Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 29
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 2 9 DER BFIEGEL Forslöumynd af þvi hefti Spiegeis, þar sem fjallaö er um stórsókn japanska bilsins, sérstaklega I Vestur-Evrópu, þar sem Vestur-Þjóð- verjar eru mestu bilaframleiöendurnir. Verkamenn hjá Toyota — lénsaldarhollusta viö fyrirtækiö igildi. Leiftursókn j apanska bílsins Aöeins fimmtán ár eru liöin siöan Japanir fóru aö flytja út bila svo nokkru næmi. Engu aö siður er Japan nú orðið mesta bilaframleiösluland heims — komið þar upp fyrir Bandarikin, sem lengi höfðu veriö langt fyrir ofan öll lönd önnur á þeim vett- vangi. Japan flytur lika út meira af bflum en nokkurt riki annaö, komst i þvi fram úr Vest- ur-Þýskalandi þegar áriö 1974. Síðan i siðari heimsstyrjöld hefur engin japönsk sókn vakið svo mikla athygli sem leiftursókn japanska bilsins. Japanir gerðu fyrstu hikandi tilraunirnar með bilaframleiðslu þegar árið 1912, en markaðurinn var lengi takmarkaður heima- fyrir og verulegur kraftur komst ekki I framleiðsluna fyrr en mörgum árum eftir lok siðari heimsstyrjaldar. Fyrstu bilarnir, sem Japanir fluttu út, urðu fyrir háði og spotti i Norður-Ameriku og Vestur-Evrópu, þar sem þeir voru kallaðir frumstæðar blikk- dósir. En hér sannaðist það forn- kveðna, að sá hlær best sem siðast hlær, Japanir voru fljótir að átta sig á vanköntum bifreiða sinna, stældu miskunnarlaust vestrænar fyrirmyndir en komu einnig, einkum þegar á leið, fram meö nýjungar sem náðu vinsæld- um. 1 vestur-þýska timaritinu Der Spiegel er sigurför japanska bilsins likt við ævintýri úr Þúsund og einni nótt og sagt að jafnvel árangur Henrys Ford, sem inn- leiddi færibandið, og Heinrichs Nordhoff, sem reisti Volkswagen- verksmiðjurnar þýsku úr rústum striðsins, sé smáræði i saman- burðinum. x Fjórði hver bill i Norð- ur-Ameriku Fyrst til þess að kaupa útflutta japanska bfla svo um munaði urðu Ástralia og ýmis Asiulönd. Siðan beindist útflutningssókn Japana á þessu sviði að Norður- og Mið-Ameriku, og i lok sjöunda áratugsins hófu þeir i stórum stil bifreiðaútflutning til Vest- ur-Evrópu. Fjórði hver bill, sem nú er seld-1 ur i Norður-Ameriku, er japanskur. Og á vestur-evrópska markaðnum eru japanskir bila- framleiðendur i stórsókn. Best hefur þeim orðið þar ágengt i smærri rikjum, sem ekki fram- leiða bila sjálf. Um fjórðungur allra bila, sem selst i Irlandi, Noregi og Finnlandi er japanskur og 16-19% i Hollandi, Belgiu, Dan- mörku og Sviss. (Og á íslandi slá japanskir bilar öllum öðrum við i sölu.) Der Spiegel telur að þrennt sé það er einkum skýri yfirburði japanskra bflaframleiðenda fram yfir evrópska keppinauta. I fyrsta lagi sé það háþróuð tækni, eink- um á sviði sjálfvirkninnar, f öðru lagi séu verkamennirnir i japönsku bilaverksmiðjunum ekki euningis verr launaðir en að minnsta kosti vestur-þýskir starfsbræður þeirra, heldur og öllu hæfari starfskraftar og i þriðja lagi sé japanska jenið haft á mjög lágu gengi gagnvart vestur-evrópskum gjaldmiðli. Skýringin á tiltölulega mikilli hæfni japanskra bilaverkamanna er að nokkru leyti að minnsta kosti sú að þar i landi eru storf i bflaiðnaðinum eftirsótt og bila- verksmiðjurnar geta valið úr þeim ungmennum, sem hætta i skóla eftir skyldunámið. Gerólik- ar samfélagserfðir eiga hér einnig hlut að máli. Stéttarvitund af þvi tagi,- sem þróast hefur meðal vestrænna verkamanna er næsta takmörkuð i Japan og ein- staklingshyggja i vestrænum skilningi þess orðs Japönum nánast óskiljanleg, sem og Asiu- mönnum yfirleitt. Hið iðnvædda Japan hefur og i heiðri mikilvæg ar erfðir frá lénstimanum. Gert er ráð fyrir þvi að fyrirtækin og yfirmennirnir i þeim tryggi verkamönnunum visst afkomu- öryggi og hlunnindi, en i staðinn vinni verkamaðurinn fyrirtækinu af jafn mikilli elju og áhuga og hann ætti það sjálfur. Hliðstæða hollustu bar lénsdrottnum og undirmönnum þeirra áður fyrr að sýna hver öðrum. Takmarkað atvinnu- öryggi — mikill vinnu- hraði Atvinnuöryggi japanskra bif- reiðaverkamanna er að visu tak- markað i raun — aðeins um helmingur þeirra er fastráðinn. hinum má segja upp fyrirvara- laust — og aðbúnaður og vinnu- skilyrði oft ekki upp á það besta en þeir virðast þó yfirleitt sætta sig við sitt kerfi. Verkföll eru þar harla fátið og verkalýðsfélög áhrifalitil. Fridagar eru miklu færri en á Vesturlöndum (246 dagar á ári á móti 205 hjá verka- manni i vestur-þýska bflaiðnaðin- um) og lika miklu minna um fjar- vistir af völdum veikinda og ann- ars. Þjóðverjar hafa orð á sér fyrir að vera flestum þjóðum duglegri og vinnuglaðari (aðrar þjóðir vinna til þess að lifa, Þjóð- verjar lifa til þess að vinna, segir máltækið), en þó segir Spiegel að ekki mundi þýða að bjóða verka- mönnum i vestur-þýska bila- iðnaðinum þann vinnuhraða sem japönskum starfsbræðrum þeirra hefur tekist að temja sér. Ein ástæðan til þess, að japanskir bilar náðu fljótt vin- sældum erlendis, var sú að til- tölulega auðvelt þótti að gera við þá og að þeir þoldu vel hita og kulda: þetta kvað hafa gert þá vinsæla á Norðurlöndum og i Af- riku. En mestur hraði komst i þessa japönsku sókn eftir að olia og bensin fór að stórhækka i verði um og eftir miðjan áttunda ára- tuginn. Bandarikjamenn og Vest- ur-Evrópumenn sneru þá unn- vörpum baki við eigin bilafram- leiðendum og keyptu i staðinn minni og sparneytnari japanska bila, sem þar að auki voru að sumra áliti orðnir á ýmsan hátt fullkomnari en þeir vestrænu. Vesturlandamönnum órótt Afleiðingarnar á Vesturlöndum hafa meðal annars orðið þær, að i Detroit, höfuðborg bandarisku bilaframleiðslunnar, standa tugir verksmiðja tómar og eru til sölu, 300.000 bandariskir bilaiðnaðar- verkamenn eru atvinnulausir og Chrysler, þriðji stærsti bilahring- ur landsins, rambar á barmi gjaldþrots. Þeir bilar vestur-þýskir, sem helst standa i þeim japönsku hvað sölu snertir, eru Mercedes og Volkswagen en þeir dragast þó allhratt aftur úr. Enn verr gengur frönskumog itölskum bilaframieiðendum i samkeppni þessari. Þar sem bilaframleiðsla er meðal mikilvægustu iðngreina má nærri geta hvort ekki aðeins bilaframleiðendum og verka- mönnum, heldur og stjórnarvöld- um á Vesturlöndum erorðið órótt út af þessu. Bandarikjamenn eru farnir að reyna gagnsókn með ýmsu móti: þeir sjá að ekki þýðir lengur að bjóða fram sin frægu bensinsvelgjandi keröld og fram- leiða nú minni og sparneytnari bfla, sem gætu látið til sin taka á markaðnum næsta ár. Þetta hef- ur orðið til þess að Japanir hafa enn frekar einbeitt sér að Evrópumarkaðnum. Bandarikja- menn reyna lika að ná itökum i japanska bilaiðnaðinum með þvi að kaupa sig inn i stórfyrirtækin þar og hefur i þvi efni orðið nokk- uð ágengt. Innflutningshöft Bandarikin og Vestur-Þýska- land, mestu bilaframleiðslulönd Vesturlanda, hafa enn ekki gripið til neinskonar innflutningshindr- ana gegn japönskum bilum, þrátt fyrir háværar kröfur um það að minnsta kosti i Bandarikjunum. önnur bilaframleiðsluriki, sem ekki eru eins sterk á þeim vett- vangi, hafa hinsvegar þegar gripið til ýmisskonar hafta til verndar sinum bilaiðnaði. Bret- land ákvað þannig 1978 að japanskur bilainnflutningur þangað mætti ekki fara fram úr þvi, sem var árið á undan, Frakk- ar hafa náð leynisamningi við Japani um að ekki meira, en 3% seldra bila i Frakklandi megi vera japanskir, Italir hafa enn strangari innflutningshöft gegn japönskum bilum og innflutning- ur þeirra til Spánar er algerlega bannaður. Bandariskir og vest- ur-þýskir ráðamenn hafa lengi reynt að hjálpa sinum bilaiðnaði með þvi að reyna að fá Japani til að draga úr bilainnflutningi sin- um til Bandarikjanna og Vest- ur-Þýskalands, en fengið daufleg- ar undirtektir, enda myndi þaö þýða samdrátt og aukið atvinnu- leysi i Japan ef við þeim tilmæl- um yrði orðið. Hér er um að ræða harla viðkvæmt og erfitt mál i samskiptum Vesturlanda og Jap- ans, og má i þvi sambandi minna á að það voru ekki hvað sist viðskiptahagsmunir, sem ollu þvi að Japan fór i striðið gegn vestur- veldunum 1941. UTBOÐ Selfosskaupstaður óskar eftir tilboðum i uppsteypu 3. áfanga félagsheimilis á Sel- fossi útboðsverk 3. Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Sel- fosskaupstaðai; Eyrarvegi 8 Selfossi og Verkfræðistofu Gunnars Torfasonar, Ar- múla 26 Reykjavik gegn 40 þús. kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á Bæjarskrifstofu Selfosskaupstaðar Eyrarvegi 8, þriðju- daginn 19. ágúst 1980 kl. 14.00. dþ. ðSérlega siðprúðir og fallegir kettlingar fást gefins. Upplýsingar að Húsatóftum Grindavík Sími: 92-8016 Stúdentakjjallarinn — Klúbbur eff ess Stúdentakjailarinn v/Hringbraut opin alla daga, öll kvöld, veitingar. ATH. Klúbbur eff ess opið sunnudags- og fimmtudagskvöld. Djass.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.