Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. júni 1981 Af matarást Ég hef stundum verið að hugleiða hvers vegna íslensk sjónvarpsleikrit séu sjaldnast eins frábær og erlend, að ekki sé nú talað um vinsældirnar. Nú, hvað vinsældirnar áhrærir er tæplega við því að búast að íslensk dramatík njóti mikilla vinsælda eftir veturinn í vetur, þar sem sjónvarpið hefur engin íslensk leikrit sýnt. En til þess að leikrit verði vinsæl er frumskilyrði að þau séu sýnd. Obbinn af sjónvarpsleikritum í vetur hefur verið frá engilsöxum, en leikhefð þeirra er mjög bundin afstöðunni til vínfanganna á því athafnasvæði sem leikið er á, og einnig því, með hvaða tilburðum te er drukkið. Þannig er orð og æði sífellt miðað við það, að maður fái sér annan „drink" eða „kopp of tf". Þetta sleitulausa te- og sjússasull hefur um árabil verið meginuppistaða mikillar dramatfkur, sem tekur marga mánuði, jafn- vel ár, að klára og f jallar að öðru leyti um það hvort baðvatnið hafi verið of heitt fyrir sir John þennan og þennan morguninn, eða hvort lafði Merrý sé farin að halda framhjá hundin- um sínum með bílstjóranum. Skandínavísk dramatik hef ur nokkuð annað yfirbragð en sú engilsaxneska. I sænskum sjónvarpsleikritum er ákaflega vinsælt að fjalla um fólk með sérþarfir, til dæmis örv- henta og örvfætta. Eitt áhrifamesta atriði sem ég hef séð í sænskri sjónvarpsmynd var þegar söguhetjan Sören Globlomm, sem var örvhentur, ærðist í fermingarveislunni sinni og mölvaði alla kókóbollana af þvf að hankinn var ekki vinstra megin á þeim frá honum séð. Þetta sjónvarpsleikrit vakti gífurlega at- hygli í Svíþjóð og varð til þess að svíar fóru ekki aðeins að framleiða sérhannaða kaffi- bolla fyrir örvhenta (Fig.ll), heldur líka sér- hönnuð hnífapör (Fig. I). FIG.X ; „Kaffibolli fyrir örvhenta” Þetta er áþreifanleg sönnun þess að sjón- varpið getur — ef rétt er á málum haldið — haft afgerandi áhrif á það, hvort svíum með sérþarfir sé gert lífið bærilegra. Harmleikir dana einkennast mjög af búk- sorgum og þá einkum því að taka til sín nær- ingu. Býður nokkur betur? Nýlega sýndi íslenska sjónvarpið til dæmis sjónvarpsleikritið „Saxofonistens elskov- smærte", sem átti að fjalla um hugarvíl dansks gojlara útaf því að geta ekki gert það upp við sig hvort hann elskaði meira stúlkuna sem hann var trúlofaður eða einhverja aðra. Þessi kostulegi músíkant féll semsagt fyrir búlegri daðurdrós, sem var að fá sér aukabita á vertshúsi, og þó ætlaði hann að giftast stúlk- unni sem hann elskaði næsta laugardag. Úr þessu hefði að sjálfsögðu verið hægt að sjóða saman átakanlegan harmleik, en öllu púðrinu var, eins og svo oft í dönskum leikj- um, eytt í það að hesthúsa mat í tíma og ótíma. Búlegi kvennmaðurinn iokkaði blásarann heim með sér, og ekki var við það komandi að fara í rúmið fyrr en búið var að fá sér ræki- lega í svanginn. Morguninn eftir var strax byrjað að éta, en hið harmræna við þetta morgunatriði var, að ekki skyldi vera til smjör oná brauðið né mjólk í kaffið. Þegar blásarinn fer svo frá búlegu drósinni hittir hann unnustu sína, sem er að f á sér árbít á vertshúsi, og segir henni að hann hafi verið alla nóttina að borða með annarri. Unnustan verður hamslaus af bræði og hleypur út frá hálfkláruðum matnum, en hann nær í hana og lokkar hana til baka inná vertshúsið með því að lofa því að gefa henni kótilettu að borða. Síðan fara þau heim til hennar og fá sér smá- bita. Þegar blásarinn er svo orðinn saddur, f er hann til daðurdrósarinnar búlegu og segist vera matarþurf i; hvort þau eig[ ekki að fá sér bita. Þau gera það og fara síðan til móður hennar. Þegar þau eru komin þangað fer drós- in út að kaupa í matinn, en þegar hún kemur aftur hætta þau viðað borða hjá móðurinni, en ákveða að fara út að borða. Nú líður að brúðkaupsdeginum svo að blás- arinn skundar heim til tilvonandi tengda- foreldra sinna til að athuga hvað eigi að borða í brúðkaupinu, og þegar hann sér hvað þar verður á boðstólum er honum Ijóst að hann getur ekki hætt við að gifta sig. Hann segir daðurdrósinni að matarástin sé sterkasta af I- ið, en þarnæst komi holdleg fýsn: hann geti ekki hætt við að fara í sína eigin brúðkaups- matarveislu. Svo fer hann til unnustu sinnar, þau borða sama staðgóða máltíð, gifta sig svo og fara í brúðkaupsveisluna. Þar flutti presturinn þetta kvæði: Eitt var það sem aldrei brást — alveg sama á hverju gekk — háleit, mikil matarást sem maðurinn á konu fékk. — A Hvammstanga gengur lifiö meö miklum glæsibrag og keppast ibúarnir viö aö auka þaö og endurbæta bæöi til iands og sjávar, aö þvi er Eyjólfur R. Eyjólfsson sagöi okkur. tbúa- fjöldi hinn 1. deS. 1980 var 588 og var fjölgunin milli ára 6.72%. A einum áratug, eöa frá 1. des. 1970 til 1. des. 1980 hefur ibúum Hvammstangahrepps fjöigaö um 62%, sagöi Eyjólfur. Býöur nokkur betur? — Segðu mér eitthvað af framkvæmdum i þessu grósku- mikla byggðarlagi? — Samkvæmt upplýsingum, sem ég fékk hjá Þóröi Skúla- syni, sveitarstjóra, eru eftirfar- andi framkvæmdir helstar: Siöastliöið sumar og i haust var unnið að undirbyggingu gatna og lagningu holræsa og vatnslagnar i Hjallaveg og Nes- tún. Allmörg hús voru tengd við vatnsveitu- og holræsakerfiö. I sumar verður undirbyggingu gatna haldið áfram en ekki farið i framkvæmdir við bundið slit- lag. Búningsaðstaða við væntan- lega sundlaug og iþróttahús er nú á lokastigi en þar er nú unnið að tréverki og uppsetningu inn- réttinga. Fljótlega veröur hafist handa viö byggingu sundlaug- arinnar og standa vonir til þess að þvi verki veröi lokið fyr- ir haustið. Undirbyggingu iþróttavallar i Kirkjuhvammi var lokiö sl. sumar og var slit- lagsefni ekið á völlinn i haust. Hefur hann þegar verið tekinn i notkun. 1 samvinnu viö fleiri sveitar- félög hefur verið unniö að bygg- ingu 8 ibúða fyrir aldraða og voru fjórar þeirra teknar i notk- un i des. sl. en hinar verða væntanlega tilbúnar seínnipart- inn i sumar. Nýr 800 tonna miðlunargeym- ir var tengdur við vatnsveituna sl. haust og jarövegi ýtt að hon- um til einangrunar. Hafnar eru framkvæmdir við nýja heilsugæslustöð. Er þaö rúmlega 700 ferm hús, teiknaö af Jóni Haraldssyni, arkitekt. Verktaki eru Sameinaðir verk- takar á Hvammstanga, en það eru flestir iðnaðarmenn á staðn- um, sem að þvi standa, áuk Vélamiðstöðvarinnar hf., sem rekur skurögröfu, jaröýtu og Spjallað við Eyjólf R. Eyjólfsson á Hvammstanga Eyjólfur R. Eyjólfsson bila og sér um jarðvegsfram- kvæmdir. Hjá hitaveitunni var, um sl. áramót, tekin i notkun ný bor- hola. Með dælingu gefur hún rúmlega 30 sekl af riflega 100 A Hvammstanga þróast gróskumikiö mannlif gr. heitu vatni, en taliö er, að með breyttri dælutilhögun, geti hún gefið mun meira. Siðastliöið haust var byrjað á lagningu nýrrar 200 m/m aðalveituæðar frá dæluhúsi hitaveitunnar aö Ytri-Reykjum og lögö rúmlega tveggja km leiðsla meöfram gömlu lögninni. Keypt var 120 kw vararafstöö fyrir hitaveitu- dælurnar. Auk þess var unnið að dreifikerfi og tengingu nýrra húsa. A þessu ári eru likur til að hafin veröi bygging um 10 nýrra einbýlishúsa. Auk þess hefur veriö sótt um 9 ibúðir hjá stjórn Verkamannabústaða, sem vinn- ur að undirbúningi bygginga- framkvæmda. Það, sem helst háir hér hinum ýmsu fram- kvæmdum er stórvöntun á iðnaðarmönnum. Ég hef skýrt hér frá helstu verkefnum, sem á döfinni eru hjá sveitarfélaginu, en ekki minnst á þau verkefni, sem eru i framkvæmd hjá hinum ýmsu félögum og einstaklingum og eru hreint ekki svo litil isniðum. Um þau getum við spjallað bet- ur bráðlega, sagði Eyjólfur R. Eyjólfsson. —mhg TíiiWMTiniiimBiianí SBHnBBKBSSH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.