Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 20
20 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. júní 1981 skáH Eins og í Portoroz forðum: Friðrik hitti á besta leikinn Helgi Olafsson skrifar Augu skynsamra manna eru nú aöopnast fyrir þeim sannindum, að í komandi heimsmeistaraeinvigi á italíu má það aldrei gerast að titilhafinn hafi þjóð að baki sem haldi fjölskyldu mótstöðumannsins i þraut og pinu, þ.e. fangabúðum og stofufangelsi. Slíkt er svo f jarri allri skynsemi og siðalögmálum, að heims- meistari sovésku þjóðar- innar mun tef la með grímu ófreskju, ef þá af einvig- inu verður. Hann einnig er sekur, því með smávegis viðleitni af hans hálfu væri hægt að koma málum svo, að öllum henti. Saga Viktor Kortsnojs og deilna hans við sovésk skákyfirvöld er orðin býsna löng, og mikið vatn hafði runnið til sjávar þegar stökkið stóra kom fyrir réttum fimm árum á skákmóti i Amster- dam, sem haldið var á vegum IBM-fyrirtækisins. Lesendur blaða hafa fengiö nokkuð einlita mynd af viðureign Kortsnojs við vindmyllurnar eystra, en meðan máliö er komið i þá biöstöðu sem raun ber vitni væri e.t.v. ekki úr vegi að rifja eilitið upp mál áskorandans sem spanna nær tvo áratugi: 1 1962 1 Curacao, eyju i Kara- biska hafinu hefur Kortsnoj i fyrsta sinn á skákferli sinum unn- ið sér rétt til þátttöku i áskor- endakeppninni, en hún ákveður mótstööumann Mikhael Botvinn- iks heimsmeistara. óheflaður Bandarikjamaður, Robert Fisch- er, aöeins 19 ára gamall, hefur gefiö út þá yfirlýsingu að á eyj- unni verði veldi Sovétmanna á skáksviðinu jaröað. Ameriku- maðurinn gat trútt um talaö, hann hafði unniö millisvæöamót i Stokkhólmi með óheyrilegum yf- irburðum, og vist var að sovésku skákmennirnir óttuðust þennan dreng meira en litiö. Hann kemur einn til leiks, vopnaöur eigin stál- vilja, en á Curacao eru ekki að- eins fimm Sovétmenn i keppni stórmeistaranna átta, heldur einnig fjöldi laumulegra manna frá leyniþjónustunni. Eftir tveggja mánaða taugaslitandi keppni stendur Armeniumaður- inn, Tigran Petrosjan, uppi sem sigurvegari. Fischer kallar Guð til vitnis um það, að Sovétmenn- irnir hafi svindlað og úrslitin hafi verið ráöin fyrirfram. Þessar. yf- irlýsingar láta Sovétmenn sem vind um eyru þjóta. Seinna meir, þegar Kortsnoj er kominn vestur, upplýsir hann, að Fischer hafi haft ýmislegt til sins máls. Um miöbik mótsins hafi Fischer verið farinn að nálgast efstu menn meira en góðu hófi gegndi og þá hafi sér veriö „fórnað”, ekki sist fyrir þá sök að KGB-mennirnir hafi komið aö sér I spilaviti, sem var illa séð. Hvað sem þvi liður, þá var Korts- noj i hópi efstu manna fram undir mitt mót, en tapaði þá þremur skákum i röð, fyrir Keres, Geller og Petrosjan, en þessir þrir börð- ust svo hatrammlega um efsta sætið. 2 Það liður og biöur, Kortsnoj vinnur mörg glæsileg afrek á skáksviðinu, en annað tækifæri lætur biöa eftir sér. 1968 er hann i eldlinunni aftur, en i einvigjum sinum við Tal og Spasski gerðist sá atburöur að hjálparkokki hans, Furman, sem seinna varð aðstoð- armaður Karpovs, var kippt út úr myndinni. 3 Olympiumótið i Siegen. Atvik sem mörgum hefur yfirsést, en varð ekki til að bæta ástandið. Sovétmenn eiga að tefla við Spán- Baturinski, einn valdamesti mað- ur i skákmálum Sovétmanna um langt skeiö. „KGB-maður og böð- ull frá hreinsunum Stalinstim- ans,” — segir Kortsnoj. — Ljósm.: -eik. (Tekin á Möltu) verja snemma morguns og klukk- urnareru settar i gang. En Korts- noj sést hvergi. Þegar hann loks mætir á skákstaðinn, úrillur i meira lagi, er hann fallinn á tima. Hann ásakar þjálfara, liðsstjóra og félaga sina fyrir að hafa ekki vakið sig. Sovésku liðsmennirnir yppa öxlum og segjast ekki hafa vitaö hvar Kortsnoj hélt sig. Enn þann dag i dag er þaö ekki ljóst hvort Kortsnoj var á hótelher- bergi sinu eða einhversstaðar annarsstaðar. 4 1971. Töfrar Robert Fischers eiga nú hugi manna um allan heim. Hann malar pianóleikar- ann Mark Taimanov 6:0 og ein- vigið við Danann djarfa, Bent Larsen, fer á sömu lund. 1 einvigi Kortsnojs og Petrosjans er allt slétt og fellt á yfirborðinu. Petro- sjan vinnur, 51/2:4 1/2 og lendir i klóm undramannsins frá Brook- lyn. Kvefpest Bandarikjamanns- ins veldur i upphafi bjartsýni i herbúöum Armeniumannsins, og staðan er 2 1/2:2 1/2, en þá lækn- ast kvefið og lokatölur veröa 6 1/2:2 1/2. Menn standa á öndinni. Fyrir einvigiö hafði Petrosjan boðið Kortsnoj að gerast aöstoð- armaður sinn i einviginu, en þvi boði er hafnaö. 5 1974. Kortsnoj vinnur Brasiliu- manninn Mecking i fyrstu hrinu áskorendaeinviganna og teflir við Petrosjan. Einvigið sem fram fer i Odessa tekur óvænta stefnu. Þegar i fyrstu skák kvartar Kortsnoj yfir þvi við Petrosjan, að hann valdi titringi á fimmta tima setunnar meö stöðugum fótahreyfingum (kækur margra skákmanna, sennilega krónisk- ur). Petrosjan kvartar við dóm- arann en Kortsnoj lætur sér ekki segjast, og deilurnar magnast. Þegar staöan er 3 1/2:11/2 Korts- noj i vil, er Petrosjan búinn að fá nóg. Hann yfirgefur einvigið með mótmælum og Kortsnoj fær áminningu frá sovéskum skákyf- irvöldum fyrir ósæmilega hegöun i einviginu. 6 Sundurleitur hópur bestu skák- manna Sovétrikjanna heldur til Nizza þar sem Olympiuskákmót- ið fer fram. Karpov teflir d 1. borði, hann hafði sigrað Spasski næsta auöveldlega, 7:4 en seinna lýsir Spasski þvi yfir, að aðstæöur hafi veriö óbærilegar. M.a. hafi aöstoðarmaöur hans frá einvig- inu við Fischer, Efim Geller, gerst aðstoðarmaður Karpovs. Eitthvert kúalegasta bragö sem skákheimurinn þekkir, þvi Spasski var þarna með öllu óvar- inn fyrir upplýsingum Gellers. Atvikið rennir að miklu leyti stoö- um undir þá fullyröingu Korts- nojs, að sovésk yfirvöld hafi valið Karpov úr hópi hinna bestu i Sov- étrikjunum, i þvi augnmiði aö ná titlinum úr hendi Fischers. 1 Nizza vinna Sovétmenn einn sinn stærsta sigur á Olympiumóti og sveitin tapar ekki einni einustu skák. Geller hefur umsjón meö öllum skákrannsóknum, en Kortsnoj er var um sig þvi hann veit sem er að Geller verður aö- stoöarmaður Karpovs i siðasta liö áskorendaeinvigjanna, sem hald- inn veröur i Moskvu á hausti komanda. 7 Einvigi Karpovs og Kortsnojs lýkur með naumum sigri þess fyrrnefnda, 12 1/2:111/2.1 viötali viö júgóslavneskt blað gefur Kortsnoj út ýmsar yfirlýsingar um framkvæmd einvigisins. Hann segir sovéska skáksam- bandið hafi útilokað að honum til aðstoðar veldust ámóta menn og Karpov haföi. Meðal annars naut hann leiösagnar fyrrum aöstoð- armanns Kortsnojs, Semion Fur- mans. Eftir aö viðtaliö haföi birst er Kortsnoj dæmdur i eins árs keppnisbann á erlendri grund! Nú er mælirinn loks oröinn fullur. 8 1975. Um áramótin 1975 - ’76 fær Kortsnoj loksins leyfi til að tefla aftur erlendis. Þar er um að ræða jólaskákmótið i Hastings. Það er á fárra vitorði, að i farangri Kortsnojs eru ýmis gögn sem hann er vanur að láta ósnert. Flóttin er i undirbúningi. 9 1976. IBM-skákmótið i Amster- dam. Sigurvegarinn, Viktor Kortsnoj, gengur inná lögreglu- stöð i Amsterdam og biður um hæli sem pólitiskur flóttamaöur. Fréttin er fljót aö ná eyrum blaðamanna, og i sjálfri heims- pressunni þenur fréttin forsiðu „The New York Times”. Þjóð- viljinn á þvi láni að fagna aö flytja lesendum sinum ýtarlegar fréttir af gangi mála, þvi frétta- haukurinn Gunnar Steinn Pálsson er kominn á sporið og hann er meira að segja siðasti blaðamaö- urinn sem nær viðtali við kapp- ann, áöur en hann hverfur augum umheimsins. Friðrik ólafsson. 10 Fyrstu viðbrögð Sovétmanna. 1 opnu bréfi frá flestum af sterk- ustu stórmeisturum Sovétrikj- anna er Kortsnoj harðlega for- dæmdur og kallaður föðurlands- svikari, liðhlaupi og fleira i þeim dúr. Það vekur athygli að hvorki Boris Spasski né Mikhael Bot- vinnik skrifa uppá þennan vixil. Heimsmeistarinn, Anatoly Karpov, skrifar annað bréf þar sem hann segir að liðhlaup Korts- noj hafi gert hann ósegjanlega hryggan i bragði. Kortsnoj hafi að visu oft vakið hneykslan manna með furðulegri framkomu, en nú hafi hann gengiö yfir strikið. Karpov og sonur. örlögin hafa komið syni áskorandans fyrir i fangabúðum i tlralfjöllum. — APN-mynd. 11 Áskorendakeppnin 1977 hefst meö „einvigi hatursins”, þar sem þeir eigast viö, Tigran Petro- sjan og Viktor Kortsnoj. And- rúmsloftiö er spennu þrungið, og fyrir vikið tefla báðir langt undir getu. Kortsnoj vinnur, 6 1/2:5 1/2 og i siöustu skákinni býður hann Petrosjan jafntefli i vinnings- stöðu! Petrosjan haföi nefnilega gert slikt hið sama þegar siðasta skák þeirra i einviginu 1971 fór i biö. Loks voru þeir kvittir. Eftir sigurinn yfir Petrosjan er leiöin að einvigi viö Karpov greið. Kortsnoj malar Polugajevski, lokatölur veröa 81/2:4 1/2, en siö- an tekst hann á viö Spasski. Kortsnoj sigrar en tapar góöum vini. Einvigið leysist upp i hreina og klára vitleysu sem nær há- punkti sinum þegar Spasski i siö- ustu skák einvigisins — sem farið hefur i bið — steytir hnefann framan i Kortsnoj. Hvað fékk prúömennið, sem vann hugi og hjörtu allra viöstaddra þegar hann kljáðist viö Fischer i Reykjavik 1972, til þess arna er mönnum ekki aö fullu ljóst. Þessi sorglegi atburður sýnir e.t.v. best hvilika stefnu keppnin um æðstu metorð skákarinnar hafa tekið. 12 1978. Karpov og Kortsnoj eigast viö i meir en þriggja mánaöa ein- vigi I Baguio á Filippseyjum. Karpov sigrar, 6:5, en jafnteflin sem eru 21 talsins eru ekki talin með. Þetta einvigi er mönnum enn i fersku minni, en nú i fyrsta sinn berst Kortsnoj fyrir þvi að fjölskylda sin fái aö flytja yfir járntjald. 13 Friðrik Ólafsson er kosinn for- seti FIDE sögulegri kosningu i Buenos Aires. Kosning hans gefur Kortsnoj nýja von, en fyrsta kast- iö einbeitir hann sér þó aö þvi aö fá ógildingu á siðustu skák ein- vigisins viö Karpov. Þegar sú barátta ber engan árangur taka fjölskyldumálin við. Kortsnoj deilir harðlega á Friðrik fyrir aö- gerðarleysi i þeim málefnum. Snemma árs 1980 birtast i fjöl- miölum islenskum viðtöl við Kortsnoj og opið bréf frá Bellu konu hans þar sem Friðrik er harðlega fordæmdur. Það er út af fyrir sig athyglisvert, aö a.m.k. eitt viðtalanna við Kortsnoj var birt fyrir milligöngu aðila sem af einhverjum ástæðum sáu hag sinn i þvi að klekkja á Friðrik. Þaö sem Kortsnoj deilir á er m.a. þaö, að Friðrik skyldi fara til Sov- étrikjanna án þess að ræða sin mál. Friðrik svarar þvi til, að hann sé enginn sérlegur sendi- maður Kortsnoj, heldur forseti FIDE sem þurfi i mörg horn að lita. Hann áréttar þaö, að hann muni vinna að farsælli lausn mála Kortsnojs. 14 Viktor Kortsnoj kemur hingað til lands og fær höfðinglegar við- tökur. Þeir menn sem stóðu i hvaö hatrömmustum deilum við Friðrik eftir kosninguna i Buenos Aires taka, ásamt fleirum, Korts- noj opnum örmum. Hann heldur blaðamannafund, en er nú sýnu varkárari i oröum en fyrr. Meöal þess sem hann segir, er að mál fjölskyldu sinnar varði framtið Alþjóðaskáksambandsins, FIDE. Eftir heimsóknina komast nokkrir menn aö þvi fullkeyptu að Kortsnoj er ekki alltaf „vinur vina sinna”. Þau urnmæli Korts- nojs spyrjast, að nokkrum þeirra er stóöu að heimsókninni hafi ekki þótt verra ef heimsóknin kæmi forseta FIDE illa. Vekja þau ummæli að sönnu mikla at- hygli. 15 Friðrik kemur heim dr heim- sókn sinni frá Sovétrikjunum. Stutt er til heimsmeistaraeinvig- isins og er kominn i timahrak. Hafa Sovétmenn hann i rassvas- anum eins og marga þá pótintáta sem tiöum heimsækja Sovétrik- in? Maður sem svarar Kortsnoj fullum hálsi og virðist dável lika i Rússariki? Og hann finnur besta leikinn: einviginu um heims- meistaratitilinn frestað um einn mánuö, svo að timi vinnist til að leysa mál Kortsnojs og fjölskyldu hans. Menn virðist reka i roga- stans. Eftir öll stóru orðin hlýtur Kortsnoj að fara að hugsa sinn gang, og það gera sovésk (skák) yfirvöld einnig. Eftir tiu daga yf- irlegu er Tass-fréttastofan látin boða svarleikinn, sem er öllum kunnur. En hvernig er staðan? Mönnum er þaö til efs að Sovétmenn hafi komist i verri klemmu. Ljóst er að þeir njóta fyrst og fremst góðs af Alþjóðaskáksambandinu og það án þess að gefa ýkja mikið til baka. Klofningur FIDE yrði þeirra ósigur — ekki þeirra skák- sambanda og skákmanna sem til- heyra hinum vestræna heimi, svo mikiö er vist. Mönnum þarf ekki aö láta sér til hugar koma, aö af einviginu verði, ef fjölskyldan fær ekki grænt ljós. Eins og i Portoroz forðum, i buliandi timahraki, i viösjár- veröri' stöðu gegn Gligoric, hitti Friðrik á besta leikinn og mátaði mótstööumann sinn upp i borði! Fá Sovétmenn sömu meöferð? Verða þeir einnig mát i borði?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.