Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 13
Helgin 27.-28. júni 1981 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 13 varpsrásar, sem veröur fjórða rásin i Bretlandi. Eva Peron? Hver var hún? Söngieikurinn um hana fegrar ekki beinlinis minningu þessarar þjóöhetju Argentínumanna, en i verkinu er Che Gucvara sögumaóur og flettir hann miskunnarlaust ofan af spill- ingu þeirri sem Eva Peron innleiddi. eftir Brecht, vandaöa og þess viröi fagmannlega sýningu i á- T-* r *1 1 f /• gætri leikmynd Jocelyn Herbert. Pióoleikhusiö nvia En þóu Þess> sý»>»g vær> vonduð t'juwivmnuóiG 0g leikur Michael Gambon i aðal- hlutverkinu mjög lofaður, þótti mér hún heldur óspennandi og full tæknileg. Þessi sýning er að ýmsu leyti dæmigerð fyrir breskt leikhús i dag, tæknileg og vönduð, Eitthvað hefur dofnað yfir sýningum Þjóðleikhússins breska, ef marka má þær sýningarsem við sáum þar. Helst var þess virði að sjá „Galileo” en talsvert skortir á Jistrænt frumkvæði og áræðni. Frumkvæðislaust Leikhús Breta er sannkallað „leikaraleikhús”. Maður þarf ekki annað en að skoða útstilling- ar við leikhúsin til að sjá það. Þú ert engu nær um verkið, leik- Það var þvi sérlega ánægjulegt að sjá sýningu á tveggja manna leikriti hjá einu af einkaleikhús- unum, sem ekki getur falliö undir fyrri skilgreiningu á bresku leik- húsi. Það var leikritið „Duet for one” eftir Tom Kempinski sem fjallar um viðskipti konu nokkurr- ar við sálfræðing sinn. Kona þessi er frægur hljóðfæraleikari, en er með alvarlegan sjúkdóm og getur ekki lengur spilað. Þótt ekki gæti þessi sýning talist beinlinis frum- leg (enda gefur verkið litið tilefni til sliks) var hún ákaflega einlæg og fallega unnin. Er þar fyrst að þakka frábærum leik Francis de la Tour i hlutverki hljóðfæraleik- arans. Hér var ekki leikið á hin- um háu nótum, heldur einkennd- ist leikur hennar af finlegum og nákvæmum blæbrigðum, sem gáfu áhorfandanum innsýn i sál- arlif þessarar sérkennilegu konu. Sýningin er mjög kyrrstæð enda er hljóðfæraleikarinn i hjðlastól mest allan timann, en handa- hreyfingar og augnagotur sögðu oft meira en textinn sjálfur. Með kveðju frá Hovhannesi Það er ekki hægt að skiljasvovil Lundúnavikuna að ekki sé minnst á tvo eftirminnilega atburði. Ann- aö var heimsókn til gamals vinar, Hovhannesar Pilikian, sem setti upp Lé konung i Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum, og hinn við- burðurinn var heill dagur á Brit- ish Museum. Hovhannes hefur nýlega gefið út bók (sem ætlunin er að fjalla um siðar hér á siðum blaðsins), en annars vinnur hann mest við leikstjórn sem fyrr. Hann leikstýrði nýlega verki sem byggir á Medeu, en tengist mjög stjórnmálaástandinu i Bretlandi i dag. Þótti það slik árás á Frú Thatcher að Hovhannes var kall- aður fyrir Scotland Yard til yfir- heyrslu. Hovhannes hló mikið þegar hann sagði okkur þetta, enda ýmsu vanur. Hann bað fyrir kærar kveðjur til allra vina sinna á Islandi og er þeim hér með komið á framfæri. Aö endingu bendi ég öllum Lundúnaförum á að láta ekki undir höfuð leggjast að heim- sækja Birtish Museum. Sú saga sem þar birtist i mörg þúsund ára gömlum minjum forfeðranna gef- ur manni enn nýja innsýn i fyrir- bærið maður, og verður ógleym- anleg. \r National Theatre

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.