Þjóðviljinn - 19.09.1981, Síða 23

Þjóðviljinn - 19.09.1981, Síða 23
Umsjón: Adolf J. Klingja sömu oröin enn Llklega eru velunnarar Visnamála orönir vonlitlir um aö þeir fái meira aö heyra um þau, þar eö svo langt er siöan að Visnamál hafa veriö á sin- um staö hér i blaöinu, en orsök þess er sú að ritarinn eöa um- sjónarmaöurinn, nú hvað sem á að kalla hann, hefur kennt sér nokkurs meins, en læri- sveinar Hippokratesar hafa farið svo mjúkum höndum um hann að hann telur sig nú geta látið Pegasus skeiða fram á völlinn undir þeim kvæöa-knöpum sem kunna á honum taumhaldiö. Þaö hefur borist talsvert af bréfum sem hafa oröið aö biöa viðeigandi meöferöar og sum veröa aö biöa enn þvi efni þeirra er meira en svo að þeim veröi öllum gerð skil i einum þætti. Næst hendi er bréf frá Rún- ari Kristjánssyni á Skaga- strönd, i „Mottói” fyrir bréf- inu segir hann: Vel fram borið visnamál, vigt i alla staði, iöngum ég af lífi og sál les i hverju blaði. Haltu sama hættinum heiil með stökur þinar Þar með flyt ég þættinum þakkarkveðjur minar. Siöan lætur Rúnar gamminn geisa fram, og lýsir sjálfur tilefninu. Oft er það svo, aö þeir sem taka að sér ábyrgöarstörf veröa fyrir gagnrýni, sem stundum getur oröiö all óvæg- in. Af sliku tilefni komu þessar visur i hugann: Ýmsum háir hæpið skyn, heimska, þrái og rosti. Heyra má að hreppsnefndin hafi fáa kosti. Tungur næmar niðs i vist nýtast slæmum vörgum. Aðra að dæma er lítil iist, litt það sæmir mörgum. Eftirfarandi visa er einföld ályktun, sem fram kom við viss málalok. Fæstir lita vonarveg, vilja ei bita á jaxla. Kjósavitin voðaleg, vaða skít til axla. Við ákveðnar pólitiskar uppákomur i landi voru, sem flesta mun rekja minni til, komu þessar visur fram: Sjálfstæöismenn segja i kór, sist með geði hressu: Það veit guð — að Gunnar Thór græðir ekki á þessu. i ráðuneyti refsingar rikir kerfið grimma. Möppudýrin dansa þar dátt i kringum Vimma. Vilmundur i valdastól vann sig upp með skvaldri. Nú sem stendur, sjaldan sói sér hann fyrir Baldri. Vilmundur með viðhorf breytt vill nú annab horfa. Hefur stöðu væna veitt veslings Finni Torfa. Hefur djöfsa i kratakyn kippt að dómi fiestra, að reyna aö bæra negldan vin úr Norðurlandi vestra. Yfir þingið alda gekk, uns hún hristi grunninn, þegar loksins Finnur fékk feitan bita i munninn. Fyrir kosningarnar siðustu voru framsóknarmenn natnir við áróður sinn um aö þeir ein- ir væru trausts veröir og aörir hefðu reynst illa: Gelta án afláts grimmir rakkar, gjammið er þeim tamt. Framsókn eins og hræfugl hlakkar, heimtar stærri skammt. Klingja sömu orðin enn, oft sem þarf að kynna. — aftursætis ökumcnn — — óheilindi hinna. Þetta hefur Rúnar aö segja um hin pólitisku dægurmál, en svo yrkir hann lika um suöur- farir húnvetninga: Blönduvanda-málið mjög magnar þróun skæða. Yfir holt og hæðadrög húnvetningar æða. Þrýsta vilja þingið á þeir með föstum tökum. Blönduvirkjun vilja fá veifa gildum rökum. Aróðursins óskalag upp i mörgum hristi. Aðalvopnið er i dag undirskriftalisti. Iloppa margir hátt á loft, héraösbrestir veröa. Felst i slíku ærið oft orsök suðurferða. Lakast tel ég samt að sjá suma i þessu máli, herða snöru um hálsinn á llöllustaða-Páli. Sendi þakkir fyrir Visna- málin, sem eru mjög gleöjandi i alla staöi og blaðinu frjósamt framlag. Skáldamál frá Skagaströnd skal ég þakka lengi, og Rúnar megi Bragabönd binda i glgju-strengi. a. E.H.G. litur i kringum sig og sér ýmsa bresti á þessu fyrir- bæri sem við kölluö mannlif, og kveður: Nokkrir standa á náium enn, nokkrir kné sín bcygja, nokkur orð um nokkra menn nokkuð hafa að segja. Nokkuð svona á nokkrum ber, nokkrir púla og þræla, nokkrir taka nærrí sér nokkrum manni að hæla. Svo sendir E.H.G. lista- mönnum ofurlitla kveöju: Listamcnn sig löngum tjá, lýðinn gleðja og hugga. En meistari finnst oss mestur sá sem málar yfir skugga. Olöf Guömundsdóttir i Reykjavik, orti á siöastliönu vori, kanski finnst einhverjum aö hún sé seint á ferö, en hefur breytingin oröið svo mikil miöaö viö árstiö aö visan sé ekki i sinu gildi nú á hallandi sumri? Fjöli og dalir fullir snjó frostið hart um nætur. Oll við þráum ylinn þó innst við hjartarætur. :8«l il‘: —.Ct nig'- íi VdiV.'i -- Sf Helgin 19.— 20. september 1981'ÞJÓÐVILJINN — -SU)A 23 Eg veit að allir þessir flokkar eru á móti mér ÞINGLYNDI En Matthías J er stórskáld, reyfarar eru góðir, 1 Löður er leiftrandi, 1 Dallas er flott, Marylin Monroe var dásamleg, Árni Johnsensyngur vel i maturinn á Kirnunni L er frábær ... vg ætla að samema alþýðuna undir styrkri forystu .

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.