Þjóðviljinn - 27.06.1981, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Heigin 27.—28. júni 1981 | það versta” Rætt við Hólmfríði Ástu Bjarnason Eins og fram kemur annarsstaöar í blaðinu í dag/ verða haldnir styrkt- arhljómleikar fyrir MS - félag islands á mánudags- og þriðjudagskvöld. Mjög mikil fáfræði er ríkjandi meðal almennings um sjúkdóminn MS og til að fræðast um hann tókum við einn MS-sjúkling tali. Einnig báðum við doktor Gunnar Guðmundsson að segja okkur frá helstu atriðum um MS, sem er skammstöfun fyrir „multiple sclerosis" —og þýðir: margvísleg herðing eða örmyndun. Hólmfriður Asta Bjarnason liggur á Landspitalanum og er nú búin að vera þar i mánuð, en þetta er i sjöunda skiptið sem hún leggst þar inn vegna sjúkdóms sins. Hólmfriður er nitján ára og var sjúkdómurinn fyrst greindur i henni i mars 1978. Við spurðum hana hvernig hún hefði fyrst fundið fyrir MS-sjúkdómnum. bað var um áramótin ’78 að ég fór að finna fyrir dofa i iljum og fannst t.d. mjög einkennilegt aö ganga yfir þröskulda. Eg fór að tala um þetta við mömmu, en hún veitti þvi nú ekki mikla athygli, enda alvanalegt að fólk nefni eitt- hvað svipað þótt ekkert alvarlegt sé á ferðinni. 1 febrúar dofnaði svo annar fóturinn og þegar ég var t.d. aö hlaupa i strætó fannst mér ég eins og missa takt úr á hlaupunum. Ég fer nú til læknis og þegar hann er búinn að skoða mig segir hann: ,,Æ, já, og svona ung. Allt of ung...”. Mér dauðbrá og bjóst við einhverju hræöilegu, en þá heldurhann áfram: ,,... með æða- þrengsli”. Mér létti nú heldur og fer að ráðum hans og byrja strax þarna þennan mánudag að stunda böð, hlaupa og synda. Ég var þá i samræmdu prófun- um og við vorum að æfa fyrir leikfimiprófið. Mitt lið var aö æfa háan kollhnis og leikfimitim- inn alveg að veröa búinn, en við fengum leyfi til aö fara einn i við- bót i flýti. í hamagangnum skell ég á bakið og ligg smástund — stend siðan upp og liður alveg furðulega. í næsta tima er okkur sýnd krabbameinsmynd og þar sem ég sit á bekknum finnst mér ég vera að detta út af honum og held mér þessvegna fast i vinkonu mina. Ekki tekur betra við i matreiðslu- timanum, en þá er ég rekin heim vegna þess að ég missi alltigólf- ið. Ég fer nú til leikfimikennarans til að spyrja ráða þvi að ég er orð- in máttiaus i hægri handlegg og hægra megin i andlitinu. Ég hélt kannski að þetta væri eitthvað i sambanJi við að ég datt i leikfim- inni, en hún Var ekki á þvi en sagði aö ég gæti svosem farið upp á slysavaröstofu. Ég fer þang- að á sunnudag og finnst erindi mitt heldur ómerkilegt þegar ég sé fólk koma þangað misjafnlega blóðugt og slasað. Ég kemst þó að og kandidatinn sem skoðar mig segir aö a’lt sé i lagi með. tauga- svör, en ég held áfram að kvarta. bá er ég send á Grensásdeildina eftir helgi og þar er ég þaulspurö hvort ég hafi ekki mikið að gera vegna skólans og sé taugastrekkt. Ég kannast ekkert við það, enda er ég nú svo löt að ég mundi aldrei nenna að standa i svoleiðis stressi. En sjúkdómsgreiningin var sú að eitthvað þungt lægi á mér og ég þyrfti bara aö losa mig við það. Ég vissi nú ekkert hvað ég átti að gera og ættingjar minir orðnir áhyggjufullir. Föðursystir min, sem hafði verið ritari hjá John Benedikz taugasérfræðingiJiring- ir i hann og hann segir mér að koma á laugardag og siðan á mið- vikudag. Ég átti að vera að taka próf eins og ég sagði áöan, en gat ekkert skrifað vegna hægri hand- arinnar og svo er ég lögð inn á sunnudeginum og rannsökuð og sögð með taugabólgur. Ég ligg i viku og þá batnar höndin. Ég fer nú austur i Djúpavog til að vinna, en þar fæ ég bæði sjón- og jafn- vægistruflanir. Ég fer aftur i bæ- inn og vinn þar en fæ aftur jafnvægistruflun og svo annað kast um haustið. Mér var nú sagt að ég væri með MS, en fólki er ekki skýrt frá þvi fyrr en það hefur fengið 2—3 köst þvi að sumir fá svona kast aðeins einu sinni á ævinni og þvi óþarfi að vera að segja þeim frá þvi. Hvernig varð þér við að heyra sjúkdómsgreininguna? Ég vissi ekkert um MS áður og mér varð svo sem engan veginn við. Ég varð fegin'1 að fá sjúk- dómsgreiningu — þar að auki vil ég leggja áherslu á að ég er nú lika bara ósköp venjuleg manneskja á milli kastanna. Ég fer á böll og skemmti mér alveg eins og jafnaldrar minir. Hvernig Iýsa þessar sjóntrufl- anir sér? baö er mjög misjafnt. Ég var t.d. einu sinni hálfblind i tæpa fjóra mánuði og svo hef ég lfka séö svona eins og þegar „snjór” er á sjónvarpsskermi, allt á iði. Gera köstin boð á undan sér? Ja, þau koma að visu ekki á sekúndubrotij maður verður kannski óstöðugur, dofnar, sem getur verið viðvörun, en það þarf ekkert að verða úr þvi. Allir geta jú fengið ek. doða. Núna fann ég til i hnénu og það varð erfiðara að dansa. Maður er kannski á fullu og fer allt i einu að týna taktinum. Nú ert þú i skóla. Hefur þú ekki tafist i námi? Jú. Ég byrjaði i Menntaskólan- um við Sund en fór svo i Hamra- hlið þvi að þar er kerfið þannig að alltaf er hægt að halda áfram þar sem frá var horfiö þótt hlé verði á náminu. Hvernig brugöust vinir þínir við er þeir vissu um veikindi þin? begar fólk þarf að liggja lengi á spitala — sem er nú ekki langur timi hjá mér miðað við marga aðra — þá finnur það út hverjir vinirnir eru. Ég hef komið mér upp einskonar flokkunarkerfi yfir þá. Sumir standa ekki undir þvi nafni og bafa breyst i kunningja. Vinir minir ræða þetta við mig án nokkurs tepruskapar þótt þeir geri sér kannski ekki fulla grein fyrir MS. Annars finnst mér ég ekki vera veik. Manni er sagt sem krakka að ef fólk finni ekki til sé það ekki veikt. Sumir MS-sjúk- lingar finna til en ég er svo heppin að hafa sloppið viö það. Köstin eru stundarfyrirbrigði. Fólk málar gjarnan skrattann á vegginn. Ef ég dett, eins og oft kemur fyrir stálhraust fólk,verða allir dauðskelkaðir svo að best er að þegja yfir þvi. Innst inni veit ég auðvitað að ég get hugsanlega orðið bækluð af völdum MS, en ég læt ekki draga mig niður með þessu eilifa: við skulum vona það besta. Ég meina-þetta er það besta; Ég ætla að skemmta mér ærlega um verslunarmanna- helgina og fara til Spánar i sumar. Ég vil miklu frekar að fólk spyrji: Hvenær ferðu úr hjólastólnum? bvi að þegar allir vita hvernig málin standa er ó- þarfi að vera alltaf að tala um þau. Oft má satt kyrrt liggja. Annars þoli ég nú ekki hvað þeir eru lengi að finna út hver orsök sjúkdómsins er. bað versta við að vera með þennan sjúkdóm finnst mér öryggisleysið. Ég sem er nitján ára tala eins og gömul kona þegar verið er að ráðgera fram i timann —,,ef heilsan leyfir”. Og i sam- bandi við atvinnu verð ég að hafa i huga að ég get ekki staðið né skrifaö mikið o.s.frv.. Hvernig meðferð fá MS-sjúk- lingar? bað eru engir tveir MS-sjúk- lingar eins, misjafnt hvað köst standa lengi, hvernig þau eru og hvað gerist. Ég er nú bæði i iðju- þjálfun og æfingum. Einnig er ég i lyfjameðferð, en það er ekkert stólandi á hana frekar en sjúk- sóminn/79 tók það þrjár vikur að fá svörun við lyfjunum hjá mér, en svo hefur það tekist á hálfum sólarhring en tekur lengri tima i þetta skiptið. Meta verður i hvert skipti hvort setja á fólk á lyf og þeim fylgja ýmsar aukaverk- ani.Maður fær t.d. bjúg, það sést á húöinni og hætt er við úrkölkun beina. '79 eyðilagðist til dæmis mjaðmarliöur i mér og siðastliðið sumar var skipt um lið svo að ég er stálslegin i orðsins fyllstu merkingu. Var það ekki mikil aðgerð? baö var a.m.k. djöfull sárt aö labba fyrst á eftir en þetta heppnaðist sérstaklega vel og er i góðu lagi nú. Viltu ekki scgja eitthvað aö lok- um svona tii að hafa þetta i klass- iskum stil? Ja — það er náttúrlega að hvetja alla til að koma á hljóm- leikana i bjóðleikhúsinu.En heyrðujég vona bara að dyra- verðir sjái ekki þetta viötal og komist að þvi að ég er ekki oröin tvitug. bá færi fyrir mér eins og vinkonu minni sem var 17 ára þegar þið birtuð forsiðumynd af henni með þeim afleiðingum að allir dyraverðir bæjarins vita hvaö hún er gömul — það gæti viða orðið erfitt að komast inn. —A. allt til keramikgerðar W • Leir • Verkfæri • Rennibekkir • Leirbrennsluofnar (ðKevamikljúóib /;/. Sigtúni 3 — Sími 26088 Gunnar Guðmundsson prófessor: Orsökin fyrir MS er óþekkt Gunnar Guðmundsson prófessor er yfirlæknir á Ta ugal áek nin gad eil d Landspitalans og við spurðum hann hver væri helst álitin orsökin fyrir MS. bað er nú skemmst frá þvi aö segja að orsökin er óþekkt en menn hallast æ meira að þvi aö þetta sé veirusjúkdómur þótt veiran sjdlf hafi ekki fundist. A- litiö er að fólk smitist fyrir fimmtán ára aldur a.m.k. og fer þaö eftir þvi i hvaða vefjaflokki fólk er hversu hætt þvi er viö að fá MS. Einnig er MS algengastur i norðlægum löndum og hérlendis koma fram árlega 4-6 ný tilfelli á ári sem er nokkuð há tíðni. Ein kenning um orsök MS sem ég hef sérstakan áhuga á er sú, að samband sé á milli hundafárs- faraldra (athJekki hundaæði) og aukningar MS-tilfella. betta er aö vísu ósannað mál en til stuðnings þessari kenningu er bent á að á Orkneyjum og Shetlandseyjum, þar sem MS er þrefalt algengari en mest gerist annarsstaðar, er hundafár mjög algengt. Og hingað hefur komið ástralskur læknir sem er að gera kannanir I sambandi við kattafár og MS. I Færeyjum var MS nánast óþekkt fyrir strið. Seinna á fjórða ára- tugnum komu fram þó nokkur til- felli en tveim árum áöur hafði komið upp pest i hundum sem Bretar voru með þar á striðs- árunum. bá kenningu að MS sé ættgengt styður þaö, að fleiri en eitt tilfelli kemur upp isömuættinni sem svo aftur sannar aö MS kemur fremur fram i sumum vefjaflokk- um en öðrum. Svo hallast sumir að þvi að fæða hafi áhrif, t.d. mettaöar og ómettaðar fitusýrur. Er ekki erfitt að greina MS I fólki þar sem hann virðist koma fram á svo margvislegan hátt? JU.þetta er mjög lúmskur sjúk- dómur og ekki til neitt ákveöið próf sem greinir hann og hann getur likst öðrum sjUkdómum. bað getur þvi tdeið dálitinn tima að greina hann nema I mjög ein- kennandi tilfellum. Hann getur t.d. lýst sér I sjóntruflun, blindu, dofa, gangtruflun og lömun. bessar afleiðingar MS stafa af þvi að likaminn myndar mótefni gegn þessari veiru, hvort sem þæreru ral ein eða fleiri. Utan um veiruna er hjUpur og álitið er að brenglun verði i mótefnastarf- semiliTcamans vegna þess að fitu- efnið i hjUp veirunnar likist hjUpnum sem einangrar tauga- þræði I miötaugakerfi — merg- sliðrinu. Mótefnið ræöst þvi á mergsliðrið i staö veirunnar og þá koma einkenni MS fram. bessi brenglun fer eftir vefjaflokkum eins og áður segir. —A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.