Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.—10. ágúst 1980 I : ÍÍÍÍÍÍIÍÍÍ:;:;!:; Illlilllllll . Wíííí:; Fíííííxv j I DAGJVLA. Fátæktin í Reykjavík ••• v er komln! • *• f ‘ „Lærði snemma að flelta” Helgarviðtalift er við Valdimar örnólfsson i Kerlingaf jöllum . .....................................<_ Hrikaiegasia breska afbrotamalíð ] i þættinum „Sérstæð sakamál" hefst frásögn, sem birtast mun i fjórum tölublöðum, af einu hrikalegasta breska af- brotamálinu. Og svo allt hitt... .... Fréttaljósiö, A förnum vegi, Ritstjórnarpistill, Helgar- popp, Hringurinn, Hæ Krakkar, Sandkassinn og margt margt fleira. Vísir heldur áfram athugun á fátækt i Reykjavlk og ræöir m.a. við nokkra ibúa i leigulbúðum borgarinnar / T-;----------------N Vísismaður í víxladeildinni Er hægt að ganga inn I víxladeild Landsbankans, tilkynna sig þar til vinnu og hefja störf eins og ekkert sé? Visir geröi til- raun til þess. Arangurinn sést I Helgarblaöinu Einar Kristinn Einarsson og Guörún Gisladóttir á Laugum I Hrunamannahreppi. Einar Kristinn Einarsson bóndi og Guðrún Gísladóttir bóndakona Laugum í Hrunamannahreppi Viljum búa í sveit Daginn sem ég kom að Laugum i Hrunamannahreppi var brak- andi þerrir og allir i heyi. Bónd- inn á bænum Einar Kristinn Ein- arssonvar úti á túni en húsfreyj- an Guðrún Gisladóttiri eldhúsi að undirbúa hádegismat handa 9 manns. Þess var þvi tæpast að vænta að menn færu áð hlaupa frá verkum sinum til að sinna erind- um blaðamanns enda fannst mér ég vera eins og illa gerður hlutur þarna mitt I öllu annrikinu. Þau hjón tóku þó vel þeim tilmælum minum, að fræða lesendur Þjóð- viljans um störf og kjör bænda en ekki fyrr en að afloknum vinnu- degi. Þessi vinnudagur varð nokkuð langur. Klukkan að ganga 12 um kvöldið var enn verið að moka ilmandi töðunni inn i hlöðu og siðasti vagninn rétt ókominn. Brátt var þó siðasta stráið komið undir þak og mannskapurinn gat lagt frá sér amboð og gengið til bæjar. Við byrjuðum að ræða fjár- hagshliðina og ég spyr hverjar hafi verið árstekjurnar sl. ár. — Nettótekjur okkar á sl. ári voru um 5 miljónir segir Einar. Við vinnum bæði hjónin fullan vinnudag við búskapinn og auk þess hjálpa krakkarnir til á sumrin, gerðu það öll þrjú i fyrra en tvö nú i sumar. Þetta get ég ómögulega talið háar árstekjur fyrir alla þessa vinnu og oft er vinnudagurinn æðilangur. Mun kvótakerfið hafa einhver áhrif á fjarhaginn? Einar: Þá verð ég aö fækka við mig og þaö þýöir kjaraskerðingu. Þaö þýðir litiö að framleiöa vörur sem ekkert fæst fyrir. Nei, ég get ekki giskað á hversu mikil kjara- skerðingin verður hjá mér af þessum sökum. Þetta er flókið kerfi sem mér skilst að fáir hafi fullt yfirlit yfir. Við vorum reynd- ar að fá hérna heilmikið plagg um framkvæmdina á þessu kerfi — sjáðu svona litur það út — ætli það vefjist ekki fyrir fleirum en okkur að komast til botns i öllum þess- um tölum. Trúlega verður þetta skýrt nánar bráðlega. Guðrún: Þú sérð aö við erum svo sem engin hátekjustétt og sjálfsagt gætum við haft meira handa á millum værum viö i kaupstað og bæði í fullri vinnu. En ég vil hvergi vera annars staðar en i sveit og þaö vill Einar ekki heldur. Við erum bæöi fædd og uppalin i sveit og kunnum vinnunni ákaflega vel þó að oft sé vinnudagurinn langur. Það er heldur ekki allt fengið við það að hafa sem mesta peninga þó að vitaskuld vilji maður fá sann- gjarnt verð fyrir vinnu sina og vörur Kemur illa við marga Eruð þið meö stórt bú? Einar: Það eru 20 mjólkandi kýr i fjósi og 10 ungviði. Ærnar eru um 140. Ég tel þetta meðalbú. Mér er það vel ljóst að eitthvað varð að gera til að koma i veg fyr- ir offramleiöslu á mjólk, en hvort kvótakerfið var það rétta skal ósagt látiö. Vist er um það að þetta kemur illa við marga en þessi rýmkun sem varð með bráðabirgðalögunum frá þvi i júnlbyrjun — þar sem tekjurnar eru ekki skertar að 300 ærgilda- markinu — milda kvótakerfið verulega. Guðrún: Mjólkurframleiðsla i landinu hefur þegar dregist sam- an, um ein 14% i Mjólkurbúi Flóa- manna, svo að tilætlaður árangur virðistætla að nást. Bara aö hann verði ekki of mikill, þannig að mjólkurskortur verði. Sennilega mun ekki ætlast til að svo fari. Einar: Markmiðið með fóður- bætiskattinum er einmitt aö jafna mjólkurframleiðsluna yfir áriö, draga úr þessum mikla toppi sem er á sumrin. „Ekki bara kjöt” Hvað er það við þetta starf sem er svo eftirsóknarvert að þið veljið það fremur en önnur betur iaunuð? Guðrún: Það er svolitið erfitt að skilgreina það. Eins og ég sagði áðan þekkjum við litið til annarra starfa en mér finnst beinlfnis skemmtilegt að vinna sveitastörf. Mér finnst gaman að vinna úti, sérstaklega i heyskap. Það er bara verst að innanbæjar- störfin taka svo mikinn tima að ég get ekki verið eins mikið i úti- verkunum og mig langar til. En það versta við þetta starf, og nán- ast eini ókosturinn, er að þurfa alltaf að vera að aflifa þessar skepnur sem maður umgengst og elur upp. Ég get aldrei vanist þvi að lita á dýrin sem kjöt. Þau eru miklu meira. Einar: Já, það virðist kannski ekkert göfugt að vera meö öllum ráðum að halda lifinu i lömbunum á vorin en slátra þeim svo með köldu blóði á haustin. En þetta er nú einu sinni gangur lifsins, eða slátraði ekki faðirinn i sögunni um glataöa soninn alikálfi þegar strákurinn kom heim? Og eitt sinn skal hver deyja, bæði menn og skepnur. — Mér finnst þessi sifellda binding það versta við starfið. Það verður aö vera alltaf yfir þessu kvölds og morgna, jafnt helga daga sem virka og maður á aldrei fri. Viö fórum I fimm daga fri fyrr i sumar og fórum norður i Skagafjörð. Það var prýðileg ferð. Guðrún: Við getum ekki tekið okkur sumarfri árlega eins og margir aðrir, og við förum vist áreiðanlega ekki til sólarlanda, langar ekki þangað þó að við kæmumst. Við viljum miklu frekar ferðast innanlands. Ekki bóndi heldur bóndakona Nú segir þú Einar að þið hjónin vinnið jafnmikið við búskapinn; eruð þið bæði jafnvlg á allt eða hafið þið með ykkur einhverja ákveðna verkaskiptingu? Einar: Hún vinnur I bænum en það geri ég ekki, hef aldrei gert það. Guðrún: Hann er mjög myndarlegur, þvær stundum upp. Annars gengég i öll störf nema á vélunum. Þær hef ég aldrei lært að fara með, hef ekki þurft þess og heldur aldrei veriö neitt spennt fyrir þvi, enda ævinlega nægur mannskapur til að vera á vél- unum. Telur þú þig vera bónda, Guð- rún? Guðrún: Nei, ég er bóndakona. Þurfum ekki að kvarta Hér er ekki enn kominn sjálf- virkur simi, er það ekki óþægi- legt? Einar: Ég held við höfum ekki undan miklu að kvarta i þeim efn- um lengur. Siöan um áramót getum við náö simasambandi allan sólarhringinn; áður var simstöðin opin aöeins 3-4 tima fyrir og eftir hádegi. Þá mátti kvarta en ekki núna, þetta er hreinn lúxus. Viö getum hringt beint á Selfoss og þjónustan þar er ágæt. Hvað hafið þið stundað búskap lengi? Guðrún: 24 ár, byrjuðum 1956. Og ætlið að halda áfram? Einar: Ætli maður biði ekki og sjái hvað gerist. Kannski flosnar maöur upp. Við getum þá farið aö vinna á mölinni eöa við einhverja tölvuna, eru þær ekki það sem koma skal? Að svo mæltu kveð ég þessi sæmdarhjón með hæfilega slæmri samvisku af að vera að tefja vinnandi fólk og við bætast áhyggjur yfir þvi að myndin sem ég tók af þeim viö hlöðudyrnar verði ónothæf þvi að farið var að skyggja á tólfta tlmanum. En áhyggjurnar reyndust óþarfar, myndin heppnaðist vel og von- andi lika viötalið við tvo fulltrúa elstu stéttar landsins. — hs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.