Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 19
Helgin 27.-28. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 19 Einkablllinn og „þarfir” hans ráöa miklu um skipulagog mannllf I nútlma borgum. Gildir þá einu þö aö honum fylgi hættur og mengun. Fóikiö veröur aö taka sliku eins og hverju ööru náttúrulögmáli. Þriggja til sex hæöa blokkir, svokölluö „Funkis”-hús, reist skömmu eftir siöari heimsstyrjöid. Einkennandi við þennan byggingastil eru útbyggöar svalir. unni, og fer hin nýja stefna eins og eldur i sinu um alla Evrópu, Bandarikin og Kanada. Voru Þjóöverjar og Englendingar fremstir i flokki. Þegar þetta geröist höfðu arkitektar lengi bú- iö viö hugmyndafræðilegt svelti. Byggingalistin haföi staönaö i ákveönum formum, mismunandi smekklegum eftirlikingum af rómverskum og griskum bygg- ingastil. T.d. þóttu griskar súlur ómissandi i meiriháttar bygging- ar en þær voru fjöldaframleiddar. Arkitektar höföu þvi afar litiö svigrúm til frjálsrar sköpunar. Hrifning þeirra af funktionalism- anum er þess vegna skiljanleg. Loksins, loksins fengu þeir aö vinna viö annaö en eftirlikingar af löngu stöðnuðu listformi. Enda er þaö eins og viö manninn mælt, allir ungu arkitektarnir, sem þá voru, uröu ákafir funktionalistar. Taliö er að til Sviþjóðar hafi funktionalisminn komiö árið 1930. Þá var haldin Stokkhólmssýning- in svokallaða, þar sem sýndar voru allar nýjungar á lista- og menningarsviöinu en sérstaklega i húsagerðarlist. Um svipað leyti verður funktionalisminn alþjóö- legur byggingastill sem enn er ráðandi um viða veröld. Allir í gott húsnœði En hvernig stóð á þvi aö þessi byggingastefna „sló svona ræki- lega i gegn”? Við vorum að minn- ast á viöhorf og faglegt uppeldi arkitekta, en fleira kom til. A ár- unum milli heimsstyrjaldanna jókst hraöfara iönvæðing á Vest- urlöndum. Ef við höldum okkur við Gautaborg er þróunin og stefnan i húsnæðispólitik i stórum dráttum á þessa leið: Með aukinni iön- og tæknivæö- ingu veröur mikil byggöaröskun. Fólkið flyst úr sveitunum til borg- anna þar sem von er um betri af- komu. Stóru fyrirtækin eins og Volvo, SKF og skipasmiðastöðv- arnar auka umsvif sin um allan helming og skortur verður á vinnuafli og enn frekar á húsnæöi. Þaö húsnæöi i gömlu borgarhiut- unum sem fyrir var, var lélegt og ónógt og fólk bjó afar þröngt. 73 - 75% fjölskyldna bjó i eins her- bergja ibúöum og er þess þá aö gæta aö barnafjöldi var mun meiri þá en nú. Þaö var þvi mikil þörf á aö reisa ibúöarhúsnæöi bæöi fljótt og vel svo aö atvinnu- vegirnir gætu þrifist. Um sama leyti (1931) komust socialdemo- kratar til valda i Sviþjóð og þeirra stefna var aö allir ættu rétt á aö búa i heilsusamlegu húsnæöi á viöráöanlegu veröi. Þá var lika farið aö huga aö fleiri þörfum manna en frumþörfunum einum. „Sól, loft og grasið grænt fyrir alla”, veröur slagorö og i hús- byggingum er þess gætt aö ibúö- irnar séu sem sólrikastar, það sé auövelt aö þrifa þær, góö hrein- lætisaðstaða sé i hverri ibúð o.s.frv. Þvi er lýst yfir að eins herbergis ibúðir dugi ekki fjöl- skyldum, og nýju ibúöanormin gera ráð fyrir einu herbergi fyrir hverja tvo ibúa. Lágar blokkir Vitaskuld hlaut þessi nýja áætl- un að veröa dýr i framkvæmd og auk þess setti kreppan strik i reikninginn. Siöari hluta fjórða áratugsins kom svo aftur fjör- kippur i ibúöabyggingar og þá er farið að reisa 3 - 6 hæöa blokkir. Um leiö er bannaö aö byggja sérstaka tegund verka- mannabústaða, svokölluð „lands- höföingjahús”, en fyrir þeim var 70 ára hefö. Þetta voru tveggja hæða timburhús á hlöðnum kjall- ara, reist fyrir verkamannafjöl- skyldur. A striösárunum er svo til ekkert byggt.en loks þegar striðinu lýk- ur, hleypur verulegur f jörkippur i húsbyggingar. Þá er hafist handa viö framkvæmdir fyrri áætlana og nýjar gerðar. Opinber stefna i húsnæðismálum veröur sú aö öll- um skuli gert kleift aö búa i góðri ibúð en þá þurfti lika að hafa snör handtök. Byggingafyrirtæki bæði i eigu sveitarfélaga ig i einkaeign spretta upp og hrófla upp ibúöum á sem ódýrastan hátt, en riki og sveitarfélög leigja ibúðirnar út. Formlega séð eru þessar ibúðir almannaeign, þ.e.a.s. leigurétt- urinn jafngildir þvi að viökom- andi megi búa i ibúðinni svo lengi sem hann vill ef hann greiðir sina leigu skilvislega. Brátt kom aö þvi að byggileg svæöi innan borgarmarkanna gengu til þurrðar og þá hefst nýr kapituli i byggingasögu borgar- innar. Stór bæjarhluti, Kortedala, er skipulagður frá grunni talsvert utan viö borgina og var þetta þá stærsta borgarúthverfi i Sviþjóð. Þarna voru byggðar á árunum 1952 - 57, 8000 ibúðir. Riflegur helmingur þeirra var tveggja herbergja. Ný stefna Með Kortedalaáætluninni var ■ hrint i framkvæmd nýrri hug- mynd um borgir. Úthverfin áttu að vera tiltölulega sjálfstæöir byggðakjarnar þar sem öll þjón- usta skyldi vera innan seilingar. Sérstök útivistarsvæöi og leik- svæði voru afmörkuö, göngustig- ar voru hér og bilastæöi þar. Fyr- ir öllu hugsuöu arkitektarnir sem teiknuöu allt saman. Þarna átti að þrifast fagurt og vel skipulagt mannlif. (Meira um þaö i næstu grein). Og áfram var haldið á sömu braut. Næst risa hverfin Vástra Frölunda og Tynnered. 1 þeim hverfum setja háhýsin mestan svip á byggðina en nú fór mörg- um aö þykja nóg um „stórfeng- leika” þessara byggingafram- kvæmda. Nokkur umræöa varö meöal borgarbúa um máliö og dregin i efa nauösyn þessarar byggingastefnu. Menn komu ekki að tómum kofunum hjá tækni- og ráöamönnum þá fremur en nú. Þeir dembdu sinum rökum á færibandi yfir fólk og kaffærðu allar umræður i krafti þekkingar sinnar og valds. Auövitaö átti aö byggja mikiö og stórt og hátt. Þaö var hagkvæmast og fallegast og hreinlegast. Reisa mörg þúsund manna hverfi á örfáum árum til að taka viö fólkinu sem fluttist til borgarinnar úr sveitunum og frá öörum löndum. Arkitektar hrifnir Þetta var þróun funktionalism- ans i byggingalist/byggingaiön- aöi sem arkitekar voru enn svo hrifnir af. Arkitektarnir sem teiknuðu hverfin notuöu hús- næöisskortinn sem tæki 'til að út- færa og festa i sessi byggingastil sem þeir sjálfir voru hrifnir af i vimu tækniframfaranna en venjulegu fólki fannst fráhrind- andi. Þegar hér er komiö sögu er ennfremur ljóst að i raun er það tilvist einkabilsins sem ræöur skiþulagningunni. Hann og þarfir hans vcrður sá fasti punktur sem mannlffiö er skipulagt kringum. Flóknir útreikningar eru gerðir til að reikna út hvað biiarnir þurfi mikið pláss, hvað götur og vegir þoli mikla umferð o.s.frv’. En þetta var aöeins byrjunin, ennþá varGautaborg ekkiíogekki Sviþjóö) komin á fulla ferö. Það gerist ekki fyrr en uppúr 1960. Þá litur dagsins ljós langstærsta og „mikilfenglegasta” (brjálæðis- legasta segja menn nú) skipu- lags- og byggingaáætlun sem gerö hefur veriö i borginni og raunar gervöllu landinu. Þar er Angered — Bergum áætlunin sem fyrst var kynnt opinberlega i árslok 1962. Verksmiðju- framleidd borg Samkvæmt henni var ætlunin aö byggja nýja borg frá grunni. Fyrirmyndin var bygging borgarinnar Brasilíu nokkru fyri; en gerö þeirrar borgar olli þvi aö margir arkitektar og tæknimenn fengu glýju i augun. Þarna var fundin lausin á skipulagsmálum i borgum. Þetta var hiö æski- legiasta, aö teikna og byggja heilu borgirnar i einu lagi, gera ráð fyrir þjónustu viö íbúana, skólum, dagheimilum, skrif- stofum o.s.frv. AIR fint og full- komið og ekkert aö gera annað en iáta fólkið fiytjast inn. Vitaskuld glatt og ánægt meö þetta stil- hreina og „fullkomna” umhverfi. Þannig átti Angered aö veröa, Fin og falleg, verksmiðjufram- leidd borg. Land keyptá laun En nú var landrými Gauta- borgar gengiö til þurröar og úr vöndu aö ráöa. Aætlanir um An- gered vorú þær aö þar skyldi risa um 200 þús. manna borg á jafn- stóru svæöi og Gautaborg sjálf stóö á. Þá fór á stúfana með mestu leynd borgarritarinn þá- verandi og formaöur húsnæöis- málanefndar borgarinnar, Tor- sen Henriksson, og keypti fyrir hönd borgarinnar 2640 ha land- svæöi norðaustan viö borgina. Þetta voru bændabýli sem hann svo aö segja gabbaöi út úr bænd- unum fyrir litiö verð. Allt geröist þetta með afar skjótum hætti. Það var nauðsynlegt til þess að veröið ryki ekki upp úr öllu valdi. Er ekki aö orðlengja þaö aö áætlunin er kynnt i fjölmiölum meö pompi og pragt. Allt leit vel út á pappírunum,en umræöa varö nánast engin um það hvernig þessi nýja byggð ætti aö vera og hvaða markmiöum skyldi keppt að. Stjórnmálamönnum og tækni- mönnum fannst þess ekki þurfa* vandamálin sem væntanlega kæmu upp myndu veröa tæknileg. en ekki snerta ipnihald og gæöi áætlunarinnar. Þar með fór i gang gifurlega stór byggingamaskina. Stærðar- gráðan jókst að mun og var þó stór fyrir. Nú skyldi útrýma þvi sem eftir var af slæmu húsnæöi og byggja nýjar ibúðir fljótt og ódýrt. Aætlaö var að reisa 1 milj- ón nýrra ibúöa i Sviþjóö á ára- tugnum 1960—70. Svo leit einnig út sem tillit væri tekið til mann- legra þarfa við skipulagningu nýju hverfanna. Lögö var áhersla á þaö aö náttúran héldi sér þar sem þvi varð viö komiö og lika var gert ráö fyrir opnum svæöum inni i hverfunum. Samt var þaö svo að ýmsar stærðir ákvöröuöust af þeim vinnuvélum sem unniö var meö, t.d. er bil á milli húsa viöa miðaö við breidd bygginga- krananna. Byggingamask- ínan óstöðvandi En viö margan vanda var aö etja i framkvæmd Angered-Berg- um áætlunarinnar. Þetta var þegar hagvöxturinn var guöinn, menn trúöu á hann. Hann hlaut aö aukast endalaust.héldu menn,og þar með sænsk velferö. Sviar önnuðu ekki þeim verkum sem þurfti aö vinna i landinu og þvi var sótt verkafólk til annarra landa. Sænskir smalamenn fóru á þessum árum viöa um Evrópu til að lokka fólk til Sviþjóöar og margir hlýddu kallinu. Sérstak- lega fólk i S-Evrópu þar sem fá- tækt var mikil. Einn stór galli var samt á gjöf Njaröar. Ætlun stjórnmálamanna var að stór fyrirtæki myndu flytja starfsemi sina til Angered svo aö stutt yröi til vinnu; einkum var reiknað meö aö fá þangað Volvo-verksmiöj- urnar. Svo fór þó ekki, þvi aö um svipaö leyti og veriö var aö ganga frá áætluninni flutti Volvo til Torslanda sem er i hinum enda borgarinnar. Forstjórar Volvo vissu ekkert hvaö var i bigerö hjá ráöamönnum borgarinnar og þeir hvorugir um aöra. Þrátt fyrir marga augljósa annmarka á áætluninni strax i upphafi var hafist handa og hvert hverfið reist á fætur ööru. Þau eru sex. Hjallbo og Hammar- kullen voru fullbyggð 1967 og 1968. Hin fjögur, Eriksbo, Gárdsten, Rannebergen og Lövgerdet byggðust á næstu 4—6 árum. Það varö ljóst þegar 1968 er verið var að reisa Hammarkullen að ekki var þörf fyrir allar þessar ibúðir. Þá var byrjaöur samdráttur i at- vinnulifinu, skipasmiöastöðv- arnar voru farnar aö draga saman seglin i miklum mæli og sumar búnar aö loka. Hagvöxtur- inn lét á sér standa. En þaö var alveg samá, áfram skyldi byggt. Það var ekki svo auðvelt aö stoppa þvi aö byggingamaskinan varð ekki stöövuð svo auðveld- lega. Verktakar og aörir bygg- ingaaðilar uröu að fá sitt og auk þess þurfti að skapa vinnu fyrir allt þetta fólk sem varö atvinnu- laust vegna samdráttar i skipa- smiðunum og fleiri atvinnugrein- um. Reyndar var fyrir löngu búið aö endurskoöa fyrstu áætlunina um mannfjölda á svæöinu og búið aö minnka hann tifalt, en þaö dugöi ekki til. Tómar íbúðir Nú er svo komið aö 30% Ibúöa i Angerd standa auðar. Sums staöar er verið aö reyna að lokka fólk þangaö nieö þvi aö bjóöa ibúðirnar á lækkuðu verði i tvö ár. Gefinn er 60% afsláttur I eitt ár og 40% næsta ár Síðan á aö greiöa fullt verð. Þetta gildir bara fyrir nýflutta þangað, hinir sem fyrir eru fá engan afslátt. Veldur þetta mikilli óánægju sem von er. 1 næstu grein verður fjallað um • mannlif i nýju hverfunum, hvaða vandamál hafa einkum komið upp og hvaða áætlanir ráðamenn eru með á prjónunum til úrbóta. Texti: Helga Sigurjónsdóttir Myndir: Leifur Rögnvaldsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.