Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9,—10. ágúst 1980 AF ÁSTARÓÐI TIL ISLENSKU KVENÞ JÓÐ ARINN AR (Ræða flutt á sameiningardegi veikara kyns- ins að Hallveigarstöðum) „Ég elska yður þér islands fljóð með enni björt og hvelfdan barminn/ já, axlir, hálsa og eldheitt blóð, með augu skær og blautan hvarminn. Já, kvennafansinn með sitt skraut og skart og skapið heitt, en sparidressið smart. Þér, kátu fljóð. Þér, kvennaþjóð, sem hafið oss á yðar valdi". Hve vel eiga þessar f leygu Ijóðlinur ekki við á þessum hátíðisdegi, þegar íslensk kven- þjóð hefur loks áorkað því að sameinast um eitt tiltekið málefni: málefni málefnanna, því, að fá að eiga frumkvæðið að samdrætti karla og kvenna. Nú skal það vera liðin tíð að vér, vondir menn með vélaþras,séum að gefa yður undir f ótinn, án þess að þér haf ið áður gef ið oss of an á hann. Eftir þennan dag skal það heyra sagnfræð- inni til að menn „stígi í vænginn" — svo notað sé hænsnamál — við yður, kvennablómi þessa lands, ef þér hafið ekki sjálfar af eigin hvötum hafið yður til flugs. Héreftir verðið það þér, konur, sem tendrið þann neista sem verða má til þess að vér karl- ar lítum yður hýru auga. Hér á þessum stað og þessari stundu gefst hvorki tími né rúm til að rekja í smáatriðum, hvers vegna þér, fósturlandsins Freyjur og fögru „vönu" dísir, hafið loks eftir langa mæðu getað orðið sammála um eitthvað og myndað samstöðu um einhvern málaf lokk, en vert er við þetta hátíðlega tækifæri að drepa á það helsta, sem varð þess valdandi, að þér standið nú hér á þessum stað á hinum merku tímamótum samstöðunnar. Þessa hátíðlegu stund er tvimælalaust hægt að rekja til blaðagreinar, sem vér undirritað- ur ritum. Þar var þeirri fúlmannlegu kenn- ingu varpað f ram, að hæpið væri að kalla það nauðgun, þótt karl ætti, eða þættist eiga, frumkvæðið að bólförum, en væri hinsvegar slikt frumkvaeði nauðgun, þá lýsti undirritað- ur sig sekan um slíkt athæfi. Og þetta hreif. Blómi íslensku kvenþjóðar- innar reis allur upp sem einn kvenmaður. fs- lenska konan hafði loks fundið eitthvað, sem hægt var að sameinast um. Takmarkinu var náð. Síminn á málgagni konunnar, Þjóðviljan- um, bræddi úr sér og ein af vorum ágætu vin- konum á ritstjórninni tók oss í gegn, meðal annars fyrir það að klína því á sig og sam- starfskonu sína, sem lika er ágæt vinkona vor, að þær væru fagrar konur og eigulegar. Á þessum djarf legu orðum biðjumst vér vel- virðingar, en óskum samt ef tir að f á í einrúmi að sannreyna það, hvert vor þriggja hafi stærstu brjóstin og þykkastan skrápinn. Og komi það í Ijós að vér séum með fallegri húð og betur vaxinn en Alfí og Tóta, þá áskiljum vér oss allan rétt til að kenna skaparanum um það. Núer talsvert vatn runniðtil sjávar síðan öll þessi nauðgunarumf jöllun hófst, en hún hefur orðið til þess að skapa umræðu, ef til vill ekki bara um þetta einstæða mál, heldur og fleira, sem konur landsins telja til harma sinna. Margt hefur verið um málið skrafað og skrifað, og nennum vér eigi að elta ólar við við allt það. Þó finnum vér oss knúinn til að þakka litla orðsendingu til vor, sem birtist í Þjóðviljanum í gær og er úr dýraríkinu. Orðsending þessi er frá konu sem heitir „Kona, sem meinar nei með nei og já með já". Þessi ágæta kona staðhæfir að tarfar, sem bundnir séu á bás allt árið, nauðgi hverju sem f yrir verður, sé þeim sleppt lausum, en nauðgi ekki einu sinni kúnum, séu þeir látnir ganga með kúahjörðinni allan ársins hring (eins og virðist plagsiður í hennar sveit, væntanlega þá til að koma í veg fyrir að bolar breytist í nauðgara). Vér höfum að vísu aldrei orðið þeirrar reynslu aðnjótandi að sjá bola nauðga belju. Hins vegar er það alsiða í kúarfkinu að belj- urnar nauðgi hver annarri og þykir engum tíð- indum sæta í sveitinni. Aðeins einu sinni höfum vér séð tarf gera sig líklegan til nauðgunar, en það var þegar Harðbakur frá Kambi réðist á Sigrúnu hús- freyjuað Syðri Bala í Dölum, undirrituðum til óblandinnar ánægju. Og að lokum viljum vér segja þetta: Vérhöfum æog ávalltelskað konurog borið málstað þeirra f yrir brjósti. En svo vér bregð- um okkur aftur í sveitina, þá er það nú einu sinni svo, að góður gegningamaður gef ur ekki of mikið á garðann, heldur leyfir skepnunum að éta upp, því annars missa þær lystina. Góðu konur. Takið yður hinn góða hirði til fyrirmyndar og látið ekki lesendur fá leiða á málefnum yðar, vegna of stórra skammta af yðar andlega fóðri. Þetta er nú fyrst og fremst það sem vakað hefur fyrir undirrit- uðum með gálausum skrifum, sem ef til vill hafa sært þá sem síst skyldi. Vér þökkum svo gott hljóð, heiðruðu fund- arkonur, en segjum að lokum: úr því vér á annað borð ekki segjum meira, munum vér naumast nokkurt orð um nauðgun skrifa fleira. Flosi Hertar takmarkanir á flugumferð í Reykjavík: Engin umferð að næturlagi Nema neyðarflug og sjúkraflug Flugráð hefur hert takmark- anir á flugumferö um Eeykja- vfkurflugvöll aö næturlagi en undanfarin ár hefur það ágerst að iitlar einkaþotur færu um völlinn á hvaða tfma sólarhrings sem er og hefur það vaidið ónæði og hávaða. Þá hefur það oft viljað brenna viö þegar lengi hefur verið ófært út á landi að völlurinn sé opnaður þó um hánótt sé ef veöur skánar. Reglurnar sem samþykktar voru á fundi flugráðs 24. júli s.l. gilda frá kl. 23.30 til kl. 07. virka daga og til 07.30 laugardaga, sunnudaga og aöra almenna frl- daga. Þær eru þessar: 1. Flugtök eru ekki leyfð nema fyrir sjúkra- eða neyðarflug. 2. Lendingar þotna og fjögurra hreyfla flugvéla eru ekki leyfðar nema þegar Keflavikurflugvöllur er lokaöur eða um sjúkra- eða neyðarflug er að ræða. 3. Bannað er aö setja vélarnar I afturábak við lendingu nema þegar sérstaka nauðsyn ber til með hliðsjón af öryggi. 4. Hávaðasamar prófanir hreyfla eru ekki leyföar. Reglur þessar eru til komnar vegna ónæðis sem flugumferö um völlinn veldur Ibúum I næsta nágrenni hans. Meðan mest allt millilandaflug íslendinga fór um flugvöllinn voru kvartanir undan hávaöa mjög algengar en þegar millilandaflugið var flutt til Keflavikur minnkaöi hávaðinn til muna. A slðari árum hefur heimsóknum útlendinga á einka- þotum hins vegar fjölgaö veru- lega og kunna þeir þvl eölilega vel að lenda rétt viö hóteldyr slnar og fara þaðan þegar þeim hentar. Þó flugtök hafi almennt verið bönnuð eftir kl. 23.30 hingað til hafa þau þó viögengist nágrönnum flugvallarins til mikils ama. Lendingar að nætur- lagi hafa hins vegar veriö leyfðar til þessa en þeim fylgir ekki eins mikill hávaöi og flugtökum. Nýsettar reglur verða birtar i Handbók flugmanna og koma þær strax til framkvæmda. -AI. Ferðamannastraumurinn dvinar I ár, bæöi inn og út úr landinu. Myndin er tekin i flugstööinni á Kefla- vfkurflugvelli. Færri útlendingar koma til landsins 9 þús. færri erlendir og 2 þús. færri innlendir ferðamenn það sem af er árinu Erlendum ferðamönnum hefur fækkað mikiö á landinu f sumar miðað við siöasta ár, og eins hef- ur dregiö nokkuð úr ferðalögum Islendinga til annarra ianda. 1 júlí komu alls 24129 ferða- menn til landsins þar af 14376 er- lendir en I júlímánuöi I fyrra komu rúmlega 28 þús. ferðamenn til landsins, þar af 18351 erlendur. Flestir erlendu feröamannanna I júlímánuði voru frá V-Þýska- landi 2969. Frá Bandarikjunum komu 2588 og frá Danmörku 1579. Einn erlendur gestur kom frá eftirtöldum löndum: Bangladesh, Bahama, Benin, Costa Rica, Flla- beinsströndinni, Guinea, Gabbon, Grænhöföaeyjum, Kongó, Líba- non, Malaslu, Máritaniu, Nigeriu, Simbawe, Singapore, Sýrlandi, Tanzanlu, Togo, Trinid, Ung- verjalandi og Venezuela. Frá slðustu áramótum hafa alls 75959 ferðamenn komið til lands- ins þar af 40535 erlendir en á sama tlma I fyrra höfðu rúmlega 87 þús. feröamenn komið til landsins þar af 49515 erlendir. Innlendum ferðamönnum hefur á sama tima fækkað um rúmlega 2000. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.