Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 5
Helgin 27.-28. júni 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Jóhanna Bjarnadóttir 90 ára þann 29. júní A mánudaginn kemur þann 29. júni veröur Jóhanna Bjarnadóttir frá Asgarði i Dölum 90 ára. Svona liöur timinn hratt. Ekki má minna vera en Þjóöviljinn sendi henni sinar bestu afmælis- kveöjur svo lengi sem blaöiö og hún voru eitt. t húsi Þjóðviljans aö Skóla- vöröustig 19 bjó Jóhanna hátt á annan áratug meö Jóni heitnum Bjarnasyni, blaöamanni og fréttastjóra Þjóöviljans. Heimili þeirra var öll þau ár sem hluti af ritstjórnarskrifstofum blaðsins. Hún var hollvættur húss og blaös. Nú hefur um sinn verið vik milli vina. Ekki aöeins þaö, aö Jó- hanna flytti i Kópavoginn fyrir svo sem 20 árum, heldur lika hitt, aö trúlega er hún enn jafn blóö- rauð i skoðunum sem fyrr, rót- tækust allra kvenna, en viö sum og blaðiö oröin hálfgeröir undan- villingar og endurskoöunarsinn- ar. Jóhanna Bjarnadóttir býr aö Skjólbraut 7 i Kópavogi. Hún veröur aö heiman á afmælisdag- inn. Sá sem þetta ritar kom fyrst i hús Jóhönnu og Þjóðviljans sumariö 1952. Ósköp var nú gott að vera atvinnulaus en eiga visan mat og pólitiska uppfræöslu i eld- húsinu hjá Jóhönnu. Þetta uröu vist þrjár vikur eöa jafnvel mán- uður. Þá hefur Jóhanna veriö liölega sextug. Mér finnst i endurminn- ingunni aö hún hafi verið mun yngri, en þó lifaö alla Islandssög- una og tekið þátt i baráttu verka- lýösstéttarinnar fyrr og siöar vitt um veröld. Þær stóöu henni báöar viö hlið Auöur djúpúöga og Rósa Lúxem- búrg. Nú er Þjóðviljinn kominn i nýtt hús og hér er mikiö um ungt fólk, sem fátt veit um Jóhönnu. Þó má mikiö vera ef hún vitjar ekki eins og eins i draumi, þegar mikið liggur viö, jafnvel þeirra sem vita ekki hver hún er. Aö minnsta kosti eru fáir lik- legri en Jóhanna til að vernda okkur sem munum hana fyrir fallgryfjum kratismans. Þar sem viö stöndum á brúninni heyrum viö hana kalla. Þaö er aövörunar- og sann- leiksraust. Hér veröur engin afmælisgrein skrifuö, aöeins þessi fáu orð fráÞjóöviljanum og okkur öllum i hans nýja húsi. Liföu heil Jóhanna. Kjartan Ólafsson Læknaritari óskast Læknaritari óskast frá og með 15.ágúst 1981. Umsóknarfrestur er til 15. júli nk. Heilbrigðiseftirlit rikisins Siðumúla 13 105 Reykjavik. Akraneskaupstaður Heilbrigðisfulltrúl Auglýst er laust til umsóknar starf heil- brigðisfulltrúa á Akranesi. Ráðningartimi er til 1. ágúst 1982. Um er að ræða hlutastarf. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 5. júli 1981. Bæjarritari. Háskólahátíð á morgun Minnst 70 ára afmælis Háskólahátið veröur haldin i Háskólabiói nk. laugardag kl. 2 siðdegis, og verður þar minnst 70 ára afmæiis Háskólaislands jafn- framt þvi sem kandídatar veröa brautskráðir. Athöfnin hefst með þvi að málmblásarakvintett úr Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur. Háskólarektor, prófessor Guömundur Magnússon, flytur ræðu. Siöan veröur lýst kjöri heiöursdoktora og afhent doktorsbréf. Deildarforsetar af- henda prófskirteini. Háskólakór- inn syngur nokkur lög; stjórnandi Hjálmar Ragnarsson. Aö þessu sinni verða braut- skráðir 232 kandidatar. Lesendur kusu aö gina viö peðinu á Ari 5. Helgi vikur biskupnum undan og staðsetur kauöa á 49. Bc4. Er þá upp kom- in eftirfarandi staöa: abcdefgh „Jack Magtmf»»g hin nýja plata PHPkp |J| Jakobs Magnússonar psgflfBÉjji ■yb er mögnuö plata. ■Kfcfoö finna þá mestu gæöa vinnu se BÉÖ.,af hendi hvaö varöar upptökL hf|8pHKhit,.flutning og alla framsetri m En auk ofangrfírií»«:ef tettfeMBpralsmerki M „Jack Mag: rmahúmorinn e k iKjfjarrigoö u gamni. Þú skalt því nota næsta tækifæri sem þér gefst, til aö gefa „Jack Magnet“ gaum. ViÖ leyfum okkur aö óska þér fyrirfram til hamingju meö i ' . .... .s. . « , . nýju plötuna, slíkt er aödráttarafl sUiðcrhf Heildsoludreifing simar 85742 og 85055.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.