Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 28

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 28
DWÐVIUINN Helgin 27.—28. júni 1981 nafn víkunnar Davíð Á. Gunnarsson Langvinnri deilu læknastéttar við rikið vegna launakjara er lokið. Deilan stóð i rúmar 6 vikur og truf I- aði mjög almenna starfsemi sjúkrahúsa i Reykjavík. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri Ríkisspítal- anna hefur verið í eld- línunni undanfarnar vikur við að finna lausn á þessari kjara- deilu. Davið var fyrst spurður hvort búið væri að reikna út hversu miklar launa- hækkanir verða sam- kvæmt hinum nýgerðu samningum. „Það helur enn ekki verið gert”, sagði Davið, ,,en vita- skuld verðum við að gera það hið fyrsta. Viö verðum aö vita hver verður kostnaðarauki Rikisspital- anna vegna þessara hækk- ana. Hitt er svo annaðmál að allan þann kostnað má ekki reikna beina launahækkun til handa læknum. Liður eins og t.d. bilastyrkur er leiðrétting og greiðsla fyrir útlagðan kostnað lækna vegna starfa sinna. É;g held að talan 30- 35% sem Morgunblaöiö nefn- ir sem meðallaunahækkun hjá læknum sé of há. Það getur verið að einstakir menn fái þá hækkun en ekki allir. Hvernig gengur á spitölun- um, er lifið þar að færast i samt lag? „Mér viröist að það gangi allt miklu hraðar og betur fyrir sig að koma öllu i fastar skoröur en ég bjóst við. Mað- ur sér það þegar gengið er um spitalana að allt er að færast i eðlilegt horf, öllum til ánægju að sjálfsögðu. Það eru algerar undantekningar að mennséu ekki komnir til starfa sinna. Það tekur aftur á móti nokkurn tima að vinna upp ýmislegt sem varð aö fresta á meðan á deilunni stóð.” Hefur þessi deila bitnað alvarlega á sjúklingum? „Nei, ég get fullyrt að svo er ekki. Sjálfsagt verða sum- irsjúklingar að biða eitthvað lengur en ella og vissulega er það slæmt, en það er hin mesta firra sem haldið hefur verið fram að læknar hafi verið „með hnifinn á barka sjúkiinga”. Læknar eins og aðrar heilbrigðisstéttir eiga aftur á móti erfitt með að heyja launabaráttu, það veröa menn aö hafa i huga, miklu erfiðara en aðrar stéttir. — hs Aðalsími Kvöldsími 81333 81348 Abalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná i blaóamenn og aöra starfsmenn biabsins i þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins I slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Helgarsími afgreiðslu 81663 Frá Danmörku hittum viö þrjár kynslóðir, móður, son og barna- barn sem öll eru Kristiansen. Sonurinn Tony hefur dvalist á lslandi i eitt ár og móðir hans og barnabarn hennar eru komnar i heimsókn. „Við höfum gist i tjaldinu á leiðinni frá Akureyri til Reykja- vikur og það hefur gengið ágæt- lega. En Island er dýrtJand, þótt það sé vissulega þess viröi að skoöa þaö,” sagði Kiss Kristians- sen. Tony kvaðst hafa unnið i fiski á Akureyri og ætlar að vera hér áfram, en Kiss og Tanya veröa flognar af landinu þegar þetta birtist. Tanya litla sagðist ekkert kviða fyrir að fljúga, þvi hún hef- ur áður flogiö alla leið til Gran Kanaria. Á milli siðhærðra útlendinga, sem paufast um með potta sina og pönnur á tjaldsvæðinu rákumst við á einn islenskan upp á gamla mátann. Hann var að slá með orfi og ljá og punta til i kringum út- lendingana. Reyndar voru þeir fjórir þegar betur var að gáö sem voru að klippa og slá grasiö og reyta arfann frá trjánum með- fram svæðinu. Þeir sögðust heita Baldur, Björn, Sigurjón og Einar og vera i bæjarvinnunni. „Við höfum ekki undan. Arfinn sprettur stöðugt þótt litil spretta sé i öðru,” sögðu þeir. „Og hvað skyldi svo vera gert við afraksturinn, hjá sláttumann- inum?” „Blessuð vertu, þetta fer bara i tunnuna,” sagði Einar og hélt áfram aö slá. _ „Hvar lærðirðu að slá með orfi og ljá?” „Maður er alinn upp i sveit, hvaö heldurðu?” Með naumindum tókst okkur að tæla þá félaga i myndatöku áður en þeir geystust áfram með ljáinn og hrifuna. — þs. Þetta er Patrick Rainbault, sem ætlar að ferðast um heiminn á hjóli aleinn i tvö ár. Ljósm. — eik — Einar slær með orfi og ljá. Baldur, Björn, Sigurjón og Einar snyrta i kringum tjaldstæðið. Ekki er beinlínis hægt aö öfunda þá sem dvalist hafa ítjöldum i Laugardalnum í vor, þótt heldur sé nú aö birta til eftir allmarga sól- arlausa daga í júni. „Það er allt i lagi þótt það sé sólarlaust, bara ef það væri ekki alltaf þetta rok,” sagði Torbjörn Johansson, einn þriggja Svia, sem undanfarnar vikur hafa ferð- ast i kringum ísland og jafnan gist i tjöldum, nú siðast inni i Laugardal. „Verst var þetta fyrir norðan, þá fraus meira að segja i vatns- .tankinum hjá okkur.” En hvað dregur þrjá unga skólanema i sumarleyfi til Is- lands? „Eiginlega var þetta bara hug- detta. Við vissum fremur litið um landið. Nú vitum við heilmikið. Við fórum með rútu i kringum Is- land og það var mjög skemmti- legt. Okkur finnst alls ekki svo dýrt að ferðast á Isiandi, en auð- vitað spörum við mikið með þvi aö elda sjálfir og búa i tjöldum,” svarar Dan Tugen. Hvað finnst ykkur skemmtileg- ast að skoða á Islandi? „Leiðin frá Mývatni yfir til Egilsstaða var mjög heillandi, en Torbjörn Johanson, Ake Tugen og Dan Tugen bróðir hans, allir frá Stokkhólmi. Á tjaldstæðinu í Laugardal: íslenskur sláttumaður og franskur ferðagarpur ekki held ég að ég vildi búa þarna fyrir noröan.” Og viö kveðjum þá félaga og vonum að þeir komi reynslunni rikari heim til sin, en þeir fljúga héðan á föstudag. „Ég vinn viö tölvur, en hef nú tekið mér tveggja ára fri til að hjóla um heiminn,” sagði næsti feröalangur, alskeggjaður og sið- hærður Frakki sem var að sækja sér vatn i vatnsból þeirra Laug- ardalsbúa. Patrick Rainbault heitir hann og hefur veriö á hjólinu sinu um Skandinaviu i 9 mánuði. „Héðan fer ég til Kanada en þar ætla ég að vera i ár og hjóla um allt landið.” „Er þetta skemmtilegt lif?” „Já, miklu skemmtilegra en að vinna við tölvur,” sagöi þessi brosmildi Frakki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.