Þjóðviljinn - 10.10.1981, Síða 15

Þjóðviljinn - 10.10.1981, Síða 15
/.! 'F,.’7'fO:)t ibqí redðl:lo .■! -.91 itiSisK Helgin 10,— 11. október 1981 ÞJÓÐVXLJINN — SIÐA 15 ' * ?-&***m^ - v***5f; *>^ ■ ... --. '*A .- ■ ',;■- %éx ; 'C*. ■ Gróöurbreiöur vatnsins ná yfir þrjátiu ferkm. svæöi Verið er að skrifa fjóra doktorsritgerðir um Þingvallavatn Nesjaland I Grafningi er stórkostlegt útivistarsvæöi meö ásum, hólum, giljum, kjarri, hrauni, lyngi og sléttum flötum. Efst á myndinni má sjá Háatind og Jórutind en úr honum kemur Jórugil. Þar sat Jóra tröllkona fyrir feröamönnum eins og fram kom i sjónvarpinu fyrir skömmu. S.l. 20 ár hafa sumarbústaöir sprottiö upp eins og gorkúiur i iandi Nesja. Ljósm.: gel Auðugt dýralif — Hvaö þá um dýralifið? — Þab hefur komið i ljós að það er mjög auöugt. Frá grjóti i flæö- armálinu i Miöfelli og niöur á metra dýpi eru allt aö þvi 100 þúsund einstaklingar á fermetra — en úti á Miöfellsdýpi (á 75 metra dýpi) eru 15 þúsund ein- staklingar. A 110 metra dýpi viö Sandey eru 2300 einstaklingar. — Hvers konar dýr eru þetta? — Mest ber á skordýrum eða rykmýi á grunnu vatni en ormar eru langalgengastir á dýpinu og reyndar hér um bil einráðir. 1 þessari vinnu hef ég m.a. mann sem heitir Claus Lindegaard, einn af fáum mönnum i heimi sem kann á rykmý. — Hvaö um fiskinn? — Fyrsta keðjan i vatninu eru jurtir Sú næsta eru dýrin sem beita sér á grasið og er Úlfar Ant- onsson að fást við þaö verkefni og mun verja doktorsritgerð um það við Uppsalaháskóla á næsta ári. Þriðja keðjan er svo fiskurinn sem borðar dýrasvifið og þar höf- um við i Þingvallavatni murtuna sem lifir á þvi. Á botni höfum við tvær geröir af bleikju, önnur sem lifir á botndýrum og nagar vatna- bobba af grjóti en hin er afbrigði sem lifir á seiðum. Sigurður Snorrason dýrafræðingur kemur til með að verja dcnktorsritgerð við háskólann i Liverpool i vetur og skrifa þá um vatnabobbann i Þingvallavatni. Svo höfum við i vatninu eitt sérstakt afbrigði enn af bleikju. Það eru litlir fiskar sem lifa i gjánum i mjög köldu vatni og vaxa sennilega þess vegna svo hægt. Alitið er að Þing- vallavatn sé eina vatnið i heimin- um sem hefur fjórar tegundir af bleikju og það hefur vakið áhuga sænsku fiskimálastofnunarinnar. Hún hefur lagt fé til rannsókn- anna og hingað kemur oft til okk- ar Sviinn Eolf Gydemo sem raf- dregur blóð úr öllum afbrigðun- um sem kunn eru i vatninu og er að skrifa doktorsritgerð um þær rannsóknir sinar. Steingrimsstöð útrýmdi nær urriðanum — Þaö eru sem sagt fjórar teg- undir af bleikju. Hvaö um urriö- ann? — Þingvallaurriðinn var frægur fyrirstærð og gæði en aðalhrygn- ingarstöðvar hans hurfu þegar Steingrimsstöð var reist og Þrengslin þurrkuðust. Nú á tim- um yrði slik raforkustöð aldrei reist. Jón Kristjánssor. á Veiöi- málastofnuninni hefur kannað murtuna og hann álitur að aðal- fæða urriðans hafi einmitt verið murta. Jón hefur grisjað murtu- stofninn og sannað að murtan er minni og jafnvel horaðri en áður. Eitt aðalverkefni Úlfars Antons- sonar i Uppsölum er að komast að þvi hvort murtan gengur of nærri dýrasvifinu. Þegar hlekkur eins og urriðinn hverfur úr vatninu hefur þaö áhrif á alla lifkeðjuna. — Er hann þá alveg horfinn? — Nei, ekki alveg. Hann hefur átt aðra- hrygningarstöð i öxará og einnig hefur honum verið klak- að út í klakstöðinni i Kollafirði. Ef klakstöðin hættir hins vegar að fá fisk i öxará er stofninn týndur. — En hvaö er mikið af bleikju i vatninu? — Vatnið gel'ur af sér 10 - 12 kg. á hektara af sér á ári eða 90 - 100 tonn á ári svo að þetta er með bestu bleikjuvötnum á Norður- löndum. Útlendingar fjármagna 80% af rannsóknunum — Nú höfum við mikið rætt um vatnið sjálft. Hafa ekki lika fariö fram vistfræðilegar rannsóknir á umhverfi þess? — Jú, þetta er alhliða rannsókn á vistfræðikerfi vatnsins og alls vatnasvæðis þess. Kristján Sæ- mundsson jarðfræðingur er að skrifa doktorsritgerö um Hengils- svæðið og Kjartan Thors jarð- fræðingur hefur kannað botn vatnsins. Veburfræðina hefur Markús A. Einarsson kannað, gróður á landi Ingvi Þorsteinsson og Gylfi Már Gíslason, og vatna- sviðið Sigurjón Rist. Jón Ólafsson hefur kannaö efnasamsetningu vatnsins og svo mætti lengur telja. — Hver fjármagnar rannsókn- irnar? — Þær eru um 80% fjármagn- aðar erlendis frá en um 20% frá islenskum aðilum. Kaupmanna- hafnarháskólileggurfram um 1/2 miljón króna á ari og Sviar veita um 200 þúsund krónur. Samtals er hin erlenda abstoð á þessu ári 1.1 - 1.2 miljónir króna. islenska fjár- veitingin er samanlagt 238 þús- und krónur á þessu ári. Hún kem- ur frá Þingvallanefnd, Alþingi, Landsvirkjun, Visindasjóði og Byggðasjóði. Þá hefur Rann- sóknastofnun landbúnaðarins á Keldnaholti veitt okkur ómetan- legt húsaskjól og einnig hefur samvinnan við liffræðiskor Há- skóla tslands verið framúr- skarandi góö. — Nú stýrir þú þessu öllu sjálfur. Er ekki erfitt aö sannfæra erienda aöila um réttmætiþess aö styrkja þessar rannsóknir? — Það er erfiðast fyrir mig að sannfæra þá um að þeir eigi að veita islenskum fræðimönnum laun til að kanna islensk verkefni. En ég er prófessor meö rannsókn- arskyldu og hef þvi góöan aögang aö tækjum og sérfræöingum viö Hafnarháskóla. Margvisleg rök fyrir friðun — Svo aö við vikjum nú aftur að áhuga þinum á að friölýsa Þingvallasvæöiö. Hver eru helstu rök þin fyrir henni? — Eins og áður er að vikið er allt þetta svæðu geysilega áhuga- vert frá jarðfræðilegu sjónar- miði, þar sem hvergi annars staðar er betur hægt að sjá hvað er að gerast á Atlantshafshryggn- um. 1 ööru lagi er vatmð alveg eölilegur miðpunktur á vatna- svæði með öllum þeim möguleik- um sem það veitir ibúum SV- kjálkans til að veiða i þvi. i vatn- inu er nóg af fiski og miklu meira af lifi en nokkur hefði gert sér i hugarlund. Auk þess upplifa islendingar þarna sögu sina. Þjóðlifið er nú óðum að breytast. Fólk fer eina kvöldstund til þess að njóta fegurðar, anda að sér frisku lofti og safna kröftum. Þjóögarðurinn er þegar orðinn of litill, enda eru ýmis svæði hans þegar mjög troðin. Notkun svæðisins eykst með aukinni um- ferð og auknum fólksfjölda. Þvi ætti að friölýsa allt vatniö og um- hverfi þess og ennfremur að vernda sjóndeildarhringinn og að vestan helst i Botnsvög (Súlur). — En þú talar um aö svæöiö geti orðið eyðilagt eftir 20 ár. Hvaö getur vaidiö þeirri eyöi- leggingu? — Sumarbústaðabyggingar hafa margfaldast við vatnið undanfarin ár og eru á góðum vegi með að loka svæðinu fyrir almenningi. Ef þessu heldur áfram verður þetta þjóðhelga svæði lokað þjóðinni eftir 20 ár vegna þess aö allir eru að girða sér blett og loka aðra úti. T.d. er svæöið frá Þingvöllum (Kára- staðanes) að Nesjum að mestu leyti lokað almenningi nú þegar. Að svo mæltu kveðjum við hinn broshýra prófessor, enda er hann önnum kafinn. A morgun ætlar hann austur aö Þingvallavatni að sækja botngrjót og hinn daginn flýgur hann til Þingvalla. — GFr.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.