Þjóðviljinn - 04.10.1980, Page 14

Þjóðviljinn - 04.10.1980, Page 14
14 Slt)A — ^JÓÐVILJÍNN Helgin 4.- 5. október 1980. Rætt við Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara um vetrarstarf Sinfóníuhljómsveitarinnar Almut Rössler Tónleikar síðustu viku Vetrarvertiö er þegar hafin á tónlistarsviöinu. SIBustu viku voru i þaB minnsta fernir tónleikar hér i bænum, sem vöktu mikla ánægju, hver á sinn hátt. John Speight söngvari og tónskáld söng franska og þýska músik viB undirleik Sveinbjargar Vilhjálmsdótt- ur, á KjarvalsstöBum. Þótti mönnum þaB vandaöur flutningur og allrar viröing- ar veröur. Þá var kominn hér Strengjakvartett Kaup- mannahafnar, sem er einn besti músikhópur sinnar tegundar á NorBurlöndum, og lék Haydn,Nielsen og Beethoven fyrir Kammer- músfkklúbbinn. Var vita- skuld mikill fengur aö hon- um, ekki siöst þegar þess er gætt,aöhér starfar nú enginn islenskur kvartett og varla von til þess á næstunni, þrátt fyrirfrómar óskir. Eiginlega hefur ekki veriö um slikt aö ræöa aö gagni siöan Björn Ólafsson var og hét, þó til- raunir í þá átt séu auövitaö geröar annaö veifiö. Svo er Almut Rösslermeö tvenna orgeltónleika, I Kristskirkju, þar sem hún lék barokktónlist og Messiaen, og hreina Messiaentónleika i Dómkirkjunni. Rössler er mjög kröftugur og heilsteyptur listamaöur, sem byggir leik sinn á traustum grunni þekkingar og til- geröarleysis. Tónleikar framundan Tapiola barnakórinn frá Finnlandi syngur i kvöld i Norræna húsinukl. 20.30, og á morgun kl. 17 i Háteigs- kirkju. 1 Þjóöleikhúsinu á mánu- daginn kl. 20 munu tónlistar- menn og dansarar frá Eistlandi flytja blandaö efni, en meðal tónskálda á þeirri efnsisskrá eru Brahms, Sjostakovits og Meyerbeer. Einnig veröur þar mikiö um þjóðlagatónlist. Danski pianóleikarinn Anker Blyme veröur svo i Norræna húsinu á miöviku- dagskvöldiðkl. 20.30, ogmun hann leika verk eftir Beethoven, Debussy og danska nútima tónskáldiö Bernhard Lewkovits. Einsog segir frá á öörum staö veröur Sinfóníuhljómsveitin með sína fyrstu tónleika i vertrarseriunni, i Háskóla- bióiá fimmtudagskvöldið kl. 20.30. Efnisskráin er al- klassfsk: J.C. Bach, Haydn og Brahms. Félag harmoniku- unnenda Félag harmonikuunnenda hefur vetrarstarf sitt nk. j sunnudag 5. okt. meö skemmtifundi á Hótel Borg. I vetur verður lagt kapp á aö fá fremstu harmóniku- leikara landsins til aö taka | j lagið á skemmtifundum, i j og munu margir þeirra lita j | viö. Má þar nefna Ásgeir I Sverrisson, Braga Hliöberg, Gretti Björnsson, Jóhannes Pétursson, Reyni Jónasson, j Sigurð Alfonsson og örvar j Kristjánsson. Fundir veröa fyrsta : sunnudag hvers mánaöar frá \ i kl. 3 til 5. Sinfóniuhljóm sveitin hóf vetrarstarfsemina fyrir nokkru. Hefur hún aö undanförnu komiö fram I nokkrum skólum og leikiö efnisskrá sem miöast við yngstu áheyrendur: Rossini, Riöum ríöum og rekum, Fúsa osfrv. Fyrstu almennu áskrif- endatónleikarnir eru hinsvegar á fimmtudaginn kemur, þ. 9, október og verður þá flutt dálaglegt prógramm i D-dúr undir stjórn Jean-Pierre Jacqu- illat, sem nú hefur veriö ráöinn sjeffdrigent til þriggja ára.Ein- leikari veröur Erling Blöndal Bcngtson, f D-dúr cellókonsert Haydns. Hin verkin eru Sinfónia i D-dúr eftir Johan Christian Bach, þann sona Sebastians, sem mest starfaði utan Þýska- lands, lengst i London og stund- um er kallaöur sinfónipabbi, og önnur sinfónia Brahms, einn- ig i D-dúr. Konsertmeistari i vetur eins og undanfarna sex er Guöný Guðmundsdóttir, en hún er einn athafnasamasti tónlistarmaður hérlendis, og lætur sifellt gott af sér leiöa á ýmsum sviðum tón- listarmála. Hinsvegar er hún i þann veginn að skella læri i ofn- inn, þegar við rekumst inn hjá henni á Frakkastignum einn daginn: Maðurinn verður aö fá eitthvað í svanginn þegar hann kemur heim, en eldavélin er idjótprúf, guðisélof, segir hún. Ég stilli hana á klukkutima, þaö ætti að duga. Viltu annars kaffi'? Eða te? — Kaffi. ,,Það var gott aö þú komst núna, þvi á morgun verð ég aö kenna allan daginn. Ég er aö visu ekki með nema sjö nem- endur, en þeir eru efnilegir, og efnilegir nemendur þurfa ótrú- lega mikinn tima, og athygli kennarans óskipta. Þetta er þvi ekki eins létt og það lítur út á pappirnum, i það minnsta ekki þegar þetta bætist ofan á sinfóníuvinnuna.” Fyrir utan sinfóniu og kennslu hefur Guðny að auki verið einn virkasti kammermúsikant is- lenskur undanfarin ár og staðiö fyrir kvartett og siðastliðinn vetur flutti hún ásamt Philip Jenkins allar fiðlusónötur Beethovens, og „blés ekki úr nös” sögðu menn. — Má vænta einhverra slikra uppátækja á næstunni? „Varla verður þaö nú mikiö. Satt að segja voru Beethoven- sónöturnar æöi stór biti og ég varla búin að jafna mig enn eftir þauátök. Það er að visu rétt: ég hef verið talsvert i kammer- músik og sliku, en markvisst starf á þvi sviði verður ekki unnið i aukavinnu. Nei, ég verð ekki starfandi i neinni fastri grúppu i vetur, en það fellur samt alltaf eitthvað til. Það er t.d. búið að bjóða mér að koma til Israel og leika með þar- lendum, i desember næst- komandi, og það verður að mestu leyti kammermúsik. En ég á raunar lika aö spila þar meö hljómsveit, liklega fiðlu- konsert eftir Mozart.” — Væri hugsanlegt að hljóðfæra- ieikarar i sinfóniunni fengju kammermúsikvinnu metna inn i vinnuskylduna og starfræktu þannig strengjakvartett, blás- arakvintett og aðra smærri músikhópa, likt og tiðkast i mörgum hljómsveitum erlendis? „Auðvitað væri þaö hugsan- legt, þaö er aö segja ef hljóm- Guöný Guömundsdóttir sveitin væri stærri. Eins og er er hún svo litil að það er með herkjum að hún getur staðið að flutningi klassiskrar og róman- tiskrar sinfóniu. Það gefur td. auga leið að þegar á að leika sinfóniu eftir Brahms getur engin af þessum lOfyrstu fiðlum fengið fri. Ef strengjum yrði fjölgað um 30—40% og bætt við 7—8 blásturshljóðfærum horfði þetta hinsvegar allt öðruvisi og betur viö. En til þess vantar peninga þvi þetta er spursmál um svona 20 nýjar stööur. Þetta er satt að segja afskaplega sorglegt ástand, þvi þrátt fyrir mikla fjármuni og fyrirhöfn, kemur hljómsveitin ekki að hálfu gagni eins og er. Svona fáliðuö hljómar hún einfaldlega ekki nógu vel til að hún sé sá afl- gjafi i tónlistarlifinu sem henni er ætlað að vera, hvað þá að hún fullnægi kröfum um fjölbreytni i stefnu og starfi. Ef ekki verður breyting á, er hætt viö aö við missum æ fleiri unga tónlistar- menn úr landi, alla þá bestu segja svartsýnismenn. Hvaða gagn er þá i starfi 40 tónlistar- skóla, sem gleypa þó megnið af þeim fjármunum sem varið er til tónlistarmála? Ég er ekki að lasta tónlistarskólana, en það er greinilega eitthvað stórathuga- vert við skipulagninguna á þessum málum.” Nú er búið að birta efnisskrá 20 fastra tónleika vetrarins og hefur undirritaður ýmislegt við hana að athuga, einsog fleiri ef- laust. Eitt rekur maður þó sér- staklega augun i: viðhafnar- mikla fjarveru islenskrar tón- listar á flestum þeirra. Hver er ástæðan? Guðný sagði það rétt vera að oft hefðu verið fleiri islensk verk á efnisskránni, þó sjaldn- ast nógu mörg, og æskilegast væri kannski að hafa eitthvað islenskt á öllum tónleikum. Þó verða tvö ný islensk verk frum- flutt i vetur, eftir þá Pál Pam- pichler Pálsson og Herbert Agústsson, en þeir félagar eru raunar báðir fæddir i Austur- riki, þó þeir hafi starfað hér lengi, og séu íslenskir rikisborg- arar. „Við reyndum að fá til- lögur um þetta frá Tónskálda- félaginu, en þær bárust ekki i tima, svo þaö var ekki hægt að fjalla um önnur ný verk i verk- efnavalsnefndinni. Sorri!” Nú er kominn ljósmyndari sem smellir af i grið og erg, og steikin að verða til. Best að þakka fyrir kaffiö og blitt við- mót og koma sér úti rigninguna. Olivier Messiaen „Oiseaux exotiques” f. pianó og hljómsveit, með tékknesku fil- harmóniunni undir stjórn Vaclav Neumans, á merkinu Spraphon. Að lokum má minna á hinar frægu hljóðfallsæfingar fyrir pianó, „Quatre études de rytme”, sem Messiaen hefur sjálfur leikiö hjá Columbia. Þessar þrælsnúnu tónsmiöar voru samdar veturinn 1949—50, og vöktu þegar mikla umræöu i hópi yngri og áhuga- samari tónlistarmanna, énda þar margt nýtt uppá tengingnum. Má vist rekja margt i þróun tónlistar siðustu áratuga til þeirra, sér- staklega það sem Boulez og Stockhausen og þeirra fylgisvein- ar hafa best gert og merkilegast. Messiaen-dagar Undanfarna viku hefur Tón- listarskólinn i Reykjavík staöiö fyrir einskonar Messiaen - hátiö, þar sem orgeiverk þessa höfuö- tónskálds frakka voru leikin og rædd. Hingað er komin Almut Rössler, prófessor og orgelleikari frá Dusselford, og hún hélt fyrir- lestra, tónleika og námskeiö fyrir orgelleikara i kirkju Filadelfiu- safnaöarins og Dómkirkjunni. Aö þessu var vitaskuld mikill fengur fyrir þá sem áhuga hafa fyrir aö kynnast handverki og dýpri hugsanagangi meistarans, þvi Rössler er mikiil Messiaen- „fræöingur og þar aö auki af- buröa orgelleikari. Annars er Messiaen litt þekklur hér á landi og man ég t.d. ekki eftir að hér hafi nokkru sinni veriö leikið eftir hann hljómsveit- arverk. Nú er aðalstjórnandi Sin- fóniuhljómsveitarinnar einmitt fransmaður, og hefði maður þvi þorað að vona að eitthvað slikt yröi á efnisskránni i vetur. Þvi er þó ekki að heilsa, og er raunar ekki hægt aö merkja það að i Frakklandi fáist menn við aö semja tónlist, og varla annars- staöar heldur. Þetta er auðvitaö illbærilegt, en við skulum sleppa að ræða það i bili. Eiginlega man ég ekki eftir neinu hér á tónleikum eftir Messiaen, að frádregnum nokkrum orgelverkum sem Ragnar Björnsson hefur leikið, en kvartett um efni úr Opinberunar- bókinni (Quator pour la fin du Temps),sem flutturvará siðustu Listahátið. Jú, Manuela Wiesler hefur spilað „Le Merle noir”, gott ef það var ekki á listahátiö fyrir tveim árum. En Messiaen er þó að mestu ó- þekktur hér, þrátt fyrir að vera eitt mest flutta og umrædda tón- skáld Evrópu siöustu þrjátiu árin. Hann fæddist i Avignon 1908 og er þvi að mörgu leyti beinn arftaki Debussy og Dukas. Það er margt sérkennilegt og nýstárlegt i tækni hans, m.a. afbrigðilegir tónstigar og hljómar og kerfisbundin rann- sókn og endurskipulagning hljóð- falls. En það er þó fyrst og fremst kirkjuleg guðfræöi sem hann byggir allt sitt verk á, enda er hann strangur katólikki og si- starfandi á vegum kirkjunnar sem organisti. Tónlist hans er þvi ekki alitaf aðgengileg fyrir mót- mælendur og trúlausa, þvi hún er full af katólskri tilfinningu og táknum, og krefst þvi oft meiri andlegrar þátttöku en venjulegur „músikdópisti” er vanur að láta i té. Hér er ekki rúm til að ræða neitt verka hans sérstaklega, en það mætti benda á nokkur sem eru tiltölulega aðgengileg á grammófónplötum. Fyrrnefndur kvartett er til hjá His masters voice, með Peyer, Griinberg o.fl. Þá hefur Peter Serkin leikiö inn hjá RCA heljarmikið pianóverk i 20 þáttum, „Vint Regards sur l’Enfant-Jésus”, en það tekur rúman klukkutima i flutningi, „Trois petites Liturgies de la Présece divine” er eitt af fræg- ustu verkum Messiaens og vakti raunar talsverðan úlfaþyt þegar það var frumflutt i Paris 1944. Það er samið fyrir einraddaðan kvennakór, einleikspianó og litla hljómsveit og hefur t.d. komiö út hjá CBS, með New York Phil- harmonic undir stjórn Bern- steins. Messiaen hefur sjálfur ieikið öll kin orgelverk inn á plötur, hjá franska fyrirtækinu Ducretet - Thomson, en þau eru bæöi mörg ogstór. Þá má ekki gleyma hinni miklu „Turangalila” sinfóniu sem tekur hálfan annan tima i flutningi, en hún er til hjá RCA meö Tornonto sinfóniunni undir stjórn Osawa og frönsku útgáf- unni Vega meö Orchestre National de la RTF undir stjórn Maurice Le Roux. Kona Messiaen, Yvonne Loriod er stórgóður pianisti og hefur hún leikiö flest eöa öll verk hans inn á plötur. Hún leikur eitt af hans skemmtilegustu verkum, tónbálkur Umsjón: Leifur Þórarinsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.