Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.06.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27,—28. júní 1981 Roger Rees sem Nicholas og David Threlfall sem Smike i sýningu RSC á Nicholas Nickelby, byggt á sögu Dickens í leikgerö David Edgar. Francis du la Tour i hlut- verki sínu sem Stephanie Abrahams, dauðvona tóri- listarsnillingur, í leikritinu „Duet for one" Lundúnaborg hefur jafnan verið nefnd fremsfa leiklisfarborg í heimi. Að minnsta kosti er hvergi jafnmikið af leik- húsum, þótt það segi auð- vitað lítið um gæðin. En leiklist dregur fjölda ferðamanna til London, og hefur síst úr þeim straumi dregið eftir að hið glæsi- lega Þjóðleikhús Breta var opnað 1976. En ýmsar blikur eru á lofti í breskum sem betur fer ekki allt þegar listsköpun er annars vegar, þótt oft geti þær skipt sköpum. En er Lon- don háborg leiklistar í heiminum í dag? Skyldi maður vera einhverju nær um það eftir vikulangt og stanslaust leikhúsgláp? Hér er stutt skýrsla um nokkuð af því sem fyrir augun bar í London eina vorviku á dögunum. leikhúsum og fær járn- frúin almennt kaldar kveðjur frá enskum leik- húsmönnum, enda hefur hún séð svo um að leikhús í Bretlandi hafa orðið að herða sultarólina meira en nokkru sinni fyrr, og mörg hafa hreinlega gefist upp. Þvi eins og flestir vita hefur frú Thatcher dregið mjög úr fjárveitingum til lista. En fjárveitingar segja Allir söngtextar í „Cats" eru eftir T.S. Eliot, byggðir á bók hans „Old Possum's Book of Practical Cats", Þessi blökku- stúlka eraö syngja um „Griza- bella the Clamour Cat". Lundúnavika í leikhúsum Þórunn Siguröardóttir skrifar EVITA baö er vissulega vandi að velja úr þeim fjölda leiksýniga sem i boði eru i London þessa dagana. Það fer þó jafnan svo, að maður velur ekki aðeins þaö sem maður telur áhugaverðast, heldur ekki síður það sem maður á sist kost á að sjá hér á Islandi. Það fór þvi svo að við hjónin lögðum mikla á- herslu á að ná i miða á þá tvo söngleiki sem ganga nú i London með hvað mestum myndarbrag, en það er Evita og Cats. Cats er nýjasti söngleikur Andrew Lloyd Webber, en hann samdi tónlistina i Jesus Christ Superstar og Evitu. Kettir sem geta allt Það er óhætt að benda ferða- mönnum i London á aö þótt upp- seit sé á þessa söngleiki margar vikur fram i timann, er mjög oft hægt að fá miða samdægurs, sem skilað er til baka, þótt það kosti ef til vill að biða i biðröð dagstund. Viö létum okkur hafa það og þurftum ekki að iðra þess. Cats er einhver glæsilegasti söngleikur sem ég hef séð og frammistaða leikenda með ólikindum. Allir leika ketti og hafa örlitla, þráö- lausa hljóðnema á hálsbandinu. Með þennan útbúnað geta þau sungið um leið og þau taka dans- stökkin og var ótrúlegt hversu jafnvigt þetta fólk var á söng og dans. Enda kom i ljós viö lestur leikskrár að flestir leikenda eru með 15-20 ára dansþjálfun aö baki ogannaðeins isöng. Þau hafa t.d. dansað i Konunglega ballettinum og sungið i óperunni, svo kunn- Rayoi Siwikespeqre Compony áttan og þjálfunin er eins og best verður á kosiö. Verkið fjallar sem sagt um ketti og er byggt á textum T.S.Eliot ,,01d Possum 's book of practical cats”. Leikstjórinn er enginn annar en Trevor Nunn, leikhússtjóri á Royal Shake- speares Company, en kóreógraf Gillian Lynne. Verkiö er alveg nýtt, var frumsýnt 11. mai s.l. og virðist eiga langa lifdaga fyrir höndum. I þvi er nánast engin saga eða talaður texti, heldur brugöið upp myndum úr lifi og samskiptum ýmisskonar katta- karaktera, —söngur og dans með ýmsum stilbrigöum. Ekki er hægt að skilja svo við „Kettina” að ekki sé minnst á leikmynd og ljós sýningarinnar. Aö sjálfsögðu verður hver nýr söngleikur að „toppa” þann siöasta með uppátækjum i tækni. Þarna fara tækniundrin fram úr öllu sem maður hefur áður séö, risadekk svifur upp úr gólfinu og hverfur undir þak hússins, loftið i leikhúsinu opnast og stigi svifur niöur Sem i lausu lofti undir æðis- legri tónlist og isþoka legst niður yfir allt sviðið. tsþoka er raunar alls ekki gerð til að nota i leikhús- um, heldur er þetta fryst loft- blanda, sem notuð er i erfiðum uppskurðum t.d. augnuppskurð- um og er hún mjög dýr. Hún gufar upp á skömmum tima, en hefur mjög sérkennileg áhrif i leik- sýningum, fellur niöur og hverfur á mjög skömmum tima. Ekkert óloft verður eftir, en hins vegar er vissara fyrir ieikarana aö fá hana ekki á sig, þvi hún frystir allt sem hún kemur við. Söngleikur á síðasta snúningi Svo vikiö sé beint að næsta söngleik er röðin komin að Evitu, sem gengið hefur i London frá þvi vorið 1978. Siðan hefur verkið verið sett upp á Broadway með sama leikstjóra, kóreógraf og ieíkmyndateiknara. Þaö heíur þó ekki fariðmikið viðar (t.d. ekki til Norðurlanda) þar sem höfundarn- ir vilja hafa hönd i bagga með uppseíningu verksins i öðrum löndum, gera „standard upp- setningu” á þvi, sem flest skapandi leikhús sætta sig ekki við. Enda kom i ljós að þessi Evita er orðin ansi lúin, og sagði eiginmaðurinn, sem hafði séð Broadwaysýninguna að þessi væri ekki svipur hjá sjón. Þetta er vissulega tilkomumikill söng- leikur með skemmtilegri tónlist og snjöllum sviðslausnum, en nú hafa leikararnir sem voru i frum- uppfærslunni veriö leystir af nýjum kröftum, sem standa þeim fyrri mjög aö baki. Einkum og sér i lagi fór þó i taugarnar á mér að sjá hvernig Mark nokkur Rya-n fór með Che sem er ein þýöingar- mesta persóna verksins. Hann gerði hann að hálfgeröu strákfifli, i stað þess að nýta kaldhæðnina sem i hlutverkinu liggur og gefur manni aukna innsýn i það sam- félag sem gerði Evu Peron að þjóðhetju. Eins og flestir vita fjallar verkið um Evu Peron, konu Juan Peron Argentinu- forseta. Verkið er miskunnarlaus afhjúpun á valdagræðgi hennar allt frá þvi að hún selur sig til valda þar til hún deyr úr krabba- meini árið 1952, þá aðeins 32ja ára gömul. Dickens á RSC Sýningar Royal Shakespeare Company komu þægilega á óvart og virðist talsveröur munur á andrúmsloftinu i þvi leikhúsi og á Þjóðleikhúsinu, þar sem mun meiri drungi var yfir sýningunum og samband leikaranna við áhorf- endurílágmarki. Einkum og sér i lagi var ánægjulegt að sjá sýningu RSC á „Nicholas Nickelby” byggða á sögu Dickens, en sú sýning hefur slegiö öll met i aðsókn. Þessi gamla saga verður ákaf- lega skemmtileg og eftir- minnileg i meðförum RSC, en leikstjórar eru Trevor Nunn og John Card. Verkiö er flutt i tvennu lagi og tekur hvor helm- ingur um 4 tima. Við sáum aöeins fyrri helminginn og satt að segja var maður orðinn svo meötekinn af örlögum Nikulásar og hins vangefna vinar hans Smikes að maður hefði vel geta setið aðra fjóra klukkutima til að fá að vita hvað um þá verður. Þessi sýning hefur aukið mjög hróður RSC og eru uppi áform um að taka hana alla upp fyrir sjónvarp og senda út á fyrsta kvöldi nýrrar sjón-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.