Þjóðviljinn - 13.02.1982, Side 9
‘ tíg' vtv 1 I l’
r /1/;!!., H7rí(; t«.J —
A ", t a ;
Helgin 13.— 14. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
sunnudagspistill
i umræðum um mál
Bif reiðastöðvar Stein-
dórs hafa menn verið
minntir á það að úthlut-
unarnefnd á vegum ráðu-
neytis ráði því hve marg-
iraki leigubíl hér i borg. í
Morgunblaðinu hefur
borið á viðleitni til að
skella þá öllum vanda og
hneisu á nefnd þessa og
þarmeð syngja þann
söng, að hér sé ríkið enn
að vasast í öllu og
kommúnisminn kannski á
næstu grösum.
Þetta er vitanlega hiö mesta
falshjal: allir vita aö þaö eru
bilstjórar sjálfir sem vilja hafa
úthlutunarnefnd til aö koma i
veg fyrir of mikla fjölgun i
starfsgreininni. Sósialisminn i
svona tilhögun er svosem eng-
inn — gott ef ekki eru viðhöfö
svipuö vinnubrögð i leyfaveit-
cntiFEcmn
KhÍtREÍÍEN
IR»MSPU«TS
'IMENT
C£ BUREAU
Ungt fólk i atvinnuleit
p II II / n í
rwm
BAKHLIÐIN á starfs-
réttindum og starfsnámi
ingum til leigubilstjóra i New
York, svo dæmi sé nefnt.
Þörf fyrir öryggi
Það er svo sannarlega ekki ný
bóla að atvinnustétt vilji slá um
sig verndarmúr meö löghelguö-
um starfsréttindum, sem sum-
part byggjast á þörf fyrir
öryggi, sumpart á þvi aö hópur-
inn vilji fá sem hæst verö fyrir
þjónustu og sérstaka þekkingu.
Iðnaðarmannagildin eru eldri
en kapítalisminn aö ekki sé tal-
aö um sósialískar hugmyndir:
þau voru samtrygging meö-
lima, athvarf þeirra, samfélag,
já og kannski rammi um sér-
staka menningu. Meira aö segja
þjófarnir höföu sitt gildi meö
starfsþjálfun og inntökusiöum!
Þessi hefö er sterk eins og allir
vita. Og leigubilstjórar vilja
ráöa bilafjöldanum, tannlæknar
vilja hafa sitt aö segja um þaö
hve margir læra tannlækningar,
iönmeistarar varast „offjölg-
un”, Rangæingar vilja eiga
virkjanirnar og leikarar vilja aö
sem fæstir fari I leikskóla.
Sundurvirkni
Þetta er allt saman ofur skilj-
anlegt. Starfsöryggi vilja allir
hafa — auk þess sem hverjum
og einum finnst starf hans
merkilegra en öörum og vill
lyfta þvi i mati. Boöberar hinn-
ar frjálsustu samkeppni eru
ekki mikið ööruvisi en aörir i
þessum efnum I reynd — þótt
þeir kunni, eftir atvikum, aö
_________S".^
Árni '
Bergmann^^j
skrifar Jkmk
hafa aðra aöferö en starfs-
greinafélög viö aö fækka keppi-
nautum. En nú skal ekki fjalla
um eðlilegar eða jákvæöar hliö-
ar starfsgreinahyggjunnar,
heldur um dapurlegri bakhliöar
hennar. Einkum þá staðreynd,
aö hún er sundurvirk, hún skap-
ar i flestum tilfellum afmark-
aða félagshyggju, sem snýr aö-
eins inn á viö. Hún er, þegar allt
kemur til alls, eitt af þvi sem
gerir ihaldsmálgögnum kleift
að hlakka yfir þvi að „stétta-
baráttan er orðin barátta launa-
stéttanna innbyröis” eins og
Visir sálugi sagöi einhverju
sinni.
Að loka sig inni
Við höfum lengi tekið undir
þaö svotil öll, aö hin fjölbreytt-
asta starfsmenntun væri af hinu
góða; hún er kjarabót og fram-
farahvati og hin besta fjárfest-
ing. Margt til i þvi. En hinu hafa
menn kannski siður tekiö eftir,
að þessi þróun þýöir lika að si-
fellt fækkar þeim störfum sem
menn geta gengiö inn i án þess
að veifa sérstökum pappirum.
Sifellt fjölgar þeim básum,þar
sem ákveöinn fjöldi manna er
kominn inn, veifar prófskjölum
og námskeiöavottoröum og seg-
ir: allt fullt hér! (1 einum fjöl-
brautarskóla var efnt til náms-
brautar i hárgreiöslu — nem-
endur sem inn gengu létu þaö
veröa sitt fyrsta verk aö sam-.
þykkja áskorun á skólastjórn
um aö loka brautinni aftur).
Þessi þróun, sem fer fram undir
merkjum öryggis og frainfara
þýöir tvennt:AÖ meö starfsnámi
eru menn aö loka sig inni ævi-
langtef aö likum lætur, þarna er
sá reitur fundinn sem þú ætlar
að halda I hvaö sem þaö kostar,
enda ekki fært i aöra staöi — þú
átt þess ekki lengur kost aö
skipta um starf, byrja nýtt land-
nám, skipta um umhverfi og fé-
laga. Hvar veröur þann
skemmtilega mann aö finna,
sem var hagfræðingur i gær,
málakennari i dag og er smiöur
á morgun?
Ungu fólki
úthýst
En þetta er aöeins önnur hliö
hinna sundurvirku áhrifa. Hin
er miklu alvarlegri. Hún er sú,
aö meö starfsréttindaveldi
plús tölvubyltingu veröur æ
þrengra um ungt fólk, þaö sem
ætlar að byrja aö vinna. Viö sjá-
um þessa kreppu i nálægum
löndum: fjóröungur æsku-
manna gengur atvinnulaus,
kannski fullur af heift og hefnd-
arfýsn yfir þvi, að ekki eru aö-
eins þeim „ófaglæröu” flestar
bjargir bannaöar, heldur hefur
lika sjálft starfsnámiö
reynst. ávisun sem engin innr
stæöa er fyrir. Viö höfum nú um
tima heyrt á umræöu sem snýst
um hagsmunaandstæöur karla
og kvenna. Ef að likum lætur
eigum viö von á meiriháttar tog-
streitu milli æskufólks og þeirra
sem búa viö einhverskonar ör-
yggi áöur en langt um liöur.
Sameiginleg
markmið?
Nú gæti einhver sagt: hvurn
andskotann er maðurinn aö
fara? Er hann kominn á Fried-
manlinuna og vill aö markaös-
lögmálin ráði kaupi og kjörum?
Veit hann ekki aö starfsréttindi
hóps launafólks koma i veg fyrir
að kapitalistar geti látiö menn
bjóöa niöur hver fyrir öörum
hvenær sem i harðbakka slær?
Mikil ósköp, þessi háski er
vitanlega til. Og þaö er sjálfsagt
aö taka undir þaö aö samstaöa
hóps er skárri en engin sam-
staða: allir gegn öllum. En þaö
er ekki siður nauösynlegt að
vekja athygli á þvi, aö starfs-
greinahyggjan hefur mjög
sundurvirkjandi áhrif. Rafvirki
með rafvirkja, bóndi meö
bónda, tóltonnaelska meö tól-
tonnaelsku: og hvaö varðar
okkur um alla hina? Þeir geta
séö um sig. Þaö eru til lofsverö-
ar undantekningar frá þessum
hugsunarhætti, en ekki eru þær
sérstaklega margar. Og i
neyslukapphlaupi og stööu-
táknastússi okkar þjóöfélags
fækkar þessum undantekning-
um jafnt og þétt, þvi miöur.
Stundum finnst manni eins og
öll viöleitni til aö huga aö sam-
eiginlegum markmiöum þess-
arar þjóöar, alþýöu manna i
þessu landi, hafi hrökklast út i
horn meðan landsmenn skiptu
sér i hundraö flokka og er hver
um sig haröákveðinn i þvi aö ná
fimm eða tiu prósent kjarabót-
um —■ hvaö svo sem hinum liður.
AB.
Verðlaunaskáldsaga Svens Delblancs_
Verður maður að
standa utan við?
„Vist er það afleitt.
Verða menn alltaf að
vera frjálsir eins og
fuglinn og utan viö
samfélagið til að þora
að fylgja boði samvisk-
unnar og biða afleið-
inganna með ró? Var
það þannig sem faðir
minnliíði?”
Þetta eru orð aðalpersón-
unnar I skáldsögu sænska rit-
höfundarins Svens Delblancs,
Samúelsbók, sem fyrir nokkru
fékk bókm ennta verðlaun
Norðurlandaráðs — og lýsa þau
einni af meginhugmynd bókar-
innar. Hún fjallar meöal annars
um vanmátt listarinnar, imynd-
unaraflsins og einstaklingsins
andspænis grimmum og skiln-
ingssljóum umheimi.
Or ættarsögu
1 skáldsögu þessari gripur
Sven Delblanc' niður i' sögu eigin
ættar» hann skrifar um lif og
fjölskyldu móöurafa sins — án
þess þó aö hann sé að skrifa
sögulegan fjölskylduróman.
Hann tekur sér það skálda-
leyfi að kalla afa sinn Samúel og
hefur þar með fengiö trúarlegan
gamlatestamentisblæ á heiti
sögunnar, Samúelsbók. Ekki
svo að skilja að Delblanc sé hér
á mjög dulrænum slóöum —
hann hefur eina ferö-
ina enn sett upp sögulegl sviö til
að setja þar upp eitt af eilifðar-
þemum sinum: andstæöurnar
milli siöferðilegs réttar og póli-
tisks valds, sem hér kemur
fram i þvi formi aö sýnt er hve
hjálparvana einstaklingurinn er
andspænis samfélaginu.
Timi sögunnar eru aldamótin,
húp gerist i sænskri sveit, sögu-
þráðurinn er i stuttu máli þessi:
Eftir langa baráttu við yfir-
völd rikis og sveitar brotnar
Samúel saman, bæöi andlega og
likamlega. Hann hefur snúið
heim til Sviþjóöar með banda-
Sven Delblanc: t Samúelsbók
prófar hann allar sinar þrjár
aðferöir
riskt prestspróf, sem enginn vill
nýta og leitar sér athvarís i
þeirri hugmynd, að guð hafi
yfirgefið samfélag mannanna
og búi I íelum úti i náttúrunni.
Hann heldur til skógar til að
finna guð — og endar á geð-
veikrahæli.
Sömu örlög hreppir sonur
hans sem átti i sér skáldskapar-
neista, en brotnar undan fargi
fátæktar og skilningsleysis. Það
eru aðeins nokkrar konur sög-
unnar, sem búa bæði yfir lifs-
krafti og imyndunarafli, sem
höfundur lætur eiga sér von.
Það hefur verið sagt um Del-
blanc að hann sé einkar fjöl-
hæfur höfundur og hafi á vixl
stundað ærslafenginn sögu-
spuna, raunsæja samfélagslýs-
ingu og yfirvegaða sálfræðilega
aðferð. Og að i þeirri sögu sem
nú er verðlaunuð mætist þessir
þræöir allir. Delblanc hefur
lengi verið einn virtasti höf-
undur Svia og hefur viða við
komið.
Þaö er meðal annars rifjað
upp, að árið 1971 skrifaði hann
bók um svokallaða „hvita bylt-
ingu” keisarans i tran og var
litið hrifinn; þykir furðu margt
sem þar er sagt hafa ræst síðan.