Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.—28. júnl 1981 Helgin 27.—28’. júni 1981 ÞJÓÐVI1.JINN f-i StÐA 15 < FJÖRTÍU ÁR FRÁ INNRÁS ÞÝSKA HERJA í SOVÉTRÍKIN: Þýsku herirnir/ sem áð- ur höfðu vaðið yfir Dan- mörku og Noreg, Holland og Belgíu, og Frakkland og Júgóslavíu, þeir sóttu hratt fram. Dauði og tor- tíming sótti heim gífurleg svæði í vesturhluta rikis- ins. Mikill hluti sovéska loftflotans var eyðilagður á jörðu niðri. Innan fimm daga höfðu þýsku herirnir sótt fram í gegnum allan austurhluta Póllands, sem Stalín hafði innlimað 1939, og tekið höfuðborg Hvíta-Rússlands, Minsk. Þetta var sannkölluð leift- ursókn. Áttunda júlí voru Þjóðverjar farnir að gera að þvi skóna, að „í raun" væru þeir búnir að vinna stríðið í Rússlandi. Harðir undir tönn En þrátt fyrir mikiB tjón á mönnum og hergögnum fyrstu daga striðsins, og þrátt fyrir margt það i nýlegri sögu Sov- etrikjanna sem veikti hernaðar- mátt Rauöa hersins, reyndist hann fljótlega miklu harðari und- ir ttJnn en leiðtogar nasista gerðu ráð fyrir. Það var barist af hörku um Smolensk og um Kief — en þar lenti lika mjög stór sovéskur her iherkviiseptember og a.m.k. 200 þúsundir manna voru teknir til fanga eftir þá orrustu eina. Að- almarkmiö þýsku herjanna i haust- og vetrarsókninni var samt Moskva: taka höfuðborgar- innar átti að verða Rússum það sálræntog hernaðarlegt áfall sem þeir gætu ekki náð sðr eftir. Þjóðverjar komust ótrúlega nálægt Moskvu þá um veturinn. Þeir voru komnir norður fyrir borgina og austur fyrir hana að sunnan og 20—30 kilómetrar skildu framsveitir þeirra frá borginni að vestan i byrjun desember. En þeir komust aldrei lengra. Þýskir herfræðingar hafa lengst af siðan gert sem mest úr þvi.hveilla vetrarhörkurnar léku þýska hermenn og skriðdreka. Það mun að sönnu rétt, að rússneskur vetur lék Þjóðverja verr en Rússa. En annaö hefur þó skipt meira máli. Annarsvegar það, að rússneska herstjórnin hafði komist að þvi, aö banda- menn Þjóðverja, Japanir, ætluðu ekki að ráðast inn i Siberiu i bili, og þvi var óhætt að senda úrvals- sveitir frá Siberiu til aöstoðar varnarliði Moskvu. I annan stað börðust Rússar af fádæma garp- skap. Þeir höfðu fljótlega komist að þvi, að það var ekki um neina „venjulega” óvini að ræöa, þar sem voru t.d. þýskar SS-hersveit- ir sem fóru um þorp og bæi myrð- andi og brennandi. Flest tilhlaup til að reka strið með „riddara- skap” eins og brá fyrir þegar áð- ur var sótt austur — 1914 eða 1812, voru úr sögunni. Striöið viö hervél nasismans var algjört strið. Og þaö urðu til frægar hetjusögur i veruleikanum eins og sagan af sveit Pamfilofs, 28 mönnum, sem vörðu veginn til Volokalansk: þeir eyöulögðu átján skriðdreka með handsprengjum og bensin- sprengjum og féllu allir sem einn: foringinginn kastaöi sér særöur meö handsprengjur undir skriödreka og sprengdi hann i loft upp. Og Þjóðverjar komust ekki yfir þann veg. Mikilvæg átök Seinna um veturinn gat sovéski herinn sótt fram og hrundið óvinaher aftur um 100—200 km frá Moskvu. Enn haföi strlösgæf- an þó ekki snúist viö. Þjóöverjar áttu eftir að sækja langt fram inn suöurhluta landsins og allt inn i Noröur-Kákasus, þaö var svo ekki fyrr en næsta vetur, 1942—43, aö striösgæfan snerist viö hjá Stalingrad. En orrustan um Moskvu fyrir fjörutiu árum haföi gifurlega þýöingu, fyrir Rússa og svo bandamenn. 1 fyrsta sinn haföi tekist að sýna fram á að Fyrir fjörutiu árum, þann 22. júni 1941 hófst innrás þýskra herja i Sovétrikin. Þar með var hafinn hrikalegasti og afdrifarikasti kapituli i sögu heims- styrjaldarinnar siðari. Þegar Hitler til Moskvu þýska hervélin var ekki ósigrandi. Og einmitt strax þá um haustiö og veturinn kom það i ljós, hve gifurlega stór hluti styrjaldarbyrðarinnar lagðist á herðar Sovétmanna. Fram til 10. desember 1941 hafði þýski herinn misst 775 þúsundir manna, eöa um fjórðung af þvi 3.2 miljón manna innrásarliði sem af stað fór i júni. Af þeim voru 200 þúsund fallnir. Til samanburöar má nefna, að sigurför Hitlers i vest- urátt árið 1940 hafði kostað hann aðeins 156 þúsundir manna, þar af féllu 30 þúsund, hinir særðust. Astandið var firnalega alvar- legt. A þvi landi sem þýskir herir höföu hertekið i nóvember hafði sprottiö 38% af öllu korni lands- manna, 80% af sykrinum, kom þaðan, þar voru 60—80% nautpen- ings og svina. Iðnaðurinn dróst saman um 40—50%. Það var kannski ekki nema von, að erlendir fréttamenn i Moskvu byggjust við hruni og uppgjöf. En af henni varð ekki. Þegar allt lék ilyndi: ChurchiII, Averell Harriman, Stalin og Molotof. Nýjar sveitir aö austan marséra i gegnum Moskvu á leið til vigvallanna Eftir r Arna Bergmann Gagnáhlaup Skæruliðar hengdir i Minsk. Ekki hörfa, minir menn. r Astæður undanhalds Seinna meir var margt skrifað um ástæðurnar fyrir þvi, að Þjóð- verjar geystust svo fram. Þær voru vitanlega margar. Þýski herinn var öflugur og striðs- reyndari en hinn sovðski, þó til- tölulega óþreyttur. Hreinsanirnar 1937—38 (sem aö þvi er varðar yf- irstjórn sovéska hersins voru að þvi leyti verk þýsku leyniþjónust- unnar, aö hún hafði komið i gegn- um .Benes, forseta Tékkósló- vakíu, fölskum heimildum til Staljins um sviksemi ýmissa bestu herforingja Rauða hersins), þess- ar hreinsanir höfðu mjög veikt forystulið hins sovéska hers. Það er ofmælt að Stalin hafi trúað bókstaflega þeim griðasamningi sem hann geröi við Hitler 1939, en hitt er sennilegra, að hann bjóst ekki við aö þurfa að berjast við Þjóðverja fyrr en 1942, og féll svo i erfðasynd margra valdsmanna, að taka ekki mark á þeim upplýs- ingum um liösafnað Þjóðverja, um „Barbarossa-áætlunina” sem honum bárust úr ýmsum áttum, m.a. frá fremsta njósnara Rússa, Richard Sorge i Japan. Þá hafði einfaldur og sjálfumglaður opin- ber sovéskur áróður gert sitt til að skapa falskt sjálfstraust: það var mjög klifaö á þvi, aö hverri árás á Sovötrikin myndi hrundið umsvifalaust, aö bardagarnir yrðu háðir á óvinalandi — og aö likindum myndu verkamenn i heimsvaldasinnuðu riki risa upp gegn þeim valdhöfum sinum sem dirfðust að ráöast á „föðurland sósialismans”. Og aö lokum: enn voru ekki komin i gagnið þær flugvélar og þeir skriödrekar (T-34) sem áttu eftir aö leysa úr- elt vopnaf hólmiiRauða hernum. Þjóðin og kerfið Menn hafa lika spurt: hvers vegna reyndust Rússar Hitler miklu harðari undir tönn en aðrir andstæðingar? Hvers vegna veittu þeir snarpara viðnám, hvers vegna gáfust þeir ekki upp þegar allt að þvi hálf matvæla- framleiðslan og stór hluti iðnaö- arins var genginn þeim úr greip- um? Var þaö hin rússneska „þjóöarsál” sem stóöst allar raunir, eða var það sovétskipu- lagið? Slikum spurningum verður seint svarað. Ýmislegt i sovéskri sögu auðveldaði Þjóðverjum leik- inn framan af: beiskar minningar um hreinsanir og mannfreka samyrkjuherferö leiddi t.d. til þess aö i ýmsum plássum, eink- um i Okrainu vestanveröri, var vinsamlega tekiö á móti þýska hernum. Það hjálpaði svo til aö snúa þeim vinskap i hatur flestra, að þýski nasisminn ætlaði sér aldrei aö „frelsa” Rússa, þótt ýmisleg undarleg plön væru rædd um rússneskt hjáriki Þýskalands i framtiðinni. Slavar voru að visu ekki dauöadæmdir i áformum Hitlers eins og Gyðingar, en þeir voru „óæöri”, þeir áttu að vera vinnulýöur, litt menntaður og kúgaður. Kynþáttastefna Hitlers, framganga liös hans á hernumdu svæðunum tryggði þá samstööu I Sovétrikjunum sem dugði: það gátu engir góðir kostir fylgt upp- gjöf, engin málamiðlun, það var annaöhvort að duga eða drepast. Sovéskt stjórnkerfi og hagkerfi er firnalega miðstýrt eins og menn vita. Af þeirri ofstýringu stafa mörg mistök og slys á frið- artima. En sumir gallar i friði, geta snúist upp i kosti i striði. 1 striði er hvort sem er tekin upp allsherjarmiöstýring á flestum sviöum: allt lýtur þörfum hers og varna. Og þá var kannski auð- veldara að skipuleggja „algjört strið” einmitt i Sovétrikjunum, þar sem óhemjusterk miðstýring var fyrir. Alexander Werth, þekktasti striðsfréttaritari Breta i Moskvu, telur t.d. (i bókinni sinni Russia at War) að flutning- ur meira en 1500 meiriháttar iðn- fyrirtækja frá vesturhluta lands- ins og austur i úralf jöll eða aust- ur fyrir þau á timabilinu júli—nóvember 1941, hafi verið eitt mesta afrek striðsins og helst forsenda þess aö Rússar fengu þraukað. Slikir flutningar voru, með þversagnarkenndum hætti, undirbúnir af þvi miðstýrða offorsi sem einkenndi margar framkvæmdir fyrstu fimm ára áætlananna. Framhald á 16. siðu. Vörn snúið isókn i desember: Þýsk bilalest, yfirgefin viöKalúga. Þegar fyrst tókst að sækja fram Brennandi þorp i Hvita-Rússlandi. Um miðjan september 1941 höfðu þau undur gerst nokkru fyrir austan borgina Smolensk, að Rauða hernum hafði tekist um stundar sakir að stöðva framsókn Þjóðverja, og meira að segja endur- heimta 150-200 ferkíló- metra svæði: Þetta voru merk tíðindi haustið 1941, því ekki hafði annars- staðar í Evrópu tekist að stöðva sókn Þjóðverja þótt í litlu væri. Um veturinn tókst svo að endurheimta úr greipum þýska inn- rásarhersins veruleg svæði fyrir vestan Moskvu, og þar með var fyrsta stóra strikið dregið yfir stríðs- reikning Hitlers. Alexander Werth, striöfrétta- ritariSunday Times og breska út- vamsins. BBC. i Moskvu, var fyrsti breski fréttaritarinn til aö koma á vettvang (strax annan júli). Fyrsta ferö hans á vig- stöðvarnar var einmitt til Jelna september. Hann sá þorp og bæi i rústum, t.d. Dorogobúsj, 10 þúsund manna bæ, sem þýskar flugvélar höfðu eytt með i- kveikjusprengjum og skothriö og stráfellt ibúana (þar var enginn hermaöur fyrir). Þar voru um 100 manns eftir. Eitt pláss i Vestur-Rússlandi, en eitt af þeim þúsundum sem voru brunnin til ösku áður en yfir lauk. Werth rifjar i ágætri bók sinni, Russia at War, upp samtal við ungan’ rússneskan liðsforingja, sem hefur þá þegar þetta að segja um áhrif striðsins á þjóöina: ”Þetta er mjög grimmdarlegt striö. Þú getur ekki imyndaö þér það hatur sem Þjóöverjar hafa hrært upp i þjóð okkar. Þú veist að viö erum meinleysisfólk i okkur, en ég skal fullvissa þig um aö þeir hafa gert fólkið okkar að heiftræknum músjikum — Rauði herinn er nú fullur af þeim, af mönnum sem þyrstir i hefnd. Við liösforingjarnir eigum stundum fullt i fangi með aö koma i veg fyrir aö hermenn okkar drepi þýska fanga, ég veit þeir vilja ekkert heldur, sérstaklega þegar þeir hitta fyrir suma af þessum drembilátu ofstækisfullu nasista- svinum. Ég hefi aldrei séö annað eins hatur. Og það er ekki að á- stæðulausu. Sjáðu þessar borgir og þessi þorp, sagöi hann og benti á sólsetrið rautt yfir Smolensk, hugsaðu um allar þær pyntingar og niðurlægingu sem þetta fólk verður að þola. Og ég get ekki annað en hugsað um konuna mina og tiu ára gamla dóttur i Khar- kof.... Auðvitaö, sagöi hann svo, þaö eru til skæruliöar. Þeir eru a.m.k. persónuleg lausn fyrir þúsundir manna þarna fyrir handan (vig- linuna), þar kemur að fólk þolir ekki viö lengur. Menn leggjast út i skógum og vona aö þeir geti drepiö þýskara einhverntima. Þetta er oft eins og sjálfsmorö* oft vita þeir aö fyrr að siöar nást þeir og veröa þá aö reyna á sér allan þann skepnuskap sem þýskir geta fundið upp ...”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.