Þjóðviljinn - 04.10.1980, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 4. — 5. október 1980.
UOWIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóöfrelsis
(Jtgefandi: (Jtgófufélag ÞjóBviljans
Framkvemdastjóri: EiBur Bergmann
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ólafsson
Augiýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Umsjónarmaóur Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Ingibjörg Haralds-
dóttir, Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson.
Pingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson
Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson*
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Safnvöröur:Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára SigurÖardóttir.
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún BárÖardóttir.
Húsmóöir: Anna Kristin Sverrisdóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Ný björgunar- og
gœsluþyrla
# „Þaö kostar sitt að vera fullvalda þjóö. Það er nauð-
synlegt að eiga eina stóra þyrlu4og við verðum að vera
menn til að geta sinnt öllum björgunarstörfum á sjó og
landi sjálfir", segir einn af starfsmönnum Landhelgis-
gæslunnar í samtali við Þjóðviljann.
#Þessi orð eru til marks um þann metnað sem Gæslu-
menn hafa jafnan lagt í störf sín, hvort sem um hefur
verið að ræða vörn landhelginnar eða björgunarstarf-
semi, og er sannarlega ánægjulegt til þess að vita að sú
sjálfstæðisglóð sem þeir blésu að í þorskastríðum.er síð-
ur en svo kulnuð.
# Enda þótt hljóðara sé um starfsemi Landhelgisgæsl-
unnar heldur en í hita þorskastríða,er hlutverk hennar
engu minna en áður. Landhelgin er víðfeðm, ásókn
erlendra veiðiskipa við markalínur sivaxandi, og eftir-
litsskyldur vegna veiða Islendinga margbrotnar. Þá er
ótalin þjónusta við vitana og hið mikilvæga björgunar-
hlutverk Landhelgisgæslunnar.
# Þjóðviljinn fagnar því,að ný og fullkomin þyrla hefur
bæst i tækjakost Landhelgisgæslunnar og lætur þá ósk í
Ijós að starfræksla hennar verði farsæl. Það hefur lengi
verið smánarblettur í íslensku þjóðlífi, að landsmenn
hafa verið upp á bandaríska setuliðið komnir, ef bjarga
hefur þurft mannslifum við erfiðar aðstæður á sjó eða
landi. Aðstoð við björgun mannslífa er að vísu þegin úr
hvaða átt sem hún býðst, og er síst vanþökkuð, en það er
ekki sæmandi sjálfstæðri þjóð að ætla erlendu herliði
veigamikið hlutverk í almennri björgunarstarfsemi.
# Landhelgisgæslan átti í f jögur ár þyrlu,sem notuð var
auk gæslustarfa til björgunar-og sjúkraflutninga. Á
þessum árum fór hún í 41 sjúkraf lug,tók 39 sinnum þátt í
leit að týndum bátum og fólki, og sótti þrisvar sinnum
slasaða sjómenn á haf út. Nýja þyrlan er miklu full-
komnari en sú gamla og ætti að nýtast betur bæði til
gæslu- og björgunarstarfa.
# Eiður Guðnason formaður f járveitingarnefndar hefur
gert mikið f jölmiðlaveður út af þvi að ekki er í fjár-
lögum og lánsf járáætlun þessa árs gert ráð fyrir endan-
legum kaupum á nýrri þyrlu. Ljóst er þó af gangi máls»
ins,að það hefur verið fullur ásetningur fjárveitinga-
valdsins að af kaupunum yrði, og búið að veita allar
heimildir til þeirra. Vélin var pöntuð og sérsmíðuð fyrir
Landhelgisgæsluna með góðu samþykki fjárveitinga-
valdsins, og löngu orðið of seint að snúa aftur með
kaupin. Það eina sem fer úrskeiðis er að af hending þyrl-
unnar verður fyrr en ráðgert var.
#Formfesta formanns fjárveitinganefndar er góðra
gjalda verð, en smámunasemi getur líka gengið út í
öfgar. Frá sjónarhóli skattgreiðenda verður ekki séð að
verið sé með þyrlukaupunum að ausa fé að ófyrirsynju
úr vösum þeirra. Gífurlegar f járhæðir sparast með því
að hægt verður að leggja einu varðskipanna,og til greina
kemur að selja aðra Fokker-vél Landhelgisgæslunnar.
Þannig stefnir í hagkvæmari en jafnframt fullkomnari
rekstur hjá Landhelgisgæslunni en áður, miðað við þarf-
ir stofnunarinnar í dag og verkefni hennar.
#Alþýðuflokksforkólfar gera sig að aðhlátursefni
meðal þjóðarinnar, er þeir kref jast afsagnar dómsmála-
ráðherra vegna formgalla við þyrlukaupin. Hér er verið
að koma í framkvæmd metnaðar- og sjálfstæðismáli,
sem nýtur meirihlutastuðnings á þingi, og því fellur af-
hrópun kratanna á Friðjóni Þórðarsyni dauð og ómerk.
Nema undir steini liggi ósk um að ameríski herinn fái að
bjarga okkur áfram, og því sé Alþýðuf lokkurinn á móti
islenskri björgunar- og gæsluþyrlu. -ekh
# úr aimanakínu
Flugvöllinn
Borgir eru eins og einstak-
lingar. Hver borg hefur sína sál.
Og sálin fer eftir innviðum
borgarinnar og innræti, ibúum
hennar, sögu, húsum, strætum,
samgöngum, þjónustu og yfir-
leitt öllu sem telst til menning-
ar.
Hjarta borgarinnar er miö-
borgin. Þar má finna púls
hennar, sterkan e&a veikan.
PUls Reykjavlkur má finna i
gamla miöbænum i kvosinni.
Undanfarna áratugi hefur
Reykjavik stækkaö og stækkaö
og æöar hennar teygst i austur,
stööugt lengra og lengra, vegna
þess aö borgin er á löngu nesi.
Hjartaö i miöbænum hefur þvi
oröiö veikara og veikara meö
hverjum degi sem liöur i staö
þess aö styrkjast meö vexti
borgarinnar. Þetta er eins
konar vansköpun. Og þaö er
ekki aö sökum aö spyrja. Um
leið og eitt liffæri veikist fer
sálartötriö úr skoröum. Eftir
þvi sem hjarta Reykjavikur
hefuroröiöveikara hefur borgin
or&ið leiöinlegri. Stór borg þarf
stórt og gott hjarta.
Nú siðustu 2-3 árin hafa aö
visu sést nokkur batamerki.
Gömlu hverfin sem liggja aö
miöborginni hafa yngst upp og
fleiri og fleiri kjósa aö búa I
göngufæri viö miöbæjarkjarn-
ann. Um leiö styrkjast ýmis
þjónustufyrirtæki og hefur þaö
veriö mest áberandi meö
blessuö kaffihúsin, þessar lif-
nauösynlegu menningarstofn-
anir. Þaö hafa ekki aðeins
sprottiö upp staöir eins og
Nessý, Sæluhúsiö og Kökuhúsiö
heldur einnig Horniö, Torgiö og
Torfan. Fyrir fjórum árum var
sáralitil mannaferö i miöborg-
inni um helgar og á kvöldin. en
nú er töluverður mannf jöldi þar
á stjái. Fólki finnst gaman aö fá
sérgöngutúri gamalgrónum og
margbreytilegum hverfum og
sjá annaö fólk.
En nú vantar aö hnykkja á.
Tækifæriö er uppi. Stórt óbyggt
svæöi meö stórkostlega mögu-
leikaligguraö miöborginni. Þar
þarf aö búa til nýtt ibúöahverfi
til aö styrkja gömlu kvosina
verulega. Hér á ég viö Vatns-
mýrina og flugvallarsvæöiö.
I fyrra gaf Þróunarstofnun
Reykjavikurborgar út skýrslu
sem Bjarki Jóhannesson vann,
um Reykjavikurflugvöll. Þarer
komist aö þeirri niöurstööu aö
svo mikill sparnaöur yr&i að þvi
aö byggja nýtt hverfi þar (er
þarátt viösamgöngur, lagnir og
þvi um likt) aö þaö borgaöi sig á
skömmum tíma aö reisa nýjan
flugvöll annars staöar,. t.d. I
Kapelluhrauni. Auk þess eru
umhverfisáhrif Reykjavikur-
flugvallar á núverandi staö
mjög neikvæö, bæöi fyrir
nærliggjandi Ibúöarhverfi, miö-
bæinn og n.álæg útvistarsvæði.
Segir orörétt i' skýrslunni:
... „flest þau rök, sem hingaö
til hafa verið notuö gegn flutn-
ingi flugvallarins, byggjast að
miklu leyti á órökstuddum full-
yröingum, sem taka nær ein-
göngu miö af forsendum tengd-
um flugi, en ekki hagsmunum
samfélagsins i heild.”
Iskýrslunni segir ennfremur:
„A núverandi flugvallarstæði
má hæglega reisa 10 þúsund
manna byggö, án þess aö byggt
væri mjög þétt.”
Hugsið ykkur möguleikana.
Handan Hringbrautar i fram-
haldi af Hljómskálagaröinum
mætti hugsa sér Tivoli meö Par-
isarhjóli og tilheyrandi ljósa-
dýrö sem blasti viö frá miöborg-
inni. Fjölbreytt ibúabyggö tæki
siöan við og tengdist Skerjafirð-
inum sem nú fyrst kæmist i
samband viö aöra hluta Reykja-
vlkur. I kringum Norræna húsið
kæmi aö sjálfsögöu lystigaröur
og Háskólinn þyrfti sitt. Loft-
leiöahóteliö nýttist mun betur
en nú er vegna tengingar þess
viö þétta byggö. Allt þetta
hverfi yröi i góöu göngufæri viö
gamla góöa miöbæinn sem meö
þessu hlyti vitaminsprautu i lif-
æð.
Meö þvi aö leggja niöur flug-
völlinn mætti einnig efla útivist-
arsvæöin i Oskjuhliö og i Naut-
hólsvik og gera þau meira aö-
laöandi en nú er. Oft hefur veriö
bent á aö heita lækinn mætti
leiöa út á nokkrum stööum I
öskjuhliöinni sjálfri. Hann
rennur hvort sem er neöan-
jaröar þar niöur. Þar mætti meö
smávegis hyggjuviti útbúa stór-
Gudjón
Fridriksson
skrifar
burt!
kostlegar bunur, smáfossa,
potta og lygnar sprænur þess á
milli. Nú er vatnsnudd mjög i
tisku og heiti lækurinn uppfyllir
þegar öll skilyröi um slikt nudd.
En hliöin öll býöur upp á mögu-
leika sem hvaöa þjóö sem er
mun gapa viö. Að sjálfsögöu
þarf aö hafa búningsa&stööu og
góöa gæslu eins og viö hvern
annan baö- eöa sundstaö. öskju-
hliöin gæti oröiö okkar Costa del
Sol.
A rennsiéttum völlum I hliö-
arfætinum væri svo hægt a&
koma upp tennis- og badminton-
völlum eða fótbolta- og hand-
boltavöllum fyrir ibúa Vatns-
mýrar og reyndar alla Reykvik-
inga.
Ég minntist á hyggjuvit og
hugmyndaflug.Núráfa krakkar
i reiðuleysi um Haliærisplan á
siökvöldum. Yfirgnæfandi
meirihluti þeirra er heilbrigt og
gott fólk. Ég er viss um aö stór
hluti þess kysi frekar Tjörnina á
vetrarsíökvöldum ef skauta-
svelliö þar væri hreinsaö og lýst
upp eins og i gamla daga. Þar
mætti jafnvel hafa diskómúsik i
hátölurum og þá gætu krakk-
arnir dansaö á sveUinu. Lækjar-
torg er lika tilvalinn staöur til
aö dansa á og þar eru engin
ibúöahverfii' nágrenni sem yröu
fyrir óþarfa hávaöa eins og á viö
um Grjótaþorpiö fyrir ofan
Hallærisplan. Þessa alls nytu
bömin i Vatnsmýrinni.
I staö þess að byggja nýtt
hverfi inn viö Korpúlfsstaöi á aö
gera þaö á Flugvallarsvæöinu.
Af þvi hlytist margvislegt hag-
ræöi. Hægt væri t.d. aö þétta
strætisvagnakerfiö meö minni
tilkostnaöi og þörfin fyrir einka-
bil minnkaöi. Orkukreppan
hlýtur t.d. aö kalla á þéttari
byggö en nú er, þvi aö þaö er
mjög orkufrekt aö flytja fólk
langar leiöir milli heimilis og
vinnu.
Allt hnigur þvi i sömu átt.
Flugvöllinn burt! Styrkjum
hjarta Reykjavikur!