Þjóðviljinn - 13.02.1982, Page 19

Þjóðviljinn - 13.02.1982, Page 19
Ilelgin 13.— 14. febrúar 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 Þjóðviljinn fyrir 10 árum 8/9 1926 Fyrirhey.................... 6/11 1926 2 gullúr.................... 31/12 1926 Móttaka herinálaráðh.danska 29/6 1927 Veisla..................... 16/8 1927 Ilestahald................. 16/8 1927 Hestahald.................. „Ömmu- frumvarpiö" A árinu 1928 báru Framsóknar- menn fram frumvarp á alþingi um eftirlit með loftskeytanotkun togara, var þvi ætlað að koma i veg fyrir njósnir. Sjálfstæöis- menn á þingi þæfðust fyrir og töldu frumvarpið með öllu óþarft. Náði það ekki fram að ganga en var tekið upp á nær þvi hverju einasta þingi næstu árin. ólafur Thors, einn aöalleiötogi Sjálf- stæðisflokksins og jafnframt einn af eigendum stærstu togaraút- gerðar landsins, fór háöulegum orðum um þetta siendurtekna, gamla frumvarp og kallaöi þaö „ömmu-frumvarpið”. Festist þaö aö nokkru leyti við þaö. Og á árinu 1928kemur Jón Auö- unn Jónsson enn viö sögu. Hann var stjórnarformaður útgerðar- félagsins Hafsteins sem gerði út samnefndan togara vestra. Þetta ár var togarinn sviptur loft- skeytaleyfi vegna þess að hann varö uppvis aö þvi að senda skeyti til ákveðinna kallmerkja i landi sem ekki voru skráö eöa leyfðar stöðvar. Kom i ljós að skeyti þessi voru send til tveggja manna á Isafirði, þeirra Magnús- ar Thorbergs fyrrv. simstöövar- stjóra þar og Sigurgeirs Sigurðs- sonar prófasts (siðar biskups). Ekki varð samt uppvist aö þessu sinni hvernig stóð á þessum skeytasendingum þó að illar grunsemdir vöknuöu. Lífsviðurvœri eyðilagt Landhelgismál og landhelgis- brot voru stöðugt til umræðu næstu ár en það er þó ekki fyrr en 1935 sem verulega dregur til tið- inda. Þá um sumarið fyrirskipar Hermann Jónasson forsætis- og dómsmálaráðherra rannsókn á meintum landhelgisnjósnum og var hún framkvæmt með mikilli leynd. Þá um sumarið er viötal i Alþýðublaðinu við formann á báti við Faxaflóa og segir hann m.a. i viötalinu: „Okkur, sem i vor og sumar höfum reynt að skapa okkur at- vinnu með þvi að róa með snur- voð á trillubátum hér út á Sviöið, hefir þótt það dálitið athyglisvert, að i hvert sinn, sem við aö morgni höfum komiö inn meö sæmilegan afla, höfum við mátt eiga það vist, að þegar við kæm- um aftur út á miðin eftir 6—7 tima, að sjá 3—5 enska togara frá vissum félögum toga á þeim stað, sem viö voru á og höföum fengiö dágóðan afla nóttina áður, þó að við i langan tima hefðum ekki séö togara meðan viö fengum litið. Ot af þessu erum viö farnir aö draga þá ályktun, að einhverjir menn i landi, kunnugir miöunum, sendi þessum togurum dulskeyti I hvert skipti sem eitthvaö glæöist inn við linuna. Þótt þaö megi telj- ast ótrúlegt, að hér skuli vera til menn, er láta hafa sig til þess að gefa útlendingum svo nákvæmar fréttir af aflabrögðum lands- manna og þar með stuðla aö þvi að eyðileggja lifsviðurværi þeirra, sem eru aö reyna að bjarga heimilum sinum frá sulti”. Bomban springur Þao er svo 10. janúar 1936 aö bomban springur. Þann dag er birt meö risaletri yfir þvera for- siðu Nýja dagblaðsins, málgagns Framsóknarflokksins þessi fyrir- sögn: FÖÐURLANDSSVIK. Und- ir stóö: Fjórir menn hafa þegar játað fvrir rétti njósnarstarfsemi sina i þágu erlendra landheigis- brjóta. — Þessir menn hafa smal- að erlendum togurum inn á feng- sælustu veiðistöðvar islenskra fiskimanna jafnóðum og vitað varð uin aflasild á hverjum stað. Siðan var viötal við Hermann Jónasson forsætisráðherra þar sem hann skýröi frá þvi að rann- sókn hefði hafist sumarið 1935 en 720.00 1.030.00 3.213.00 423.50 1.130.00 623.60 ákveðið aö hefja opinbera rann- sókn 9. janúar 1936. Þeir menn sem játuöu á sig þessar njósnir voru flestir um- boðsmenn breskra togarafélaga á tslandi. Þar má nefna Geir H. Zoega kaupmann, umboðsmann Grimsbytogara, Geir Zoega i Hafnarfirði, umboðsmann Hull- togara og Helleyers Brothers, Þorgeir Pálsson umboðsmann togarafélagsins H. Marketon Cock Ltd. i Grimsby. Þá viður- kenndi Pétur Ólafsson sjómaður aö hafa stundað þessar njósnir fyrir atbeina Þórarins Olgeirs- sonar. Eftir þvi sem rannsókninni miðaði áfram blönduöust fleiri Is- lendingar inn I málið. Þaö sem kom skriö á þetta mál var dulmálslykill sem fannst um borö i breskum togara sem strandaði i Skerjafirði haustiö 1935. Var þá hægt að þýða skeyti sem send höfðu verið og kom skýrt fram i þeim sumum aö tog- arar heföu veriö á veiöum innan landhelgi og fengið upplýsingar um ferðir varðskipa úr landi. Nokkrum dögum eftir aö opin- bera rannsóknin hófst lét Her- mann svo á ný til skarar skriða og gaf út bráöabirgöalög sem fyrir- skipuöu strangt eftirlit með Ioft- skeytum veiöiskipa og refsingu sem nam allt að tveggja ára fangelsisvist fyrir aðstoö við veiöiþjófa. Þessi lög voru siðan staöfest á alþingi og voru þá „ömmu-lögin” hans ólafs Thors loks komin i gildi. Arkú ambe agide Hinn 1. febrúar 1936 kom upp nýtt njósnahneyksli. Þá var tog- arinn Vinur frá Grimsby tekinn i landhelgi og fundust um borö 30—40 dulmálslyklar. Varð þetta til þess að upp komst um njósna- starfsemi þriggja „mektar- manna” i Vestmannaeyjum. Blandaðist m.a. Skipaútgerö rikisins i þessa starfsemi. Þriðjudaginn 23. mars 1937 ját- aði Jón Auðunn Jónsson alþingis- maður fyrir rétti að hann hefði haft á hendi landhelgisnjósnir fyrir togarann Hafstein sem hann var útgerðarstjóri fyrir 1927—1934. Fyrir réttinum var lagður fram dulmálslykill togar- ans og útgerðarfélagsins og var hluti af honum sérstaklega mið- aður við Vesturland. Lögð voru fram skeyti á dulmálinu t.d. þetta: „Guðmundur Hafsteinn Reykjavikurradió Aaran Aback Tanve Græðir” Það útleggst: „Hvar eruð þið? Hvernig geng- ur fiskeriið? Óðinn er hér, fer i nótt. Græðir”. Og þetta: „Arkú ambe agide úti rebet fiskaði affil nafal flóa fyrradag”. Merking þessa skeytis er: „Ægir, Óðinn alltaf úti. Snorri goði fiskaöi vel Patreksfjörður flóa fyrradag”. Og: „Gamma kolba Duru nagor Auðunn” Sem útleggst: „Óðinn fór frá Bjargi. Er á leið til Reykjavikur. Auðunn’ Jón Auðunn Jónsson viður- kenndi rithönd sina á tveimur skeytanna en það þriðja var vél- ritaö. hann neitaði fyrir rétti að tilgangurinn með skeytunum hafi verið landhelgisveiðar. Þannig var nú andinn i þá daga og gamlir togaramenn hafa sagt undirrituðum frá þvi aö á þessum árum hafi allir islenskir togarar reynt að komast inn fyrir landhelgislinuna ef þess var nokkur kostur og þá náttúrulega reynt að grennslast fyrir um ferð- ir varðskipa. Þeir sem urðu upp- visir að sliku athæfi hafa þvi kannske bara veriö óheppnir að upp um þá komst. Hitt var náttúrulega öllu alvar- legra þegar islenskir menn að- stoðuðu erlenda togaraskipstjóra viö landhelgisbrot. Og hvað sem öðru liöur þá virðast togaramenn þessara ára ekki hafa haft mikinn skilning eöa borið mikla virðingu fyrir lögum um friðun fiskimiða. —GFr Virðist sem allir hafi sæst Dr. Euwe tók i gærkvöld þá ákvörðun að einvigið milli Spasskis og Fiscers skuli fara fram f Reykjavik og Belgrad og fer fyrri hluti einvigisins fram i Belgrad en siðari hlutinn hér. Virðist sem allir aðilar hafi að lokum sæst á þessa málamiðlun. Einvfgið hefst ekki síðar en 25. júni en getur hafist fyrr ef keppendur óska eftir því. (16.febr.). Einstaklingsfra mtakið brást Ólafsfirði 14/2 — ógurlegt at- vinnuástand er nú rikjandi á Ólafsfiröi. Þar eru yfirleitt og hafa verið siðustu vikurnar 80-100 manns á atvinnuleysisskrá. Vinna i' frystihúsinu hefur verið sáralítil. Þetta stafar ekki síst af þvf að bátar hafa verið seldir frá Ólafsfiröi á sibustu vikum án þess aö nýrra hafi verið aflað... Fróö- legt er aö bera þetta einstaklings- framtak saman viö bæjar- og samvinnuútgerð til eflingar at- vinnulífinu á staðnum. (16. fdir.). Hermannas.iónvarpið Útvarpsráö hefur nú til athug- unar lokun Keflavikursjónvarps- ins eða takmörkun þess við her- stöðina eina. Greinilegt er að bandaríski herinn hefur ekki staðið viö fyrirheit si'n um tak- mörkun Utsendinga hermanna- sjónvarpsins og mun það nú sjást allviða á Suðvesturlandi. Þess vegna er þetta mál á dagskrá i út- varpsráöi, enda á islenska rikis- útvarpið að hafa einkarétt á sjón- varpssendingum hér. Sendingar Keflavikursjónvarpsins út fyrir vallarsvæðið eru þvi ólöglegar um leiö og þær eru ósæmilegar fullvalda þjóð i frjálsu landi. (Ieiðaril6. febr.). læk af sér hrók Það var heldur betur lif i tuskunum i skáksalnum i Glæsi- bæ á laugardag i 6. umferð Rey kj av ikurm óts ins . Loka- minúturnar i skák Friðriks gegn Hort voru æsispennandi svo notað séorðalag sem við þekkjum betur úr Laugardalshöllinni. Hort komst i gifurlega timaþröng, Friörik fórnaði skiptamun og peði og Hort var kominn meö unna stööu en lék af sér hrók og tapaöi skákinni. (I6.febr.). Sprengiregn á Suður-Vietnam Undanfama fjóra daga hafa bandariskarsprengjuflugvélar af geröinni 5-52 gertöflugri loftárás- ir á Suður-Vietnam en nokkru sinni fyrr siðan Vietnamstriðiö hófst. Talsmenn bandarisku her- stjórnarinnar bera þvi viðað þeir vilji koma i veg fyrir nýja sókn Þjóðfrelsisherjanna i landinu. (16. febr.). Einn var að smiða ausutetur... Það væri synd að segja að lög- reglan fengi ekki að kynnast öll- um mögulegum og ómögulegum hlutum i' starfi sinu um helgina. A sunnudagsmorgun var kært yfir þjófnaði á veski með 10 þús. kr. úr húsi einu i borginni. Þar höfðu þrir menn setið að sumbli og er tveir sneru tánum upp, notaði sá þriðji tækifærið og hnuplaði peningunum úr veskinu og henti þvi siðan undir rúm... þegar sá fannst var ekkert eftir af 10 þús- undunum og telur lögreglan að þaö verði erfiöleikum háö fyrir eiganda peninganna að fá þá aftur. (16.febr.). Gægiugöt myrkra- höfðingjans Hveragerði 14/2 — Kirkja ein mikil og virðuleg hefur veriö i smíðum hér undanfarin ár, en ekki hefur hún enn sem komið er notagildi nema fyrir augað. 1 framtiðinni mun vera ætlunin aö útdeila þar andlegu trúarfóöri til Hvergeröinga. Máske er ekki vanþörf á þvi:ýmsir vilja meina aö göt þau i Hverageröi sem frá sér senda sjóöheitt vatn og gufu séu gægjugöt myrkrahöfðingjans og eru jafnvel sumir hræddir um aö efbr þeim sendi hann spillandi áhrif inn í sálir ibúanna. (16.febr.). Regattsr Björgunarbúningur Regatta Ný tegund björgunarbúninga hefur nú veriö hönnuð og framleidd í Noregi, sem hentar íslenskum aðstæðum einkar vel. Búningurinn er hannaður með það fyrir augum að veita góða vernd gegn vindi og kulda og að auðvelt sé að vinna í honum. Leysir hann því af hólmi fyrirferðar miklar yfirhafnir og björgunarvesti. Búningurinn hefur mikla flothæfni og í vatni virkar hann sem blautbúningur þ.e.a.s., að falli maður fyrir borð getur hann lifað í +5° vatni allt að 3 klukkutíma. Norsk rannsóknarstofnun hefur samþykkt að búninginn megi nota í stað björgunar- vesta um borð í norskum fiskiskipum. Tilvalinn klæðnaður fyrir íslenska sjómenn svo og aðra sem starfa við sjávarsíðuna. Grandagötu13. Símar: 21915-21030.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.