Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 16
16SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. júni 1981 Sjómanna- dagsráð óskar eftir tilboði i tvöfalt gler fyrir hjúkr- unarheimili Hrafnistu, Hafnarfirði. Út- boðslýsingar má vitja á skrifstofu Sjó- mannadagsráðs að Hrafnistu i Reykjavik alla virka daga næstu viku,nema laugar- dag kl. 14.00-16.00. Tilboð verða opnuð þann 20. júli kl. 14.00 á skrifstofu ráðsins. Stjórnin. F élagsráðg jafar sálfræðíngar uppeldísfræðingar Starfsmann vantar að ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu Norðurlandsumdæmis vestra til að annast um málefni þroska- heftra og öryrkja fyrir svæðisstjórn um- dæmisins. Aðsetur þjónustunnar verður i Kvenna- skólanum á Blönduósi. Umsóknarfrestur er til 15. júli 1981. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Kjartansson, fræðslustjóri, Blönduósi, simi 95-4369 eða 95-4437. UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboði i styrkingu á vegi og lögn slitlags á Vesturlandsveg i Hvalfirði. Leggja skal oliumöl, aka út burðarlagi og finjafna það á um 5,5 km kafla frá Hvammsvik að Fossá og um 1,1 km kafla frá Brynjudalsá að Múlanesi. Breidd akbrautar 6,5 m. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 1981. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar rikisins, Borgartúni 5, frá og með þriðjudeginum 30. júni, gegn 500 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og breytingar skulu berast til Vegagerðar rikisinsskriflega, eigi siðar en 3. júli. Gera skal tilboð i samræmi við útboðsgögn og skila i lok- uðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar rikisins, Borgartúni 7,105 Reykjavik, fyrir kl. 14:00 hinn 7. júli 1981, og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð þar að við- stöddum þeim bjóðendum er þess óska. Reykjavík I júni 1981, Vegamálastjóri Atvinna Starfskraft vantar til almennra skrif- stofustarfa og bókhalds. Einnig vantar vana járnsmiði til smiða á fiskvinnsluvélum. Upplýsingar i sima 26155. Traust hf. Sauðárkrókskaupstaður Fóstra óskast Fóstra óskast að leikskólanum á Sauðár- króki frá og með 1. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 10. júli. Nánari upplýsingar um starfið gefur forstöðukona leikskólans i sima 95-5496 og sé umsóknum stilað til leikskólans á Sauð- árkróki, 550 Sauðárkrókur. Minning Fjóla Soffía Ágústsdóttir Fædd 16. sept. 1922 — dáin 19. júní 1981 Meö sumarkomuá Norðurlandi berast dapurleg tiðindi norðan af Sauðárkröki. Fjóla Ágústsdóttir er fallin frá langt fyrir aldur fram. Við hjónin söknum vinar i stað. Fjóla Agústsdóttir setti svip á umhverfi sitt á látlausan og hlý- legan hátt, og þegar hún er horf- in, ertómlegt um aö litast, eins og þegar laufmikið tré hefur verið fdlt. Fjóla var fædd i Reykjavik 16. september 1922. Foreldrar henn- ar voru Sigriður Finnbogadóttir og Agúst Guðjónsson. Hún ólst upp hjá móðurforeldrum sinum, Finnboga Péturssyni og Sofflu Þorsteinsdóttur að Litla-Bæ i Skötufirði. Þar var hún fram til 13 ára aldurs, en fluttist þá suður til Reykjavikur og gekk i gagn- fræðaskólann við Lindargötu. Að námi loknu fór hún að vinna i Reykjavik við ýmis störf, bæði við verslunarstörf og i iðnaði. Hinn 6. desember 1947 giftist hún eftirlifandi manni sinum, Steindóri Steindórssyni, verk- stjóra frá Teigi á Seltjarnarnesi. Þau bjuggu fyrst i Reykjavik, en héldu þaðan norður á Þórshöfn. Um m iðjan sjötta áratuginn flutt- ust þau slðan til Sauöárkróks og hafa búið þar i nærri þrjátiu ár. Það var á Sauðárkróki, sem við kynntumst þeim hjónum. Það duldist engum, sem þeim kynnt- ust,aðþarfóru glæsileg hjón, þótt sumpart væru þau ólík. Steindór glaðbeittur, kiminn og orðhepp- inn, eins og hans er vandi- hún hlýleg en hlédræg og drottningar- leg i' framgöngu. Heimili þeirra bar þess vott, að sú sem þar tók til hendi, var unn- andi góðra lista. Fjóla var einnig mikill unnandi islenskrar náttúru og ferðaðist mikið með manni sínum um landið, þegar tækifæri bauðst. Bæði hafa þau einnig unnið mikið félagsstarf innan Alþýðu- Fjóla Soffla Ágústsdóttir bandalagsins, sem seint verður þakkað sem skyldi. Fjóla og Steindór áttu barna- láni að fagna og eignuðust tvö börn: Sólrúnu Jónu, læknaritara, sem gift er Gunnari Guðjónssyni, bakara, og eiga þau fjögur börn — og Kára Viðar, sjómann, sem kvæntur er Gerði Geirsdóttur og eiga þau fjögur börn. öll eiga þau nú mikils að sakna. Enminningin um merka og góða konu er þóljós I myrkri. Við send- um Steindóri Steindórssyni og fjölskyldu hans innilegar samúð- arkveðjur. Hallveig og Ragnar Arnalds. Þegar Hitler ætlaði til Moskvu Framhald af 15. siðu. Rússar hetjur Sem sagt: við vitum seint hvaða þættir i baráttumætti þjóð- arinnar komu frá sérstaklega sovéskum einkennum timans og hvað verður rakið til viðbragða mikillar þjóðar sem álifað verja. Svo mikið er vist, að pólitiskir leiðtogar, skáld og almenningur allur, hann venst fljótlega af þvi að hugsa um striðið sem strið sovétkommúnisma við nasiska heimsvaldastefnu. Stalin ávarpar landsmenn ekki með „félagar” þann sjöunda nóvember, heldur segir hann: „Bræður minir og systur”. Hann minntist á Lenin i ræðu á byltingarafmælinu, þó nú væri, en miklu meir talaði hann um rússneska herstjóra liðinna alda, Kútuzof, sem stöövaði Napoleon, Minin og Pozjarski, sem ráku Pólverja frá Moskvu 1612 og Alexandr Névski, sem reyndar er dýrlingur rússnesku kirkjunnar — en hann sigraði þýska riddara 1242. Rússnesk sag^rússnesk afrek,ýttu til hliðar pólitiskum boðorðum 20stu aldar. Kirkjunni var rétt sáttarhönd, fjöldi kirkna fékk að opna á ný, patriarkinn fékk meira að segja að gefa út timarit. Internasjonal- inn var ekki lengur þjóðsöngur. Rauði herinn skipti um einkennis- búninga og tók upp tákn og virð- ingarheiti keisaradæmisins. Styrjöldin minnti mjög ræki- lega á, að þau sameiginlegu örlög, sem kallast þjóðerni, eru margfalt sterkara sameiningar- afl en stjórnmálaskoðanir og stéttarleg viðhorf. Sá sem mætir þjóörembumanni á sinu landi, verður heitur þjóðernissinni, seg- ir Brecht. venda: en við munum varðveita þig, rússnesk tunga, hið máttuga rússneska orð”. Konstantin Simonof orti vinsælasta söng striðsins: hermaður sem er „tal- inn af” særir elskuna sina að hún biði eftir honum, biði þótt allir séu hættir að biða, öll bréf hætt að berast, bjargi honum með bið sinni: Zjdi ménja, i ja vernús... Túlkanir Það er stundum sagt að árás Hitlers á Sovétrikin hafi breytt eðli striðsins i túlkun vestrænna kommúnista og ýmissa sósialista, og það er nokkuð til i þvi: Aður var reynt að túlka striðið með svipuðum hætti og Lenin hafði gert 1915 — nú var aftur horfið til hugmynda um samstöðu gegn miklum vágesti, fasisma. Hinu mega menn heldur ekki gleyma, að um leið breyttu Sovétrikin um eðli I túlkun borgaralegra afla og málgagna: helviti Stalins varð brjóstvörn menningar. A þeim vettvangi heyrðist mikið lof og aðdáun, sem menn skiptu nokkuð jafnt á rússneska þjóð og Stalin karlinn. Eldraun Skáldin Þessi þróun er mjög greinileg hjá skáldum. Hún hafði reyndar byrjað nokkrum árum fyrir strið: þegar ófriðarský hrönnuðust yfir álfunni skrifa æ færri höfundar framleiösluskáldsögur um upp- bygginguna, en þeim mun fleiri sögulegar skáldsögur, um Pétur mikla (Alexei Tolstoj) og aðra þá, sem gerðu rússneskan garð fræg- an. En veturinn 1941 yrkja allir um tunguna, um börnin, um þjóð- ernið um réttláta hefnd. Boris Pasternak segir i „Skelfileg saga”, að óvinurinn hljóti að gjalda fyrir það að hann „fór sinu fram eins og Heródes i Betle- hem” — viö megum ekki, segir skáldið „gleyma þjáningum pisl- arvottanna litlu”. Anna Akhma- tova yrkir i „Hugrekki”: „Það er ekki skelfilegt að falla fyrir kúl- um eða eiga ekki lengur I hús að Atburðir þessara ára skildu eftir sig mörg sár og stór i Sovét- rikjunum, ótta við nýtt strið, magnaða rússneska þjóðernis- hyggju sem dró verulega úr öllum vangaveltum um heimsbyltingu. Beiskju og tár, en einnig sér- kennilegt stolt: Það vorum við sem sigruðum. Og svo jafnvel vissan söknuð: hve oft hefi ég ekki heyrt sovétfólk segja: þá kom i Ijós hver var „sannur maður” og hver vesælingur, þá skapaðist samstaöa sem var sönn. Og lika var eftir skilin reiði yfir þvi, að nasistar gátu hælt sér af þvi i striðslok, að þeir hefðu þó eyðilagt og drepið svo stórkost- lega á austurvigstöövunum, að Sovétrikjunum væri kippt 25 ár aftur á bak i þróun. Þakklæti? Úti frá höfðu vinsældir Sovét- rikjanna og hróður vaxið gifur- lega Menn gerðu sér grein fyrir þvi, sem einni stærstu staðreynd aldarinnar, að án framlags og fórna þjóða Sovétrikjanna hefði ekki verið unnnt að sniða alla hausa af skrimsli fasismans. Rússar hefðu heldur ekki unnið það verk einir, en um þetta sagði Bevin, utanrikisráðherra Breta,á þessa leið i júnilok 1942: „öll sú aðstoð sem við höfum getað veitt er smá i samanburði við hinar gifurlegu mannraunir sem á sov- ésku þjóðina eru lagðar. Börn barna okkar munu horfa um öxl, i gegn um sögubækur sinar, og minnast hetjudáða hinnar miklu rússnesku þjóðar með aðdáun og þakklæti”. Gera „barnabörnin” það? Það er vafasamt. Þar ber margt til. Hver þjóð hafði siðarmeir sál- ræna (og leiðtogar hennar póli- tiska) þörf fyrir að mikla fyrir sér „sitt” framlag til striðsins — Bretar, jafnt sem Norðmenn eða Júgóslavar. Kalda striðið spillti miklu. Rússneska þjóðin, já og aðrar sovétþjóðir, átti vissulega innistæðu hlýhugar og þakklætis viða um lönd framan af, skiining á þvi hvað það er að missa 20 miljónir manna og kannski þriðjung þjóðarauðs. En margt það sem sovéskir leiðtogar gerðu, „útflutningur” þeirra á stalinskum stjórnarháttum til Austur-Evrópu, siðar Ungverja- land og þó einkum Tékkóslóvak- ia, allt þetta skerti inni- stæðurnar sovésku. Hvort sem mönnum likar betur eða ver, þá fer aðdáuná afreki, samúðvegna tjóns, nokkuð saman viö afstöðu til pólitiskrar forystu i riki sem á hlut að máli. Rússar voru vin- sælir og Stalin var þá vinsæll: „Gerum Jóa frænda að kóngi”, stóð furðu viöa I breskum her- skálum. Svo snýst allt við: Stalin verður skrýmsli á ný, Bréjsnéf fylgir eftir sinni kenningu i Tékkóslóvakiu, og þvi miður fylgir það með, að það er engu likara en ekkert geti Rússar lengur gott gert eða aðrir Sovét- menn. Þeim sem veit ekki minna um rússneska karla og konur en um stalinisma, risaveldapólitik og fleira þesslegt hlýtur að finnast þetta dapurlegt. En það er önnur saga.... AB. Munið ráðstefnuna (laugardag) kl. 13. Gamlir og nýir M-L félagar Sóknarsal i dag Nefndin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.