Þjóðviljinn - 09.08.1980, Side 22

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Side 22
2 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.—10. ágúst 1980 mannleg samskipti Sigrún Júlíus- dóttir Nanna Sigurðar dóttir „Sumir telja aö heimska Gunnar Ragnar Þórhailsson og Hilmar Þór Sigurðsson: Það er mikilvægast fyrir okkur aö fá aO vita sannleikann (Ljósm.:eik) Spjallað við tvo unga fatlaða menn. Þeir eru: Gunnar Ragnar Þór- hallsson, 24. ára. FatÞ aður frá 12 ára aldri. Vinnur nú hjá Tollstjóra og býr i Hátúni 12; OG Hilmar Þór Sigurðsson, 21 árs. Vinnur nú hjá Oliumöl h/f og býr i Hátúni 12. Hann hefur verið fatlaður frá fæð- ingu. „ Gangstéttarbrúnin er ekki eina hindrunin”. „Þaö sem algjörlega vantar er tilfinningalegur stuOningur viö nýfatlaö fólk,” sögðu þeir Gunnar og Hilmar. „Þaö er ofboðslegt áfall aö missa skyndilega hreyfi- getu sina og veröa bundinn viö hjólastól og útilokaöur frá þátt- töku i venjulegu lifi, sem áöur var svo sjálfsagður hlutur. Ein- angrunin og einmannaleikinn, sem oft fylgir i kjölfariö er lika oft óbærilegt. Maöur verður óörugg- ur i samskiptum viö aöra og fer að draga sig i hlé. Það er svo mikilvægt aö búa fóik undir, aö það er ekki bara hindrunin i' aö komast leiöar sinn- ar upp tröppur eöa niður af gang- stéttarbnín, sem þarf aö takast á viö. Hér gætu t.d. aörir fatlaöir komið inn i myndina, miölaö reynslu sinni og veitt tilfinninga- legan stuöning á meöan fyrsta á- fallið gengur yfir.” „Læknar leggja langoft- ast aðaláhersluna á likamlegan bata, en ræða litið tilfinn- ingalegu hliðar máls- ins” „Hér hafa læknar algjörlega brugöist og viröast vera algjör- lega skilningslausir á þessa hliö málsins. Þaö er mikilvæg ast fyrir okkar að fá aö vita1 sannleikann og fá hjálp til aö sætta sig viö oröinn hlut I staö þess aö ala sifellt á ein- hverri barnalegri batavon. Eins og það sé einhver hjálp, þegar maöur þarf fyrst og fremst aö geta horfst i augu viö sjálfan sig og geta sætt sig við þaö, sem ekki verður breytt. Þaö gæti t.d. verið mjög gagnlegt aö stofna til sam- Hilmar Þór: Auðvitaö finnst manni vont ef fólk er vandræöa- legt eöa yfirdrifiö hjálpsamt. talshópa á deild þar sem fleiri ný- fatlaöir eru, undir leiösögn t.d. félagsráögjafa. Slikir hópar gætu hjálpaö fólki aö átta sig á tilfinn- ingum sinum; veriö hvetjandi og tilfinningalegur stuöningur. Þaö er lika mikilvægt aö leiöbeina og veita upplýsingar, bæöi um til- finningaleg og félagsleg atriöi.” Hilmar sagöist hafa verið svo heppinn aö hafa veriö studdur áfram og ekkert taliö sjálfsagö- ara en hann væri i venjulegum skóla og geröar sömu kröfur til hansog annara. Þaö varhanslán. Gunnar sagöist hafa reynt hiö gagnstæöa. Hann fékk kennara heim til aö ljúka 6. bekk og fór siðan i sérskóla fyrir fatlaöa i Reykjadal. Þann skóla er nú búið aö leggja niöur; enda hafi reynsl- an sýnt að hann átti ekki rétt á sér. Þetta var upphafiö aö félags- legri einangrun sem seint veröur bætt. Timinn fyrst eftir áfallið er svo viökvæmur og erfiöur. Þaö skiptir öllu, hvernig þá er tekið á málum. Þegar Gunnar var 17 ára eign- aöisthannbil meö stuöningi föður sins. Þaö uröu straumhvörf f lífi hans. Sjálfstraustið jókst og geröi hann langtum mun minna háöan öörum f daglegu lffi. Þeir félagar Gunnar og Hilmar lögöu á þaö á- herslu, aö bilakaup og bflarekstur væru nánast öllum öryrkjum of-' viöa, nema til kæmi fjárstuðning- ur frá f jölskyldunni eöa þvi opin- bera. „Það er stimplun að búa i húsi fyrir fatlaða” „Þetía hús sem viö búum í er besta húsnæöi fyrir fatlaöa sem völ er á á Islandi í dag, en þaö er ákveðin einangrun og stimplun aö búa f slíku húsi. Þaö undir strikar aö maöur er ööruvisi en aörir. Auövitaö er mikilvægt aö sér- hanna íbúöir furir fatlaöa, en þaö þarf bara ekki aö sérhanna allt Gunnar Ragnar: Ofboðslegt áfall aö missa skyndilega hreyfigetu sina og veröa bundinn viö hjóia- stól og útiiokaöur frá þátttöku i venjulegu lifi, Hfiö fyrir fatlaöa, t.d. meö þvf aö byggja heil hús eingöngu fyrir fatlaöa. 1 venjulegum blokkum gætu veriö ibúðir, sem henta fyrir fatlaöa. Eins er meö skóla, dag- heimili, opinberar byggingar og atvinnufyrirtæki. Viö hljótum aö eiga rétt til þátttöku i lifinu meöal fólks, en -ekki aö vera sett i sér bása, sem gerir okkur aö ein- hverjum einangruöum sérfyrir- bærum, sem fólk er hálfhrætt viö eöa a.m.k. þekkir ekki og verður óeölilegt og óöruggt gagnvart. Þetta fyrirkomulag takmarkar okkur sem sjálfstæöa einstak- linga. Viö veröum öörum háö og óframfærin. Þetta dregur lika úr möguleikum okkar aö vera nýtir þjóöfélagsþegnar, aö þvi marki sem viö þó gætum.” „Fordómar á vissum sviðum” ,,Já,viðveröumoft varirviöfor- dóma a.mi á vissum sviöum. Þaö vantar alla umræöu hér um aöstæður okkar og daglegt líf. Sjálf einangrum viö okkur of mik- iö og erum of upptekin af fötlun- inni: „við fatlaðir og hinir ófötl- uöu” ef svo mætti aö oröi komast. Kannski breytist þetta á ári fatl- aöra. Auövitaö finnst manni vont, þegar fólk er vandræöalegt eöa yfirdrifið hjálpsamt. Viö erum ekkert ööruvisi en annaö fólk og viljum láta umgangast okkur einsog annaö fólk. Svo einfalt er þaö. Sumt fólk hefur furðulegustu hugmyndir um fatlaöa t.d. að fatlaðirséu vanþroskaöri andlega og líka heimskir. Þaö er lika ergi- legtaöfara á skemmtistaöi (þaö erhægtaökomast á tvoskemmti- staöii Rykjavik i hjólastól) þegar hálffullt fólk gefur sig á tal viö mann og vill fara aö rekja úr manni garnirnar. Þaö er þá laust viö vandræöaganginn og höml- umar, en gerist þá I staöinn per- sónulegra og oft smekklaust. Þegar viö förum á skemmtistaö er þaö til aö skemmta okkur rétt eins og annaö fólk en ekki til aö rekja raunasögur eöa vera eitt- hvert afþreyingarefni fyrir aöra”. „Aðalatriðið að fatlaðir séu ekki aðskildir frá ófötluðum — bylting i samtökum fatlaðra” „Til þess aö fatlaöir og ófatlaöir geti lært aö umgang- ast á eölilegan hátt verður aö blanda þessum hópum saman frá byrjun. Þaö verður aö gera ráö fyrir fötluöum á sama hátt og ófötluöum. Hugsunarhátturinn i þjóöfélaginu þarf aö breytast. Þar skipta samtök fatlaðra miklu máli. Þau eru núna oröin dálitiö á eftir timanum og ekki nógu virk. Þar þarf byitingu og meira nýtt blóð. Hvar er t.d. allt þetta unga fatlaöa fólk, sem aldrei hefur samband viö samtökin? Viö þurf- um á þessu fólki aö halda i sam- tökin. Fólki meö nútima viöhorf og nýjar hugmyndir, sem gætu breytt samtökunum. Einangrun og stofnanadvöldregur úr þroska fólks og viö þurfum aö reyna aö fá þaö besta út úr öllu eins og hægt er.” Þeir Hilmar og Gunnar sögöust mundu taka þvi mjög vel, ef ein- hver úr hinum þögla hópi, sem vildi gera eitthvaö i málunum, heföi samband viö þá. Minnihlutahópar — Hvað er það? „Hvaö — geta fatlaöir gert „þaö”? Þessi athugasemd flaug út úr einum bekknum i Tónabió á dögunum. Þar hefur aö undan- förnu veriö sýnd kvikmyndin „Coming Home”, sem m.a. lýsir ástarsambandi á milli „venju- legrar” konu og manns, sem bundinn er viö hjólastól. Athuga- semdin endurspeglar þá gifur- legu fáfræöi og hugmyndir al- mennt um þá, sem á einhvern hátt falla utan viö þaö venjulega og viötekna i þjóöfélaginu. Þeir eru ööruvisi en viö hin og þar af leiöandi ekki „eölilegir”, „venju- legir”, „heilbrigöir” eöa jafnvei ekki alveg „réttir”. Þannig er fólk dregiö I dilka meö ákveönum merkimiöum. Erving Goffman hefur i bók sinni Stigma reynt aö skilgreina, hvaöa áhrif þaö hafi á sjálfsvit- und og framkomu einstaklings aö hafa á sér einhvers konar stimpil og hvemig umhverfiö bregst við slikum einstaklingum. Hann skiptir stimpiuninni i þrjá megin hópa. 1 þeim fyrsta eru einstakl- ingar, sem hafa einhvern sýni- legan galla. t.d. vantar útlim. Viöbrögöin mótast þá út frá þvi. Allir vita og sjá aö viðkomandi er fatlaöur. 1 öörum hópnum eru þeir sem hafa galla sem er ósýni- legur t.d. skapgerðin I molum, ást til eigin kyns og svo frv. Stimpill- inn sést ekki og sá sem gengur með hann notar oft mikiö af sin- um tima i aö velta vöngum yfir þvi, hvort hann eigi aö segja öðr- um frá „þvi” eöa hvort að aörir viti „þaö”. 1 þriöja hópnum eru svo þeir sem tilheyra ákveönum þjóöum, þjóöarbrotum, hafa trúar- eða stjómmálaskoöanir, sem aögreina þá frá þvi um- hverfi, sem þeir lifa I, t.d. litaö fólk á Vesturlöndum. Fólk I þess- um hópi fæöist þá oft inn i' sina stööuog aðgreiningin gengur i arf frá kynslóö til kynslóðar. Goffman bendir á aö vixlverk- un einstaklinganna i þessum hóp- um viö umhverfi sitt mótist oft aðallega af einbeitingu i kring um það sem sé aögreinandi, án þess aö lita á aöra eiginleika eöa persónuna i heild. I langan tima hefur tilhneiging veriö I þá átt aö draga fólk meö stimpil út úr þjóöfélaginu og „geyma” þaö á stofnunum eöa á annan hátt torvelda þvi þátttöku i venjulegu lífi. Þetta hefur aliö á fáfræöi og ranghugmyndum alls þorra fólks i garð ýmissa minni- hlutahópa. Hinar öru þjóðfélags- breytingar siöari ára gera slika fordómarækt þó æ torveldari, þar sem nánast allir þegnar þjóöfé- lagsinseru farnir aö tilheyra ein- um slilcum (fráskiliö fólk, fatl- aöir, unglingar, þroskaheftir, asma og migrenesjúklingar, ör- yrkjar, einstæöir foreldrar og s. frv.) Hvaö meö þig lesandi góð- ur? Tilheyrir þú kannski ein- hverjum minnihlutahópi?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.