Þjóðviljinn - 04.10.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. — 5. október 1980.
AF BRANDARA ALDARINNAR
Þaöer venjulega ekki fyrren komiðer undir
kvöld/ að ég er búinn að safna nægilegum
kjarki til að áræða að fara fram í forstofu og
ná i póstinn minn.
Pennavinir mínir eru nær allir með sama
rríarki brenndir, nefnilega því, að þeir senda
ekki frá sér önnur tilskrif en svonefndan
gluggapóst. Lögfræðingar og lánastofnanir.
Hótanabréf, happdrættismiðar og hörmunga-
skeyti. Stöðumælasektir, viðvarandir, lögtök,
eignaupptaka, fallnir víxlar, skuldabréf í van-
skilum. Gluggapóstur, gluggapóstur, glugga-
póstur.
Það ber það við að ég fæ annars konar póst
og mun geðslegri. Sjaldan eru þetta beinlínis
aðdáendabréf, en þó svona eins og dulítil til-
skrif góðra manna um það, sem með góðum
vilja gæti talist spaugilegt i umhverfinu frá
degi til dags.
Margir hringja líka í mig og spyrja mig,
hvort ég hafi rekist á eitt eða annað ,,alveg
frábært" í blaði í gær. Svo berast mér líka í
póstinum, frá góðviljuðum mönnum, skýrslur
og lagasetningar, álitsgerðir og niðurstöður
frumrannsókna á ótrúlegustu hlutum svosem
vistfræði með tilbehör, að ógleymdum
ókjörum af blaðagreinum og úrklippum. Já,
vinir mínir eru ótrúlega iðnir við að benda mér
á eitt og annað, sem telst til þjóðþrifa, en er
drephlægilegt í leiðinni.
Semsagt, í gær þegar ég fór fram, að gá að
bréfum og blöðum,leyndist í gluggapósthrúg-
unni, gluggalaust, bústið umslag merkt mér.
Ég reif bréfið upp og gæti — þó ég feginn
vildi — varla talið það vera aðdáendabréf, því
í því var aðeins bréfkort og á það skrifað:
„Brandari aldarinnar". Hjálögð var Lög-
reglusamþykkt Reykjavikur.
Ég fór auðvitað strax að blaða í „Brandara
aldarinnar" og skynjaði fljótlega að ég hafði
svipað skopskyn og sendandi bréfsins. Legg
semsagt til að þeir sem orðnir eru þreyttir á
Brandarablaðinu, komi sér upp Lögreglusam-
þykkt Reykjavíkur.
Lögreglusamþykktin samanstendur af
hundrað greinum. Af þeim f jalla tuttugu, eða
fimmtungur, um hross á almannafæri. Svo
virðist sem lögregluþjóninum ætli seint að
takast að leysa þarfasta þjóninn almennilega
af hólmi, og ættu þóf lestskilyrði að vera fyrir
hendi.
Það í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur, sem
ekki fjallar um hross,er að verulegum hluta
helgað öðrum ferfætlingum svosem kúm og
kindum, já og auðvitað tryggasta vini manns-
ins, hundinum, sem fær að endurgjaldi fyrir
tryggð og vináttu við okkur mennina þau for-
réttindi að vera réttdræpur næstum hvar og
hvenær sem er.
Já, það er sannarlega eitt og annað, sem
ekki má gera á almannafæri, samkvæmt Lög-
reglusamþykktinni, svosem æpa, kalla,
blístra, syngja hátt og raska allsherjarreglu.
Þá má ekki vera á almannafæri í dulargervi,
eða í búningi, sem misbýður velsæmi, eða
gotur raskað allsherjarreglu. Þá er óheimilt
aö fletta sig klæðum á almannafæri, hvað þá
gera þarf ir sinar. Áttundu grein ættu allir að
leggja á minnið: „Enginn má baða sig eða
synda nakinn við bryggjur bæjarins eða ann-
ars staðar svo nærri landi, eða skipum á
höfninni, að hneyksli valdi". Bannað er að láta
fyrirberastá húsþökum, nema með leyfi hús-
ráðenda, en Ijái, gaddhrífur og skotvopn má
aðeins f lytja eftir götunni sjálfri. Með öllu er
bannað að hrista gólfdúka á almannafæri og
jurtapotta má ekki hafa í opnum gluggum. Þá
er og bannað að f leygja glerbrotum, steinum
og nöglum í vegfarendur, ítem úrgangsvatni.
Ástæða þykir til að taka f ram að gangstéttir
eru ætlaðar gangandi fólki, en þar mega menn
ekki halda kyrru fyrir né aka eftir þeim hjól-
börum eða öðrum aktólum, nema barna-
vögnum.
Bannað er að ríða móti líkfylgdum og riðla
þeim þannig (ekkert má nú), og raunar má
ekki ríða hraðar en á hægu brokki. Þá er
bannað með öllu að binda nautgrip í tagl á
hesti. Já, eins og ég segi. Það er vandlifað í
henni Reykjavík.
Þegar ég var þannig búinn að f ara í gegnum
Lögreglusamþykktina, fannst mér eins og
eitthvað vanta og ef til vill ekki síst nokkra
vísbendingu um það, hver væru boð og bönn
fyrir verði laganna í starfi. Já, og t.d. það
hvað þarf til að geta orðið lögregluþjónn.
Þetta fann ég f Ijótlega í pésa, sem kallaður er
„ Lög um meðf erð opinberra mála". Þar segir
orðrétt: „Hver sem skipaður er lögreglu-
maður, skal hafa lokið próf i, sem sýni að hann
sé þeim kostum búinn og hafi þá kunnáttu,
sem nauðsynleg er til starfans. Skulu þeir
einir valdir til starfans, sem telja má valin-
kunna og vandaða". Útséð um að maður kom-
ist í lögregluna.
I 39. grein þessara laga eru tekin af öll tví-
mæli um það hver vinnubrögð lögreglumenn
eigi að ástunda. Þar segir orðrétt: „Lögreglu-
menn skulu stöðugt miða alla rannsókn sina
við það, að leiða hið sanna og rétta i Ijós í
hverju máli".
Hvað sagði raunar ekki hinn guðhræddi
vörður laganna í bæninni forðum:
Heilagur guð í himnarann,
hæst það mark ég eygi
að koma manni í kjallarann
á kverjum einasta degi.
Flosi.
Alþýðuflokkurinn
á erfitt upprtráttar um þessar
mundir og hefur glataö trausti
meöal almennings, eins og
skoöanakannanir sýna. Patent-
lausnir meö kjafthætti og fjöl-
miölagleöi geta veriö góöar
fyrir sinn hatt, en hinir nýju
þingmenn flokksins á gamia
grunninum hafa á sér stimpil
úthaldsleysis og litillar mála-
fylgju.
A fundi Alþýöuflokksfélags
Reykjavikur fyrir rúmri viku
flutti Björgvin Guömundsson
borgarfulltrúi hreina eldmessu
yfir þingkrötum. Þar hélt hann
þvi meöal annars fram,aö brott-
hlaupiö úr rikisstjdrn haustiö
1979 heföi veriö mesta glappa-
skot i samanlagöri stjórnmáda-
sögu Alþýöuflokksins. Nýir,
óharönaöir, óþroskaöir og
reynslulausir þingmenn heföu
gert þar vanhugsaöa uppreisn,
sem reynst heföi flokknum dýr-
keypt.
Björgvin
sagöi i ræöusinni aö þingflokkur
Alþýöuflokksins heföi stillt
flokksformanninum, sem þá var
i New York, upp viö vegg,og
flokksstjórninni sömuleiöis.
Flestir málsmetandi menn I
flokknum utan þingflokksins
heföu frétt um brotthlaupiö i
fréttatirna útvarpsins. Þaö væri
svo til marks um reynsluleysiö,
aö þingkrktarnir heföu hlaupist
á brott án þess aö láta brjóta á
einhverju tilteknu hitamáli.
Björgvin
Finnur Torfi
Vilmundur
Magnús
Sighvatur
Fyrir formann og flokksstjórn
var svoekki annaö aögera en aö
beygja sig fyrir hallarbyltingu
þingkratanna til þess aö koma i
veg fyrir algjöran klofning i
flokknum.
Þeir
sem gerst þekkja til i Alþýöu-
flokknum.eru sammála um aö
Björgvin Guömundsson hafi hér
gerst talsmaöur útbreiddrar
skoöunar i flokknum. A fundi
Alþýöuflokksfélagsins héldu
Bjarni P. Magnússon og Vil-
mundur Gylfason uppi vörnum
fyrir brotthlaupiö, en stjarna
hins siöarnefnda hefur aö sögn
mjög fariö lækkandi siöustu
mánuöi meöal flokksmanna.
, A fundinum tók margir undir
skoöanir Björgvins Guömunds-
sonar. Meira aö segja Finnur
Torfi Stefánsson, einn þeirra
þingmanna sem aö brotthlaup-
inu stóöu, og kostaöi til þingsæti
sinu, lýsti sig algerlega sam-
mála Björgvini.
Vilmundur
Sighvatur og Co. liggja nú und-
ir miklu ámæli i Alþýöuflokkn-
um og þykja litt áreiöanlegir og
staöfestulausir upphlaupsmenn.
Þaö er til marks um stööuna,aö
Magnús Magnússon nýtur nú
mikils áiits i flokknum og kom
þaö m.a. fram á áöumefndum
fundi, þar sem störf hans i
vinstri stjórninni voru mjög
rómuö og hann talinn hafa tekið
rétta og skynsamlega afstööu tií
mála m.a. meö andstööu sinni
gegn brotthlaupinu.
Framundan er flokksþing
krata, og er ekki óllklegt að
þessi almennu viöhorf endur-
speglist þar i kosningum til
flokksstjórnar og i trúnaöar-
stöður. Meðal annars vegna
óvinsælda brotthlaupsins og
þeirra bolabragöa sem þá var
beitt, munu þeir Sighvatur, Vil-
mundur, Jón Baldvin og Kjart-
an ekki þora aö hrófla viö for-
mennsku Benedikts Gröndal.
r
A
fimmtudag hófust fram-
kvæmdir i útvarpshúsinu við
Skúlagötu viö aö koma fyrir
stereoútsendingarboröi, og er
vonast til þess aö hægt veröi aö
hefja útsendingar á 50 ára af-
mæli útvarpsins 21. desember
n.k. Er þaö góö afmælisgjöf.þó
aö vissulega heföi hún mátt
vera stærri (t.d. eigið húsnæöi).
Þegar er byrjaö aö taka upp
ieikrit i stereo, sem útvarpa á
eftir breytinguna.
Flugleiða-
forkólfarnir
koma viöa viö og láta til sin taka
i margvislegum hlutafélögum. I
Lögbirtingablaöi gefur aö lita
hvernig stjórn Feröaskrifstofu
Zoéga hf. er nú skipuð. Formaö-
ur er Björn Theódórsson, fram-
kvæmdastjóri fjármála- og
markaössviös Flugleiöa, meö-
stjórnendur Einar Helgason
hjá Flugleiöum og Gunnar
Helgason bréðir Siguröar for-
stjóra Flugleiða, en Siguröur er
sjálfur titlaöur varamaöur i
stjórn.
Feröaskrifstofa Zoega er
elsta feröaskrifstofa á landinu,
haföi áöur mikil samskipti viö
Bretland og tók á móti
skemmtiferöaskipum. Fyrir
u.þ.b. fimm árum hófst sam-
vinna milli Zoéga og feröaskrif-
stofunnar Úrvals, sem Flugleiö-
ir og Eimskip eiga i samein-
ingu. Fyrir 1—2 árum tóku
Flugleiöamenn siöan yfir öll
hlutabréf i Feröaskrifstofu
Zoéga. Feröaskrifstofuleyfi
Zoéga féll niöur fyrir nokkrum
árum,og mun ekki hafa verið
sótt um endurnýjun þess siöan.
En þeim Flugleiöaforstjórum
finnst sjálfsagt hyggilegt aö
eiga fáein spil I bakhöndinni ef i
haröbakkann slær...
Haukurinn
i Vinnuveitendasambandinu,
sem menn kölluöu svo i fyrra,er
nú oröinn allra manna bliöastur
á samningafundum og þykja
mönnum þaö furöusnögg um-
skipti. Þetta er Þorsteinn Páls-
son.Hafa verkalýösforingjarnir
þetta i flimtingum og kaila Þor-
stein aldrei annaö en „dúfuna”
sin á milli þessa daga.
IJmdeildur
starfsmaöur Iþróttasambands
Islands, Siguröur Magnússon
skrifstofustjóri, mun ætla aö
hætta störfum hjá sambandinu
um áramótin.og ku hann þá taka
viö — stjórastarfi á Grensás-
deildinni.
íþróttafélög
islensk,sem taka þátt i Evrópu-
mótum i knattspyrnu, kvarta
gjarna yfir þvi aö ekki borgi
sig aö vera meö i slikum keppn-
um.vegna þess aö ekkert hafist
upp úr krafsinu og þau fari meö
miklu tapi frá öllu saman. Vest-
mannaeyingar töldu aö þeir
myndu i ár tapa 8—10 miljónum
og Skagamenn hafa minnst á að
tapiö hjá þeim veröi um 5
miljónir. Hvaö Akurnesingana
varöar þá hefur mörgum dottið i
hug hvort ekki heföi mátt
minnka tapiö meö örlitillispar-
semi;t.d. hvort stóra veislan á
Hótel Loftleiöum fyrir forkólfa
Kölnarliösins og fleiri útvalda
gesti islenska hafi i raun verið
nauösynleg. Þarna var ekkert
til sparaö; silfurborðbúnaöur,
kristalsglös og vintár. Herleg-
heitin kostuðu vist vel yfir 1/2
miljón.