Þjóðviljinn - 13.02.1982, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.— 14. febrúar 1982. Afglöggu gests auga eftir langa mæðu hálf kalda og kekkjðtta. Þegar daninn kvartar tjáir yfirþjónninn hon- um að ekki sé á það hættandi að hafa hærra hitastig á súpunni á þessu hóteli. Gestirnir geti skaðbrennst í andliti þegar þeir leggja sig. Sama megi raunar segja um gúllasið. Nú snýr gesturinn á næsta borði sér við og klínir smjörklípu í hárið á dananum svona einsog til að hreinsa hnífinn. Daninn er nú orðinn f lestu vanur og gerir atlögu að súpunni. Þegar hann er búinn að stinga uppí sig fyrstu skeiðinni fær hann bylmingshögg í bakið, svo súpan fer öf uga boðleið útúr honum aftur. Daninn kvartar við yfirþjóninn, en þá svarar þjónninn: „ Han er en fastegæst her og dette er hans maade at være venlig". Daninn getur engu svarað því nú er „fastagesturinn' búinn að grípa hann kverkataki og er helst að skilja á þessum pena danska blaðamanni frá Politiken að hér hafi verið skemmst milli lífs og dauða í tilveru hans. Það er ósjaldan að mér berast uppí hend- urnar úrklippur úr erlendum dagblöðum, þar sem útlendingar tíunda það hvernig land og lýður komi þeim fyrir sjónir. Þessar úrklippur lenda venjulega ofaní skúffu hjá mér og gleymast svona eins og ger- ist og gengur. 1 gær komst ég yf ir úrklippu úr Huvudstads- bladet, sem gefiðer út í Finnlandi, en þar er lítil grein um „SPRITEN OCH ISLAND" (Afengið og ísland), eftir ágætan mann og fræga jarðýtu í skandinavíska filmbransan- um, Jörn nokkurn Donner. Þessi skrif eru ósköp elskuleg, utan það að hann botnar illa í sambúðarvanda lands- manna og brennivínsins. Sem dæmi segir Donner frá því að hann haf i farið með kunningja sínum, íslenskum, á vertshús, skilið hann þar eftir á meðan sögu- maður skrapp í bíó. Þegar Donner kom svo aftur á veitingastaðinn, hafði sá íslenski sporðrennt heilli vískíflösku og var orðinn einsog ,,....att nágon slagit honom med en klubba i skallen" eins og segir orðrétt. Þetta útleggst þannig að drykkjufélagi Donners hafi verið eins og hann hafi verið sleginn með næturklúbb í skallann og þá þarf ekki frekar vitnanna við. Hér hefur verið á ferðinni einn af maf íósum sænsku gleraugna- mafíunnar á islandi og ekki víst að hann haf i þurft að smakka deigan dropa til að komast í f ramangreint ástand. Þá segir Donner f rá því að rússar séu hættir að veita ísiendingum vín ...pS grund av de katastrofala följder detta hade betráffande gásternas f örmága at f ungera". „I sendiráðum er hætt að veita íslendingum vín 17. júní" heldur greinarhöfundur áfram „...þar sem ekki þykir rétt að tef la á tæpasta vað varðandi líf manna, heilsu og húsgögn". Greinarkorn Donners endar svo á orðunum: „Man kan supa sig f ri f rán mörket". Ágætis ráð. Og sem ég nú er að fleygja úrklippunni úr Huvudstadsbladet í skúff una fer ég að blaða í úrklippubunkanum og ég tekeina svona upp af handahóf i. Hún er úr Politiken frá 1972. Danskur blaðamaður að berjast uppá líf og dauða við rúllupylsuneið uppá hótelherbergi í Reykjavík og mátti lengi vel ekki á milli sjá hvor hefði betur. Þessari viðureign lyktaði með algerum ósigri danans. Nú leggur greinarhöf undur leið sfna niður í veitingasali hóteisins. Þar eru gestir ýmist vakandi eða í fastasvefni, sumir oní súpudisk- inn, en aðrir haf a náð gúllasinu til að haf a f yr- ir svæfil. Daninn pantar nú asspasssúpu og fær hana Já,já og hér eru fleiri gulnaðar blaðaúr- klippur. Hérna er til dæmis ein af þingi Norðurlandaráðs þar sem þingheimur virðist hafa brugðið sér i Hollywood og haldið að tískusýning módelkvenna væri fatafelling, eða stripptis. Og hér kemur raunar við sögu ein frægasta prentvilla, sem um getur í íslenskri menningarsögu, en á matseðlinum voru módelsamtökin kölluð „De forenede hotelkvinner" (átti að sjálfsögðu að vera modellkvinner), en þetta varð til þess að sögn blaðamannsins að allt liðið var drifið eftir gleðskapinn í Hollywood, uppá hótel, þar sem módelldömurnar urðu að standa við prentvill- una á matseðlinum. Eða eins og fulltrúi norðmanna sagði við módelldömuna þarna um nóttina: Ef þú stefnir uppá toppiniv eðlatísku hringalía er nauðsynlegt að nota kroppina nú er sjensinn, vina mín. skráargatið Þórunn: Leikfélag Reykjavikur hefur samþykkt aö taka leikrit hennar til sýningar, Ihaldið hefur ýmis ráö til aö losa sig við menn. Ýmist er prófkjörum ,lokað eða einfaldlega hætt viö þau. Það siðarnefnda er upp á teningnum i Hafnarfirði og er ástæðan sú aö flokksforustan vill losna við Stefán Jónsson, núverandi forseta bæjar- stjórnar. Hann er i fyrsta lagi Gunnarsmaður og i ööru lagi hefur hann neitað að taka þátt i upphlaupum flokksfélaga sinna gegn Bæjarútgerö Hafnar- fjarðar og öörum félagslegum rekstri i bænum. Stefán verður þvi einfaldlega strikaður út af listanum af uppstillingarnefnd. Þar þarf ekkert lýðræði. íslensk leikritagerð stendur með mikl- um blóma og nú er kominn fram á sjónarsviðið nýr höfundur. Það er Þórunn Sigurðardóttir sem er lesendum Þjóðviijans að góðu kunn. Leikfélag Reykjavikur hefur ákveöið aö taka til sýningar leikrit eftir Kjartan: Nýtt leikrit sem heitir Skilnaður. hana sem nefnist Guðrún og fjallar um örlög og ástir Guðrúnar ósvifursdóttur. Verður það væntanlega sett upp næsta vetur. Þá veröur tekiö til sýningar hjá LR i vor nýtt leikrit eftir hinn afkastamikla og vin.sæla höfund Kjartan Ragnarsson og nefnist það Skilnaöur og fjallar það eins og nafniö bendir til um algengt fyrirbæri og vandamál I nútim- Borgarfulltrúi Svarthöfða, Jónas nokkur Guð- mundsson, sem ýmsir lesendur Timans telja hinn hörmulegasta húskross á blaöinu, kemst að þeirri kyndugu niðurstööu nú nýlega, að yröi Reykjavikur- flugvöllur lagður niður mundi allt fuglalif hverfa úr Vatns- mýrinni. Virðist þessi sérkenni- legi „fuglafræöingur” álita, að fiðurfé uni sér einkar vel i nánd við flugvélar. Trúlega verður næsta tillaga „borgarfulltrú- ans” sú, að komiö veröi upp aö- Jónas: Leggur hann til að Tjörnin verði lögð undir sjóflug- vélar? stööu fyrir sjóflugvélar á Tjörn- inni til eflingar fuglalifinu þar. Drop-laug nefnist sérfræðingur Timans i strætisvögnum en aðrir nefna hana Naggnesi. Henni virðist af einhverjum dularfullum ástæðum vera ákaflega I nöp við Ikarus-strætisvagna og má ekki vatni halda yfir þeim ósköpum að slik gerpi skuli sjást á götum höfuðborgarinnar. Um daginn kjagaöi sú stutta af staö og skyldi nú heldur betur leitað að snöggu blettunum á þessum höfuðóvini sérfræöings- ins. Og árangurinn af frétta- öfluninni lét ekki á sér standa: Þrir vagnar, sem byrjað var að aka að morgni, voru allir „komnir á verkstæöi um há- degisbil. Huröaútbúnaðurinn bilaði á einum, vélin i öörum en kvilla hins þriðja þekkjum viö ekki” og má nærri geta aö meira en litiö hefur verið að úr þvi sjálfur sérfræöingurinn stóö á gati. Með þessi ágætu aflaföng Ef vel veiöist hjá ihaldinu i vor gerir það sér von um aö fá meirihluta, eða 11 borgarfull- trúa. Varamannasætin eru þvi giska merkileg á listanum. 1 ell- efta varamannssætinu er Einar Hákonarson skólastjóri Mynd- lista- og handiöaskólans. Sagt er að hann sé þar niöurkominn með sérstöku tilliti til vinsælda sinna i skólanum, og sé ætiað að fiska atkvæöi nemenda sinna' sem flestir eru fulltiða. tilefni af klausu I Þjóöviljanum 30.—31. janúar varðandi Einar: Á listanum til að höfða til nemcnda Handiða- og mynd- listaskólans? pjakkaði svo Drop-laug heim og birtir þau i vitsmunadálkum sinum, heldur hróöug. En viti menn. Skömmu siöar upplýstist að Drop-laug kerlingin fór með tómt rugl. Sá afli, sem hún hélt aö væri heljar golþorskar reyndist ekki einu sinni mar- hnútur. En ekkert fær lamað sjálfumgleöi sérfræðingsins. „Ég er gull og gersemi”, sagði Sölvi heitinn Helgason. öryggisgæslu i Arnagarði óskar forstöðumaður Arnastofnunar, Jónas Kristjánsson, að taka þetta fram: Allt frá þvi að fyrstu handritin komu heim fyrir tæpum ellefu árum hafa veriö sérstakir gæslumenn i handritahúsinu Arnagarði um nætur og helga daga. Lengi voru varðmenn þessir ráðnir sem starfsmenn Arnastofnunar. En á miðju sið- asta ári var sú breyting gerð, að Securitas sf. tókst á hendur nætur- og helgidagavörslu i Arnagarði, og var þetta þáttur i allsherjar-vörslu i húsum Há- skólans og Þjóðminjasafninu sem Securitas tókst á hendur. Um miöjan siöasta mánuð var að fyrirlagi Fjárlaga- og hag- sýslustofnunar aftur tekin upp hin gamla skipan á gæslu I Árnagaröi, en Securitas annast, aö minnsta kosti fyrst um sinn, gæslu i öðrum húsum Háskólans og i Þjóðminjasafni. 1 umræddri klausu Þjóðvilj- ans er ómaklega veist að starfs- mönnum Securitas. Sagt er að „samkomulag við handrita- fræðinga” hafi „ekki verið upp á hið besta”. Ekki varö ég var við neitt ósamkomulag milli varðmanna og starfsmanna Arnastofnunar. Fjórir menn önnuöust til skiptis gæsluna i Arnagarði. Ég kynntist þeim öllum nokkuö, og komu þeir jafnan fram af hinni mestu prúðmennsku og ræktu starf sitt samviskusamlega. Svo er um samiö að gæslumenn hringi til lögreglunnar á tveggja tima fresti, —„en það var fyrir neðan virðingu Securitas- manna, og hafa þeir fyrir löngu gefið það upp á bátinn”, segir i Þjóöviljanum. Þetta er tilhæfu- laust með öllu, enda hefði mér þegar veriö gert viövart ef um vanrækslu hefði verið að ræða.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.