —Ritstj. Sovétmaður leitar hér pólitísks hælis // Dómsmá laráðherra hefur tekið þá afstöðu að leyfa manninum dvöl hér á landi meðan erindi hans um pólitfskt hæli verður tekið til nánari athugunar og það má búast við að endanleg afstaða í þessu máli liggi fyrir fljótlega eftir helgi" sagði Baldur Möller ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytinu í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Það var i fyrrakvöld aö sovésk- ur sjómaöur á verksmiöjuskipi sem haföi viödvöl i Reykjavik, Viktor Kovalenko 24 ára gamall knúði dyra i bandariska sendiráö- inu og baðst hælis sem pólitiskur flóttamaður. Starfsmenn bandarlska sendi- ráösins kváöust ekki geta oröiö viö beiöni mannsins en visuöu honum á fund útlendingaeftiriits- ins. Aö sögn Baldurs Möller var maöurinn i yfirheyrslu hjá út- lendingaeftiríitinu i fyrrinótt og i gær, en óvist var hvort maðurinn haföi hugsaö sér aö fara til Bandarikjanna eöa dvelja hér á landi. Starfsmenn sovéska sendir- ráðsins áttu nærri klukkustundar samtal viö flóttamanninn i gær en þaö breytti ekki viðhorfum hans. Viktor Kovalenko er frá Úkraniu og starfaöi áöur sem kolanámumaður, en eftir aö hann lauk herskyldu hefur hann stund- að; sjómennsku á verksmiöjutog- urum. Hann mun veröa undir umsjá útlendingaeftirlitsins þar til end- anleg afstaöa veröur tekin til beiöni hans um pólitiskt hæli. Sovéski verksmiöjutogarinn lá enn i Reykjavikurhöfn i gær- kvöldi, en talið var liklegt aö hann léti úr höfn i nótt. Baldur Möller sagði i samtali við Þjóöviljann ekki minnast hliö- stæðs máls og nú hefur komiö upp. Hann sagöi íslendinga vera aöila aö flóttamannasamþykkt Sameinuöu Þjóöanna frá árinu 1951, en þar eru nokkuð skýr fyr- irmæli um skyldu stjórnvaida aö taka viö mönnum sem leita hælis, en jafnframt ber aö kanna yfir- lýsingu hlutaöeigandi flótta- manns áöur en formlega er geng- iö frá málum. —jg. Skattar einstaklinga á Vesturlandi: 54,6% hækkun tekjuskattsins Heildartekjuskattur á Vestur- landi hækkar frá slðasta ári um 54.6% eöa úr rúmum 1.3 miljaröi I 2 miljarða, og hefur þá persönu- afsláttur til greiöslu útsvars og sjúkratryggingargjalds sem og barnabætur veriö dregnar frá Fulltrúar borgarinnar í heimsókn til Köben 5 borgarfulltrúar og brúttótekjuskattsálagningunni. Heildarálagning skatta á Vest- urlandi er i ár rúmir 6.2 miljaröar þegar áöurgreindur persónuaf- sláttur og bamabætur hafa verið dregnar frá, og er þá um aö ræöa 60.6% hækkun heildarskatts frá siðasta ári. Af einstökum álagn- ingarliöum hækkar eignskattur langmest eða um 103%. Bamabætur er virka til lækk- unar tekjuskatts nema i ár rúm- um einum miljaröi og er þaö 76% hækkun frá siðasta ári. Persónu- afsláttur til greiðslu upp i útsvar er rúmar 257 miljónir króna og hækkar um 217%. Persónuafslátt- ur upp i greiðslu sjúkratrygg- ingargjalds er rúmar 68 miljónir og er þaö 155.2% hækkun frá sið- asta ári. Samtals hækka þvi barnabætur og persónuafsláttur um 95.6%. —Þm Við hittum þetta brosmilda Iþróttafólk á Laugardalsvellinum i gær, þar sem þau voru við léttar æfingar. Þau eru frá Svlþjóö og heita, f.v. Lilja Karlsson, Ulla Karlsson og Ulf Karlsson, Ulf og Ulla eru systkin. Ljósm. —gel. Kalott keppnin um helgina Nú um helgina stendur yfir Kalott-keppnin i frjálsum iþrótt- um á Laugardalsveilinum og eru 190 Skandínavar mættir til leiks. Islensku keppendurnir eru 50 og er þetta meö fjölmennari stór- iþróttamótum sem hér hafa veriö haldin. Keppnin hefst I dag, laugardag, kl. 14 og stendur til kl. 17. A sunnudegi byrja kringlukastarar og sleggjukastarar um hádegis- bilið - en aörir hefja keppni kl. 13.30. íslendingar sigruðu i Kalott- keppninni i Tromsö i Noregi áriö 1975 og til eru þeir sem spá land- anum sigri á þessum leikum. Annars eru þaö Finnar sem oftast hafa boriö sigur úr býtum á Kalott-keppninni. 2 embœttismenn verða í förinni Borgarráð samþykkti I gær aö þiggja heimboð til Kaupmanna- hafnar, en slik boö milli höfuð- borga Noröurlanda hafa tiökast árum saman til hliöar viö starfs- fundi sem haldnir eru reglulega. 1 förinni verða fimm borgar- fulltrúar, borgarstjóri og skrif- stofustjóri borgarstjórnar ásamt mökum. Hefst heimsóknin 17. á- gúst og lýkur 20. ágúst. Þeir borgarfulltrúar sem fara eru: Daviö Oddsson, Guömundur Þ. Jónsson, Kristján Benedikts- son, Markús Orn Antonsson og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Björgvin Guðmundsson óskaöi sérstaklega eftir þvi á fundi borgarráös i gær aö færö yrðu til bókar nöfn þeirra borgarfulltrúa sem i förinni verða, svo og aö borgarsjóöur greiöi fargjald fyrir þá og maka þeirra ásamt dag- peningum fyrir borgarfulltrúana þá þrjá daga sem heimsóknin stendur. Hefur Björgvin eflaust þótt nauösynlegt að þessi atriði lægju ljós fyrir vegna þeirrar gagnrýni sem Pörtúgalsför hans og fleiri BOR manna á dögunum hlaut eftirá. —AI Drukknaði 1 fyrrakvöld hvolfdi litlum bát á milli fossanna Glanna og Laxfoss i Noröurá I Borgarfiröi og drukknaöi annar maöurinn sem i bátnum var. Hinn náöi aö synda i land. Sá sem lést var þritugur Akurnesingur, Atli Þór Helgason aö nafni. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú ung börn. Ur fegursta garöi Kópavogs 1980. A innskotsmyndinni má sjá stolta eigendur. Mynd: Ella Fegrunarverölaun Kópavogs Fegrunarnefnd Kópavogs veitti i gær hjónunum Aslaugu Péturs- dóttur og Jóni Hauki Jóelssyni Þinghólsbraut 18, heiöursverö- laun bæjarstjórnar Kópavogs fyr- ir fegursta garöinn 1980. Rotaryklúbbur Kópavogs veitti Guðlaugu Snorradóttur og Daniel Dagssyni viöurkenningu fyrir garöinn aö Hvannhólmi 18, og Lionsklúbbur Kópavogs veitti eigendum Hvannhólms 8, þeim Lilju Eiriksdóttur og Halldóri Laxdal, garðræktarviöurkenn- ingu. Sparisjóöur Kópavogs fékk viöurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi, eigendur tvibýlishúss- ins viö Kópavogsbraut 41 fengu viðurkenningu fyrir góðan frá- gang tvibýlislóöar og eigendur Þinghólsbrautar 14 fengu viður- kenningu fyrir snyrtilegar um- bætur á eldra húsnæöi. Eigendur Digranesvegar 68 fengu sérstök verölaun vegna árs trésins, en tré og runnar eru mjög vaxtarleg, þar enda eigendurnir meöal frumbyggja Kópavogs. Aö lokum voru veitt i fyrsta skipti verölaun fyrir samræmda heildarmynd götu og hlutu hana ibúar Litla- hjalla. -áþj Viðræður BSRB og ríkisins: Tíðir fundir Mikil fundarhöld hafa verið síðustu daga milli BSRB og rikisins. Undir- nefnd beggja aðila hefur komið saman nokkrum sinnum i vikunni og þar verið m.a. fjallað um samningsréttarmál/ lif- eyrissjóðsmál og atvinnu- leysistryggingar. Lítið mun hins vegar hafa verið fjallað um kaupliði. Fundur verður i undir- nefnd f.h. i dag, laugar- dag. Að sögn Kristjáns Thorlacius formanns BSRB þá mun aöal- samninganefnd bandalagsins koma saman til fundar n.k. þriöjudag kl. 4 og verður þá gerö grein fyrir gangi mála i undir- nefnd. Kristján Thorlacius vildi ekkert tjá sig um gang viöræön- anna á þessu stigi málsins. —þm Lík Elíasar fundid Slödegis I fyrradag fannst lik Eliasar Kristjánssonar, 46 ára gamals Reykvikings sem lýst hefur verið eftir og leitaö frá þvi 27. júli sl. Elias fannst látinn i bifreiö sinni sem lagt haföi veriö inn á milli ónýtra bila I sandnámi i Kollafirði. Starfsmenn I sandnáminu fundu bilinn þegar þeir þurftu að færa til bila i þessum bilakirkjm garöi. _ig. Norræn æskulýðs- ráðstefna í Reykjavík Norræn ráðstefna um æskulýðsmál hefst að Hótel Loftleiðum á mánu- dag. Hún stendur til 15. ágúst og sér Æskulýðsráð Reykjavíkur um fram- kvæmdina. Þátttakendur frá hinum Norðurlönd- unum eru 42, en 17 islend- ingar sitja ráðstefnuna. Höfuöviöfangsefnin veröa: at- vinnuleysi ungs fólks, þýöing tómstunda á kreppputimum, samtakalaus æska og húsnæðis- mál æskufólks. Framsöguerindi veröur flutt um hvern málaflokk, en siöan verða hópumræöur og lagöar fram greinargeröir frá hverri borg um hvern málaflokk. Meðan á ráöstefnunni stendur veröur ýmislegt gert fyrir er- . lendu þátttakendurna. feröalög, heimsóknir til fjölskyldna i Reykjavik, æskulýðsstarf veröur kynnt og fariö á skemmtistaöi I borginni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.