Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 11
Helgin 27.-28. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Greta og Freda Einn persónu- leiki — tveir likamar Övandað fólk kallar þær „vitlausu tvíburana". Þær heita Greta og Freda Chaplin og eru 37 ára gamlar og nánast alveg eins. Þær eru eineggja tví- burar og klæða sig eins, ganga í takt, tala samtímis og blóta meira að segja samtímis. Ef þær eru skildar að, þá öskra þær báðar og væta buxurnar samtímis. Uppeldið mistókst Chaplin-tviburarnir hafa veriö talsvert rannsakaðir af læknum og sálfræðingum i Bretlandi og kemur flestum saman um að þær séu dæmi um tvibura þar sem persónuþroski hvorrar um sig er mjög litill, en þær hafa eignast eins konar sameiginlegan persónuleika. Um það hvort þær séu vangefnar eða geðveikar eru læknar ekki sammála, en flestir hallast þó að að svo sé ekki, heldur hafi uppeldi þeirra mis- tekist algerlega og beint athygli þeirra og öryggi til hvorrar ann- arrar i stað þess að hjálpa þeim til að þroskast sem sjálfstæðir einstaklingar. Vissulega eru mörg dæmi um tvibura sem eiga miklu meira sameiginlegt en systkini almennt, en Greta og Freda eru orðnar svo samgrónar hvor annarri andlega, að þaö er talið að það myndi riða þeim að fullu ef þær yrðu skildar að. Alltaf eins klæddar Þær ganga alltaf eins klæddar, þær fara saman i bað og boröa með sama hraða. Ef þeim eru gefin föt sem eru ekki alveg eins, hætta þær ekki fyrr en þau eru eins. ^>ær fengu kápur, aðra með gráum tölum en hina meö græn- um og þær klipptu helming taln- anna af og saumuðu á hina káp- una til að vera alveg eins. Þær eru taldar hafa fremur lága greindarvisitölu en þær hafa verið i meðferð i Coxton og búið þar á heimili fyrir andlega fatlað fólk. Starfsfólkið lýsir þeim sem dálitið erfiðum, en hættulausum. Einu sinni lentu þær þó i kasti við lögin, þegar 57 ára gamall bil- stjóriog fyrrum nágranni þeirra, ásakaði þær um aö hafa elt hann á röndum i 15 ár, hrópandi ýmiss konar dónaskap að honum. Þær höfðu enga einbeitingu i réttar- salnum, gripu stanslaust fram i og oftast báöar i einu. Þær fengu stuttan, skilorðsbundinn dóm, en hafa ekki þurft aö sitja hann af sér. Nú dveljast þær á heimilinu i Coxton og dútla mest við aö raða blómum og hita te. En enginn veit hvaö i rauninni biður þeirra eða Hraunaætt Föðurnafn misritaðist i ættar- tölunni i siðasta sunnudagsblaði. Þar stóð Björn Kristinsson i stað Grétarsson. Björn Grétarsson er kvæntur Þóru Gylfadóttur. Greta og Freda eru alltaf eins klæddar þegar þær leiðast og ganga i takt um göturnar. hvert þeirra hlutskipti verður i framtiðinni. Ljóst er að persónu- leiki þeirra er eins og i barni og þær eru fullkomlega háðar hvor annarri. Geölæknar segja að þær séu ranghverfan á hinum eölilegu tviburum, sem yfirleitt vilja losna hvor viö annan til að styrkja sina eigin sjálfsvitund og sjálf- stæði. Þá leið fóru þær Greta og Freda aldrei og þær verða aö öll- um likindum enn háöar hvor annarri i framtiðinni. (Byggtá Time — ÞS) Lokað á laugardögum Að gefnu tilefni vill Verzlunarmannafélag Reykjavikur vekja athygli félagsmanna á þvi að skv. reglugerð Reykjavikurborgar og samningum V.R. er óheimilt að hafa verzlanir opnar á laugardögum til 1. september næst komandi. Vinna við afgreiðslustörf á laugardögum brýtur þvi i bága við landslög og samn- inga V.R. V.R. treystir félagsmönnum til að virða landslög og samninga félagsins. Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Litur er ekki lengur lúxus Bræðraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengiöinn frá Vesturgötu) Skagaradíó, Akranesi - Jón B. Hauksson, Bolungarvík Straumur h/f., Isafirði - Oddur Sigurðsson, Hvammstanga Hallbjörn Björnsson, Skagaströnd - Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði - K.E.A., Akureyri - K.Þ.H., Húsavík K.N.Þ. Þórshöfn - Sigurjón Arnason, Vopnafirði - Rafsjá, Neskaupstað Rafeind s/f., Egilsstöðum - Eiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði Radíóþjónustan, Höfn - Hornafirði - Neisti h/f., Vestmannaeyjum Mosfell, Hellu - Radíóvinnustofan, Hafnargötu 50, Keflavík UMBOÐSMENN:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.