Þjóðviljinn - 09.08.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9,—10. ágúst 1980 uoamuNN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis útgefandi: Otgáfufélag ÞjóBviljans Framkvœmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson Fréttastjóri: Vilborg HarBardóttir. Auglýslngastjóri: Þorgeir Olafsson. UmsjónarmaBur SunnudagsblaBs: Guöjón FriBriksson Rekstrarstjóri: Clfar ÞormóBsson Afgreibslustjóri: Valþór Hlööversson BlaBamenn:Álfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, GuBjón FriBriks- son.Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnils H. Gfslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson (Jtlit og hönnun: Gufijón Sveinbjörnsson, Sævar GuBbjörnssom. Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. SafnvörBur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: SigrfBur Hanna Sigurbjömsdóttir. Skrifstofa: Guörún GuBvarBardóttir. AfgreiBsla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára SigurBardóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bllstjóri: Sigrún BárBardóttir. HúsmóBir: Jóna SigurBardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SIBumúla 6, Reykjavfk, simi 8 13 33. Prentun: BiaBaþrent hf. Sveifla í skattinum • Álagningartölur úr fimm af átta skattumdæmum liggja nú fyrir, að því er varðar skatta einstaklinga. Mesta athygli vekur hve hækkun tekjuskattsins er mis- munandi eftir skattaumdæmum, eða frá ca 23% í Norðurlandi eystra í 61,7% í Reykjavík. Margvíslegar getgátur eru uppi um það hvað valdi þessum mismun. Veigamesta skýringin hlýtur að felast í ólíkri tekjuþróun milli umdæma, þannig að þar sem tekjuskattshækkunin er mest haf i tekjur heimilanna farið f ram úr spám. • Þegar hinsvegar er gerð tilraun til að greina orsakir hins mikla munar á Norðurlandi eystra og Reykjavík hlýtur f leira að koma til. Ekki er ólíklegt að meira jafn- ræði sé með tekjum maka í Reykjavík heldur en á Norðurlandi eystra og því leggist sérsköttun hjóna til- tölulega þyngra á Reykvíkinga en Norðlendinga. Að af- nema 50% frádráttarregluna í einu stökki var umdeild ákvörðun á sínum tíma og áreiðanlega hefur hún mikið að segja við álagninguna nú. • Þá er einnig athyglisvert að barnabætur eru hlut- fallsiega miklu meiri í Norðurlandi eystra en i Reykja- vík. Syðra eru þær 4.7 milljarðar en nyrðra tæplega 1.8 milljarður og hljóta því fleiri börn að jafnaði að vera í heimili fyrir norðan en sunnan. 9 Þegar eftir að álagningu á fyrirtæki og einstakl- inga meðatvinnurekstur er lokiðþarf að hef ja fullkomna greiningu á því hvernig skattakerfisbreytingin, sem ákveðin var 1978, hefur komið út gagnvart einstakl- ingum, hópum og fyrirtækjum. Að henni lokinni þarf í tæka tíð að sníða helstu agnúana af hinu nýia skattkerf i. - ekh íhaldið á „Nesinu” • íhaldið hefur í skattaumræðu síðustu missera hælt sér mjög af því að nokkur sveitarfélög í grennd við Reykjavík, þar sem Sjálfstæðismenn ráða, hafi haldið útsvarsprósentu lægri en tíðkast f vel flestum sveitar- félögum landsins. A það hefur margsinnis verið bent að umrædd sveitarfélög njóta margvíslegrar þjónustu sem reykvískir útsvarsgreiðendur standa undir, auk þess sem þar býr margt tekjuhárra einstaklinga. • Nú gerast þau tíðindi að þegar Seltirningar fá út- svarsseðla sína þá hef ur meirihluti bæjarstjórnar laum- astti! þessaðhækka útsvarsprósentuna um 0,5% án þess svo mikið sem tilkynna bæjarbúum það fyrirfram. Hin fræga áróðurstala íhaldsins á Seltjarnarnesi 10% hrökk nef nílega ekki til þess að standa undir útgjöldum. • Hækkunin er þó aðeins til þess að hægt sé að standa við áætlun, en ef allt væri með felldu á Nesinu þyrfti meira að koma til eins og hjá öðrum sveitarfélögum. Guðrún Þorbergsdóttir bæjarf ulltrúi minnihlutans sagði t.d. í viðtali við Þ jóðviljann að það dygði lítið f yrir meiri- hlutann að hrósa sér endalaust af lágu útsvari. Það yrði að fara að mæta kröfum íbúanna um félagslega þjón- ustuog aðrar brýnar framkvæmdir. „Aðalgata bæjarins er t.d. búin að vera opinn skurður í nærri tvö ár, og því skyldi 10% útsvarsálagning ganga eitthvað frekar upp á Seltjarnarnesi en annarsstaðar á landinu, ef eitthvað á að verða meira úr framkvæmdum en orðin tóm." — ekh Furðuleg þögn Saitfisksölumál hafa verið til umræðu i f jölmiðlum m.a. vegna þess að fyrirtækið Isporto hefur reynt að rjúfa einokun Sölusambands ísl. saltfiskframleiðenda á Portúgalsmarkaði, þar sem það telur sig hafa náð mun betra verði en SIF. • Sölusambandið ver sig með þögninni og neitar að gefa upp verð með tilvísan til þess að það geti skaðað viðskiptahagsmuni landsins. Það er ákaflega erfitt að sætta sig við slíka röksemdafærslu, því allar líkur benda til þess að samkeppninsaðilum sé fullkunnugt um verð á mörkuðum. Þögn SfF virðist einkum við það miðuð að leyna islenskan almenning hinu rétta. Eða mun þaö skaða viðskiptahagsmuni okkar ef það reynist rétt að SiF selji á lægra verði en hægt er að fá á okkar helsta saltf iskmarkaði? —ekh * úr aimanakínu iþróttalegri uppbyggingu. Þeir vilja aö styrkur rikisins til hreyfingarinnar sé riflegur og aö hann sé verðtryggöur. Það er nánast auömýkjandi fyrir iþróttaforkólfana aö ganga meC betlistaf i hendi á fund f járveit- inganefndar og biðja um að raungildi rikisstyrksins veröi ekki minnkað. Þetta er orðin ein samfelld pislarvættisganga hjá þeim árið um kring. Nú eru liðin rétt 40 ár frá þvi að siðast var gert verulega stórt á- tak i að marka ákveðna stefnu i iþróttamálum þjóðarinnar, en árið 1940 voru sett svokölluð Iþróttalög og átti Hermann Jónasson þar aðalfrumkvæöið. I An gefins tilefnis Nú er rétt vika frá þvi Ólympiuleikunum i Moskvu lauk, þeim leikum sem hvað mestur styrr hefur staðið um undanfarna áratugi. Helsta deilumálið hér á landi sem ann- ars staöar var (og er) hvort ís- land ætti aö senda iþróttamenn á leikana eða ekki. Nú má segja að það sé búið og gert og er þvi ekki úr vegi að igrunda hvort viðhorfin hafi breyst. íþróttalega séð virðist fjar- vera um 60 þjóða á leikunum hafa haft furðulitil áhrif, t.d.. voru sett fleiri heimsmet nú en i Montreal fyrir 4 árum. Með þátttöku hefðu Bandarikja- menn, Japanir, Vestur-Þjóð- verjar og Kenyabúar vafalitið nælt i slangur af verðlaunum, en sá dýrðarljómi mikilla af- reka, sem lék um Sovétmenn og Austur-Þjóðverja á leikunum hefði litiö fölnað. „Ég hef samúð með þeim iþróttamönnum, sem ekki fengu að keppa hér,” sagði fyrrv. formaður Alþjóöaólympiu- nefndarinnar, Killanin, lávarð- ur, við slit Moskvuleikanna. Með því að segja „fengu ekki að keppa” átti gamli maðurinn vafalitið við að pólitiskir tagl- hnýtingar Carters Bandarikja- forseta og hans jábræðra i mörgum löndum tóku ákvörðun um að sitja heima meðan Moskvuleikarnir færu fram. Þar voru iþróttamennirnir sjálfir ekki spurðir álits og slikt er helvíti hart fyrir menn sem telja sig vera frjálsa þegna i lýðræðisrikjum. Heimasetumenn hafa margir viljaö beita Iþróttamenn póli- tisku valdboöi og þar með skip- að sér á bekk meö stjórnendum einræöisrlkja. Þarna er hinni svokölluðu lýðræðishugsjón nánast kastaö fyrir borð. Aðrir i flokknum hafa reynt að fá ólympiunefndina islensku til þess að fallast á rök sin og það er i sjálfu sér ekki óeölilegt. Hins vegar hefðu margir viljað sjá þessum rökum beintað þeim sem standa að viðskiptalegum og pólitiskum tengslum viö Sovétmenn, en ekkert slikt hef- ur enn sést. Slíkan tviskinnung sem kallast tvöfalt siðgæöi eiga Iþróttamenn (og auövitað margir aðrir) erfitt með að þola. Hinn þriðji hópur heima- setumanna hefur beint oröum sinum aö Iþróttamönnunum og reynt að fá þá til þess að sitja heima. íþróttahreyfingin hér á landi myndi örugglega ekki taka af- stöðu sem bryti alfarið gegn vilja stjórnvalda og það hefur raunar sýnt sig að hún gerir ekki. Við Suður-Afriku hefur Is- land ekki iþróttaleg samskipti meðan stjórnmálasamband er ekki á milli þjóðanna, af póli- tiskum ástæðum. Meöal annars af þessum ástæðum vildi is- lenska ólymplunefndin ekki láta Deita Iþróttamönnum þessa lands fyrir vagn fárra pólitlskra ofstækismanna. Svo einfalt er það. lögum þessum er m.a. fjallað um störf iþróttafulltrúa, Iþróttanefndar, íþróttasjóðs, iþróttir i skólum og þar er einn- ig að finna klásúlur þess efnis að bæjar-, sveitar- og sýslu- félöguin sé skylt að leggja til, endurgjaldslaust, hentug lönd og lóöir undir Iþróttamannvirki, þau er Iþróttasjóður styrkir eða iþróttanefnd viðurkennir. Þessi lagasetning var á sinum tima stórmerkileg og stuðlaði að eflingu iþróttauppbyggingar- innar. Hins vegar má segja, að það sé kominn timi til þess að endurskoða iögin frá grunni, meta þann árangur sem náðst hefur og i ljósi fenginnar reynslu, setja fram ný markmið til þess að keppa að á næstu ár- um. Umræðan um olympiuleikana á vonandi eftir að leiöa af sér nánari athugun á markmiöunl og tilgangi Iþróttahreyfingar- innar. Hér á landi er um að ræöa geysiöfluga fjöldahreyfingu. Innan vébanda Ungmennafé- lags Islands eru 23000 félags- menn og á skrám tþróttasam- bands Islands eru um 70000 iðk- endur. I nefndum og stjórnum innan ISI störfuðu áriö 1979 6279 manns og fjöldi kennara og leið- beinenda var 2117. Þetta er ti- undað hér til þess að sýna hve viðamikil starfsemi er i gangi innan iþróttahreyfingarinnar og hve marga hún virkjar til þátt- töku I þroskandi félagsstarfi. Þrátt fyrir ofantaldar stað- reyndir hafa stjórnmálaflokkar islenskir afgreitt Iþróttamál meö einföldum almennt orðuð- um yfirlýsingum I stefnuskrám sinum. Þeir sem innan iþrótta- hreyfingarinnar starfa eru ekki að biöja um ríkisafskipti af sín- um innri málum, heldur um markvissa stefnu og markmið i Ingólfur Hannesson skrifar: Fjármál iþróttahreyfingar- innar eru sifellt i brennidepli enda endurspegla þau ávallt hræringar i slíkum málum i þjóðfélaginu. Nokkur sérsam- bönd innan ISI standa mjög höllum fæti og önnur eru nánast gjaldþrota eins og t.d. Hand- knattleikssambandiö, sem hef- ur reist sér hurðarás um öxl á undanförnum misserum og skuldar nú miljónatugi. 1 þeirra tilfelli er spurningin um aö sníða sér stakk eftir vexti og að þeir fái nauðsynlegan stuöning þegar stórverkefni eru fram- undan. Hér, sem vlðar, þyrfti Afreksmannasjóður ISI að koma meira inn I myndina og þann sjóð verður aö efla til mik- illa muna. Það er algjör nauðsyn ef tak- ast á að halda úti eðlilegum samskiptum við aörar þjóöir á iþróttasviðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.