Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.03.1981, Blaðsíða 7
Helgin 14.-15. mars 1981. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Skólamálafundur AB í Kópavogi Á að nýta gamalt eða byggja nýtt? 1 dag kl. 13.30 heldur Alþýðu- bandalagið i Kópavogi almennan fund um þau verkefni sem Kópa- vogsbúar standa nú frammi fyrir i sambandi við skólamál sin. Það er orðið brvnt að huga að fram- tfðarlausn á húsnæðismálum skólanna i bænum. Nú er málum þannig háttað að framhaldsskól- inn er til húsa i Vighólaskóla og Kópavogsskóla, i Kópavogsskóia fer einnig fram kennsla fyrstu 6 bekkja grunnskólans. Þar er Menntaskólinn einnig með að- stöðu sina og er þar þröngt á þingi. 1 Vighólaskóla fer fram kennsla 7., 8. og !». bekkjar grunn- skóians fyrir Austurbæ Kópavogs nema Snælandshverfi. Skoðanir eru nokkuð skiptar um hvernig standa beri að lausn húsnæðis- mála en istórum dráttum stendur málið um hvort nýta skuli fyrir- liggjandi skólahúsnæði bæjarins undir framhaidsskólann og hraða eftir megni byggingu grunnskóla eða hvort byggja skuli nýjan framhaldsskóla fyrir Kópavog. Fimm menn á vegum Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi, þeir Jón Thor Haraldssoh, Þórir Hall- grimsson, Árni Stefánsson, Ólafur Jens Pétursson og Gisli Ól. Pétursson, hafa samið skýrslu um þær leiðir sem til greina þykja koma varðandi húsnæðismál framhaldsskólans sem umræðu- grundvöll við umfjöllun málsins og skal nú rakið að nokkru efni hennar. Vighólaskóli verði fram- haldsskóli — heild- stæður grunnskóli Framhaldsskólanefnd Kópa'- vogs gerði það að tillögu sinni i desember 1979 að framtiðarlausn á hiísnæðisvandræöum fram- haldsskólans yrði sú að gera Vig- hólaskóla að framhaldsskóla og setti fram áætlun þar sem gert var ráð fyrir þvi að skólaárið 1987—88 yrði öll framhaldsskóla- kennsla i Kópavogi komin þangað eftir að hafa verið i Þinghólsskóla i millitfðinni og að þá yrði lokið byggingu grunnskóla fyrir bæinn. Fimmmenningarnir benda á ýmsa ókosti sem þessi lausn hefði i för með sér. 1 Kársnesskóla yrði mjög þröngt setinn bekkurinn meðan á framkvæmdum stæði, þar eð Þinghólsskóli yrði tima- bundið upptekinn af framhalds- skólanum. Kársnesskóli yrði t.d. ófær um að tryggja nemendum sinum lögboðna sérkennslu meðan framhaldsskólinn væri til húsa i Þinghólsskóla. Þá er bent á i skýrslunni að i rauninni yrði að stöðva byggingu ibúðarhúsnæðis á skólasvæöi Kársnesskóla til að nemendafjöldinn stæði nokkurn veginn i stað. Þessi tíllaga framhaldsskóla- nefndar gerir ráð fyrir þvi að grunnskólinn i Kópavogi verði heildstæður, þ.e. allir 9 bekkir grunnskólans yrðu undir sama þaki. Það er talinn einn af kostum þessarar tillögu framhaldsskóla- nefndarinnar að hún auðveldar Kópavogsskóla að veröa heild- stæður þar eð húsnæði hans rým- ist. Tillaga ólafs Jens — byggt við grunnskólann Ólafur Jens Pétursson, einn af hinum fimm nefndarmönnum og kennari viö Menntaskólann i Kópavogi, hefur gert tillögu sem gengur i lika átt og sú sem áður var lýst. Hún gerir ráð fyrir að hafist verði handa við að byggja við grunnskólann meö það fyrir augum að þegar árið 1985 veröi framhaldsskólinn fluttur i Vig- hólaskóla nema e.t.v. starfi ein- hver útibú hans i Þinghóls- skóla. 1 skýrslunni er bent á að þetta hafi þann kost i för með sér að húsnæðisvandi framhaldsskól- ans leysist á aðeins fimm árum i megindráttum. Gallinn er sá segirf skýrslunni að fram til árs- ins 1984 yrði framhaldsskólastigið til húsa á þrem stöðum og hefði það i för með sér mikil óþægindi fyrir kennara sem yrðu að leggja á sig mikil ferðalög milli skóla. Byggingarkostur Að lokum skal hér gerð grein fyrir sér áliti Arna Stefánssonar, eins af höfundum skýrslunnar umtöluðu, en hann er eindregið þeirrar skoðunar að byggja eigi nýjan framhaldsskóla fyrir Kópavog. Arni segir að öllum megi ljóst vera að þörf verði i framtiðinni fyrir allt núverandi skölahúsnæði bæjarins fyrir grunnskólann ef fullnægja eigi þeim kröfum sem skólamenn séu almennt sammála um, þ.e. skóli skuli vera einsetinn og hafa eðli- lega vaxtarmöguleika i tfmans rás. Bendir hann t.d. á að fyrir fáum árum hafi naumast verið hægt að tala um skólabókasöfn i Kópavogi, aðeins nokkrar hand- bækur kennara og örfáa titla ætl- aða nemendum. Nú séu starfrækt þar skólabókasöfn samkvæmt fyrirmælum grunnskólalaga. Búast megi við að auknar kröfur kalli á aukið rými á næstu árum. Arni telur jafnframt að ljóst sé að ekkert af þeim skólahúsum sem nú eru til staðar i Kópavogi fullnægi þeim kröfum sem gera verði til framhaldsskólahús- næðis. Slikt húsnæði yrði að hafa mjög rýmilega lóð svo að vaxtar- möguleikar verði fyrir hendi, jafnvel umfram þær þarfir sem sýnilegareru i dag. Telur Arni að finna þurfi nýjan stað undir fram- haldsskólann helst i Austurbæ, Framhald á bls. 26. Átt þú eftir aö svara? Á síöastliönu ári sendum viö eyöublöö undir æviskrár til fjölda karla og kvenna, sem enn hafa ekki endursent okkur umbeönar upplýsingar. Vegna útgáfu ritsins er áríöandi aö svör berist sem fyrst. Liggur þetta eyöublaö enn óútfyllt á skrif- boröinu þínu? Átt þú eftir aö senda okkur æviskrána þína? SKUGGSJA BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SF Tónleikar Lúðrasveit Verkalýðsins heldur sína árlegu tónleika í dag, laugardag, 14. mars kl. 14.00 í Háskólabíói. Stjórnandi er ELLERT KARLSSON Kynnir JON MÚLI ÁRNASON Hörku góð lúðrasveitartónlist við allra hæfi AÐGANGUR ÓKEYPIS to>. tóril tónl tónl tónl tón.l tónl tónl tónl tón 1 tónl tón 1 tón 1 t.ónl tón I t.ón 1 t. ó n 1 t. ó n 1 tón 1 eikar e ikar ei kar eikar eikar eikar eikar éikar e i ka r e i k a r eikar r i k a r n i ka i piknr e i k a r pikar r> i k n r e i k n i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.