Þjóðviljinn - 04.10.1980, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Qupperneq 10
10 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 4. — 5. október 1980. w Þeir vilja sníkja þetta allt af hernum eins og líka útvarp, sjónvarp o. fl.. Sé ekki unnið gegn slíkum hugsunarhætti verða örlög okkar i hers höndum Olafur Jensson, læknir: ÞYRLA Svo sem fram kemur i stuttu viötali viö Pétur Sigurösson, forstjóra Landhelgisgæslunnar i siöustu viku um kaup á njírri þyrlu, höfum viö Islendingar veriö vanmáttugir aumingjar þegar svara þurfti neyöarkalli um aö sækja fólk á sjó út, sem var i háska statt. Til þessara björgunarstarfa höfum við oröið aö leita á náöir ameriska hers- ins og stöndum við án efa i þakkarskuld viö bandariska skattgreiöendur og her þeirra fyrir aö hafa legið uppá þeim aö þessu leyti i 4 ár. Þaö er sannlega kominn timi til aö þessu smánartimabili i slysavarnar- og björgunarmál- um landsins ljúki. Þaö er sagt aö þyrlukaupin nú hafi veriö verkefni fjögurra rikisstjórna á þess 4 árum, sem liöin eru frá þvi aö viö uröum fyrir þvi skakkafalli aö missa okkar eina haldreipi á þessu sviöi 1976: Landhelgisþyrluna GNA. For- maður núverandi fjárveitinga- nefndar Alþingis hefur vakiö á þvi athygli, aö starf fjögurra rikisstjórna aö þessum þyrlu- kaupsmálum hafi ekki leitt til aö formleg samþykkt nefndar- innar lægi fyrir. En það er varla að óttast að þaö veröi þyrlumálinu til tafar, meöan viö höfum fyrir formann fjárveitinganefndarAlþingiseins ötulan mann um öryggis- og slysavarnarmál og Eið Guöna- son, sbr. starf hans aö lögleið, ingu sætisbelta i bilum. Ef forustumenn Landhelgis- gæslunnar og ráðgjafar þeirra telja, aö þyrlur af þessari eöa svipaöri gerö séu nauösynlegar og henti best til að sinna mörgum veigamestu viðfangs- efnum hennar við gæslu fisk- veiöiiögsögunnar, björgun, leit aö týndum á sjó og landi og að- stoö viö vita og skip, þá liggur i augum uppi aö ekki má dragast aö panta aðra þyrlu. Núverandi rikisstjórn og alþingi veröum viöaö treysta og styöja til aö gera nauösynlegar frambúöarráöstafanir, svo aö landhelgisgæsla okkar og slysa- vamarfélag geti svarað neyöar- köllum meö nauðsynlegum mannafla og búnaöi, i staö þess aö vera háöir björgunardeildum ameriska hersins á Keflavikur- flugvelli Aðalflotastöövar ameriska hersins, eins og sú sem utan- rikisráöherra Islands er aö skoöa þessa dagana, og undir- deildir þeirra, eins og herstööin á Keflavikurflugvelli eiga mjög létt meö aðtaka að sér öll björg- unarstörf tslands sem flugtækni þarf til — llka alla landhelgis- gæslu af sama tagi. Bandariski herinner án efa eitt voldugasta rfkisfyrirtæki heimsins og á sér tæplega nokk- urn veröugan keppinaut nema ef vera skyldi annaö velþekkt rikisfy rirtæki, sem heitir: Rauði herinn i' Sovétrikjunum. Sumum þeim, sem hafa þessi fyrirtæki viö eöa innan viö bæjardyrnar meö urmul af þyrlum til hvers kyns nota, finnst varla taka þvi aö standa i þyrlukaupum. Þeir vilja snikja þetta allt af hernum eins og llka útvarp, sjónvarp o.fl. Sé ekki unnið gegn slikum hugsunar- hætti, verða örlög okkar i hers höndum. Ólafur Jensson Árni Bergmann skrifar Vinstrisinnar í Bretlandi og Morgunblaðshrokinn Foringinn kippir I spottann — þessi breska skopmynd er frá stjórnarárum Caliaghans: þaö er þetta ástand sem Morgunblaðið virðist sakna. Morgunblaðið birti i gær, föstudag, einkar fróölegan leiö- ara um þau merkileg tíöindi sem nú hafa oröiö á þingi Verkamannaflokksins breska. Blaöiö lýsir i senn „undrun og kviða” yfir þeim sigri vinstri- sinna á flokksþinginu, aö sam- þykkt var meö verulegum meirihluta atkvæöa tillaga um aö Verkamannaflokkurinn geröi það aö baráttumáli sinu aö segja Bretland úr Efnahags- bandalagi Evrópu. Um leiö er Morgunblaöiö afar miöur sin yfir þvi „valdabrölti vinstri- sinna” sem komi fram i ýmsum kröfum þéirra um breytta starfshætti hins stóra og breiöa Verkamannaflokks þeirra Callaghans og Wilsons, Tony Benns og Aneurins Bevans. f,Valdhroki" vinstri- sinna Um þetta segir Morgunblaðið meðal annars: „Þróunin innan vinstri hreyfingarinnar i Bret- landi er ekkert einsdæmi. Hún sannar þaö eitt, sem viö tslend- ingar höfum kynnst af biturri reynslu, að óraunsæi og vald- hroka vinstrisinna eru Jltil sem engin takmörk sett”. ÞaÖ er þarft aö skoöa þaö nánar I hverju þetta svonefnda „óraunsæi”, þessi „valdhroki” eru fólgin. Sú athugun leiöir nefnilega miklu fleira i ljós um þá sem Morgunblaöiö skrifa en um vinstrisinna á Bretlandi og tslandi. Ákvarðanir séu óaftur- kræfar t fyrsta lagi er Morgunblaöiö stórhneykslaö á þvi, aö Verka- mannaflokkurinn breski hefur meö drjúgum meirihluta at- kvæöa á landsþingi samþykkt úrsögn úr Efnahagsbandalag- inu. Vitanlega gerist slfkt ekki nema þaö sé eindregin sannfær- ing mikils fjölda manna, innan Verkamannaflokks sem utan, aö Bretar hafi ekki haft erindi sem erfiöi af veru sinni i EBE. Og hvar er þá allur „valdhrok- inn”? Morgunblaöiö viröist lita svo á, væntaniega meö skir- skotun til „raunsæis”, aö rniklar ákvaröanir, sem varöa ekki sist hugmyndir manna um sjálfstæöi I efnahagslifi og hlut- verk þjóörikis, eins og ákvöröun um aöild aö Efnahagsbandalagi Evrópu hlýtur aö gera, þessar ákvaröanir skuli vera óaftur- kræfar. Engu likara en þær megi ekki vera til umræöu eftir aö skrefiö hefur veriö stigiö. ' Þaö sé einhver sérstök vinstri- ósvifni, aö spyrja hvernig sú reynsla sé sem fengin er af slik- um bandalögum. Ætla mætti aö menn gætu komið sér saman um að þaö skuli vera ein af helstu reglum lýöræöis aö engar ákvaröanir séu óafturkræfar. Morgunblaöiö er bersýnilega á annarri skoöun, þaö er málpipa nauö- hyggju, einskonar, „sögulegrar nauösynjar” sem gengur út frá þvi ihaldssjónarmiöi aö breyt- ingar séu háskasamlegar. Enn undarlegra er þaö þegar Morgunblaöiö fer aö lýsa gremju sinni yfir hugmyndum vinstrisinna I Verkamanna- flokkinum um breytingar á skipulagi flokksins og starfs- háttum. Eitt hneykslunarefniö er sú krafu þeirra, aö vald þing- flokksins veröi skert. Þaö er rétt aö rifja þaö upp i þessu sam- bandi, aö „valdhrokinn ” hjá breskum vinstrimönnum er einkum fólgin i þvi, aö auka möguleika hins óbreytta flokks- manns á aö hafa áhrif á forystu flokksins og stefnu. Þetta er þaö sem Morgunblaöið er aö býsn- ast yfir. Vinstrimenn vilja t.d. ekki aö þingflokkurinn ráöi einn kjöri leiötoga flokksins, þar komi fleiri til skjalanna. Vinstrimenn vilja, aö flokks- menn i hverju kjördæmi veröi aö samþykkja endurframboö þeirra sem um þingsætin berj- ast fyrir flokkinn. Af þeirri ástæöu, aö sjálfsögöu, aö þeir vilja ekki sitja uppi von úr viti meö þingmenn sem þeir eru orönir óánægöir meö. Þetta finnst Morgunblaöinu mikil býsn, og það er kannski ekki aö undra. Þaö væri auö- veldara fyrir þá sem þar halda Ritstjórnargrein á pennum ef aö Sjálfstæöis- flokkurinn breyttist og yrði svipaöri Verkamannaflokkinum breska eins og sá flokkur hefur verið. Þaö væri auöveldara ef aö óbreyttir flokksmenn héldu sér saman og samþykktu þá frambjóöendur sem Geirs- meirihlutinn sendi þeim. Þaö væri auöveldara aö lifa, ef flokksformaöurinn þyrfti ekki að berjast fyrir lifi sinu á lands- fundi, heldur væri blátt áfram kosinn af þingflokki Sjálfstæöis- flokksins. Þegar Morgunblaðið er aö fjalla um innri mál Verka- mannaflokksins breska er þaö i raun aö tala um næsta umhverfi og niöurstaöa blaösins er þessi: þvi meira miöstjórnarvald þeim mun betra! Niður meö lýöræöis- legt eftirlit og frumkvæöi af hálfu hinna óbreyttu! Hver nefndi valdhroka? Þriðja leiðin Leiöari Morgunblaösins nefnir Alþýöubandalagiö i sömu andrá og vinstri arm breska Verkamannaflokksins og er þaö vel. Tiðindin frá ársþingi hins breska flokks eru um margt kærkomin vinstrisinnum um alla Evrópu sem hafa um hrið lifað i einskonar ihaldslogn- mollu. Mollu sem nú er blásiö burt af baráttu pólskra verka- manna gegn staönaðri valdein- okun, sem og aukinni róttækni i flokki breskra verkamanna, sem nú berst við nýkapitaliska tilraunastarfsemi ihaldsins. I italiu er oft minnst á „la terza via”,þriðju leiöina. Méö þeim oröum eiga italskir vinstrisinnar viö þá nýsköpun i stefnumótun sósialista, sem sneiöir hjá tveim blindgötum. Onnur blindgatan endar i valda- einokun kommúnistaflokka eins og tíðkast um Evrópu austan- verða. Hin endar i uppgjöf sósialdemókrata fyrir valdi og þörfum kapitalista. Um alla Evrópu eru til smærri og stærri hópar og hreyfingar sem beina áhuga sinum aö þriöju leiöinni: tékkneskir andófsmenn, italskir kommúnistar, sænskir vinstri- kratar, danskir vinstrisósial- istar, mikill hluti franskra sósialista og svo mætti lengi telja. Alþýöubandalagiö á tvi- mælalaust samleiö meö þessu fólki, eins og Morgunblaöiö bendir réttilega á. Ef aö hinn öflugi breski Verkamanna- flokkur er nú aö þróast til fylgis viö þessi viöhorf, þá eru þaö sannarlega stórtiðindi sem mikil ástæöa er til aö Morgun- blöö álfunnar óttist — enda eru þau nú óspart farin að lýsa sin- um „kviöa”.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.