Þjóðviljinn - 09.08.1980, Síða 11

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Síða 11
Helgin 9,—10. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI Svarti Pétur er lífsseigur RAGNAR ARNALDS SKRIFAR Nýlega sat ég fund fjármála- ráöherra Norðurlanda. bar báru menn saman bækur sinar og skiptust á skoðunum. Ekki kom frændum okkar á óvart, að mikil verðbólga væri á Islandi. Þá frétt höfðu þeir heyrt æði oft áður. Hitt kom mér aftur á móti á óvart, hvað vandamál þeirraeru stórfelld og iskyggileg; griðarlegur viðskiptahalli i öllum rikjunum fjórum, verulegur hallarekstur rikissjóða og vax- andi atvinnuleysi. íslendingum kemur ekkert á óvart að heyra um erfiðleika Dana, sem búið hafa við stórfellt atvinnuleysi og látlausa skulda- söfnun um skeið. En þá varð ég fyrst hissa, þegar ég heyrði fjár- málaráðherra úr landi Svia, sem frægir eru fyrir traust og gott efnahagslif, segja frá þvi, að greiðsluhalli sænska rikisins næmi um 10% á ári og er þó rekstrarhallinn snöggtum hærri. Sambærileg tala i isl. fjárlögum væri um 35 miljarðar kr. eða tals- vert hærri upphæð en öll skulda- súpa rikisins i Seðlabankanum, sem safnaðist upp á mörgum ár- um i tið rikisstjórnar Geirs Hall- grimssonar. Hver er sá sem nú stjórnar fjármálum Sviarikis með svo dapurlegri niðurstöðu? Það er enginn annar en foringi ihalds- manna þar i landi, Bohmann, for- maður Moderata samlings- partiet. Ég átti að sjálfsögðu von á að heyra hann lýsa þvi, hvernig rikisstjórn borgaraflokkanna myndi nú ganga hreint til verks og jafna reikningana, svo að land og þjóð sykki ekki dýpra i fenið. En mér til undrunar var það niðurstaðan i máli hans, að svo iskyggilegur og djúpstæður væri sá vandi, sem gifurlegar oliu- verðhækkanir hefðu valdið sein- asta árið, að ekki væri annað að gera fyrir Svia en reyna að venja sig við þetta ástand. Feikilegur hallarekstur á þjóðarbúi og rlkis- sjóði væri óhjákvæmileg stað- reynd nú um nokkurt árabil, a.m.k. meðan þeir væru að jafna sig eftir áfallið og undirbúa aukna framleiðslu eigin orku. Ólgusjór verðbólgunnar bessar staðreyndir frá hinum Norðurlöndunum eru svo sannar- lega ekki rifjaðar hér upp til að hvetja til þess, að rikissjóður ís- lendinga verði rekinn með halla. Við höfum fengið nóg af sliku á undanförnum áratug og eigum einmitt nú að rifa okkur upp úr hallarekstri liðinna ára. Þaö get- um við, en þeir ekki, a.m.k. ekki Danir og Sviar. En þegar örvænting Islendinga yfir linnulausri verðbólgu stendur sem hæst er gagnlegt að gera sér fulla grein fyrir ástandi mála hjá þeim þjóðum, sem búa við sam- bærilegar aðstæður. Þrátt fyrir framúrskarandi hæfileika Islend- inga til að magna upp veröbólgu i landi sinu er þaö þó staðreynd, að árin 1978 og 1979 voru viðskipti Is- lendinga samanlagt við önnur lönd i furðugóðu jafnvægi, jafnvel heldur i plús, þrátt fyrir orku- framkvæmdir og mikla fjárfest- ingu I atvinnutækjum. Ég hef oft sagt við sjálfan mig og aðra undanfarin ár, að 40-60% verðbólga sé þvflikur ólgusjór, að rikisstjórnir fái afar naumt svig- rúm til aö sýna árangur i baráttu sinni við verðbólguna. Hættan er þá sú, að allar aðgerðir rikis- stjórna verði skammtimaaðgerð- ir og stuðningsmenn þeirra hafi ekki þolinmæði til að biða eftir árangri, sem ekki kemur strax i ljós. Til þess að skilja, hvernig við raunverulega stöndum og hver er skýringin á verðbólguþróuninni seinasta árið veröa menn einmitt að skynja til fulls, hvilik áhrif oliuverðhækkanir hafa alls staðar haft. I Danmörku og Sviþjóð birt- ast þær einkanlega i hallarekstri rikis og þjóðarbús, auk vaxandi verðbólgu. En i islensku efna- hagskerfi umbreytist áfall af þessu tagi fyrst og fremst I stór- aukna verðbólgu. Þess vegna ætti engum að koma á óvart, þegar litið er yfir þróun mála seinasta árið, að verðbólgan á tslandi skuli hafa haldist i nokkuð óbreyttu fari siðan vorið 1979. Hitt er kannski merkilegra, að ástandið skuli ekki vera verra og verðbólg- an enn meiri en raun ber vitni, eins og Islenskt efnahagskerfi er uppbyggt og eftir hin feikilegu utanaðkomandi áföll sem gengið hafa yfir okkur,sem aðra,seinasta árið. Svarti Pétur Verðbólgan á tslandi er sjálf- virkur vitahringur, eins og flestir þekkja. Sérhver aðili i efnahags- kerfinu, sem verður fyrir þvi, að kostnaður hans eykst vegna verð- hækkana hefur sina aðferð til að koma þessum aukna tilkostnaði af sér yfir á næsta aðila i vita- hringnum: Frystihúsaeigendur hóta stöðv- un og knýja fram gengissig — þannig fá þefr fleiri krónur til að mæta auknum kostnaði. Bóndinn fær framreiknað búvöruverð, launamaðurinn fær hærri verð- bætur, sjómaðurinn og útgerðar- maðurinn hærra fiskverð, spari- fjáreigandinn hærri vexti. Siðan fá frystihúsin gengissig á nýjan leik og þannig koll af kolli. Fjölmargir aðilar sem hér eru ekki nefndir fá verðbætur i sinn hlut til að mæta auknum tilkostn- aði af völdum verðrýrnunar krón- unnar, ýmist nokkurn veginn sjálfvirkt eins og ríkissjóður eða meö tilstyrk verðlagsyfirvalda. Sama á við um verslun og aðra innlenda þjónustu, opinbera eða einkaaðila. Hringekja verðbólgunnar á Is- landi minnir óneitanlega talsvert á gamalkunnugt barnaspil, sem gengur út á að sitja ekki uppi með jókerinn, Svarta-Pétur. Svarti-Pétur verðbólgunnar á tslandi er nokkurs konar um- framreikningur, stór þegar verð- bólgan er mikil og öfugt, sem gengur gegnum efnahagskerfið frá einum hagsmunahóp til annars eftir meira eða minna sjálfvirkum brautum, oftast eru fjöldamargir reikningar á ferð- innium sama leyti, en samanlögð summa þcirra segir til um verð- bólguna á hverjum tlma. Það er summa þess umframreiknings á þjóðarbúið sem ekki er skipt upp og enginn vill eða getur tekið á sig, sem gengur eins og Svarti- Pétur gegnum efnahagskerfið. Þvi að auðvitað er það lögmál vitahringsins, að hver sá sem ekki notar sér til lengdar mögu- leikana til að senda reikninginn áfram ber ábyrgð á dauöadæmd- um rekstri og gildir það einu hvort menn bera ábyrgð á rekstri fyrirtækis eða rekstri heimilis, sem berst i bökkum. í mörg ár hefur uppgjör þessa umfram- reiknings verið kjarninn i Is- lenskri stéttabaráttu, sem öll meiri háttar stjórnmálaátök hafa snúist um. Vísitala viðskiptakjara Þegar olia hækkar mikið i verði eða verð á fiskafurðum lækkar verulega að raungildi, eins og raunverulega hefur gerst sein- asta árið, kemur nýr umfram- reikningur sem óskipt skulda- krafa inn i þjóöarbúið, og auð- vitaö forðast allir i lengstu lög að greiða þá kröfu. Þá vex Svarti- Pétur á hringferð sinni um efna- hagskerfið — blæs jafnvel út. Sú skynsamlega og óhjákvæmi- lega regla hefur verið tekin upp við útreikning verðbótavisitölu, að launamenn og þeir sem miða kjör sin við kjör þeirra, sjómenn og bændur fái ekki launahækkun út á hækkandi innflutningsverð sem leiðir til versnandi viðskipta- kjara. Þannig hafa launamenn, sjómenn og bændur tekið á sig nokkurn hluta af þessum utanað- kömandi reikningi seinasta árið. Nokkur hluti þessa reiknings hefur fallið á atvinnurekendur i formi hækkaðra skatta á atvinnu- rekstur á árinu 1979 og með versnandi afkomu i rekstri, eink- um hjá útflutningsatvinnuvegum. En svo áköf og árangursrik er viðleitni manna til að koma kostnaðarhækkunum af sér eftir sigildum leiðum islensks efna- hagskerfis, að Svarti-Pétur hefur augljóslega fengið vænan skerf i sinn hlut og verðbólgan hefur rok- ið upp aftur og aftur, þrátt fyrir miklar gagnráðstafanir stjórn- valda. Hin mikla fiskverðlækkun sem birtist i óbreyttu dollara- verði á sama tima og dollarinn hefur rýrnað um 20% er sams konar umframreikningur, sem fer marga hringi i sjálfvirku kerfi okkar, áður en honum er eytt. Reynslan sýnir, að það er óraunhæft að unnt sé að vinna mikla sigra i baráttunni við verð- bólguna á sama tima og við- skiptakjör versna verulega, enda er aðferð okkar til að mæta þeim vanda nákvæmlega eins i eöli sinu og aðferöir sem beitt er i baráttunni gegn verðbólgu. Við erum ekki svo magnaðir, að viö vinnum tvær styrjaldir samtimis á tvennum vigstöövum. Það gerðu Danir og Sviar ekki heldur. Þeir völdu gagnstætt markmið: tóku á sig viðskipta- hallann og hallann i rikisfjármál- um, en réðu að sama skapi betur við verðbólguna. Sú leið er á margan hátt auðveldari en hin sem við höfum valið, en felur i sér iskyggilega uppgjöf, enda senni- lega óhugsandi með öllu, að efna- hagskerfi þessara þjóða gæti þol- að hrossalækningar islensks efnahagskerfis. Hver étur sitt Þessi orð eru ekki sögð til að milda afstöðu lesenda gagnvart verðbólgunni á Islandi. Hún er erkifjandi okkar, sem við verðum Framhald á bls. 27. MAZDA E1600 pickup er neyzlu- grannur bíll og lipur í bæjarsnatt- inu. -i- Hleösluhæö aðeins 65 cm. + Sléttur pallur 285x160 cm. + Burðarþol 1 tonn Þessi bíll er tilvalinn lausn á flutningsþörf fyrirtækja og ein- staklinga. BÍLABORG HF.—• NTR PICKUP FRA SMIDSHÖFDA 23 ® n

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.