Þjóðviljinn - 09.08.1980, Síða 23

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Síða 23
Helgin 9,—10. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 23 Y »«*••** Völundarhús valdaættanna ÆttfræBigrúsk er eitt vinsæl- asta tómstundagaman tslendinga og viröist áhuginn ekki hafa minnkaö á siöari árum nema þá aö siöur sé. Flestir sem fá „bakteriuna” láta sér nægja aö rekja eigin ættir, jafnvel allt aftur til Haralds hárfagra ef ekki Óö- ins, en aörir hafa óslökkvandi áhuga á hvers kyns ættartengsl- um i þjóöfélaginu. Þeir siö- arnefndu koma sér gjarnan upp „pesónunjósnasafni” á heimili sinu svo aö þeir geti flett upp i fljótheitum hver er skyldur hverjum. t slikum söfnum eru þá yfirleitt rit, sem auöfáanleg eru t.d. Austfirskar ættir, Þingeyskar ættir, Vikingslækjarætt, Bergsætt og Arnardalsætt svo aö dæmi séu nefnd. Einnig æviskrár svo sem Borgfirskar æviskrár og Skag- firskar æviskrár aö ég tali nú ekki um öll tölin: Lögfræöingatal, Guöfræöingatal, Verkfræöinga- tal, Bókageröarmannatal, Læknatal, Hjúkrunarkvennatal, Múraratal og steinsmiöa o.s.frv. Varla liöur svo ár aö ekki komi á bókamarkaöinn svo og svo margar ættartölur, æviskrársöfn og töl. Svokölluö niöjatöl hafa hingaö til oftast veriö gefin út á kostnaö höfunda en nú munu stóru bókaforlögin vera farin aö sjá hagnaöarvon i útgáfu slikra rita. Þannig mun Skuggsjá i Hafnarfiröi ætla sér aö gefa Ut á næstunni tölur nokkurra þekktra ætta og veröur Blöndalsætt fyrst i rööinni en siöan Thoroddsenætt og svo koll af kolli. Fjölritunarstofa i Armúlanum hefur einnig undanfariö unniö aö ljósritun ættfræöirita sem lengi hafa veriö ófáanleg t.d. Ættar- skrá Bjarna Þorsteinssonar prests i Siglufiröi sem þykir klassiskt verk á sinu sviöi. Ahugamennum ættfræöi geta þvi vænst betri tiöar meö blóm i haga á næstunni. En til hvers ættfræði? Um hana eru aö sjálfsögðu skiptar skoöanir og ekki þykir húnnákvæm visindi, a.m.k. ekki i karllegg. Hitt er annaö mál aö ættfræöin er ein hliöargreina sagnfræöinnar og margt i is- lenska fámennisþjóöfélaginu má fyrr og siöar skýra meö ættar- tengslum — hvort sem menn eru rétt feðraöir eöa ekki. Vitanlega er oft erfitt að greina ámillihvort hæfileikar eöa ættar- tengsl ráöa þvl hvort menn kom- ast til auðs og valda. Stundum ræður hvort tveggja, stundum annaö, stundum hvorugt. Ekki hefur þó hingaö til sakaö aö eiga itök hér og þar I gegnum ætt eöa tengdir og ekki er það einber til- viljun t.d. i efri lögum embættis- mannakerfisins hversu oft viö rekumst þar á menn sömu ættar. Þaöer gömul saga og ný aö menn notfæra sér sambönd og klikur til aö koma sér áfram i lifinu þó aö menn erfi ekki beinlinis stööur. Hitt er ómótmælanlegt aö fast- eignir og hlutabréf erfast og þar af leiðandi vald peninganna. Nýlega átti Búnaöarbanki ís- lands 50 ára afmæli sem minnst var meö viöeigandi hætti. Þeir sem fóru aö glugga i afmælisrit, sem gefiö var út i þessu tilefni, ráku strax i þaö augun aö tveir af þremur núverandi bankastjórum eru synir fyrrverandi banka- stjóra þessa rikisbanka. Stefán Hilmarsson, núverandi banka- stjóri, er sonur Hilmars Stefáns- sonar sem var bankastjóri á ár- unum 1935—1962 og Þórhallur Tryggvason bankastjóri er sonur Tryggva Þórhallssonar sem var bankastjóri 1932—1935. Ekki efast ég um hæfileika þeirra Stefáns og Þórhalls til aö stýra banka og vafalaust hafa þeir fengið uppeldi til þess,en skyldu nú ekki ættar- tengsl hafa ráöiö einhverju pinu- litlu um stööu þeirra? Ekki sakar aö geta þess að þeir eru ekki aö- eins synir feöra sinna, heldur skyldir og tengdir voldugum ætt- bálkum. Þórhallur er afkomandi Björns Halldórssonar i Laufási (1823 - 82). Frændur hans, bræö- ur, mágar og tengdamenn dreif- ast um allt embættismannakerfiö en sumir eru voldugir stjórn- málamenn. Stefán á sjálfur all voldugan frændgarö og er auk þess giftur inn i Thorsættina, ein- hverja valdamestu ætt landsins á þessari öld. Þetta er aðeins litiö dæmi, og völundarhús islenskra valdaætta er býsna margbrotið og vandrat- aö i gegnum þaö. Likt og á Sturlungaöld hafa fáar voldugar ættir tilhneigingu öl aö tengjast innbyröis og styrkja þannig inn viöi sina. Inæsta þætti tökum viö fyrir þá menn sem eru Briem án þess aö heita það. P.s. Allar ábendingar lesenda eru vel þegnar. Sendiö þær til Sunnudagsblaös Þjóöviljans. Bankastjórar Búnaðarbankans Sonurinn Stefán Hilmarsson Sonurinn Þórhallur Tryggvason Faöirinn llilmar Stefánsson Faöirinn Tryggvi Þórhallsson Gamlar og nýjar bœkur Meðal þeirra höfunda sem bætzt hafa við sið- astu vikurnar má m.a. nefna: Jochum Eggertsson (Skuggi), Jóhannes Birkiland, Siguröur Guðjónsson, Svava Jakobsdóttir, Haraldur Nielsson, Agústinus kirkjufaöir, Paul Brunton, Annie Beasant, Sir Oliver Lodge, Jónas Þorbergsson, Tómas Guðmundsson, Stephan G., Sigurður Kristófer Pjetursson, Séra Matthias, Matthias Johannessen, Jakob Smári, Guðmundur Böövarsson, Þórbergur, Steinn, Einar Kvaran, Gunnar Gunnarsson, Kristmann, Jakob Thor., Gestur Pálsson, Einar Guðmundsson, og Einar Guðmundsson, Kamb- an, Hagalin, Magnús Asgeirsson, Jón óskar, Einar Bragi, Guð- mundur Danielsson, Böövar Guömundsson, Jón Dan, Elias Mar, Thor Vilhjálmsson, Vita Andersen, Kristin Sigfúsdóttir, Gunnar Dal, Jónas Kristjánsson, Guömundur Finnbogason, Einar Ól. Sveinsson, Birgir Kjaran, Asgeir frá Gottorp, Elinborg Lárus- dóttir, Jón Sigurösson forseti, Jónas Arnason, Benjamino Gigli, Jónas Hallgrimsson, Bjarni Sæmundsson. Af einstökum bókum og verkum má nefna: Fornyröi Lögbókar eftir Pál Vidalin, Afmælisrit Ólafs próf. Lárussonar, Niðjatal Þorvaldar Böðvarssonar eftir Th. Krabbe, Söguþættir landpóstanna, Ljóðabækur sr. Jóns á Bægisá, Brag- fræði islenzkra rimna eftir sr. Helga Sigurösson, Grágás, 1852 1—2. bindi, Arnesþing 1—2, Dægradvöl Gröndals, Arbækur Reykjavikur, frumútgáfur Laxness: I Austurvegi, Kaþólsk við- horf o.fl., Timaritiö Birtingur komplet, Timaritiö Saga komplet, Kommúnistaávarpiö, Heimurinn okkar, Helztu trúarbrögö mannkyns, Landnámabók, Aldahvörf i Eyjum.Nýalar dr. Helga Pjeturss, Óður einyrkjans eftir Stefán frá Hvitadal. Merkir Islendingar 1—6 (eldri flokkur) Jónas Hallgrimsson 1—2 (i al- skinni), Afmælisrit til Einars Arnórssonar, Ritsafn Gunnars Gunnarssonar 1—8 og ótal margt fleira fáséð. Kaupum og seljum allar islenzkar bækur, gamlar og nýjar, og flestar erlendar. Gefum reglulega út veröskrár um islenzkar bækur og sendum þær þeim sem óska. Sendum i póstkröfu hvert sem er. BOKAVARÐAN Gamlar bækur og nýjar - Skólavörðustíg 28, Reykjavík. Simi 29720 KJÖRSKRÁ Fyrir prestkosningu sem fram á aö fara i Seljaprestakalli sunnudaginn 31. ágúst n.k. liggur frammi I ÖLDUSELSSKÓLA kl. 16—19 alla virka daga á timahilinu frá 11. til 19. ágúst n.k. að báöum dögum meötöldum. Kærufrestur er til kl. 24, 25. ágúst 1980. Kærur skulu sendar formanni safnaöarnefndar Gisla H. Arnasyni, Fifuseli 28. Kosningarétt viö prestkosningar þessar hafa þeir sem bú- settir eru i Seljaprestakalli, sem takmarkast af byggð sunnan og vestan Breiöholtsbrautar I Reykjavik, hafa náö 20ára aldri á kjördegi og voru í Þjóðkirkjunni 1. des. 1979, enda greiði þeir sóknargjöld til hennar á árinu 1980. Þeir sem eftir 1. des. 1979 hafa flutt i SeljaprestakaH, eru ekki á kjörskrá, eins og hún er lögð fram til sýnis, og þurfa þvi að kæra sig inn á kjörskrá. Eyðublöð fyrir kærur fást á Manntalsskrifstofunni Skúla- túni 2. Manntalsskrifstofan staðfestir, með árit- un á kæru, að flutningur lögheimilis i prestakallið hafa verið tilkynntur. Ekki þarf sérstaka greinargerð til þess að safn- aðarnefnd taki kæru vegna flutnings i prestakallið til greina. Þeir sem flytja lögheimili sitt I Seljaprestakall eftir aö kærufrestur rennur út 28. ágúst '80 veröa EKKI teknir á kjörskrá aö þessu sinni. Safnaðarnefnd Seljaprestakalls i Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.