Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 25
Helgin 9.—10. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 25 Minning Henning Christensen Seinnihluta s.l. sunnudags, 3. ágúst barst mér og konu minni sú sorgarfregn aö mágur minn, Henning Christensen, mjólkur- fræöingur, heföi látist af hjarta- slagi um hádegisbil þann dag. Frétt þessi kom mjög illa viö okkur, og ber þar margt tál. Mér varö aö oröi, aö eitt sinn skal hver deyja, en svona snöggt og óvænt er erfitt aö sætta sig viö fráfall þessa góöa manns. Si'öast sá ég Henning álifi þann 6. júli s.l., er hann og systir mín komu i heimsókn til okkar, þá ný- komin úr utanlandsför þar sem þau fóru meöal annars til Dan- merkur og heimsóttu ættingja Hennings^ jafnframt feröar til Finnlands', þar sem Henning sat ráöstefnu mjólkurfræðinga. Hann var kátur og hress aö vanda, og sagöi fréttir úr för sinni, og mest frá Finnlandi, en þangað höfðu þau ekki áöur komiö, og fannst honum mikiö til koma, bæöi lands og þjóöar. A þeirri stundu datt engum i hug aö svo skammt yröi til svo sorglegra umskipta. Henning Christensen var fæddur á Langalandi i Danmörku þann 22. april 1926. Þar ólst hann upp i foreldrahúsum á f jölmennu heimili, en þau voru 10 systkinin. Þar var oft glatt á hjalla og sam- heldni mikil hjá fjölskyldunni. Henning lauk mjólkurfræöinámi 1950. Ariö 1950 lá leiö Hennings til Is- lands, til aö sjá sig um hér um slóöir, og sú för varö til þess, aö hér hefur hann átt heima siöan. Eftir komuna hingaö hóf hann fljótlega störf hjá Mjólkursam- sölunni og hjá þvi fyrirtæki starf- aði hann allan sinn starfsaldur. Arið 1962 eöa þar um bil tók hann viö verkstjórn á isframleiöslunni hjá fyrirtækinu og gegndi þvi starfi til dauðadags. Hinn langi starfsaldur hjá sama vinnuveit- anda og sá trúnaöur og traust, sem Henning var sýndur i starfi hans lýsir manninum betur en mörg orö. t júli 1951 kvongaöist Henning systur minni Dóróthe Vilhjálmsdóttur og eignuöust þau 3 dætur. Margréti f. 16. 5. 1953 og er hún gift Etienne Kipper, sjúkraþjálfa, frönskum manni. Karen f. 2. 5. 1957 gift Guðjóni Guömundssyni, trésmiö og Bryn- disi f. 16. 7. Í965.námsmær. Stjúp- son átti Henning, Georg Th. Georgsson, bifvélavirkja f. 17. 8. 1947 og er kona hans Bylgja óskarsdóttir; gekk Henning hon- um í fööurstaö alla tiö og var mjög kært með þeim, en Dóra, eins og hún er jafnan kölluö af kunnugum var áöur gift Georg Torberg óskarssyni, flugmanni, en hann fórst á leið til Akureyrar i mai 1947, voru þá gift fyrir stuttu. Af framansögöu er ljóst, aö Dóra hefir nú i annað sinn oröiö fýrir sorglegri og óvæntri lifsreynslu, en allir vona og óska aö veröi hennibærileg svo og öörum þeim, sem um sárt eiga aö binda. Þvi miður hófust kynni min viö Henning og fjölskyldu hans ekki aö ráöifyrr en eftir 1966 aö ég flyt hingað suöur frá Norðurlandi. Þessi kynni þökkum viö hjónin heils hugar. Henning var glæsi- menni í sjón, en að ööru leyti kom hann mér fyrir sjónir, sem skarp- greindur maöur meö viötæka þekkingu og slfellt leitandi aö rökum og sannleika. Viö Henning var gott aö eiga oröastaö. Hann var maður sanngjarn og hóf- samur i rökræöum, en hélt þó skoðunum sinum af einurð, ef honum þótti ástæða til. Henning var skemmtinn og hrókur alls fagnaðar i góöra vina hópi, enda haföi hann gott skopskyn, en græskulaust eins og svo mörgum Dönum er lagiö. Ég hygg að Henning hafi taliö sig bæöi Dana og Islending, og fór hann oft ásamt fjölskyldu sinni til Dan- merkur i heimsókn til ættingja sinna.Hérá Islandi lagöihannsig fram um aö kynna sér sögu lands og þjóöar sem best bæöi meö lestri bóka og eftir öörum leiðum enda hafði hann mjög gott vald á islensku máli. Skrumlaust er aö segja aö Henning hafi veriö góður heimilisfaöir, sem lagöi sig allan fram til heilla konu og börnum. Þar af leiðir að hann lætur eftir sig margar og ljúfar minningar, sem ég vona að veröi til þess aö draga úr sárasta sviöanum hjá hans nánustu. Það hefur verið föst venja af ýmsum tilefnum aö meölimir fjölskyldna okkar systkinanna hafa komið saman, og þá jafnan veriö glatt á hjalla og mikiö sung- iö, og er von min að svo verði áfram, þrátt fyrir aö nú hafi með stuttu millibili verið höggvin tvö stór skörð i fjölskyldu-hópinn, og á ég þá einnig viö fráfall Jóhanns bróöur mins, sem andaöist 30. mars s.l. eftir erfiö veikindi. Eins og vera bar af frumburöi haföi Jóhann oftast forustu um visna- söng og skemmtisögur, sem mót- uöust framar öllu af hógværö og græskuleysi, enda var hann ein- stakur heiöursmaöur. Þetta kunni Henning vel aö meta og hvatti Jóhann jafnan til dáöa. Viö þessi leiðarlok vildi ég mega trúa þvi aö leiöir þeirra liggi nú saman, og litu niöur til okkar um leiö og viö, sem þekktum hljótum ávallt að lita upp til þeirra meö þakklæti fyrir þaö, sem þeir gáfu okkur. Mér er þaö vel ljóst, aö þessi fá- tæklegu orö min segja fátt um lifshlaup og mannkosti þessa góöa vinar. Þau eiga fyrst og fremst aö vera samúðarvottur okkar hjóna til hans nánustu með þakklæti fyrir samfylgdina, sem þó var allt of stutt. Henning sál. veröur til moldar borinn mánu- daginn 11. ágúst kl. 10.30 frá Fossvogskapellu. Helgi Vilhjalmsson Bikarslagur Áf bikarkeppni BÍ sonar og Sigríðar S., fer fram. Hann verður á Akureyri. Um helgina veröa þrlr leikir i 2. umferö Bikarkeppni B.I. I dag laugardag keppa á Loftleiðum (niöri) sveitir Sigfúsar Arna- sonar Reykjavik gegn Jóni Stefánssyni Akureyri og sveit Olafs Lárussonar Reykjavik keppir gegn sveit Stefáns Vil- hjálmssonar einnig frá Akureyri. Spilamennska hefst uppúr kl. 10.00, árdegis, en spiluö veröa 40 spil. A morgun sunnudag eigast svo viö sveitir Óöals Reykjavik og Skúla Einarssonar Reykjavik. Spilaö veröur i skrifstofu Oöals, i Austurstræti. Leik sveita Kristjáns Kristjánssonar og Siguröar B. Þorsteinssonar tefst eitthvaö frameftirágúst, vegna timaleysis spilara. Vonandi stendur þaö til bóta. Þættinum er ekki kunnugt um hvenær leikur Ingimundar Ama- Sumarspila mennska í Domus Alls mættu 57 pör til ieiks sl. fimmtudag, i Sumarspila- mennskunni i Domus. Spilað var i 4 riölum. tJrslit uröu þessi: a) Aldis Schram — SoffiaTeódórsd. 252 Mattia Kjeld — SiguröurB.Þorsteinss. 245 Höröur Steinbergss. — JónStefánss. 242 Guöjón Kristjánss. — Þorvaldur Matthiass. 242 b) Jón Þorvaröars. — ÞórirSigursteinss. 263 Guöriöur Guömundsd. — SteinunnSnorrad. 251 Ingólfur Böövarss. — Guöjón Ottóss. 242 Einar Siguröss. — DröfnGuömundsd. 237 Kynningarguðþjónusta vegna væntanlegra prestkosninga i Selja- prestakalli fer fram i Bústaðarkirkju þann 10. ágúst kl. 11. Séra Valgeir Astráðsson annar umsækjandi Selja- prestakalls predikar. Guðþjónustunni verður útvarpað á miðbylgju 1412 K.H.Z. 210 metrar. Safnaðarnefnd. c) Aibert Þorsteinss. - Kristófer Magnúss. 134 Gestur Jónss. — OrwellUtley 130 Georg Sverriss. — RúnarMagnúss. 125 Árni Alexanderss. — Ragnar Magnúss. 124 d) Guömundur Páll Arnars. — Runólfur Pálss. 192 Helgi Ingvarss. — Gissur Ingólfss. 182 Sigriöur Sólv. Kristjánsd. — Bragi Haukss. 177 Magnús Aspelund — Steingrimur Jónass. 173 Meöalskor i A og B var 210,108 i C og 156 i D. Keppnisstjóri var ólafur Lárusson. Staöa rfstu manna i Sumar- bridge, er þá þessi: stig Sigfús Orn Arnason 16 Sverrir Kristinsson 12 ValurSigurösson 11 Jón Þorvaröarson 10,5 Þorlákur Jónsson 9 Jón Baldursson 9 Spilaö veröur nk. fimmtudag, aö venju. r Frá Asunum Aö venju veröur spilaö nk. mánudag, i Sumarspilamennsku Asanna. Keppni hefst kl. 19.30. Allir velkomnir. TILKYNNING FRÁ STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1981, skulu hafa borist Stofnlána- deild landbúnaðarins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingar- efni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðs- ráðunautar, skýrsla um búrekstur og íramkvæmdaþörf, svo og veðbókarvott- orð. Þá þurfa að koma fram i umsókn væntan- legir f jármögnunarmöguleikar um- sækjanda. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. septem- ber næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavik, 5. ágúst 1980. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLANADEILD LANDBÚNAÐAR- INS. * útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu, langa- langömmu, Kristjánsinu Sigurástar Kristjánsdóttur frá Naustum og Vindási Eyrarsveit verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 3 e.h. Hugi Hraunfjörö Ifulda Pétursdóttir Alfreö Hólm Björnsson Pétur Hraunfjörö Unnur Pétursdóttir Guðlaug Hraunfjörð Sigfús Tryggvason Ólöf Hraunfjörð Guðrún Pétursdóttir. Faðir okkar og tengdafaöir Karl Leifur Guðmundsson, vélstjóri, frá Stakkadal i Aðalvik, andaöist aö Hrafnistu 7. ágúst. Guðrún Karlsdóttir Ástriður Karlsdóttir Guömundur Karlsson Jónas Karlsson Hugo Andreassen Rögnvaldur Þorleifsson Oddbjörg Kristjánsdóttir Hrönn Þóröardóttir Eiginkona min, móðir okkar og systir Matthilde Marie (Systa) Ellingsen andaðist 1. ágúst. Útförin hefur fariö fram i kyrrþry að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Páll Finnbogason Othar Smith Paul Ragnar Smith Maria Jóhanna Lárusdóttir Erna Ellingsen Björg Ellingsen Othar Ellingsen Maöurinn minn og faðir okkar Þorleifur Þórðarson fyrrverandi forstjóri Laugavegi 29 lést fimmtudaginn 7. ágúst. Kristjana Kristjánsdóttir og börn hins látna. Sonur minn og bróöir okkar Guðmundur Samúelsson húsgagnasmiöur veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 13. ágúst kl. 13.30. Arndis Arnadóttir Ingvi Samúelsson Snæbjörn G. Samúelsson Guðrún Samúelsdóttir Þórunn Samúelsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.