Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 9
Helgin 9.—10. ágúst 19'80 ÞJÓDVILJINN — StÐA 9 *mér datt það í hug Ég vil byrja á þvi að þakka Böðvari Guðmundssyni cand. magarín fyrir fróðlega grein um kvikmyndina „Öðal feðranna” (sjá Sunnudagsb. Þjóöv. þ. 27. júll) þar sem hann tekst á hendur það viðfeðma og viökvæma verkefni að rekja söguþráð (plot) myndarinnar og útskýra (kryfja, analysera) fyrir þeim er séö hafa myndina og bágt eiga með að ná áttum og hnýta saman lausa enda, sem margir eru og flóknir á digru reipi þessarar þéttofnu samtiðarádeildu (satire). Ég hef hinsvegar I hyggju að herða enn á snærinu, binda um betur og jafn- vel flétta uppá nýtt og leitast viö aö greiða úr nokkrum fingerðum örlagaþráðum, sem myndað hafa flækju á knýttum vefstóli tilfinn- inga þeirra er upplifðu lista- verkið. Ég er hér að tæpa á örlaga- þráöum, sem ég leyfi mér að állta að Böðvar hafi vanrækt að riða i annars upplýsandi og möskvastórt útskýringanet sitt. Fyrir það fyrsta vil ég mega til- greina þá stefnu kvikmyndastjór- ans, sem jafnframt er stefna allra islenskra kvikmyndastjóra, að nota einvörðungu áhugaleikara (amateurs) i hin margvíslegu hlutverk. Sá má heita sjálf- dauður, ef ekki hundur i höfuðið á einhverjum, sem ekki er sam- mála kvikmyndastjóranum hvað snertir þetta stefnumarkandi sjónarmið I islenskri kvikmynda- gerð. Það hefur nefnilega sýnt sig, aö þessir áhugaleikarar (amateurs) standa sig óeölilega vel og eru ótrúlega eölilegir, svo ekki sé meira sagt, er mér eigin- lega óhætt aö segja. Þaö hvarflar aldrei að manni annaö en aö þetta séuáhugaleikarar (amateurs) og það flökrar ekki einusinni að manni í óráði aö þeir séu atvinnu- leikarar (professionals). Ég hef haldgóðar heimildir, já í rauninni sannanir, fyrir þvi að þeirgefi er- lendum kvikmynda- og sviðs- áhugaleikurum (film og scene amatörer) ekkert eftir. Ég vil i þráöbeinu framhaldi af þessu vlsa til þess er kunningi minn sagði'mér i trúnaöi, en hann er einmitt félagi I F.t.L.A. (Félag Islenskra leikara af Áhuga. Hann átti þess kost siðast liðið vor að sjá uppfærslu (opförsel) danskra áhugaleikara á Jótlandi (Fri-Amatörer pá Jylland) á hinum klassiska tilfinningasöng- leik (melodrama) „Sádan be- handler man ikke damer” eftir Rasmus Jeppesen Biltviö (sú uppfærsla var svo kvikmynduð I sumar með Ole Söltoft i aðalhlut- verki undir nafninu „Amatörer pá sængekanten”.) Kunningi minn fullyrti og lagði í rauninni höfuð sitt og hárkollu aö veði aö hinir Islensku áhugaleikarar hefðu ekki gefið þeim jósku neitt eftir hvaö snerti hreyfingar (rörelser) og alla framgöngu (fremgSelse), en taldi þó að um smávægilegan framsagnarmis- mun hefði verið aö ræöa, en vildi meina að það hefði veriö þeim Islensku i vil, enda danskan mun erfiðari i framburði, en það mun nú hafa verið bita munur en ekki fjár, rétt eins og leikstjórinn sagði hér um árið. Þessi sami kunningi minn efaðist stórlega og taldi 1 rauninni óhugsandi með öllu að atvinnu- leikarar (professionals) hefðu náð að magna fram þann alþjóö- lega og nöturlega áhugaleikara- blæ (amateur-atmosphere), sem einkenndikvikmynda og sviðsleik þessara tveggja frændþjóða. Ég vil taka undir þá mikilvægu kenn- ingu (theöry) kvikmynda- stjórans, að kvikmyndaleikarar verði að vera sprottnir Ur, og l rauninni samvaxnir, þvi um- hverfi, sem hlutverk þeirra segja Gfsli Rúnar Jónsson skrifar: Eðlileikur eða atvinnuleikur til um hverju sinni. Það má heita afvegaleidd og i rauninni illa hugarfarsmenguð (tænkepollu- tered) manneskja, sem ekki tekur hlýlega undir þetta sjónarmið. Borgfirðingar eiga auðvitað afTTeika Borgfirðinga (selvfölge- ligheder). Hver hefði t.d. viljað sjá Húnvetning leika Borgfirðing eða öfugt, eða illa innréttaðan at- vinnuleikara af höfuðborgar- svæöinu leika geðugan og hjálp- fúsan mann úr sveit? Það er eins og hver sjái sjálfan sig I þvl, nema þá kannski helst atvinnu- leikarar. Kvikmyndastjórinn bendir enn- fremur svo réttilega á þá stað- reynd, máli slnu til stuðnings, að þaö er leikur einn og i rauninni á hvers manns færi ekki sist at- vinnuleikara, aö blekkja áhorf- endur á leiksviöi, en það er ógjörningur fyrir framan hina næmu kvikmyndaíinsu. Það hefur sýnt sig I tvígang aö ófriöur og illa vaxinn atvinnukarlleikari um sextugt getúr auöveldlega leikiö „Hamlet” á leiksviði, ef hann notar lífstykki, hárkollu og mikinn andlitsfarða. Og þá eru enn ekki u'pptalinn öll þau blekk- ingarmeðöl sem atvinnuleikarar geta notað sér til framdráttar á leiksviöi. Atvinnukarlleikarar hafa oft og einatt leikiö konur á sviöi án þess að nokkur tæki eftir þvi, saman- ber Frænka Charley’s sem er voða oft leikin af karlmanni. Bæöi kven- og karlatvinnuleikarar hafa farið meö hlutverk dýra á leiksviöi. Þetta er allt saman mögulegt og i rauninni bama- leikur, en þaö gegnir allt ööru máli með kvikmyndalistina. Kvikmyndalinsan er svo næm. Ég erafskaplega smeykur og i raun- inni alveg logandi hræddur um að það þýddi litiö að bjóða kvik- myndahússgestum upp á atriði, þar sem veriö er aö gelda hinn talandi úlfalda úr Kardemommu- bænum, sem þar að auki er leik inn af tveim atvinnuleikurum. Þaö myndi ekki blekkja neinn. Það hefði t.a.m. veriö talið afar ósmekklegt á kvikmyndavísu að láta roskná'atvinnuleikkonu fara með hlutverk fermingardrengs- ins i Islensku kvikmyndinni „Litil þúfa”, sem sýnd var i Islenska sjónvarpinu fyrir skömmu og er ógleymanleg þeim er sáu. Það er ennfremur deginum ljósara, að atvinnuleikarar eru haldnir slikum tepruskap (puritanism) og siðferöishræsni, aö þeir hafa ekki kjark eða áræði tilað takastá viö kvikmyndahlut- verk, sem krefjast af þeim opin- skárrar og einlægrar túlkunar. Hvaða atvinnuleikari hefði t.d. þorað að taka að sér hlutverk hreyrnasljóu stúlkunnar I kvik- myndinni „Óðal feðranna”? Ég bara spyr. Égefast um, að jafn- vel Flosi Olafsson, okkar reynd- asti kvikmyndaleikari úr at- vinnuleikarastétt, hefði fengist til að leika hana. Eöa hvaða leikari hefði þá fengist til aö leika nauög arann? Og þá er loks komið aö hinum faglega kjama málsins, nefnilega „ofleik” (over-acting, ham-acting, show-off, at over- spille). Það er nefnilega stað- reynd að atvinnuleikarar ofleika! Þeir eiga það til að standa fyrir framan kvikmy.ndalinsuna, með framandleg svipbrigði, ger- andi sér upp einhverjar mann- gerðir.sem eru þeim á allan hátt gjörólikar og óeölilegar. Þetta er nokkuð sem maður sér aldrei hjá áhugaleikurum, sem betur fer. Ennfremur vilja þessir atvinnu- leikarar gjaman tala svo hátt og óeölilega skýrt, aö nánast má greina hvert einasta orö, sem þeir mæla af munni fram, en slikt kemur ævinlega mjög illa út I kvikmyndum, sem stefna að birt- ingarmynd hversdagslifsins á eðlilegan hátt. Hinsvegarþegar áhugaleikarar eiga i hlut, er alltaf um miklu flngerðari og umfram allt hnit miðaðri leik aö ræða. Þeir leika t.a.m. svo náttúrulega og sann- færandi, framsögn þeirra er svo eölileg, að það skilst ekki nema I mesta lagi annaðhvert orð sem þeir segja og öll svipbrigði og geösveifl'ur eru falin undir dulúðugu en jafnframt óvenju eðlilegu andlitsfalli (understate ment). Ég vil þó sist eiga þátt i þvl að gera hlut atvinnuleikara litinn. Þeir hafa oft gert fram- bærilega hluti. Ég vil t.d. nefna..... hérna...... það má gjarnan nefna ... látum okkur nú sjá...það var einhver kvikmynd sem að...... hvað hét hún nú aftur...ja, ég man nú ekki eftir neinu sérstöku I augnablikinu, ...enda hefur áreiðanlega verið um útlendan kvikmyndastjóra að ræða, þeir virðast alltaf nota at- vinnuleikara, hvernig svo sem á þvi stendur. Enda þegar ég fer að skenkja þessu frekari þanka, þá hafa atvinnuleikarar aldrei leikiö i islenskum kvikmyndum. Enda kunna þeir það ekki, þeir ofleika svo mikið. Þeir verða að gjöra svo vel aö læra að leika eðlilega áður en íslenskir kvikmynda- stjórar treysta sér til að nota þá. En hvað sem þvi liöur, þá hafa atvinnuleikarar gert margt gott, þósvokvikmyndaleikur liggi ekki beinllnis vel fyrir þeim. Ég ætla mér, þrátt fyrir allan áróður at- vinnuleikarastéttarinnar, að láta þá einlægu von I ljós að islensk kvikmyndalist megi á ókomnum árum blómstra, springa út og bera allskonar ávexti með þá kvikmyndastjóra i fylkingar- brjósti, sem kunna aö meta fin- geröan eðlileik umfram gróf- geröan og óheflaðan atvinnuleik og ennfremur aö atvinnuleikarar þessa lands endurskoði þá ódrengilegu afstöðu slna aö vilja gera þessa ungu listgein aö féþúfu. Ég vil aö lokum að það komi skýrt fram, að þaö hafði á engan hátt áhrif á þessa kvik- myndaumfjöllun mina, aö ég og kvikmyndastjórinn erum saman I frimúrarastúkunni. Virðingarfyllst, Gisii R. Jónsson ritari F.A.V.I.S.K.A. (Félagsskapur Ahugamanna Varðandi tslenskan Kvik- myndaleik Amatöra). Hrafn Sœmundsson skrifar: Sundlaug er — hola í jörðina Hvað er sundlaug? Sundlaug er hola I jörðina sem slðan er fyllt af vatni. Svona er málið einfalt. Og raunar er málið ennþá ein- faldara fyrir okkur Isiendinga. t sundlaug þarf að vera vatn. Gott vatn. Vatnið okkar er betra en annað vatn i heiminum. Kalda vatnið fer gegnum náttúrulega siu og streymir úr krönunum okkar svo hreint og tært að engar hliðstæður eru fyrir sllku. Og kalda vatnið okkar gengur aidrei til þurröar. Heita vatnið kemur úr „Hita- veitunni”. Margir taka þannig til orða að heita vatniö komi frá Hitaveitu Reykjavlkur eöa öðrum hitaveitum landsins. Þetta er auövitaö vitleysa. Heita vatniö kemur úr öllu stærri og merkari hitaveitu. Orka þeirrar hitaveitu er glóðin i iðrum jarðar. Jörðin kólnar að visu, en hægt. Meöan hitinn I iðrum jarðar og hringrás vatnsins vara, muni Islendingar eiga greiöan aögang að þessari orkulind. Svo örugg og ótæmandi er þessi orkulind, að fullyrða má að hún mun verða jafn ótæmd þegar maðurinn hefur gert jörð- ina óbyggilega og tegundin hefur liöiö undir lok. tslendingar hafa þráláta til- hneigingu til að horfa fram hjá þeim Hfsgæðum sem landið hefur upp á aö bjóöa og nýtingu þeirra. tslendingar hafa löngum haft ákaflega undarlega afstöðu gagn- vart náttúrulegum auölindum, sem eru utan ramma hinna hefð- bundnu atvinnuvega. Meðan islendingar rányrkja hinar heföbundnu auðlindir i sjónum, vannýta þeir ýmsar aðrar auðlindir sem endurnýjast af sjálfu sér. islendingar hafa til að mynda aldrei uppgötvað möguleika vatnsins, nema til grófari nota. Miðað við mögu- leika vatnsins okkar má telja það nálega ónýtta auðlind. tslendingar hafa ekki upp- götvað nema að litlu leyti þá ein- földu notkun vatnsins til heilsu- ræktar og lækninga sem tiunduð er hér I upphafi. Á tslandi er ekki litiö á sundlaug sem holu i jörðina sem síðan er fylit af vatni. Á ts- landi er sundlaug mannvirki, fyrst og fremst. Það er að visu vatn I sund- laugum á tslandi. Og þó að margir islendingar geti komist i þessi mannvirki stund og stund á sólskinsdögum má segja að möguleikinn til aö nota vatniö sé litið nýttur miðað við það sem hægt væri aö gera ef tslendingar notuðu hugmyndaflug sitt að ein- hverju marki. Ég kom einu sinni til borgar- innar Granada á Spáni. Þar eru ólýsanlega fögur mannvirki frá timum Máranna. Þó var það vatniö og saga þess sem ekki sist vakti athygli mlna. Márarnir höfðu aldrei haft al- mennilegt vatn heima hjá sér. t Granada streymdi vatniö álika og hjá okkur. Arabarnir urðu vatns- óðir. Þeim nægði ekki að ieggja vatnsleiðslur í hýbýli sin. Þeir létu vatnið einnig renna ofan- jarðar til þess cins að geta horft á það. Við tslendingar iokum fyrir vatnið. Þaö eru allsstaðar kranar og mælar á vatninu. t stað þess að grafa holur i jörð- . ina og fylla þessar holur af vatni, lokum við vatniö inni i mann- virkjum. Hugsið ykkur möguleikana, lesendur góðir. Hugsið ykkur sumrin i Reykjavik til að mynda, ef heita vatnið fengi að renna og streyma. Hugsiö ykkur möguleik- ana i almenningsgöröunum, við blokkirnar, I húsagörðunum og á vinnustööunum. Hugsið ykkur að allsstaðar væri opið heitt vatn til að sitja i, til að synda i og til að busla i. Vatn handa öllum alls- staöar án nokkurrar serimoniu. Ekkert væri auðveidara en að flytja strendur sólarlanda og strandlifið þar hingað til islands með aðstoð vatnsins, plastsins, álsins og rafmagnsins. Ég hef margoft séð það er- lendis, hvernig ungir og aldnir geta unað sér i vatni daginn langan. Þrátt fyrir mikla aðsókn okkar að þeim mannvirkjum sem byggð eru yfir vatnið á tslandi, myndi vatnsneysla tslendinga margfaldast ef það stæöi alls- staðar opið fyrir fólki, úti og inni. Þetta eru kannski ábyrgðarlftil skrif I léttum dúr. En nú kem ég að þvi sem mér finnst einna skrýtnast um vatnið og afstöðu okkar til þess. Þetta sem mér finnst svona furöulegt er vatnið á sjúkrahúsunum, eða réttara sagt vatnsleysið á sjúkrahúsunum. Mér vitanlega hefur engin spi- tali, sem rekinn er af opinberum aðilum, aðgang að vatni. Náttúrulækningaheimilið i Hverageröiog endurhæfingarstöð fatlaðra eru einu heilsugæslu- mannvirkin, sem nota vatn. Og Náttúrulækningaheimiliö er, að ég held, cina stofnunin sem hefur ieyst málið á þann hátt sem ég minntist á i upphafi. Þar er hola i jörðina, sem fyllt er af vatni og kostaði nærri þvi ekki neitt. Svona getur málið veriö einfalt. Ég fullyrði að öll sjúkrahús og heilsugæslustöövar á hitaveitu- svæðum, gætu gert holu i jörðina og fyllt hana með vatni, án þess að skattgreiðendur fréttu nokkurntima af þvi. Ég fullyröi að legudögum sjúkl- inga fækkaði og liöan þeirra batn- aði, ef þeir hefðu aðgang að vatni. tslensk sjúkrahús eru kannski bestu sjúkrahúsin i heiminum. A islenskum sjúkrahúsum er ein- vala starfslið, sem gerir allt sem i mannlegu valdi stendur fyrir þá sem þurfa að gista þessar stofn anir. Svolitil hola I jörðina, sem fyllt væri að vatni, myndi verða góður eftirréttur á þessum stofn- iinum. Og þessi ábætir myndi kosta sáralitið. Hrafn Sæmundsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.