Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. júni 1981 ÞEKKIR ÞÚ ÞESSI ANDLIT? ÁSKRIFENDA ÞRAUT ÞIÓÐVILIANS I.HLUTI 1. Skrifiö rétt nöfn undir mynd- irnar. 2. Sendiö lausnina til Þjóövilj- ans — áskrifendaþraut —, Siðumúla 6, Reykjavík ásamt nafni og heimilisfangi ykkar fyrir 15. næsta mánaöar. 3. Þeir sem ekki eru áskrifend- ur, veröa þaö sjálfkrafa meö þvi aö senda lausn á þraut- inni. 4. Verðlaun veröa dregin út 25. næsta mánaðar, aukaverö- laun i hverri viku og aöal- verölaunin, hljómflutnings- tæki, fyrir réttar lausnir á öll- um þrautunum, 25. septem- ber. 5. Næsta þraut birtist helgina 25.-26. júli GANGI YKKUR VEL ---------------------------------------— V Nafn: ___________ Heimilisfang: V_____________ Sími: VERDLAUN í ÁSKRIFENDA ÞRAUTINNI Verðlaun i júlí: Aðalverðlaun: Kenwood Sigma-Drive magn- ari. Kenwood KD-1600 plötuspilari og AR-18s hátalarar frá Fálkan- um. í ÞRAUTINNI Alvar Aalto vasi frá Kristjáni Siggeirssyni h.f. Norskar skiðapeysur frá Geysi h.f. 10 hljómplötur aö eigin vali frá Steinun h.f. og hljómdeild Karnabæjar. TAKIÐ ÞÁTT FRÁ BYRJUN ritstjórnargrein r Arni Hin bandaríska hræsni Bergmann skrifar Carter, fyrrum Bandaríkja- forseti, geröi mannréttindamál að verulegum þætti i málflutn- ingi sfnum um hlutverk Banda- rikjanna i' heiminum. Og hann var það heiðarlegur aö viður- kenna, að ekki var stætt á því að láta sem mannréttindabrot væru einkamál kommiinista- stjórna — ekki sist þar sem mjög mikið af þeim glæpum gegn mannréttindum sem heimurinn þekkir er framið i vina- og viðskiptarikjum Bandarikjanna i Rdmönsku Ameriku. Það var ekki nema sjálfsagt aðBandarikin tækju til máls um hlutskipti þeirra tiu þúsund samviskufanga sem nú eru i haldi i Sovétrikjunum (talan er komin frá ritstjóra fréttablaðs um mál þessara fanga á Vesturlöndum, Ljtib- arski). En þau mótmæli hlutu að hafa jafn holan hljóm og þegar t.d. sovésk blöð býsnast yfir atvinnuofsóknum eða fang- elsunum á róttæklingum ein- hvers staðar á Vesturlöndum — ef að um leið væri látið sem — til dæmis þær tuttugu þúsundir manna sem herforingjaklikan i Argenti'nu hefur rænt, pvntað og myrt skiptu litlu sem engu máli. Carterstjórnin reyndi ýmis- legt, þóttekki væri framgangan einarðleg, til að siða kllku- stjórnir I Rómönsku Ameriku. Og náði vissum árangri. Meira að segja I Argentinu og Chile bar á þvl, að valdamenn vildu hressa upp á mannoröið og losa sig við verstu böölana, fækka handtökum, bæta meðferð á föngum. En nú er stjórn Reag- ans tekin við, og nú versnar ástandið aftur að^miklum mun. Tvöfalt siðferði Astæðan er i stuttu máli þessi:Reaganog ráögjafar hans telja, að þótt mannréttindi séu merkileg, þá skuli áhyggjur af þeimaldrei trufla hernaöarlega eða viðskiptalega hagsmuni Bandarikjanna. 1 annan stað er gerður greinarmunur á „harð- stjórn” og „alræöi”. Harðstjórnir eru einræðis- stjórnir, vinveittar Bandarikj- unum. Það á að sýna þeim um- burðarlyndi á þeirri forsendu, að þrátt fyrir allt geti þær bætt ráö sitt (Siðan er ekkert gert til að stuðla að slikum breyting- um). Alræöisstjórnir eru aftur á móti þær, sem kenndar eru við einhvers konar sósialisma. Þær skulu fordæmdar harðlega — á þeim forsendum, að úr þvi að kammúnistar eru I forsvari fyrir þeim, þá geti þær aldrei breyst. Eitt skiptir máli Þessi skipting, sem einatt er kennd við Jeane Kirkpatrick, fulltrúa Reagans hjá Samein- uöu þjóðunum, þýðir m.a. að ekkert tillit er tekið til raun- verulegs ástands i löndum sem fá stimpilinn „harðstjórnar- riki” eða „alræðisriki’.’. Þaö er afstaöa viökomandi stjórna til Bandarikjanna sem öllu máli skiptir, staða þeirra i vigbúnaö- ardæminu. Þannig eru rikí eins og Kúba og Nicaragua, sem hafa hvað sem ávirðingum þeirra liður, ráöist i stórfelldar félagslegar umbætur og menntunarherferð- ir, sem grannriki þeirra hefðu brýna þörf fyrir — þau eru óal- andi og óferjandi. Eftir sömu bandarisku hagsmunarökum eru riki eins og Guatemala og Chile miklu meira aðlaðandi. pessi tviskinnungur nær einnig til kommúnistaríkjanna sjálfra: Bandarikin hafa ekki hátt um mannréttindamál i Kina, þar sem er þó afar svipað þjóðfé- lagskerfi og i Sovétrikjunum og þar sem andófsmenn hafa verið dæmdir i allt að fimmtán ára fangelsi nýlega. Astæðan a- ein- f(3d: Kina er komiö I hernaðar- samvinnu við Bandarikin — allt annað eru smámunir. Gleðitið hjá harðstjór- um Afleiðingarnar af þessari undarlegu skiptingu rikja og þar eftir synda þeirra gegn mannréttindum i „þolanleg” eða „vond” hefur svo hinar hörmulegustu afleiöingar I þeirri álfu þar sem Bandaríkja- menn hafa einatt ráðið flestu sem þeir vildu, Rómönsku Ameriku. Harðstjórarnir hafa ekki veriðlengi aö átta sig á þvi, að nú þyrftu þeir ekki, hvorki með falsi eða alvöru, að halda sig til fyrir stóra bróður I norðri og umheiminum yfirleitt. Argenti'num enn hættu við aö hreinsa verstu bófana burt i hernum. Skýrt dæmi um að stefna Reaganst jórnarinnar losarum þærveiku hömlur sem komnarvoru á grimmilega kúg- un er svo Chile. I Washington, segir vikublaðið Newsweek, er nýbúið að sýkna tvo Chilemenn sem tóku þátt I að myrða Leteli- er, fyrrum utanrikisráðherra vinstristjórnar Allendes i Chile. Bandarikin afnámu nýlega viss- ar refsiaðgerðir gegn stjórn Pinochets, sem Carterstjórnin kom á. Bandarikin hafa greitt atkvæöi gegnþvi að Sameinuöu þjóðimar fordæmdu mannrétt- indabaráttu i Chile. Og allt þetta „vekur ótta um að Pinochet for- setafinnist hann frjálsari en ella til að láta undan harðstjórnar- tilhneigingum sinum”, segir blaðið ennfremur. Það finnst honum svo sannar- lega, ef marka má sama blað. Valdhafar i Chile beita aftur I vaxandi mæli handahófshand- tökum og útlegðardómum innanlands til að halda uppi þeim ótta sem þeir þurfa til að halda völdum. Pyntingar eru mjög algengar enn á ný. Eftir- litið er enn hert með þeim sem lausir ganga: til dæmis hafa nú verið settir rektorar frá hernum yfir alla háskóla — og 300 há- skólakennarar hafa verið reknir til viðbótar öllum þeim sem áður höföu veriö settir I starfs- bann. Þröngt var málfrelsið — nú er þaö enn þrengra. 111 stefna og röng Stefna Réagansstjórnarinnar i þessum málum er bæði ill og röng. Hún er ill vegna þess, að hún þýðir það i raun, að fleiri menn eru handteknir, barðir og drepnir i'þeim rikjum þar sem mestar likur eru til að banda- risk tilmæli séu virt. Hún er röng vegna þess, að skipting I breytanleg og óbreytanleg riki gengur ekki upp. 011 riki breyt- ast — Bandarikin sem Kina, Suður-Amerika og Sovétrikin. Og einnig svokölluð óbifanleg kommúnistariki hafa sýnt merkilega endurnýjunarmögu- leika: Ungverjaland er annað riki en það var fyrir tuttugu árum, t Tékkóslóvakiu hófst 1968 merkileg lýðræðisþróun, og meira að segja að frumkvæöi hins rikjandi kommúnista- flokks. Sú þróun var bæld niður af erlendu stórveldi — rétt eins og lýðræðisþróun hafði nokkru fyrr verið kæfð i Dóminikanska lýðveldinu með bandariskri sjó- liðainnrás. OgPólland er einnig allt annað rfki nú en það var fyrir ári. Möguleikar lýðræðislegrar þróunar eru aðrir og meiri en Reaganliðið vill vera láta — hvort sem litið er i suöur eða austur. En hitter svo rétt, að til þess að þeir geti ræst, orðið aö veruleika, þurfa sem flestir að leggjast á eitt um að takmarka þau umsvif, þann valdhroka risaveldanna, sem vill læsa alla i þann vitahring sem segir: Sá sem er ekki með mér er útsend- ari andskotans. AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.