Þjóðviljinn - 04.10.1980, Page 17
Helgin 4. — 5. október 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17
Um daginn voru hér á ferö Kanadamennirnir Ken
Popert og Brian Mossop. Þeir eru framarlega í sam-
tökum hómósexúalfólks í Kanada. Mossop er í stjórnar-
nefnd réttindasamtaka homma og lesbía í Ontariofylki
og Popert er í útgáfuhópi blaðsins ,/Body Po'litic"#' sem
er mikill þyrnir í augum fhaldssamra Kanadamanna.
Útgefendur hafa verið kærðir, húsrannsókn gerð á rit-
stjórnarskrifstofum o.s.frv. Félagamir Mossop og
Popert eru vinstri sinnaðir og hefur Mi. • sop verið með-
limur f Kommúnistaflokki Kanada.
Hingað komu þeir til að kynna sér rr ilefni íslenskra
homma og lesbía. Á íslandi eru Samtökin 78 félag þessa
fólks og eru þau ásamt samsvarandi félögum í Kanada
og um 30 öðrum löndum aðilar að Alþjóðasamtökum
hómósexúalfólks. Félagarnir kynntu sér íslenskt þjóðlíf,
áttu viðtal við nokkra félagsmenn Samtakanna 78 fyrir
„Body Politic" og litu inn á skrifstofuin Þjóðviljans til
að ræða málefni hómósexúalfólks. Þeir gátu þess að
upplag Þjóðviljans og „Body Politic" væri svipað en það
siðarnefnda er reyndar mánaðarblað.
Nafn biaðsins þýðir „Almenningur" og er upprunnið
úr einu leikriti Shakespeares. En í þvi felst orðaleikur,
nafniðgetur líka þýtt stjórnmál líkamans og eiga merk-
ingarnar báðar jafn vel við.
Til dæmis ætti húsráðandi ekki
að geta hafnað leigjanda vegna
þess að hann er hommi og veit-
ingahúseigandi ekki að geta visað
manni á dyr af sömu ástæðum.
Þetta hefur fengist i gegn i einu
fylki, Quebec. Ýmis konar félög
og hreyfingar i Kanada styðja
þessar kröfur okkar, t.d. flestar
mótmælendakirkjurnar, verka-
lýðsfélögin og mannréttindafélög.
Einnig fjórar borgarstjórnir.
Einn stjórnmálaflokkur, New
Democratic Party, sem sam-
svarar nokkurn veginn breska
verkamannaflokknum styður
réttindi hómósexúalfólks, svo og
um helmingur litlu vinstri flokk-
anna þar á meðal kommúnista-
flokkurinn sem hefur reyndar
ekki beitt sér neitt i málinu.
Hinn helmingur vinstri flokk-
a'nna telur hómósexúalhneigð
borgaralega úrkynjun.
Kommúnistaflokkurinn og
trotskiistahóparnir styðja okkur,
en það er viss lina sem þeir fara
ekki yfir. Þeir skilja að við viljum
fá fram þessar pólitisku breyt-
ingar, en þeir skilja ekki hvers
vegna við þurfum að hætta að
leyna þvi að við erum hommar og
lesbiur, hvers vegna við erum að
stofna okkar eigin félög, hvers
vegna viö viljum lifa sem homm-
ar og lesbiur i þjóöfélaginu. En
það er ekki meginmarkmiö sam-
taka hómósexúalfólks að ná fram
þessum lagabreytingum sem við
stefnum að; meginmarkmiðið er
að fólk geti lifað eðlilegu lifi sem
hommar og lesbiur, notiö al-
mennra lifsréttinda og lifsgæöa á
við heterósexúalfólk. Við viljum
ekki aö fólk gangi aö þvi sem visu
að við séum heterósexúal. Við
viljum að allir skilji að sumt fólk
er heterósexúal og sumt fólk er
hómósexúal. Við viljum njóta
sömu lifsskilyrða og heterósexú-
alfólk alla ævina, ekki bara laga-
lega.
Dansaði við karlmann
BM; Flokkurinn sagði einmitt
þegar ég var rekinn að sumt fólk
á skemmtun sem flokkurinn hélt
hefði kvartað yfir þvi að ég hefði
dansað við karlmann. En hvers
vegna skyldi ég ekki dansa við
karlmanna? Sumir karlmenn
dansa við konur. Ég vil ekki lifa
tvöföldu lifi og þykjast vera
heterósexúal meðal samborgar-
anna.
Þetta er megininntakiö I „gay
liberation”. Og vinstri flokkarnir
skilja þetta ekki alveg ennþá.
Þeir eiga dálitið erfitt meö að
imynda sér þetta, þvi að nú snýst
allt um að stofna heterósexúal
fjölskyldu, giftast og eignast börn
og buru. Og við pössum bara alls
ekki inn I þetta hjá þeim. Aldrei
mun ég giftast og eignast börn.
En hvers vegna ætti ég að þurfa
að skipta lifi minu i þessa tvo
hluta? Hvers vegna skyldi ekki líf
mitt með honum Ken vera jafn-
gilthverju öðru samlifi fólks. Það
er tilgangur lausnar hómósexúal-
fólks að það verði enginn munur
geröur á lifi hómósexúalfólks og
heterósexúalfólks. Það veröi ekki
litiö á mig mismunandi augum
eftir þvi hvort ég lifi minu lifi með
karlkyns eða kvenkyns mann-
eskju. Vinstri flokkarnir eiga
eftir að átta sig á þessu.
Laumuhommar
komi úr felum
KP: Margt hómósexúalfólk, og
flest er það enn I felum, segir sin
á milli við þá sem eru virkir i
ireyfingunni: Hvers vegna ætti
ég að vera að koma úr felum, er
það ekki bara að flagga kyn-
hneigðinni og auglýsa hana þegar
hún er alls ekki til umræðu? I
svona rökfærslu felst sjálfsblekk-
ing: Það erum ekki við hómó-
sexúalfólkið sem erum aö „gera
úr þessu mál”. Það gerir heteró-
sexúalfólk með þvi að ætlast til
þess að við neínum aldrei kyn-
meigö okkar og látum aldrei uppi
skátt um hana heldur.
, Ertu nú ekki kominn með
kvenmann?"
— Ég tel fjögur atriði mikil-
ragust sem rökstuðning fyrir þvi
aö hommar og lesbiur eigi að
toma úr felum: t fyrsta lagi er
það manni sjálfum fyrir bestu.
Það liggur i augum uppi að fyrr
2ða siðar afmyndast maður
sjálfur af þvi að leika sifellt ein-
nvers konar persónu sem maður
2kki er. Og þetta á allra mest við
þegar maður er meðal foreldra og
náinna ættingja. Maður þreytist á
að forðast alls konar spurningar
frá vinum og vandamönnum. Ég
man að afi minn var vanur að
spyrja ævinlega: Jæja, ertu nú
kominn meö kvenmann? Þetta
„nú” fannst mér sýna einhvers
konar óþolinmæði, og sjálfsagt
hefur það gert það; ég hefði átt að
vera kominn með kærustu fyrir
löngu. Og ég man eftir þvi hvern-
ig hjartað I mér kipraðist saman i
hvert sinn sem hann spurði mig
þessa. Ég fann að ég átti að
segja: Nei, ég á ekki kærustu og
mun aldrei eignast. Hættu að
spyrja mig svona asnalega. En
auðvitað fannst mér ég ekki geta
sagt þetta. Og öll þessi vandræði
margfaldast eftir þvi sem maður
eldist. Það margfaldast alltaf
spurningarnar um lif þitt. Það
koma alltaf upp oftar og oftar Jiær
aöstæður að maður finnur að
maður ætti að segja: Ég er
hommi. En maðúr segir það ekki
og það verkar á sálina eins og rok
á rofabarð. Þetta er sem sagt
spurning um að halda sálinni i
heibrigöu jafnvægi.
Onnur gild ástæða er: Við
vitum öll að það eru miklir for-
dómar á móti hómósexúölu fólki i
flestum þjóðfélögum. Og fólk veit
ekki almennt af hverju þessir for-
dómar stafa. Hvort við erum með
fjögur augu eða... Það er sem
sagt þekkingarskortur, sérhver
hommi og lesbia sem kemur úr
felum gagnvart foreldrum, ætt-
ingjum, vinum og vinnufélögum
veldur viðhorfsbreytingu til
hómósexual fólks.Sérhver hommi
og lesbia sem kemur ekki úr
felum leyfir samborgurum og
vinum sinum að vaða áfram i
þeirri villu að hommar og lesbiur
séu varla til. Maður heldur þann-
ig við eigin kúgun.
Þriðja ástæða: Ef okkur á að
vegna betur i framtiðinni erum
við fólkið sem verður að hrinda
þvi á þann veg: Við erum ekki
nógu mörg til þess að geta hrint
þessu fram með valdi, en VIÐ
VERÐUM AÐ VERA FRUM-
KVÖÐLAR AÐ BREYTING-
UNNI. Við getum einskis vænst af
i'elviljuöu fólki i áhrifastöðum,
þvi þetta fólk sér enga ástæðu til
þess að aöhafast neitt fyrr en við
bendum sjálf á þörfina. Á sama
hátt verðum við áfram metin sem
eitthvað litilvægara en mann-
verur( þangað til aö við öðlumst
næga sjálfsvirðingu. Það verða
sem sagt engar stórstigar fram-
farir i aðstæðum hómósexúal-
fólks fyrr en það hefst handa
sjálft og kemur úr felum.
Að visu koma nokkur ár þolan-
lega góð og svo önnur ár óbæri-
leg. eins og það hefur verið öld-
um saman, en það vantar herslu-
muninn ef hómósexúalfólkið
sjálft er i felum. Það sama á viö
um alla aðra hópa i þjóðfélaginu,
það hefst enginn handa óbeöinn
að breyta hlutum öðrum i hag. Og
það var einmitt það sem Kurt
Hiller sagði: Lausn hómósexúal-
fólks verður að vera verk
hómósexúalfólks sjálfs.
Flest fólk bísexúal.
Og fjórða ástæða: Þaö er mikil-
vægt að hommar og lesbiur og
heterófólk geri sér grein fyrir þvi
að hreyfing hómósexúalfólks er
ekki bara fyrir okkur sjálf sem
störfum i þessu og erum hommar
og lesbiur. Það er mikill fjöldi
fólk sem hefur blandaða kyn-
hneigð en bælir hómósexúala
hlutann af henni. Flest fólk er
bisexúal.Og öllu þessu fólki koma
til góöa framfarir I málefnum
hóm ósexúalfólks . „Gay
liberation = human liberation”.
Hómósexúalfólk í Reykja-
vík
KP: Við erum nú búnir að vera
hér svo stuttan tima aö þaö er
varasamt fyrir okkur aö ræða um
ísland og homma og lesbiur á
Islandi. Maður þarf sjálfsagt að
búa hér árum saman til þess að
skilja þjóðfélagið og smáatriði
þess. En mér skilst að margir
hommar og lesbiur fari héðan til
útlanda, til dæmis til Kaup-
mannahafnar, og liti á það sem
lausn á þvi máli að vera hómó-
sexúal á íslandi. En svona aðgerð
getur aldrei orðið nema skamm-
timalausn. Hún getur ekki verið á
færi allra. A bak við þessa hugsun
býr sjálfsagt það að á stað eins og
Reykjavik séu engir möguleikar
fyrir fullnægjandi lifi hómó-
sexúalfólks. Reykjavik sé ekki
nógu mannmörg borg, til þess að
viðunandi hómósexúallif 'geti
þrifist. En það er einmitt fyrir
starf hommahreyfingarinnar
viða um lönd að lifið er að verða
viðunandi fyrir fólk á mörgum
smáum stöðum. Hommahreyf-
ingin nær til fleiri og fleiri og
minni og minni borga. Það eru
mjög margar borgir I N-Ameriku
fólksfærri en Reykjavik með
virka hommahreyfingu. Og hún
gerir hómósexúalfólkinu kleift að
búa þar áfram frekar en að flytj-
ast til stórborganna.
1 Kanada er borgin St. Johns á
Tikkanen:
Það ætti að refsa
hommum fyrir lið-
hlaup í stríðinu milli
kynjanna.
Nýfundnalandi svipuð Reykjavik.
Nýfundnalandi svipar reyndar til
tslands á margan hátt: Land-
kostir, veðurfar, fólksfjöldi og at-
vinnulif. 1 St. Johns er virk
hommahreyfing, þangað flyst
hómósexúalfólk frá fámennari
stöðum i Nýfundnalandi.
Hommahreyfingin hefur skapaö
viöunandi félagslif fyrir þetta
fólk, en það hafði ekki verið til
áður. Þar eru komnar homma-
krár og þess háttar. Og i borg eins
og Saskatoon i Saskachewan, þar
sem eru um 100 þúsund ibúar, er
gay centre, miðstöð hómósexúal-
fólks þar sem allt á sér stað:
félagslif, pólitiskt starf og þar
fram eftir götunum. Og meöal
annars hefur þetta leitt til þess að
miklu fleira fólk hefur komið úr
felum en áður var. Það sér að þaö
er hægt að lifa mannsæmandi lifi
sem hommi og lesbia i Saskatoon.
Það þarf ekki lengur að hrökklast
til stórborganna til þess að lifa lif-
inu. Ég tel sem sagt að það sé
ranglega ályktað að Reykjavik sé
of litil borg til þess að hommar og
lesbiur geti skapaö sér sómasam-
leg lífsskilyröi hér.
BM: Ég var oft spurður að þvi i
útvarpsþáttum hvers vegna ég
væri hommi, hvað hefði gert mig
að homma. Fólk átti sér yfirleitt
fyrirfram einhvers kona uppá-
haldskenningu: Ráðrik móöir,
hormónaójafnvægi o.s.frv. Það
eru alls konar kenningar I gangi
og það fer fram alls konar gervi-
visindamennska i þessu sam-
bandi. En þessar vangaveltur
skipta engu máli. Spurningin er:
Hvaöa máli skiptir þaö að einhver
er hómósexúal; hvern varðar það
hvers vegna einhver er hómó-
sexúal? Við erum hómósexúal.
Ég spyr fólk sem spyr mig á
þennan hátt: Hvers vegna ert þú
heterósexúal? Veistu það? Venju-
lega svariö er: Nú, það er eöli-
legt. Þetta er ekki verulega full-
nægjandi svar. Við vitum að ung
börn eru ekki heterósexúal i
breytni sinni, þau verða siöar
heterósexúal, vegna þess að þau
eru alin upp til þess að veröa
heterósexúal. Það er ekki vitað af
hverju þessi tamning tekst stund-