Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. júni 1981 Flestir munu sammála um að daglegt umhverfi skipti afar miklu máli fyr- ir andlega og líkamlega velferð manna. Þvi hljóta skipulags- og umhverfis- mál að varða hvern mann miklu. Samt er það svo að þau mál eru að mestu í höndum sérfræðinga# aðal- lega tæknimanna,og er það hald margra# að í ýmsum greinum hafi þessum fræðingum verið æðimis- lagðar hendur bæði fyrr og síðar. Sérstaklega að því er varðar uppbyggingu stórborga eftir stríð. Þarf ekki annað en litast um í borgum bæði í vestri og austri til að verða var við marga handvömmina svo að vægt sé til orða tekið. Gautaborg í Sviþjóð er ein þessara borga. Hún stækk- aði og þandist út með ótrú- legum hraða fyrst eftir Þróun í byggingalist og skipulagi borga eftir stríö strið,en stendur nú í stað. Með því að rekja nokkuð skipulags- og bygginga- sögu þeirrar borgar, sem reyndar átti að verða borg borga í Sviþjóð/ má fá all- gott yfirlit yfir stefnur og strauma í skipulagsmálum i hinum tæknivædda heimi frá því um 1920 og fram á þennandag. Þessi grein og önnur sem birtist i næsta helgarblaði er samantekt á umræöum, sem fram hafa farið meðal nokkurra Is- lendinga sem búa í borg- inni og hafa áhuga á skipu- lags- og umhverfismálum. Þeir heita Elin Árnadóttir, Helga Sigur jónsdóttir, Leifur Rögnvaldsson, Sig- rún Magnúsdóttir, Unnur Halldórsdóttir og Þorgeir Jónsson. Helga skrásetti textann, en Leifur gerði myndirnar. Funktionalismi Uppúr fyrri heimsstyrjöld tek-^ ur að ryðja sér til rúms ný stefna i byggingalist, svokallaður funkt- ionalismi (nytsemistefna), sem er ein grein modernismans. Einn af forgöngumönnum stefnunnar var Svisslendingurinn Le Corb- usier. en hann var arkitekt að mennt. Hann vildi að byggt yrði einfalt og ódýrt, einingar áttu að vera stórar og allt skraut og flúr bannlýst. Fyrir honum og öörum talsmönnum þessarar stefnu vakti að útrýma lélegu óg heilsu- spillandi húsnæði og byggja ann- að stærra og betra. Til að svo mætti verða, þurfti byggingalist- in að iðnvæðast. Hús og húshluta skyldi hér eftir framleiða i verk- smiðjum. Trúlega hefur Le Corbusier gert sér grein fyrir ýmsum ann- mörkum á þessum hugmyndum þvi a6 eftir honum er haft: „Safn- ið saman 2000 manns og ég mun færa þeim einmanaleikann”. Hvað sem þvi lfður er ekki að orð- lengja það að á árunum milli 1920 og 1930 veröur einhver mesta bylting i byggingalist og bygg- ingaiönaði sem um getur i sög- . Uppi á hæðinni sér í hverfið Gardsten, sem er eitt hinna sex hverfa i Angered. Þarbúa margir islendingar. Þarna mæt- ast svo sannarlega gamli og nýi tíminn. Skipulagsmálin rædd af kappi. Frá vinstri: Sig- rún, Helga, Þorgeir, Unn- ur og Elin. 11 Sl:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.