Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 15
Helgin 9,—10. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN —SIÐA 15 I dumbungsveöri og rigningu s.l. fimmtudag lá leiö min til Korpúlfsstaöa. Ég var búinn aö mæla mér mót viö mann sem ætl- aöi aö fylgja mér um sýningar- svæöi Experimental Environ- ment sýningarinnar, sem er myndlistartilraun í og meö um- hverfi. Bifreiöin öslaöi fimum hjólum steinsteyptan Vestur- landsveginn og áöur en varöi var holóttur afleggjarinn niöur aö Korpúlfsstaöahúsunum tekinn viö. Drullupollarnir og hristing urinn ýtti notalega viö dreif- býlismanninum i mér en gul eit- urslikjan frá Aburöarverksmiöj- unni i fjarska kom mér til raun- veruleikans á ný. Miöja vegu á heimreiöinni tók á móti mér rauöglóandi varöa, hlaöin upp meö gamla laginu eins og nú er fariö aö segja þegar eitthvaö ber fyrir augu sem ekki lengur tiök- ast i daglega iifinu. Seinna var mér sagt aö listaverkiö sé eftir Bjarna H. Þórarinsson og heiti einfaldlega varöa, eöa „neon-mil- stone” á útlensku og skýrist þá ýmislegt. A túninu mátti sjá ýmsa skúlptúra og listaverk og þegar ég renndi I hlaö uröu fyrir mér tveir sandhólar innan fern- ings, meö striki i miöjunni, meö stefnu á Noröurpólinn. Ég grennslaöist nánar fyrir um hól- ana þegar inn var komiö og ég haföi hitt leiösögumann minn listakonan var aö fara. Kannski innpakkaöar blaösiöur úr Nials- sögu i plast gefi einhverjum frek- ari visbendingu. Þaö fór eins og viö höföum vonaö. Þegar skoöun innilista- verka var lokiö haföi stytt upp og meö góöum vilja er hægt aö segja aö sést hafi til sólar. Viö héldum til sjávar og á leiöinni bar fyrir augu hina margvislegustu skúlp- túra, Loftskúlptúr eftir Lykke Rosenkrans, sem haföi oröiö aö láta i minni pokann fyrir veöur- guöunum, Könnun á landslagi eft- ir Norömanninn Helge Röed, Bláir steinar eftir Palle Jacobsen og einn bekkur af fjórum upphaf- lega, eftir Viggo Andersen. Viö stöldruöum stutta stund viö I fjör- unni þar sem mátti sjá skúlptúra út i eyjar, á sjónum og á litlu nesi stóö „Húsiö” eftir Danina Henn- ing Pryds Beck og Paul Erik Hansen.Þeir sögöu mér aö þem- aö á bakviö verkiö væri „Hafiö gefur og hafiö tekur” Húsiö væri byggt upp af efniviöi sem þeir fundu i fjörunni, steinum og reka- viöi en þakiö væri úr bárujárni og fullkomlega rétt hannaö, einskon- ar afurö tækniþjóöfélagsins. Þeir sögöu aö húsiö gæti bæöi veriö skýli fyrir veörum og vindum, en einnig staöur þar sem maöur sæi yfirhafiöog gæti igrundaö lífiö og tilveruna. Sem tákn ætti þvi þetta listaverk aö standa uns hafiö tæki Jón Gunnar Arnason i miöju Hugarorkustöövar sinnar. Magnar upp hugsanir og sendir um langa vegu. Tilraunir í og meö umhverfi Ólaf Lárusson. Sagöihann mér aö umrætt verk héti „Stragedia”, eftir Finnana Lars Borenius og Hannu Siren.Hér sé einungis um hluta af verki aö ræöa því eftir þvi sem Experimental Environment sýningin færist milli Noröurland- anna veröi bætt viö tveim „stragediskum” sandhólum i hverju landi. Viö byrjum á aö ganga um sýningarsalinn á Korpúlfsstööum og vonum aö veöurguöirnir sjái aumur á okkur og þaö stytti upp. Útum gluggann bendir Olafur mér á 600 m langt listaverk uppi i fjallinu, sem heitir Eitthundraö og tveir bláir skuggar á Úlfars- felli, og er eftir Danann Niels Holme. Sérkennileg litrák i fjall- inu og nýtur sin vel þegar bjart er yfir. í einu horninu veröur fyrir „ab- straktlist” eftir Pólverjann Jacek Tylicki en hann mun hafa sýnt áöur hérlendis. Vinnubrögö hans eru i fáum oröum þau aö hann leggur pappir frá sér á hinum ýmsustu stööum, i lækjarspræn- ur, undir steina I moldarbörö og mýrarfláka. Siöan lætur hann veöur og vinda sjá um uppfyll- ingu myndflatarins og árangur- inn er stórkostlegur A öörum staö liggja frammi niöurstööur úr rannsóknum Mari- anne Heskefrá Noregi. Hún hefur stungiö sér niöur í gamla bók frá 1863 eftir Sabine Baring-Gould, þar sem „frenologi” kenningar um samræmi milli sálrænna eig- inleika og höfuölags, eru prakt- iseraöar á Islendingum. Hefur Marianne mætt höfuölag hjá vissu úrtaki fólks á öllum aldri, prófaö verklagni þess meö þvi aö láta þaö planta trjám og ætlar hún meö niöurstööum rannsókna sinna aö sanna, eöa afsanna full- yröingar um sálarlif Islendinga sem settar eru fram i bók S. Bar- ing-Gould A miöju gólfi eru málningarföt- ur meö öllum regnbogans litum. Ólafur segir mér aö þessi litadýrö sé I tengslum viö staurinn úti á túninu. Listamaöurinn er Ha nr.es Lárusson og er verk hans sam- bland af skúlptúr, gerningi og málverkum. Tekur hann fyrir lit- rófiö, þ.e. hann klifrar upp i staurinn, syngur visu sem höföar til ákveöins litar.hringur er mál- aöur á staurinn i þessum lit, hann rennir sér niöur úr staurnum og málar svo inni i sýningarsalnum mynd I tengslum viö visuna. Gamalkunnug fiskilykt berst úr ööru horni salarins. Þar er staö- sett verk Mette Aarre, sem ber titilinn „Hallgeröur-(- skreiö+hveiti”. Sagöi ólafur aö visst vandamál heföi skapast vegna maöks i fiskinum en þaö væri þó yfirstiganlegt. Þarna suö- uöu fiskiflugur á þili og nótabútar héngu á veggjum, en þó var erfitt aö átta sig fyllilega á þvi hvert þaö á ný, en á flóöi nemur sjávar- borö viö þak hússins. Lengra inn meö f jörunni og ofar komum viö aö skrikju Magnúsar Pálssonar. Sérkennilegt og skemmtilegt listaverk og efni- viöurinn ódýr þvi þaö er gert úr rusli og ýmiskonar ónýtum hlut- um. Heima viö Korpúlfsstaöi geng- um viö fram á Hugarorkustöö Jóns Gunnars Arnasonar. Er verkiö samrööun fjölda málm- spegla I einskonar galdrastaf. Siöan er stigiö inn i miöju stafsins og hugsaö til einhvers ákveöins aöila sem er fjarstaddur og magna þá málmspeglarnir upp hugsanirnar og þær komast örugglega til skila. Nálægt Hugarorkustööinni stendur gerningur ólafs Lárus- sonar.Kallar hann verkiö Cul-de- Sac III og samanstendur þaö af rósum 1 vasa, gleri og trégrind. Ætlar Ólafur aö ljúka verkinu i dag en þá er mikil gerningahriö á Korpúlfsstööum, frá kl. 15.00 til 18.00 og munu listamennirnir Rúrl, Arni Ingólfsson, Þór EIIs Pálsson, Bjarni H. Þórarinsson og Hannes Lárussonkoma þar viö sögu, auk ólafs eins og áöur var sagt. Til frekari glöggvunar spuröi ég ólaf hvaö væri eigin- lega átt viö meö oröinu gerning- ur. Sagöi hann aö þetta væri islenskun orösins „performance” og þýddi hreinlega, myndrænt at- ferli I tima og rúmi. Þar blandaö ist saman leikur, hljóö, músikk, kvikmynd, litir og væri ekkert form listar undanskiliö. Ólafur sagöi muninn á gerningi og „happening” eöa uppákomu eins og Laxness kallar þaö, vera þann aö gerningur er skipulagöur i smá atriöum fyrirfram en uppákom an er algerlega háö tilviljunum. 1 lokin spuröi ég Ólaf hvernig aösókn heföi veriö á sýninguna. Hann sagöi aö góöa veöriö aö undanförnu heföi veriö þeim mjög hliöhollt og um siöustu helgi heföu um 1000 manns komiö á sýninguna. Hinsvegar heföi rign- ingin á miövikudaginn fælt fólk frá en I heild væru um 1300 til 1500 gestir búnir aö koma og skoöa sig um. Aætlaö er aö sýningin standi fram á næsta föstudag, 15. ágúst, en ef aösókn veröur mikil, er möguleiki á aö hún veröi fram- lengd fram yfir helgina.. Sýningin nær frá fjöru til fjalls og þaö tekur um þrjá tima aö ganga um svæöiö. Þaö er vonandi aö sem flestir sjái sér fært aö skoöa þessa sýn- ingu, þvi hér er vissulega hiö áhugaveröasta efni á feröinni. Listaverkin sýna mörg hver frumleik i hugsun og sköpunar- gáfu, ýta viö stöönuöum hug- myndum um umhverfi og lista- verk og sýna hvernig nota má hlutina hiö næsta sér á skemmti- legan hátt. —áþj Óiafur Lárusson: Cul-de-sac III, gerningur meö rósum, gleri og trégrind. Carsten Nash: Hraöbraut 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.