Þjóðviljinn - 09.08.1980, Side 12

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Side 12
M — ’*V}\ i\Vff'lV ^ M- ' t ÍHU í 12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.—10. ágúst 1980 Frá 29. mai til 15. júni var hald- in mikil leikhúshátib i Amster- dam undir heitinu Theatre of Nations — Festival of Fools. Hér var á feröinni samruni tveggja leikhúshátiða. Annars vegar Leikhús þjóðanna, sem er alþjóö- leg leikhúshátið haldin árlega i hinum ýmsu borgum Evrópu, en var áöur staösett i Paris. Hins vegar Festival of Fools — Fifla- hátíðin — sem er leikhúshátíð sem hefur veriö haldin i Amster- dam undanfarin 5 ár, og er ætluö leikhúsi af þvi tagi sem kallaö er „alternative theatre” og mætti kannski kalla ööruvisi ieikhús. Þessum tveimur hátiöum var að þessu sinni slegiö saman og gert heilmikið tilstand. Hátiöin lagöi undir sig gamla skipasmiöastöö sem á aö fara aö rifa og var þar slegiö upp i skyndi fjölmörgum leiksviöum og svæöiö allt gert hiö skrautlegasta og skemmtileg- asta. Og til hátiöarinnar komu meira en 90 Ieikhópar frá 26 lönd- um og frömdu yfir 500 sýningar. Öðruvísi leikhús En hvaö er eiginlega þetta „ööruvisi leikhús” eöa nýja leik- húsiö eöa hvaö viö viljum kalla þaö? Þaö er ekki auðvelt aö skil- greina i stuttu máli, en kannski auðveldara aö segja hvaö þaö er ekki. Þaö er ekki hiö venjubundna stofnanaleikhús þar sem bók- menntalegur texti er fluttur meö nokkuö heföbundnum hætti og mikiö er venjulega lagt upp úr sviösmynd og tæknibúnaöi. Nýja leikhúsið notar gjarnan mjög lít- inn texta og sá litli texti sem er fyrir hendi er þá yfirleitt oröinn til innan leikhópsins. Sýningarnar eru yfirleitt samdar af hópnum sjálfum, stjórnanda hans eilegar höfundi sem vinnur náiö meö hópnum og skrifar sérstakiega fyrir hann. Nýja leikhúsiö leggur yfirleitt mikla áherslu á leikarann sjáifan og þá tjáningarmöguleika sem hann býr yfir I llkamshreyfingum og raddbeitingu. Oft er einhvers konar blönduö tækni á feröinni, dans, söngur, tónlist, myndir, er notaö sem innlimaöir hlutar sýn- ingarinnar. Mjög algengt er aö hið talaða orö sé lltill þáttur sýn- ingarinnar og er þaö vissulega mikill kostur þegar um alþjóö- legar hátiöir er aö ræöa, og enga sýningu sá ég þar sem tungumál- iö olli hinum minnstu vandkvæö- um. Þetta atriöi er áreiöanlega eitt af þvi mikilvægasta i þessari nýju leikhúsþróun, þar sem þaö stuöl- ar aö þvi aö opna landamæri og auka samskipti þjóöa á sviöi þessarar listgreinar, sem hefur hingaö til framar öörum greinum búið við nokkra einangrun og slikri einangrun fylgir ævinlega hætta á stöönun. Upphafnir trúöleikar Trúöieikar og gamanmál skip- uöu eölilega veröugan sess á þessari Fiflahátfö. Þaö besta sem ég sá af þvl tagi kom frá Belgiu og Tékkóslóvakiu. Fjögurra manna flokkur frá Belgíu, Radeis, sýndi klukku- stundar leik án oröa sem bar heit- iö „Ég vissi ekki aö meginlandið væri svona fallegt”. Fjórir menn koma inn á sviöiö, frakkaklæddir meö feröatöskur I höndum, einn meö fuglabúr, annar meö garö- könnu sem hann notar annaö veif- iö til aö vökva fuglabúriö. Þeir opna töskur sinar og upp úr þeim kemur viöáttumikill plastdúkur sem þeir breiöa yfir gólfiö og sjá, þar er komin sandströnd og haf. Og nú upphefst mikiö baö- strandarlif, sólböö, sund o.s.frv. Einn þeirra sveiflar plastmáf á eins konar veiöistöng yfir höföum hinna leikendanna og áhorfenda. Hámark sýningarinnar er þegar sá meö fuglabúriö opnar þaö og kemur þá I ljós aö í þvi er fiskur. Hann sleppur út og upphefst mikill eltingaleikur viö fiskinn sem sifellt skreppur úr greipum þeirra og stekkur hærra og hærra upp I loftiö uns hann tekur gifur- legt stökk og einn þeirra sprettur upp meö skammbyssu og skýtur hann á fluginu. Þaö er auövitaö ógerningur aö gera nokkra viöhlitandi grein Divadlo na provázku: Pantalone og Arlecchino, kostulega góðir gam anleikarar frá Tékkóslóvakiu. fyrir svona sýningu, en hún ein- kenndist af hnitmiöaöri ná- kvæmni i hugsun, útfærslu og leik og var smellin ádeila á þaö gervi- lif sem nútimamenn lifa á baö- ströndum. Þessi sýning fór fram i mjög skemmtilegu umhverfi, gömlu belgisku speglatjaldi, en þaö er hringlaga bygging meö tjald- himni og fjölmörgum speglum sem flytja mátti milli markaöa og á aöra staöi þar sem mikiö var um aö vera. 1 þessu sama tjaldi sýndi einnig annar belgiskur hópur sem kallar sig Het Eterisch Strijkers En- semble, sem mundi útleggjast Hin loftkennda strengjasveit. Þar er á ferðinni sex manna strengjasveit, stjórnandi hennar og allmargir trúöleikarar og höföu þeir i frammi sýningu sem þeir kölluöuParisiana og var eins konar dadaiskur kabarett i anda þriöja áratugarins. Stjórnandinn, Erik de Volder, er meö fyndnari mönnum sem ég hef séö, gerir fáránlega hluti meö svo miklum þunga og svo alvörugefnum svip aö óborganlegt er. Hann stjórnaöi hljómsveitinni af mikilli festu allan timann meöan hinir undar- legustu hlutir geröust i kringum hann, aö visu var hann um tima meö fisk á höföinu. En meöan hann stjórnaöi varö hver uppá- koman á fætur annarri, t.d. ljós- myndafyrirsæta sem var karl- maöur á annarri hliöinni en kona á hinni og mátti skipta um eftir þörfum (teknar voru ljósmyndir af fyrirsætunni meö sýningar- gestum), kolbrjálaður páfi sem borínn var inn I hásæti og haföi I frammi dónalegar tiltektir og út- deildi niöursneiddum banönum sem oblátum, maöur þakinn te- pokum sem gekk um og bauö fólki te, og svo var fluttur konsert fyrir cne.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.