Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 5
Helgin 9,—10. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Kókmálið í Guatermla: Auðhringurinn lætur undan Coca Cola samþykkir kröfur starfsfólksins og IUF Eftirfarandi greinargerö hefur Þjóðviljanum borist frá Hauki Má Haraldssyni/ blaöafulltrúa Alþýðusambands Islands. Er hér um að ræða upplýsingar um ákvæði samnings, sem verið er að ganga frá milli Coca Cola Company í Bandaríkjunum, og Alþjóða- sambands starfsfólks í matvælaiðnaði (sem er aðili að Alþjóða- sambandi frjálsra verkalýðsfélaga), vegna kókmálsins í Guate- mala. Kemur fram í greinargerðinni að Alþjóðasamband starfs- fólks í matvælaiðnaði hefur farið þess á leit við aðildarfélög sin, að hætt verði aðgerðum gegn Coca Cola út ágústmánuð a.m.k. þar til endanleg undirritun samkomulagsins hefur farið fram og það hlot- ið staðfestingu. Eins og flestir vita hefur und- anfarið ár verið i gangi herferð gegn Coca Cola viöa um heim, vegna ástandsins i kókverksmiðj- unni i Guatemala, þar sem morð, mannrán og pyntingar hafa við- gengist um þriggja ára skeiö. Astæðan til þess að Coca Cola hringnum var blandað i máliö með þvi að hefja herferð gegn neysluog framreiöslu, — og raun- ar framleiöslu einnig, — á þess- um vinsæla drykk, var að Coca Cola Company i Atlanta neitaði alfarið að skipta sér af ástandinu og sagði Verksmiðjureksturinn óviðkomandi kókhringnum. Nú hefur Coca Cola Company hins vegar viðurkennt ábyrgð sina i þessu máli með þvi að sam- þykkja að skrifa undir samkomu- lag sem felur i sér samþykki viö allar þær kröfur sem gerðar hafa verið til fyrirtækisins af verka- fólki við kókverksmiðjuna i Guatemala og Alþjóðasambandi starfsfólks viö matvælaiðnað (IUF). Vegna þessa hefur IUF sent út beiðni um það, að aðgerðum gegn Coca Cola veröi hætt út ágúst- mánuð, eöa þar til endanleg undirritun og staöfesting á samn- ingum þessum hefur farið fram. Aðalatriðin i væntanlegum samningum eru eftirfarandi: 1. Coca Cola Company fjármagn- ar sameignarfélag, þar sem þaö verður minnihlutaaðili (35%), en félagið mun festa kaup á Embodelladora Guate- malteca SA (kókverksmiöjan i Guatemala, EGSA). 2. Coca Cola Company mun skipa nýja stjórnendurEGSA og hafa yfirumsjón með rekstri verk- smiðjunnar um 5 ára skeið. 3. Coca Cola Company mun ábyrgjast fullan rétt verka- lýðsfélags viö EGSA. Til frek- ari undirstrikunar þessu sam- komulagi hefur Coca Cola Company samþykkt að afhenda IUF eftirfarandi gögn skrif- lega: 1. Afrit af yfirlýsingu þar sem kaupin eru staöfest, og afrit af kaupsamningnum. 2. Bréf frá formanni sameignar- félagsins, þar sem staöfest verði samþykki hans við nauö- synlegum skilyrðum þess að tryggður sé fullur réttur verka- lýðsfélagsins, þaö er a) — að fjarlægður sé allur lög- regluafli frá verksmiðjunni, b) — að endurráðið verði i stöður allra þeirra yfirmanna sem tengdir voru John Trotter, c) — að endurráðnir verði allir þeir verkamenn sem sagt var upp störfum af John Trotter (þetta hefur þegar verið fram- kvæmt), d) — að verkalýðsfélagið við verksmiöjuna verði viðurkennt Kókakólaskilti á vegg i Gúatemala — risafyrirtækið hefur séð þann kost vænstan að láta undan siga fyrir mótmælum verkaiýðssamtaka. og hætt sé öllum stuðningi viö svonefnt „asocoation” (félag sem John Trotter stofnaði fyrir verkafólk sem ráðið var til verksmiðjunnar, til höfuðs hinu raunverulega verkalýösfélagi), e) — að gengiö verði til kjara- samninga við verkalýðsfélagið, og þeir bættir. 3. Bréf frá Coca Cola Company, þar sem allir þessir efnisþættir veröi staöfestir og tryggðir 4. Persónulegar upplýsingar um alla þá aöila sem sæti eiga i stjórn eöa eignaraöild að nýja sameignarfélaginu. Coca Cola Company hefur einn- ig samþykkt að gera það sem nauösynlegt er til að fá yfirvöld i Guatemala til að virða þetta sam- komulag og hætta ofbeldisverk- um gegn verkafólkinu. Þá hefur Coca Cola Company einnig tekið jákvætt f hugmynd um að það stofni sjóö til aö styrkja fjölskyld- ur þeirra starfsmanna EGSA sem níyrtir hafa veriö,t.d. kosta nám barna þeirra. Fyrir sitt leyti hefur IUF sam- þykkt að senda Coca Cola Company yfirlýsingu þess efnis, að aögerðirnar gegn EGSA skapi ekki fordæmi aö þvi leyti, að sam- tökin ætli sér ekki undantekn- ingarlaust aö blanda sér i hvern þann „eðlilegan” ágreining sem upp kann að koma milli verka- fólks og atvinnurekenda. Jafn- framt er einhugur milli aðila um að koma á upplýsingastreymi milli Coca Cola Company og IUF, þannig að hægt verði að koma timanlega á sáttum I ágreinings- málum sem á siðari stigum gætu orðið alvarleg og leitt af sér svip- að ástand og raunin varð i Guate- mala. Loks má geta þess, að fengist hefur um það vitneskja, að Coca Cola Company er að endurskoöa fastasamning þann sem fyrirtæk- iðgerir við handhafa framleiðslu- leyfis á drykkjum sinum. Endur- skoðun þessi er gerð með þaö fyr- ir augum, aö kynna framleiöend- um félagslegar skyldur sinar og nauðsyn þess að varðveita gott „mannorð” Coca Cola. 1 þessu felst einnig skyida til að virða rétt verkalýösfélaga. Síðasttalda atriðið er ekki sist fróðlegt fyrir þá sök að ekki er lengra siöan en I maimánuði, að hluthafafundur Coca Cola Company felldi með 97.5% at- kvæða gegn 2.5% tillögu, sem gerði ráð fyrir að i umrædda framleiðsluleyfissamninga yrði sett grein um að framleiöendur skyldu virða mannréttindi starfs- fólks sins. Norðmenn hafa sitt á þurru- hvað með okkur Islendinga? í Noregi rignir mikið og þar blása líka vindar eins og kunnugt er. Þess vegna er þeim nauð- syn á að eiga góð og þétt þök, sem þola hin hörðustu átök veðurguðanna. Dúkurinn er styrktur með glertrefjum eða vef úr polyester. Samskeyti eru brœdd saman með heitu lofti og er sú vinna nánast óháð veðri. Fyrir sjö árum hóf norska fyrirtækið PROTAN & FAGERTUN framleiðslu á SARNAFIL- svissneskum PVC-dúk- og nú hafa margir Norðmenn allt sitt á þurru. SARNAFIL er flokkur afburða góðra plast- efna. Meira en 15 ára reynsla og fjöldi til- rauna og rannsókna sanna þessa fullyrðingu. Það sem öðru fremur einkennir SARNAFIL er öndunarhæfni þess og að það rýrnar ekki en heldur mýkt og formi hvort heldur er i sterkri sól eða í hörku frosti. SARNAFIL má leggja út laust og fergja með möl, líma með Sarnacol-lími eða festa með skrúfum og sérstökum skífum. Sérstakar gerðir SARNAFIL eru notaðar á þök með léttri og þungri umferð, til grunn- vatnsþéttingar, til þéttinga i jarðgöngum, undir olíutanka og svo framvegis. Allt að 10 ára ábyrgð á efni og vinnu. SARNAFIL er aðeins lagt af sérhæfðum iðn- aðarmönnum. Samafi! —fagtun FAGTÚN HF, BORGARTÚN 18, 105 REYKJAVlK, SlMI 28230

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.