Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS BLADIÐ UODVIUINN 32 SÍÐUR Helgin 4.—5. október 1980 — 223.-224. tbl. 45. árg. Árni Bergmann: Að loknum sjónvarpsþáttum um Stalín 8 Pelastikk, kafli úr nýrri skáldsögu eftir Guðlaug Arason 12 Leifur Þórarinsson með nýja tónlistarsíðu 14 Auður Haralds: Sálarflækjur 18 Nýtt og stœrra selst betur og betur Lausasöluverö kr. 400 / s Slitnað upp úr samningaviðræðum ASI og VSI: „Tilgangslaust að sitja fleiri fundi” ,,Það er tilgangslaust að sitja fleiri fundi undir þeirri plötu sem atvinnurekendur nú spila, en á henni er ekkert nema nei, nei, nei,” sagði Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands tslands,! gær, eftir að 14 manna samn- inganefnd ASí hafði tilkynnt sáttanefnd að engin ástæða væri til að boða nefndiha til frekari fundar- setu að óbreyttri afstöðu atvinnurekenda. Sú afstaða Vinnuveitendasam- b^ndsins að neita að ræða kaupið og visitöluna fyrr en gengið hefur verið frá sérkröfum ASÍ, Verka- mannasambandsins, Sambands byggingamanna og prentara- deilan leyst,hefur þvi siglt frekari viðræðum i strand, en staðan i öllum þessum málum er að sögn Asmundar á einn veg — þvert nei. ,,Þó þarna séu ýmis óleyst mál og fiest þeirra býsna stór, þá á það ekki að hindra að viðræður um kaup og visitölu fari fram samhliða viðræðum um þessi at- riði”,sagöi hann. Hins vegar væri sama um hvað rætt væri við at- vinnurekendur þessa dagana, svarið væri eilift nei á öllum vigstöðvum, og væri samninga- nefnd ASl orðin langþreytt á þeirri afstöðu. Asmundur sagði að þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar Vinnuveit- endasambandsins um samúð og vinsemd gagnvart þeim lægst launuðu, væri erfiðast að hreyfa við sérkröfum Verkamannasam- bandsins. Þar væri þyngst fyrir, og Vinnuveitendasambandið neitaði að fallast á kröfurnar um úrbætur i málefnum farand- verkafólks. Um framhald mála nú vildi Asmundurengu spá. A þriðjudag- kemur 43ja manna samninga- nefnd ASt saman,og er almennt búist við að þá verði rætt hvort gripið skuli tii verkfallsvopnsins til þess að knýja atvinnurekendur að samningaborðinu til viöræðna um kaup og visitölu. Afram verður um helgina unnið i sér- kröfum einstakra hópa annarra en byggingamanna og verka- manna.og fyrirhuguð eru mikil fundahöld með prenturum. A mánudag ræðir ASÍ við rikis- stjórnina um lifeyrismál og skattamál. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.