Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.08.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 9.—10. ágúst 1980 Skáldskapur og trúmál í Skálholti Sr. Gunnar Kristjánsson; allt sem snertir llf mannsins á afgerandi hátt veröur trúarlegt. Þökk fyrir siðast Sextán menn áttu ánægjuleg- ar stundir á SkálholtsstaB i byrjun mai. Prestar og skáld voru aö tala um trúarleg viö- fangsefni i bókmenntum. Tveir agentar bókmenntamafiunnar voru hafðir meö, viö Jón Sigurösson á Tlmanum. Séra Gunnar Kristjánsson á Reyni- völlum, sem stendur sitt hvor- um fæti i guöfræöi og bók- menntafræöi, bjó til umræöu- ramma fyrir söfnuöinn og reyndi af aödáunarveröri vin- semd og þolinmæði aö halda honum viö efniö (en þaö er alltaf erfitt á Islandi). Matthiasi Johannessen fannst aö kirkjan hefði vanrækt sitt táknmál, samgönguleiöir sinar viö skáld- skap. Kjartan Ragnarsson las merkan kafla úr nýju leikriti og svaraöi spurningum. Guömund- ur Steinsson útskýröi Stundar- frið. Jón úr Vör las upp kvæöi og geröi grein fyrir trúarlegum viöhorfum og efasemdum. Ýmislegt af þvi sem fram fór hefur veriö fært i letur og birt i nýju Kirkjuriti. Sköpun Biskup sagöi i ágætri ræöu: ,,Þaö er mikilfenglegt kvæöi fremst i bibliunni... Höfundur- inn er skáld, þess háttar skáld, sem Biblian kallar spámann og þá á hún viö menn, sem Guö hefur kippt upp i fangið á sér eitt andartak og sýnt stafrófiö i sinu máli, sýnt og kennt fáeinar mikilvægar og brýnar samstöf- ur, stef eöa hendingar, svo aö þeir gætu kennt þetta frá sér”. Glæsilega oröaö framlag til gamallar og nýrrar umræöu. Trúmenn i hópi skálda hafa ein- att borið meö sér svipuö viö- horf: Innblásiö skáld sér guö, segir Dostoéfski — skáldskap- urinn er þáttur i hinni samfelldu sköpun. Er allt trúarlegt? Séra Gunnar á Reynivöllum færöi ýmisleg rök aö áhuga kirkju á bókmenntúm. „Kirkja”, sagöi hann, „sem væri áhugalaus og tómlát um bókmenntir þjóöar sinnar hlyti einnig aö hafa takmarkaðan áhuga á þvi mannlifi, sem þær hinar sömu bókmenntir væru að fást við”. Mikiö rétt og mætti yfirfæra yfir á fleiri aöila. En sr. Gunnar sagöi fleira. Hann vitnaöi I Paul Tillich: „Trú er grundvallarinnihald menning- arinnar og menningin er um- gjörö trúarinnar”. bannig veröur allt sem snert- ir lif mannsins á afgerandi hátt trúarlegt, bætti Gunnar viö, spurningar hans um eigið llf merkingu þess og innihald, spumingar um dauðann, kær- leikann o.s.frv.— Og þaö var I reynd talaö mikiö út frá þessu sjónarmiöi i Skálholti. Allt er trúarlegt, sögöu menn. Vilborg Dagbjartsdóttir las upp Kyndil- messu sina og flestir viöstaddra kepptust viö aö sýna henni fram á aö hún væri hiö mesta trúar- skáld. Alveg sama hve mjög hún bar á móti þvi sjálf. Annað dæmi: i umræöum um Stundarfrið sagði Gunnar Kristjánsson: „Ég held aö eitthvert trúar- legasta málverk okkar Islend- inga sé hvorki altaristaflan hér i Skálholti né aörar altaristöflur heldurmyndin „Matarhlé” eftir Scheving.'þarsem fólk situr út i túni og er aö drekka kaífiö sitt. Sumum sýnist hér kannski aöeins vera fólk aö drekka og hvila sig,en fyrir þeim, sem hef- ur hinn trúarlega bakgrunn heilagrar kvöldmáltiöar, fær verkiö trúarlega vidd og atburö- urinn veröur þrunginn sakra- mental návist Guös”. Þessu svaraöi Vilborg: „Ég geri mikinn greinarmun á hin- um heilögu sakramentum, þar sem postularnir sitja andspænis oghorfaá okkur, upphafnir, eöa svona piknik eöa pastorale, þar sem konurnar eru meö og maö- ur dýrkar náttúruna”. Þetta á ég! Þarna er komið aö merkileg- um hlutum. Ég reyndi fyrir mitt leyti aö leggja orö i belg og út- koman var eitthvað á þessa leiö: Þaö er I raun fátt algengara en aö lesendur hengi sig utan á verk höfunda og segi: Þetta á ég. Þetta skil ég betur en aörir (af þvi aö ég er Islendingur, eöa sósialisti eöa „hefi hinn trúar- lega bakgrunn” svo vitnað sé til sr. Gunnars). Þessi árátta er blátt áfram hluti af þvi aö bók- menntir séu nokkurs viröi. Ég minnti á aö til margra hluta hefur maöur eins og Dostoéfski veriö haföur. Þjóö- ernissinnar fundu i persónum hans sönnun fyrir þvi, aö Rúss- ar heföi stærri sál en efnis- hyggjupuöarar Vesturlanda. Ihaldið fann I bókum hans sann- anir fyrir þvl aö rússneskir bylt- ingarvinir væru glæpamenn eöa hættulegir „nytsamir sakleys- ingjar”. Freudistar tóku persónur hans fullgildar sem geðflækjudæmi. Marxistar sáu i verkum hans þá þróun, að auö- valdiö setur mönnum ný lög, hrekur þá úr fyrra athvarfi og treöur þá undir Igrimmri og litt skiljanlegrilifsbaráttu. Nýlegur straumur í bókmenntaskoöun, kvennagagnrýnin, getur hæg- lega fundiö i sögum Dostoéfskls mikinn efniviö til aö sanna, hvernig kúgun á konum og brenglaöar hugmyndir um þær fá mikinn rithöfund til aö skipta konum I fáa, einfalda flokka: þær auömjúku, þær drembilátu o.s.frv. Og kristnum bdk- menntarýni er Dostoéfskl mikil gullnáma, Kristur er augljós fyrirmynd ýmissa frægustu persóna hans, hann hefur mikiö yndi af þvi aö hrekja sitt fólk út á ystu nöf og láta þær glima þar viö guö og djöful. Meö þessu er ekki sagt, aö túlkun allra þessara óliku lesenda sé geöþóttastýrö. Marxistinn, þjdöernissinninn, sálfræöingurinn, feministinn og hinnkristni bdkarýnir geta allir fundið sómasamleg rök fyrir viöhorfum sínum. Hver og einn á þess kost að finna i bókmennt- unum þá hluti, sem hans áhuga- mál,ástriður og llfsskoðun vísa honum á. Þetta er blátt áfram þáttur þeirra Ufsskilyröa sem bókmenntum eru settar. Gott og íllt Þaö er bæöi gott og illt aö menn nálgast bókmenntir meö mismunandi hætti. Þaö er ekki nema gott aö menn viöurkenni I verki aö bókmenntir eru lifandi þáttur I tilveru þeirra, reyni ekki aö fela þá staöreynd á bak viö slétta og fellda fræöi- mennsku, sem þykist eiga sér einhvern hlutlausan mæli- kvaröa á mikilvægihöfunda.En um leiö veröa menn aö gera sjálfum sér grein fyrir þvl, aö meö sérstökum áherslum á þá þætti bókmennta, sem þeim eru hugstæöir, eru þeir farnir aö einfalda hlutina. Vita af því aö þá er á næsta leiti háski I þröng- sýni og þeirrar oftúlkunar sem vanmetur auölegö bókmennta. Ég hefi heyrt til marxista, sem komust ekki mikiö lengra enaösjálskáldsögunni eintóma „fulltrúa” ákveöinna stétta. 1 Skálholti mátti, sem fyrr segir, heyra ákveðna tilhneigingu til aö kalla allt mögulegt trúarleg viöfangsefni. Þeir menn sem hafa „trúarlegan bakgrunn” munu sjá Krist fyrir sér I hvert skipti sem þeir rekast á persónu I skáldverki sem tekur á sig byrðar annarra — og munu oft hafa mikiö til slns máls. En ekki endilega alltaf. Þeir munu ekki aöeins láta spurningar um guö heita trúarleg viöfangsefni heldur hverja spurningu um til- gang og von og örvæntingu. Viö tókum áöan dæmi af vangavelt- um um Matarhléö Schevings. Hliöstæö dæmi eru títeljandi úr sögu annarra strauma I bdk- menntaskoöun. Það fer ekki illa á þvl aö hver og einn viöurkenni opinskátt áhugamál sln og sérvisku i bdk- menntalegum efnum — og láti þau ekki hlaupa meö sig I gönur. NIu árum eftir aö hin mikla skáldsaga Dorisar Lessing, „TheGolden Notebook” kom út, skrifaði höfundur í formála nýrrar útgáfu aö hún væri hund- leiö oröin á lesendum sem sæju ekkert annaö I þessu marg- slungna verki en „styrjöld kynj- anna” sumir, en aörir pölitiskt uppgjör kommúnistans. Kvört- un Dorisar Lessing er eðlileg, hana ber aö viröa. Handan viö mismunandi áhugasviö er heildarsýn sem illt er að glutra niöur. Einkum ef menn gera sér einhverjar vonir um aö listin geti „aliö fdlk upp til samein- ingar” eins og Léf Tolstoj, meöal annarra, lét sig dreyma *sunnudags pistíll um. Árni Bergmann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.