Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. júni 1981 stjómmál á sunnudegi Kjartan Ólafsson skrifar Upp meö kaupmáttinn Niöur með verðbólguna Samstarf ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar sker úr Flestir eru nú orðnir um þaö sammála aö ærið margt bendi til þess, að rikisstjórnin nái á þessu ári — a.m.k. svona hér um bil — þvi markmiöi sinu að koma verö- bólgunni niður i 40%. Ljóst er nú þegar að á fyrri hluta ársins mun framfærslukostnaður hækka minna en svarar 40% verðbólgu á ári, og þótt óhjá- kvæmilegt reynist aö slaka litiö eitt á á siðari hlutaársins.þá ætti verðbólgustigið fyrir áriö i heild að verða nálægt 40%. Spá nú helmingi minni verðbólgu Nýjasta staöfesting þess aö út- lit sé fyrir þetta kom úr óvæntri átt fyrr i þessum nánuði. — Þá sendi Vinnuveitendasamba-nd ís- lands frá sér nýja verðbólguspá, þar sem reiknað er meö 42,5% hækkun framfærslukostnaöar frá upphafi til loka þessa árs. Fyrir aðeins rúmlega hálfu ári siöan, þá sendu þessi sömu sam- tök atvinnurekenda hins vegar frá sér opinbera verðbólguspá þar sem þvi var haldiö fram að vænta mættí 86% verðbólgu hér á árinu 1981. Nú aðeins hálfu ári siöar hafa hinir sömu reikni- meistarar komist að þeirri niður- stöðu að verðbólgan verði akkúrat helmingi minni. Viö þökkum fyrir. Fallegri rós gátu þeir nú tæplega fundiö i hnappagat þeirra sem að rikis- stjórninni standa. Okkur minnir hins vegar að fyrir hálfu ári þá hafi pólitiskir bandamenn forráðamanna Vinnuveitendasambandsins, fé- lagsbræöurnir i flokkseigendafé- lagi Sjálfstæðisflokksins, haldiö þvi fram aö efnahagsaögeröir rikisstjórnarinnar um siöustu áramót væru einskis vrði. Og auövitaö tóku broddarnir i Al- þýðuflokknum undir þann söng. En nú er sem sagt komið ann- að hljóð i strokkinn, a.m.k. hjá reiknimeisturum Vinnuveitenda- sambandsins. Þeir telja aö á að- eins háifu ári hafi tekist að draga úr hraða veröbólguhjólsins svo mjög að það snúist nú helmingi hægar en vænst var fyrir örfáum mánuöum. Má ekki bara kalla þetta leiftursókn gegn verðbólgunni?!! 0r 60% í 40% En aö öllu gamni slepptu og burtséð frá plöggum Vinnuveit- endasambandsins, þá er það auð- vitaö verulegur árangur, sem nú þegar hefur náðst i verðbólgu- málum, fyrst og fremst með efna- hagsaðgerðunum um siöustu ára- mót. Siðustu 12 mánuðina áður en núverandi rikisstjórn var mynd- uð i febrúar 1980 hækkaði fram- færslukostnaður um 61,4%. Frá upphafi til loka siðasta árs hækk- aði framfærslukostnaöur um 58,9%. Veröi svo veröbólgan á þessu ári, mæid sem hækkun fram- færslukostnaðar frá upphafi til loka árs, ekki nema 40-43%, eins og almennt er nú reíknaö með, þá er það sannarlega mjög fram- bærilegur árangur, sem visar leiö tii sigurs i verðbólgumálunum fyrir lok kjörtimabilsins. Um langt skeið hefur verðbólg- an verið eitt allra erfiöasta efna- hagsvandamáliðhér á landi. Tak- ist núverandi rikisstjórn að skila af sér verulegum árangri i þeim efnum við lok kjörtimabilsins eft- ir tvö ár, þá þarf hún ekki að kviða dómi kjósenda. Og allt er þetta i réttri braut sem stendur. 2ja ára áætlun: Upp með kaupmátt- inn. Niður með verðbólguna Framhaldið á siðari hluta kjör- timabilsins er hins vegar óvissu háð. Þar veltur á mestu að góð samvinna nái að þróast við verkalýöshreyfinguna og samráð um viðnám gegn veröbólgunni. Slfk samvinna getur auövitaö ekki byggst á kaupránsleiðinni sem flokkseigendafélag Sjálf- stæöisflokksins, og doria þess sem kallar sig Alþýöuflokk, hafa jafnan heimtaö að farin yrði. Þvert á móti þarf slik samvinna stjórnvalda og verkalýðshreyf- ingar að byggja á áætlun, t.d. til tveggja ára, um nokkrar kjara- bætur, alveg sérstaklega til þeirra sem neðarlega eru i launa- stiganum. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar varð kaupmáttur ráöstöfunartekna á mann (það er þeirra tekna, sem menn halda eftir þegar allir skattar hafa ver- ið greiddir) hæstur á árinu 1979 frá upphafi slikra mælinga. Þjóðhagsstofnun telur að kaup- máttur ráðstöfunarteknanna hafi á sibasta ári oröið 3% lægri en hann var á metárinu 1979 og spáir þvi að i ár verði kaupmáttur ráö- stöfunarteknanna óbreyttur frá siðasta ári. Sjálfsagt er ab setja þaö mark að kaupmáttur ráðstöf- unartekna komist strax á næsta ári i sama horf og hann var á metárinu 1979 og verði siöan hærrien nokkru sinni fyrr á árinu 1983. Þrátt fyrir áfall Enginn skyldi þó halda að þetta gerist af sjálfu sér. Viðskiptakjör i utanrikisviðskiptum okkar voru á sfðasta ári rösklega 15% lakari en þau voru á árunum 1977 og 1978 (viðskipti hinnar erlendu álverk- smiðju ekki talin meöh Viðskiptakjörin féllu mjög veru- lega á árinu 1979 og héldu áfram aöfalla á árinu 1980. Og þrátt fyr- ir nokkra hækkun á fiskafuröum okkar á Bandarikjamarkaði nú nýlega, þá telur Þjóðhagsstofnun að i utanrikisviðskiptum okkar sem heild batni viðskiptakjörin litið eða ekki neitt á þessu ári og að saman verði árin 1980 og 1981 þannig hið magrasta tveggja ára timabil hvað verðlag i utanrikis- viöskiptum varðar í a.m.k. 12 ár. Verði litil eöa engin breyting til batnaðar i þessum efnum þá þarf styrka efnahagsstjórn og mjög ákveöinn pólitiskan vilja til að ná þvi markmiði, sem hér var rætt um að tryggja engu að síður á næstu tveimur árum hærri kaup- mátt ráðstöfunartekna á mann hér á landi en nokkru sinni fyrr. Sérstaka áherslu verður að leggja á þá kröfu að þessu mark- miöiveröiþónáðá næstu tveimur árum hvaö varðar kaupmátt lægri launa og lægri tekna. Þaö er hagur alls almenns launafólks að verðbólgunni verbi áfram þokað niður á við og henni komið niöur i 20-30% á ári fyrir lok kjörtimabilsins. Markmiðið er: Sigur yfir verðbólgunni og lífskjaramet Grundvöllur að góöu samstarfi milli stjórnvalda og verkalýðs- hreyfingarinnar hlýtur m.a. að byggjast á gagnkvæmum skiln- ingi á þvi, að árangur í verð- bólgumálum sem knúinn væri fram með kjararáni er verri en enginn, og að launahækkanir i krónutölu sem gera skynsamlegt viðnám gegn verðbólgu að engu er llka harla litils virði og geta beinlinis stublað að verri lifskjör- um en ella. Góðar vonir standa til þess að meö núverandi rikisstjórn og samtökum almenns launafólks geti þróast æskileg samvinna um markmiö og leiöir I því skyni að þoka verðbólgunni niöur en lifs- kjörunum upp á þeim tveimur ár- um sem eftir eru af kjörtímabil- inu. í þeim efnum þurfa menn aö leggja sig fram. Og markmiðið á augljóslega að vera það, að á næstu tveimur árum komist verð- bólgan niður fyrir það sem hún hefur nokkru sinni verið frá upp- hafi fyrri oliukreppunnar fyrir átta árum, — og að á sama tima hækki kaupmáttur ráðstöfunar- tekna almenns launafólks upp fyrir þaö sem hann hefur áður verið bestur, — og það án aukins vinnuálags. Takist þetta, þá hefur verka- lýöshreyfingin gætt hagsmuna umbjóöenda sinna með fullum sóma, og þá þarf rikisstjórnin væntanlega ekki að óttast dóm kjósenda að kjörtimabili loknu. Meiri framleiðsla — Minni sóun — Réttlátari skipting þjóðartekna Hér þarf að þræða hinn gullna meöalveg milli skers og báru, ef vel á aö fara. Og full ástæöa er til aö minna á að sigrar i verðbólgu- málum eða kaupgjaldsmálum mega ekki verða á kostnað þeirra samfélagslegu framkvæmda og atvinnuuppbyggingar sem mestu varða fyrir framtíðina, né heldur á kostnað opinberrar þjónustu við almenning i landinu. Þaö er meö aukinni fram- leiðslu, betra skipulagi, minni só- un og réttlátari skiptingu þjóðar- tekna, sem við þurfum að sigrast á verðbólguvandanum og bæta lifskjörin. Krafan um réttlátari skiptingu þjóðarteknanna má ekki gleym- ast eitt augnablik. Þess vegna þurfa menn að setja skoröur við margvislegri braskstarfsemi, sem hér viðgengst og hamla sterklega gegn óhóflegri auðsöfn- un þeirra sem frekastir eru i kapphlaupinu um efnahagsleg gæði og óprúttnastir viö að sölsa til sin arðinn af annarra vinnu. Flestir einstaklingar af þvi sauöahúsi standa utan samtaka launafólks, en rikisstjórnin og verkalýðshreyfingin þurfa lika að taka höndum saman um að standa mjög fast gegn öllum til- raunum einstakra hálaunahópa til að brjóta sér leið til meiri launahækkana en nokkrar líkur benda til að hægt verði að tryggja öllum almenningi á næstunni. Það hvernig til tekst um varð- stöðu i þessum efnum, þeim sið- ast nefndu, getur hæglega ráðið úrslitum um siglinguna alla. Hér þarf hver og einn aö gæta að sjálfum sér og við öll hvert aö öðru. Til þess að geta metið rétt árangur af stjórn efnahagsmála er óhjákvæmilegt að bera þróun mála hér saman viö þaö sem gerst hefur að undanförnu i nálægum rikjum. Árangur hér — Tvöföldun verðbólgu þar 1 OECD-rikjunum, það er helstu iðnrikjum heims utan Austur-Evrópu, var verðbólgan aö jafnaði um 7% árið 1978, en þaö var undir lok þess árs, sem hin nýja alþjóölega veröbólgusveifla hófst. 1 þessum rikjum nær tvö- faldaðist verðbólgan hins vegar aö jafnaði milli áranna 1978 og 1980, og litil batamerki eru enn sjáanleg. Þegar rikisstjórn Geirs Hall- grimssonar skilaði af sér siðsum- ars 1978 hafði framfærslukostn- aöur hér á landi hækkað um 51,7% næstu 12 mánuði á undan. Ef verðbólguþróun hér á landi hefði • á þeim árum sem síöan eru liðin orðið hliðstæð vib það sem gerst hefuri OECD-rikjum almennt, þá væri veröbólgan hér nú um 100%. En i reynd eru horfur á að verð- lagshækkanir frá upphafi til loka þessa árs verði hér um 40%. Hver vill 10 þúsund atvinnuleysingja En það er á fleiri sviöum efna- hags- og atvinnumála sem tsland hefur sérstööu. t nær öllum þeim rikjum sem við berum okkur helst saman við er atvinnuleysi nú stórkostlegt þjóöfélagsböl. Þannig er talið að i OECD-rikjunum séu atvinnuleys- ingjar nú um 20 miljónir manna. t Bretlandi einu þar sem álika stjórnmálahugmyndir og þær, sem settu mark sitt á siðustu kosningastefnuskrá flokks- eigendafélags Sjálfstæðisflokks- ins, hafa mótað gerðir stjórn- valda, — þar eru 2,5 miljónir manna atvinnulausar. Þetta samsvarar þvi, mibað við ibúa- fjölda, að hér á tslandi væru 10.000 atvinnuleysingjar, en það þýðir, að draugur atvinnuleysis- ins hefði hreiðrað um sig hjá einni af hverjum fimm fjölskyldum i landinu. Ætlar nokkur að kjósa slikt ástand yfir sig i næstu kosning- um? A siðasta ári jókst þjóöarfram- leiðsla okkar tslendinga um 2,5%. Þetta er meira en helmingi örari vöxtur þjóðarframleiöslu en varð að jafnaði í þeim iðnrikjum sem rætt var um hér að ofan. Vaxandisparnaður - Góð stjórn ríkisfjármála A undanförnum árum hefur veröbólgan leikiö okkur grátt á margan veg. Ein afleiðing hennar hefur verið sú að innlendur sparnaöur hefur verið i lágmarki, og erlend skuldasöfnun þvi meiri en ella. Að visu hefur mikil fram- leiösluaukning á undanförnum árum i höfuðatriðum náð aö standa undir auknum erlendum skuldum. En auðvitað þarf aö stefna að þvi að auka sparnað hér innanlands og draga þannig úr þörf fyrir erlendar lántökur. A siöasta ári varð hér ánægju- leg breyting hvað snertir innlend- an sparnaö. Það ár jukust heild- arinnlán innlánsstofnana um 67,4% eða mun meira en nam verölagsbreytingum. Aö raun- gildi hækkuðu þannig innistæður i bankakerfinu um nálægt 6% á þessu eina ári, sem er ein allra besta útkoma í þeim efnum um mjög langt skeiö. Og nú eiga menn þess kost að geyma sitt sparifé fullverötryggt i lánastofn- unum og ætti sú mikla breyting frá þvi sem áður var aö geta stuölað aö vaxandi innlendum sparnaöi en að sama skapi minnkandi sóun af þvi tagi sem fylgir verðbólgubraski. 1 þessum efnum er lfka vert að minna á þá gjörbreytingu sem orðið hefur á stjórn rikisfjármál- anna á allra síöustu árum, en á siöasta ári var rikisbúskapurinn rekinn hallalaust og betri afkoma hjá rikissjóði en nokkru sinni á siðasta áratug. Um miöjan siö- asta áratug fór halli á rikisbú- skapnum hins vegar allt upp und- ir 13% á ári, og getur hver maður séö til hvers slik fjármálastjórn hlyti að leiöa ef svo hefði fram haldið. Ef vel er róið í fyrirrúmi mun skuturinn ekki eftir liggja A komandi hausti stöndum við á miðju kjörtimabili. A fyrri hluta kjörtimabilsins hefur tekist vel til um margt hjá núverandi rikis- stjórn, og hún áunniö sér traust langt út fyrir raðir ákveðnustu stuðningsmanna sinna. Margar blikur eru þó á lofti, og vist getur svo farið að róðurinn veröi þyngri á siðari hluta kjör- timabilsins en það sem af er. Hér þarf að vaka dag hvern og á öllum vigstöövum. Hófleg bjartsýni ætti þó ekki að saka, ef við munum vel aö árang- ur stjórnarstefnunnar er ekki sist kominn undir góöu samstarfi viö verkalýöshreyfinguna og þvi að innan rikisstjórnarinnar haldist sá góði samstarfsandi og einbeitti starfsvilji sem þar rikir. Stuöningsmenn rikisstjórnar- innar munu ekki láta skutinn eftir liggja, ef vel er róið frammi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.