Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. júni 1981
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjódfrelsis
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Ólafsson.
Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson.
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Blaöamenn: Alfheiður Ingadóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir,
Kristin Astgeirsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórs-
son.
lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Svanhildur Bjarnadóttir.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Siguröardóttir.
Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns-
dóttir.
Ctkeyrsla, afgreiösia og auglýsingar: Siöumúla 6,
Reykjavik, simi 8 13 33.
Prentun: Biaöaprent hf..
rits4jj6rnararcin____________________________
Nauðsynlegt aðlögunargjald
• AAikil deila er nú risin út af því hvort okkur íslend-
ingum sé stætt á því að endurvekja svonefnt aðlög-
unargjald á hluta af innfluttum iðnaðarvörum. En
gjald þetta var einkum sett á iðnvarning innfluttan
sem keppir við innlendan iðnað, og ætlað til að vernda
hann gegn ójaf nri samkeppni erlendis f rá. Iðnrekend-
um þykir sem viðskiptaráðherra, Tómas Árnason,
reki erindi þeirra slælega á vettvangi EFTA og Efna-
hagsbandalags Evrópu. Hefur Davíð Scheving
Thorsteinsson látið hafa eftir sér, að Tómas hafi
pantað nei frá Brussel og Genf, og einnig að andstað-
an við aðlögunargjaldið sé í viðskiptaráðuneytinu í
Reykjavík en ekki í höfuðstöðvum EFTA og EBE.
• Þessu hefur viðskiptaráðuneytið mótmælt harð-
lega og talið gagnrýni iðnrekenda óhróður einn. Hafa
hinar hatrömmu deilur iðnrekenda og viðskiptaráðu-
neytis mjög snúist um ummæli dansks fulltrúa hjá
EBE, og hvort hann haf i talið að EBE myndi láta það
gott heita þótt aðlögunargjaldið yrði sett á að nýju.
Davíð Scheving telur hann hafa bentokkur á leið til að
EBE mótmælti ekki aðlögunargjaldinu. Viðskipta-
ráðuneytið hefur á móti látið hinn danska kontorista
sverja gagneið við það sem forysta iðnrekenda telur
hann hafa sagt.
• En mönnum virðist hinsvegar með öllu hafa
yf irsést hið grátbroslega í allri þessari deilu, sem er
auðvitað það að íslensk stjórnvöld þurf i að leita leyf is
á meginlandi Evrópu til að mega beita þeim hag-
stjórnartækjum sem þau telja sér henta. Og ummæli
dansks skrifstofumanns suður í Brússel verða allt í
einu meiriháttar vitnisburður um lögmæti stjórnarat-
hafna viðskiptaráðherra Islands. Burtséð frá afstöð-
unni til EFTA og Efnahagsbandalagsins virðist full
ástæða til að staldra við þegar umræðan er komin á
svona skringilegt plan og spyrja: hverjir stjórna ís-
lenskum efnahagsmálum?
• En hví er aðlögunargjaldið svona mikilvægt fyrir
íslenskan iðnað? Jú, iðnaður stendur hér höllum fæti
gagnvart iðnaði Evrópuríkja, og reyndar fleiri. Sá
iðnaður er reyndar styrktur í bak og fyrir, Ijóst og
leynt. Kemur þar m.a. til hið geigvænlega atvinnu-
leysi, sem hefur kallað á stuðningsaðgerðir stjórn-
valda íflestum löndum EFTAog EBE. Eftirað aðlög-
unartíma (slands gagnvart innflutningi frá EFTA
lauk og tollar á iðnvarningi frá löndum bandalagsins
áttu niður að falla var Ijóst að samkeppnisaðstaða ís-
lensks iðnaðar væri mjög slæm, ekki hvað síst hús-
gagna- fata- og sælgætisiðnaðar. í tíð síðustu vinstri-
stjórnar var þvi farið á stúfana og samið um aðlögun-
argjald til 1. jan 1981. Voru það þeir Svavar Gestsson,
þáverandi viðskiptaráðherra og Hjörleifur Guttorms-
son, iðnaðarráðherra, sem stóðu f yrir því að islenskur
iðnaður fékk þessa vernd. En ekki voru allir sammála
um að rétt væri að fara þessa leið, og hörðustu f rjáls-
hyggjutrúboðar töldu þetta ósvinnu hina mestu.
• Enn deila menn um aðlögunargjaldið, og nú um
það hvort leggja beri það á að nýju. Engum blöðum
er um það að f letta að f ull þörf er á aðlögunargjaldinu
til að styrkja samkeppnisaðstöðu íslensks iðnaðar
gagnvart innfluttum iðnaðarvörum. Alþýðubandalag-
ið er nú sem fyrr hlynnt aðlögunargjaldinu og Hjör-
leifur Guttormsson, iðnaðarráðherra hefur látið þá
skoðun f Ijós, að aðlögunargjaldið myndi mæta skiln-
ingi hjá mótaðilum erlendis ef á það yrði látiö reyna.
• Enginn vafi leikur á því að aðlögunargjaldið
myndi laga samkeppnisaðstöðu iðnaðarins og þar með
styrkja atvinnuástand í landinu. Þótt við höfum hing-
að til sloppið við atvinnuleysi það, sem plagar ríki
EFTA og EBE, þá megum við aldrei taka á atvinnu-
málunum af léttúð. Þess vegna ber viðskiptaráðherra
að reka af sér það slyðruorð sem iðnrekendur vilja nú
koma á hann, sækja málið að nýju og fá fram sam-
þykki viðsemjenda okkar við aðlögunargjaldinu, rétt
eins og gert var í síðustu vinstristjórn fyrir forgöngu
Alþýðubandalagsins.
• Viðskiptaráðherra til hvatningar má benda á, að
ef enginn árangur næst varðandi aðlögunargjaldið, þá
getur það auðveldlega orðið til þess að aukinn þrýst-
ingur myndist á hann um að fella gengi krónunnar. Og
allir vita hver áhrif slíkt myndi haf a á baráttuna gegn
verðbólgunni. eng.
úr aimanakínu
ÞJOFAR I
PARADÍS
Andar- og arnareggjum,
fálkaungum, silfurbergi og ö&r-
um sérstæöum steintegundum,
auk ýmissa annarra náttiiru-
verðmæta, hefur á undanförn-
um árum og jafnvel áratugum
veriö stoliö og numiö brott af
landinu i ömældu magni af
erlendum þjöfum. Hörö orö en
þvf miöur sönn.
Það er ekki fyrr en á siöustu
árum aö allur almenningur hef-
ur vaknað tilvitundar um þessa
hluti, þótt náttdruverndarmenn,
viökomandi landeigendur og
fleiri hafi löngum varaö viö
grunsamlegum feröum Utlend-
inga i varpstööum og annars
staöar þar sem fágæta muni er
aö finna.
En hvers vegna hafa þessir
óprúttnu aöilar geta gengið svo
til óáreittir og tekiö af landsins
gæöum eftir eigin lystileik, án
þess aö nokkrar fyrirbyggjandi
ráöstafanir hafi veriö gerðar?
Hvernig stendur á þvi aö þessir
menn rata á réttu staöina, eins
og þeir hafi dvaliö hér löngum,
en eru í raun hérlendis i fyrsta
sinn? Þaö er von að bæöi
náttUruvemdarmenn og aörir
spyrji þvilikra spurninga.
Hversu mikiö magn af náttUru-
minjum hefur veriö flutt ólög-
lega Ur landi? Hvar er þvi
smyglaö Ut? Hvert er þaö flutt?
Eru kannski einhverjir Islend-
ingar með i ráöum? Eru pening-
ar borgaöir undir boröiö til
landeigendanna og/eöa e.t.v.
fleiri aöila?
íslendingar hafa lengi veriö
grunlaus þjóö, og yfirleitt ekki
rankaö viö sér i málum sem
þessum fyrr en I óefni er komiö.
Samt vita landsmenn aö stuldur
náttUruminja erekkerteinsdæmi
, á tslandi. Hér er um alþjóöiegt
vandamál aö ræöa. Peninga-
furstar hvort heldur i Evrópu,
Amerfku og nú siöast I Arabiu,
þar sem oliuauöurinn sér um
stna, teljaekki eftir sér þá aura
sem leiguþýi er greitt fyrir
ránsferöir viöa um heim þar
sem sjaldgæfa og eftirsótta
muni er aö sækja úr náttUrunni.
Peter H. Sand skrifaöi nyiega
grein í náttúruverndartimarit
Evrópuráðsins sem hann kallar
„Stop this shameful Traffic!” I
greininni kemur m.a. fram að
stuldur á dyrum, dyraskinnum
og náttdrugripum veröur slfellt
stórfelldari og jafnvel skipulögö
glæpasamtök eru komin I spiliö.
Hann tekur dæmi af nokkrum
dyra- og náttúrugripaþjófnuö-
um sem komist hafa upp á siö-
ustu árum.
Lúðvík
Geirsson
skrifar
I Frakklandi fundust um borö
I skipi f Bordeaux 8 chimpans-
apar, 2 krókódilar og fleiri fá-
gætdyr sem stoliö haföi veriö i
vestur-Afriku. 1 april i fyrra
komu þyskir tollþjónar á
Frankfurt flugvelli upp um
smygl á 3600 stórum kaktus-
plöntum og 141 nashyrnings-
horni sem áttu aö fara til
Bremen á fölsuöum flutnings-
skilrfkjum frá Kenya. Interpol
hefur nú hominí sinni vörslu. 1
ágdst á sföasta ári fann ind-
verska tollþjónustan 150.000
snákaskinn og 500 oturskinn
sem veriö var aö smygla frá
Calcutta-flugvelli til Frankfurt.
Fleiri dæmi má nefna, en þessar
tölur ættuaö gera öllum ljóst aö
hér eru engir smásmyglarar á
ferö. Hvaöa hugmynd hafa Is-
lendingar um, hversu míkfu af
eggjum, ungum, grjóti og ööru
hefur veriö stoliö hér?
Ljóst er aö stærsti hlutinn af
þeimnáttúruminjum og munum
sem horfiö hafa héöan á undan-
förnum árum, hefur fariö I
gegnum Smyril. Tollgæsla hefur
veriö li'til sem engin og kunnugir
telja að ósvffnir „feröamenn”,
ef nota má slík orð yfir þjófa,
hafifariöá hlöönum bilum bein-
ustu leiö um borö I Smyril, eftir
aö hafa hirt sitt af hverju vitt og
breitt um landiö. Ekkert vanda- 1
mál, og þar fer ágætlega um
egginn og ungana á leiöinni yfir
hafiö, til peningamanna sem
biöa vöru sinnar.
Aukiö eftirlit meö feröum
manna má ekki vera meö þeim
hætti, aö bæöi innlendir sem er-
lendir feröamenn hverfi frá þvi .
aö skoöa undur og náttúru
Iandsins. Lausnin á þeirri óvirö-
ingu sem bæöi landi og þjóö er
sýnd, hiytur þvi aö vera sú, að
stórauka eftirlit viö brottför úr
landi. Hví má ekki skoöa i far-
angur erlendra feröalanga þeg-
ar þeir yfirgefa landiö, likt og
farangur Islendinga er grann-
skoöaöur viö borttför hingaö
heim frá Evrópu og viðar? Hafi
þetta fólk ekkert aö fela, þvi
betra.
Hins vegar verður ekki litiö
fram hjá þeirri staöreynd aö er-
lendir feröamenn, sem skortir
ekki fé, þar sem gull og gersem-
ar biöa i heimalandinu ef ráns-
feröin heppnast, koma ekki allir
með venjulegu farþegaflugi eöa
Smyrli. Hér lenda daglega
einkaflugvélar, og stór og
smærri skip leggjast viö festar.
Þar þarf einnig eftirlit aö vera
fyrir hendi.
Mönnum veröur ef til vill
spurn, hvort hér sé mælst til að
landiö veröi aö einhverju alls-
herjar farangursskoöunarlandi,
svo illa sem slikt orö hljómar.
Vissulega þurfum viö likt og
aörar þjóöir, hvort sem er I
Amerlku eöa Afríku, Asiu eöa
Astrali'u, að vera vakandi yfir
okkar náttúruauöi og vernda
hann meö öllum mögulegum
ráöum. Þaö er til litils aö friöa
fjölmargar fuglategundir, jafn-
vel heilu landssvæðin og búa
sem best aöymsum hlutum eftir
þvi sem vit og geta leyfir, ef út-
lendir og ef ekki innlendir þrjót-
ar einnig, eiga aö geta gengiö I
þessa hluti aö vild.
Andaregg frá Mývatni, þar
sem er aö finna eitt fjölbreytt-
asta andarvarp i heimi á svo
takmörkuðu svæöi, eru seld
eggjasöfnurum og andagaröa-
búendum i Evrópu fyrir háar
upphæöir. Hér er ekki um aö
ræöa eitt og eitt egg sem hverf-
ur viö Mývatn og viðar, heldur
hundruö ef ekki þúsundir eggja.
Fálkaungar og fálkaegg eru
seld olíuauöjöfrum við Persa-
flóa fyrir svimandi upphæöir, og
þar er ekki um aö ræöa einn og
einn fugl, heldur eins mikiö og
hægt er aö útvega, þvi tamdur
veiöifálki er miklu glæsilegra
stööutákn hjá þessum mönnum,
en rándýr Rolls Royce.
Þá er einnig taliö fullvist að
arnaregg hafi horfiö úr hreiör-
um, þóttenn hafi ekki tekist að
hafa hendur I hári slikra þjófa.
Þaö vita allir Islendingar
hversu komiö er fyrir arnar-
stofninum. Þessum fugli sem er
stoltlandans, en fæstir hafaséö
meö eipn augum.
1 spurningunni um hvort yfir-
völd, landeigendur og aörir
landsmenn ætli aö taka á þess-
um málum, svo koma megi I
veg fyrirfrekari áföll af völdum
ræningja i paradis Islenskrar
náttúru, felst þaö hvers konar
náttúruauölegö viö viljum og
ætlum aö skila komandi
kynslóöum
-Ig-