Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.—10. ágúst 1980 Umferðarþunginn á göt- um Reykjavikur er gífur- legur. A mesta annatíman- um þokast bílalestirnar áfram hægt og sígandi og það tekur á taugar þeirra sem sitja í sínum einkabíl- um að komast hvorki lönd né strönd. Hver er lausn þessa vanda? Við því fást greið svör hjá þeim sem velta umferðarmálum fyr- ir sér: að draga úr umferð einkabila og auka almenn- ingssamgöngur. Ferðir með strætisvögnum hafa svo ótvíræða kosti í för með sér að framtíðin hlýt- ur að bera í skauti fleiri strætisvagna á götum Dæmi um viökvæmt umhverfi. Ekki má skyggja á garöinn og spilla götumyndinni. Hvernig skýli er hægt aö setja á svona staö? Hér er heldur betur erfitt um vik, og þaö eru mörg dæmi um sllkar stöðvar rétt viö húsgaflinn. Hér þurfa hönnuöir aö leggja heilann I bleyti og finna lausn farþegum til góöa. Myndir:gel. borgarinnar og færri einkabíla. En vandatnál almenningsum- feröarinnar eru mörg. Þaö þarf aö biöa og umferöin gengur of hægt. Á köldum vetrarmorgnum þegar vindurinn gnauöar er ekki beinlfnis freistandi aö hima úti á stoppustöö. Þaö vantar viöa biö- skýli sem veita skjól fyrir vatni og vindum. Þaö vandamál ætla Strætisvagnar Reykjavikur aö reyna aö leysa innan tföar. Þaö á aö efna til samkeppni um hentug biöskýli viö gangstéttir. Sföast liöiö vor var efnt til forkeppni meöal farþega S.V.R. um biöskýli og komu fram sex tillögur sem allar hlutu verölaun og geta vænt- anlega gefiö hugarflugi hönnuöa byr undir báöa vængi. 1 gær var blaöamönnum boöiö i strætóferö um miöborgina til aö kynna þau vandamál sem viö er aö glima. Ekiö var inn Grettisgöt- una, Rauöarárstfginn, Háaieitis- braut, Kringlumýrarbraut, niöur Laugaveg og miöbæinnn og viöa stoppaö til aö kanna aöstæöur. Viö margar stoppustöövar eru bekkir eöa steypt skýli, en viö helstu umferöargöturnar er hreint ekki neitt sem veitir skjól og erfitt aö koma fyrir skýlum nema einhverjum detti eitthvaö verulega snjallt I hug. Gangstétt- arnar eru þröngar, fólk er á ferli fram og aftur og skýlin mega ekki hindra umferö. Þá þarf lika aö gæta þess aö biöskýlin veröi ekki óprýöi I umhverfinu t.d. þar sem fagrir garöar eru aö baki, húsa- sund eöa annaö sem gleöur aug- aö. I ökuferöinni bar margt á góma, Eirikur Asgeirsson sagöi aö Reykjavík státaöi af stærstu og bestu skýlum sem hann vissi af bæöi á Hlemmi og Lækjartorgi. A öllum stærstu biöstöövunum eru góö skýli en viöa þarf aö bæta úr. I borginni eru alls 110 skýli en stoppustöðvar eru 350. Þaö er dýrt aö verja farþegana fyrir veöri og vindum, hvert skýli af þeirri gerö sem nú er algengust kostar litla eina miljón króna. A næstunni veröur gamla skýliö sem var á Lækjartorgi sett niöur á Grensásstööinni og vænkast þá hagur þeirra sem þar biöa. Guörún Agústsdóttir formaöur stjórnar S.V.R. sagöi frá þvf aö niöurstöður úr könnun sem gerö var meöal farþega áriö 1976 væru óöum aö birtast og þær sýni að hraöi vagnanna sé of litill, þaö vanti fleiri hraöferöir á milli bæj- arhluta og betri aöstööu fyrir far- þega. Allt þetta veröur tekiö til athugunar og eru biöskýlin efst á blaöi. Almenningsumferöin þróast hægt og hægt til hins betra og þaö er greinilegt aö hækkun bensin- verös er farin aö segja til sin. A siöasta ári fjölgaöi farþegum S.V.R. um 600.000 en heildarfjöld- inn er á milli 12 og 13 miljónir. Eirikur forstjóri sagöi i grini aö þetta sumar heföi veriö strætis- vögnunum erfitt út af góöa veör- inu og bannsettum hljólreiðunum sem sffellt væru aö aukast, en þar kæmi á móti hvaö lögreglan heföi svipt marga ökuleyfi vegna ölv- unar viö akstur. En aö öllu gamni siepptu þá hlýtur bætt þjónusta og sá mikli sparnaöur á orku og f jár- magni sem almenningssamgöng- um fylgja aö koma S.V.R. til góöa á komandi tlmum. Þess skal aö lokum getiö aö frestur til aö skila tillögum i samkeppnina lýkur 12. nóv. Verölaun nema alls 4 miljónum, þar af eru fyrstu verölaun ekki lægri en 1,5 miljón. 1 dómnefnd- inni sitja: Finnur Björgvinsson arkitekt, Guörún Agústsdóttir form. stjórnar S.V.R., Hjörtur Kolsöe vagnstjóri, Reynir Adamsson arkitekt og örn Sigurösson arkitekt. —ká. Þarna er skýli næstum þvl frá nátturunnar hendi og þarf litlu til aö kosta. 1 góöu veöri væsir ekki um farþega S.V.R. meöan beöiö er næsta vagns, en heldur kárnar gamaniö þegar vindur blæs og rigning lemur andlitiö. Kannski má mynda skjól viö horniö?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.