Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 32
DJQDVIl/INN nafn* < Skattarnir hafa að öllum líkindum verið vinsælt umræðuefni þessa dagana hjá þeim landsmönnum sem búnir eru að fá skatt- seðlana, en álagningu á einstaklinga er ekki lokið í þremur umdæmum. Þjóðviljinn sneri sér til Ragnars Arnalds f jármálaráðherra og spurði hann hvernig tilfinning það væri að leggja á skatta í fyrsta skipti. „Ég lit nú ekki svo á að ég sé aö leggja á skatta” sagöi Ragnar „þvi skattalögin eru samþykkt af Alþingi og þar koma æði margir viö sögu. Alagningin er framkvæmd undir forystu rikisskatt- stjóraembættisins og þvi get ég ekki sagt að ég hafi til- finningu fyrir þvi að ég sé i aðstöðu til að deila og drottna. bað er verk fjár- málaráðuneytisins fyrst og fremst að sjá til þess að allt fari fram lögum samkvæmt. Þó að við höfum ekki mikil afskipti af þessum máium þá hef ég óskað eftir þvi að haft veröi samband við inn- heimtumenn rikisins um land allt og þeir beðnir að sýna lipurð og sveigjanleika þegar leitað verður eftir þvi af hálfu skattþega aö semja um greiöslufrest. Astæða þessa er sú að fyrirfram- greiðslan hefur verið óvenju- lega lág hlutfallslega á fyrri hluta þessa árs auk þess sem skattkerfisbreytingin hefur leitt til þess aðsumir hækka i sköttum meðan aörir lækka. Það er kannski óvenjulega mörg tilvik þess eðlis núna að menn þurfi að borga mjög stóran hluta tekna sinna og jafnvel allar tekjur- nar i skatta á seinustu 5 mánuðum ársins. 1 ljósi þessa eru þessi tilmæli send innheimtumönnum. Leita skattgreiöendur eitt- hvað til þin persónulega þessa dagana? „Já, það er nokkuö um það að skattgreiðendur segi mér frá örlögum sinum. Ýmsum þykir skatturinn nokkuð hár auk þess sem nokkrir þurfa að borga mikið i skatt siðari hluta ársins. I þeim efnum er þó litið íyrir mig að gera þvi skatturinn er lagður á sam- kvæmt lögum en ekki geð- þótta ráðherra. Hann getur þvi litla úrlausn veitt nema i ljós komi að heilir hópar séu misrétti beittir, en þá er mögulegt að stuðla að laga- breytingu til aö koma i veg fyrir að slikt endurtaki sig. Það er rétt að menn hafi i huga aö þetta eru alveg ný skattalög og i kjölfar álagn- ingarinnar gefst okkur tæki- færi til að átta okkur á þvi hvort þau séu nægilega sann- gjörn og rökrétt” sagði Ragnar Arnalds aö lokum. -þm. Vfialsími Þjó^viljans er N1333 kl. 9-20 mánudaga tii föstudaga. L tan þess tima er hægt aö ná f blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum simum : Hitstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná f afgreiöslu blaösins isíma 81663. Blaöaprent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Verkamannafélagiö Dagsbrún: V erkfalkheimild samþvkkt í gær Á fundi verkamanna- félagsins Dagsbrúnar i gær var samþykkt til- laga stjórnar félagsins um heimild til handa trúnaðarmannaráði Dagsbrúnar til að lýsa yfir vinnustöðvunum til að fylgja eftir og knýja fram kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar i kjara- deilu þeirri er nú stendur yfir. Tillagan um heimild til verkfallsboðunar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn 5 en fundinn sátu á þriðja hundrað manns. Verkfallsheimild Dagsbrúnar er svar félagsins við þeim til- lögum er VSÍ kynnti s.Í. þriðju- dag, en að mati forystumanna Dagsbrúnar voru þær tillögur spor aftur á bak miðað viö fyrri tillögur Vinnuveitendasambands- ins. Þó að VSt hafi nokkuð breytt tillögum sfnum á fimmtudaginn varsú breyting ekki þess eðlis að ástæða væri til að mati Dags- brúnarmanna að falla frá verk- fallsheimildinni. -þm. A þriðja hundrað manns voru á Dagsbrúnarfundinum i Iðnó i gær. Ljósm. gel. Guömundur Þ. Jónsson: „Idnrekendur eru aö skoða tillögurnar” r Samninganefndir ASI „Við höfnuðum strax þeim til- lögum sem iðnrekendur lögðu fram á þriöjudaginn enda var þar um afturför að ræða frá fyrri til- lögum þeirra. Þeir féllust þá á að athuga þær tillögur sem við lögð- um fram f júni, en þær tiUögur voru svar okkar við hugmyndum VSl um samræmdan kjarasamn- ing. Væntanlega fáum við einhver svör frá þeim á fundinum á morg- un, laugardag” sagði Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssam- bands iðnverkafólks er Þjóðvilj- inn ræddi við hann i gær. Aðspuröur sagöi Guðmundur að ennþá hefði ekki verið tekin ákvörðun um að afla verkfalls- og VSÍ hittast i dag heimildar, en það yrði vissulega Ihugaö á næstunni ef ekkert þok- aðistáleiöisi samningamálunum. Minnti Guðmundur á að iðn- verkafólk hefði verið með lausa samninga siðan um áramót og gæti það ekki beðiö öllu lengur. Enginn sáttafundur varhaldinn i gær milli ASl og VSÍ, en samn- inganefndir beggja aöila munu koma saman til fundar, hjá sátta- semjara kl. 10 f .h. i dag, laugar- dag. Einstök landssamtök innan Alþýðusambandsins munu hafa notað daginn i gær til að fara yfir stöðu samningamálanna. —þm Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason: Guðmundur J. Guðmundsson í ræðustól og Halldór Björnsson ritari Dagsbrúnar. Ljósm. gel. Samkomulag um kaup á Fífuhvammslandi: Hektarinn á þrjár milj. Bæjarstjórn fjallar um máliö i næstu viku Föstudaginn 15. ágúst tekur bæjarstjórn Kópa- vogs ákvörðun um hvort kaupstaðurinn kaupir Fifuhvammsjörðina fyr- ir 790 miljónir króna en samkomulag náðist um þessa upphæð og greiðslukjör i sérstakri viðræðunefnd bæjarráðs og seljenda i siðustu viku. Er kaupverðið 20% lægra en siðasta tilboð seljenda og 100 mil- jónum lægra en fast- eignamat frá 1. des. s.l. Björgvin Sæmundsson, bæjar- stjóri I Kópavogi sagði i samtali við Þjóðviljann i gær aö hann teldi að hér væri um hagstæða samninga að ræða fyrir bæinn. Útborgun, sem er 310 miljónir dreifist á þrjú ár, 50 miljónir koma til greiðslu á þessu ári, 200 á þvi næsta og 60 árið 1982, en afgangurinn, 480 miljónir verður greiddur með 12 jöfnum afborg- unum árlega, hinni fyrstu 1983. Fífuhvammsjörðin er nálega 260 hektarar að stærð og er sölu- verðið þvi um 3 miljónir á hektara. A henni mun trúlega rúmast jafnmikill mannfjöldi og nú byggir Kópavog eða 12000 mannsen sú tala lækkar að sjálf- sögðu með þvi að eitthvað af jörð- inni verður tekið undir iðnaðar- hverfi og annað undir opin svæði og stofnanir. Kópavogur á ekki við aðkall- andi landleysi að striða og ekki bjóst Björgvin við að Fifu- hvammslandið yrði byggt fýrr en að 5-7 árum liðnum éf bæjar- stjórnin samþykkir kaupin. Þetta er lika það stórt svæði að það byggist ekki á fáum árum, sagði hann, en skipulagning þess myndi þá hef jast fljótlega eftir að gengið hefur verið frá kupunum. —AI. Tilmæli fjármála- ráöherra til skattheim tumanna: „Sýnið lipurö” „Fer vopnlaus út” Rikisstjórnin samþykk, en sumarleyfi viöskiptaráðherra tefur formlega afgreiðsiu „Ég fer mjög sár yfir þvi að hafa ekki fengið formlegan bakstuðning frá rikisstjóminni áður en ég held utan” sagði Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason stjórnarfor- maður ISPORTO i sam- tali við Þjóðviljann I gær, en Jóhanna fer i dag laugardag utan til Portúgal en hún ætlar að reyna að hjálpa til við útvegun innflutnings- leyfisins fyrir saltfisk- sölusamninginn sem fyrirtæki hennar hefur gert við portúgalska við- skiptamenn. Jóhanna sagði aö á rikisstjórn- arfundi sl. fimmtudag hafi verið bókuð samþykkt allra viöstaddra ráðherra um aö ISPORTO fengi útflutningsleyfi fyrir saltfiskinn en Tómas Arnason viðskiptaráö- herra hefur veriö í frli alla þessa viku og enginn gegnt hans em- bætti og þvi hefði ekki verið hægt að fá samþykkt rikisstjórnarinn- ar afgreidda formlega frá við- skiptaráðuneytinu fyrir h.elgi. „Ég fer þvi alveg vopnlaus út, og mér þykir alveg óskiljanlegt aö ekki skuli hafa verið hægt að afgreiða þetta leyfi svo ég hefði eitthvaði höndunum til að fá inn- flutningsleyfiö i gegn ytra. Tim- inn fer að verða naumur þvi sam- kvæmt þeim samningum sem við höfum gert eigafyrstu 1000 tonnin af saltfiskinum að vera komin til Portúgals fyrir miðjan næsta mánuö. Ég þarf sannarlega á formlegri aðstoð stjórnvalda að halda ef þessir sölusamningar sem við höfum gert og allir lýst ánægju sinni með og jafnvel fleiri tilviðbótar eiga ekki hreinlega að renna út i sandinn,” sagði Jóhanna að lokum. —lg- Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra hefur óskað eftir þvi að haft verði samband við skattinnheimtumenn rikisins um land allt og þeir beðnir að sýna lip- urð og sveigjanleika þegar leitað er eftir þvi af fólki að fá greiðslu- frest, á skatti sinum. 1 samtali við Þjóðviljann sagöi fjármálaráðherra aö hann hefði talið þetta nauðsynlegt þvi að fyrirframgreiðslan I ár hafi verið hlutfallslega óvenjulega lág á fyrri hluta ársins og auk þess hefðu komið til miklar breytingar sem þýddu að sumir hækkuðu i sköttum meðan aðrir lækkuðu. Þannig væru kannski óvenjulega mörg tilvik þess eðlis að menn þyrftu að borga mjög stóran hluta tekna sinna og jafnvel allar tekjurnar i skatt á seinustu 5 mánuðum ársins. I ljósi þessa heföi hann tekiö áðurgreinda ákvörðun. 'Þm-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.