Þjóðviljinn - 13.02.1982, Qupperneq 24
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 13.— 14. febrúar 1982.
hvihmyndir
Jakob S
Jónsson
skrifar
Kvikmynd: Private Benjamin
Leikstjóri: Howard Zieff.
Handrit: Nancy Meyers,
Carles Sheyer og
Harvey Miller.
Tónlist: Bill Conti
Kvikmyndun:
David M. Walsh.
Meöal leikenda: Goidie Hawn,
Eileen Brennan,
Armand Assante
Sam Wanamaker,
Barbara Barrie, Robert Webber.
Sýningarstaður:
Austurbæjarbió.
Judy Benjamin er í upp-
ha f i my nda ri nna r
hundraðprósent yfir-
stéttargella/ ef svo má
segja, hún hefurvarla dýft
hendi í volgt vatn, hvað þá
kalt, ekki deplað auga
hjálparlaust. Foreldrar
Judy Benjamin (Goldie Hawn) ihópiannarra óbreyttra hermanna
Herinn göfgar manninn
hennar hafa tryggilega
markað lífsferil hennar og
bjargað henni úr hjóna-
bandi með vita vonlausum
ónytjungi og komið henni
saman við lögfræðing með
framavon; sá reynist þó
minna nýtur en ekki,
’hann deyr á sjáifa
brúðka upsnóttina af
hjartaslagi vegna
áreynslu.
Vesalings Judy finnst sér
refsað og það að ósekju. Varla
nema von. Og það er ekki nema
eölilegt, aö finnum til samúöar
meö þessum vængbrotna fugli,
sem hefur aldrei þurft aö hugsa
nokkra hugsun til enda upp á
eigin spýtur, aldrei þurft aö axla
ábyrgö, aldrei þurft að lifa eins og
venjuleg manneskja.
1 nauöum sinum hringir hún i
beina Utvarpssendingu, þar sem
fólk meö vandamál má létta á
hjarta sinu — og fær svar frá full-
trUa bandarikjahers, sem telur
hana á aö ganga i herinn undir þvi
yfirskini, aö þar sé allt meö
endemum fagurt, göfugt og gott.
Judy kemst þó fljótlega aö raun
um, aö bandaríski herinn er litiö
gefinn fyrir aö þjóna undir rassi
yfirstéttarbrúöa, sem álpast til aö
láta skrá sig í hann. Timabil mik-
illa þjáninga og sjálfsafneitana
rennur upp, Judy yfirstéttardrós
gengur um nöldrandi og vælandi,
vorkennir sjálfri sér — I fáum
oröum sagt, hUn veröur óþolandi.
Þetta er nú ágætt, svo langt
sem þaö nær, og alls ekki
óveröugt efni i kvikmynd,
hvernig dáfalleg brúöa úr yfir-
stétt kemst I hann krappann ein-
# mitt fyrir þaö aö hún er eins og Ur
ipostulini, falleg og heimsk.
En Judy blessunin kemst til
manns meö þvi aö ganga i
gegnum þann skóla, sem herinn
veitir henni. Þaö er bæöi gömul
hugmynd og ný, aö herinn komi
óhörnuðum drengjum til manns,
auki hreysti þeirra til likama og
þó einkum sálar. Og ég leyfi mér
aö efast um réttmæti slikra hug-
mynda og vil raunar ganga svo
langt, aö halda þvi fram, aö slik
hugmyndafræði sé eingöngu til
þess fallin aö ala á dýrkun her-
mennsku i öllum myndum. Það er
einnig i hæsta máta ótrúlegt, að
hermennskan þroski meö manni
þaö sjálfstæöi, sem ýjaö er aö
undir lok myndarinnar, þegar
Judy, ný og betri manneskja,
neitar biðli sinum frammi fyrir
klerkinum og hverfur á braut,
orðin sjálfstæö kona.
En hvaö um þaö: liklega getum
viö öll verið sammála um aö þaö
sé ekkert alltof æskilegt aö ala á
hermennskuhugmyndum af þvi
tagi, sem að ofan er getiö. Hinu
verður ekki neitað, aö kvik-
myndin um hinn óbreytta her-
mann Judy Benjamin veröur
ekki sist fyndin af þvi aö hún er
kvenmaður um leiö og hún er her-
maður — sú staöreynd veröur
ósjálfrátt grinaktug, kannski
vegna þess aö viö erum ekki bein-
linis vön henni, eigum þvi ekki aö
venjast aö kvenfólk gangi i karla
staö, eins og Judy er látin gera I
myndinni, hvort sem þaö á viö
raunveruleika aö styöjast eöa
ekki.
Barátta Judýar viö sjálfa sig,
og hina peningasjúku og sóma-
kæru foreldra sina, er ágætlega
fyndin, og Goldie Hawn gerir
persónunni mun betri skil en
búast má viö samkvæmt þeim
oröum, sem henni eru lögö i
munn. Og liklega sjá fæstir eftir
þeim tima, sem fer I aö horfa á
þessa þokkalegu gamanmynd.
Aö endingu get ég þó ekki látiö
hjá lföast aö minnast á þýöingu
myndarinnar og textun. Þaö
gerist alltof oft, aö texti birtist á
tjaldinu of fljótt eöa snemma, og
hörmulegar þýðingarvillur veröa
ekki til þess aö gleöja biógesti,
nema siöur sé. Þaö er til aö
mynda algert lágmark, aö
þýöandi kvikmynda kunni sæmi-
leg skil á þvi máli, sem þýtt er Ur,
en á þvi viröist vera mikill mis-
brestur i islenskum kvikmynda-
húsum yfirleitt. Private Benja-
min er svo sem ekkert einsdæmi
hvaö þaö snertir en reyndar fékk
ég þaö skrambi oft á tilfinn-
inguna, aö þýöandinn heföi ekki
látiö svo litiö aö skoða myndina,
áöur en hann þýddi hana, svo
augljósar voru vitleysurnar.
—jsj.
Tilbrigði um
útvötnuð stef
Kvikmynd: óvænt endalok
(Silver Dream Racer)
Leikstjóri: David Wickers
Kvikmyndataka: Paui Beeson
Tónlist: David Essex
Meöal leikenda:
David Essez, Beau Bridges,
Christina Raines,
Clarke Peters, Lee Montague,
Sheila White.
Sýningarstaður:
Háskólabió.
Ósköp hafa nú verið
gerðar margar kvikmynd-
ir um Karlmennskuna með
stóru kái. Einkum hafa
þeir Bandaríkjamenn ver-
ið iðnir við kolann og óf áar
amrískar hetjur hafa riðið
um héruð fyrr og síðar,
bæði í eiginlegum skilningi
og óeiginlegum. í kvik-
myndinni Óvænt endalok
fara hetjurnar ríðandi á
mótorfákum á ofsahraða
um gríðarmiklar kapp-
akstursbrautir. Og ætli þar
sé ekki að finna hluta af
karlmennskuímynd nútím-
ans; að minnsta kosti telj-
ast mótórhjól spennandi
viðfangsefni i augum
ungra drengja, þeir verða
menn að meiri því hraðar
sem þeir komast.
Nick Freeman (David Essex)
er engin undantekning aö þessu
leyti. Hans eina tómstundagaman
er aö aka um á mótorfák (eins og
segir I slagaranum), keppa — og
auðvitað vill hann helst af öllu
sigra. En eins og gefur aö skilja,
slikt kostar peninga: vélhjóliö
þarf aö vera af bestu gerð, viö-
hald eins og best verður á kosiö og
varahlutalagerinn þarf aö vera
rikuiegur. En Nick á enga pen-
inga; reynir samt aö spjara sig
sem best hann getur i veröld
mótórhjólanna meö dyggri aöstoö
vinar sins, negrans Cider.
Þaö er samt hættulegt aö aka
um á vélhjóli á ofsahraöa. Bróöir
Nicks ferst i vélhjólaslysi,
átrúnaöargoö hans sömuleiðis.
En til þess eru hætturnar aö láta
þær freista,kitla hugann og siöan
aö leggja I hann. Sú er lifsspekin
— og þvi varla undarlegt aö eigin-
konur vélhjólakappanna gefist
upp og hverfi á braut. Og reyndar
var þaö aö minu viti eitt af betri
atriöum myndarinnar, þar sem
Carol, kærasta Nicks, segir hug
Nick og Bruce — keppinautar um hylli ekkju vélhjólakappans,
hatursmenn á vélhjólabrautinni. Hjá þeim snýstallt um sigur eöa tap
— og fátt meir, þegar upp er staðiö.
Nick Freeman (David Essex) situr hér Silfurdrauminn sinn, en viö hliö
hans stendur vinurinn Cider (Clarke Peters). Hraöinn, spennan,
karlmennskuimyndin — allt fær þetta sitt I vélhjólareiðinni, en af henni
er nóg Imyndinni. óvænt endaiok.
sinn og fer á endanum. En Nick
jafnar sig fljótlega; hann hefur
mótórhjóliö sitt, sem bróöir hans
heitinn haföi smiöaö, og hann
leggur I heimsmeistarakeppnina.
Honum áskotnast fé fyrir tilstilli
ekkju átrúnaöargoösins látna,
sem á harma að hefna: vinur eig-
inmanns hennar og banamaður á
vélhjólabrautinni ætlar aö keppa
sömuleiöis um heimsmeistara-
tignina — og nú skiptir þaö mestu
máli að sigra þann vonda drjóla,
gulldrenginn bandariska, sem lif-
ir fyrir sigur og svifst einnskis til
aö ná honum. Beitir jafnvel
brögðum. Auðvitaö sigrar Nick —
en hann er ekki fyrr kominn yfir
markalinuna, orðinn heimsmeist-
ari, fyrr en hjólið lætur undan og
hann ferst á voveiflegan hátt.
Hetjan, sem nýtur hættunnar,
hefnd ekkjunnar, einvigið milli
hins göfuglynda, og dónans sem
einskis svifst og ótal margt fleira
af viölika toga spunniö, aö ekki sé
minnst á endinn — allt er þetta
velþekkt úr kvikmyndum og viö-
ar; tilbrigöi um sama stefiö og
ekki laust viö aö þetta sé allt oröiö
nokkuö útvatnað. Þaö skiptir þvi
hreint ekki svo litlu, hvers konar
tökum efnið er tekiö, hvernig
unniö er úr þvi. Og satt best aö
segja skiptir leikur og leikstjórn
ekki svo litlu máli, ef ætlunin er
aö varpa einhverju ljósi á mann-
eskjuna i þeim keppnisheimi er
lýst er. En þaö tekst ekki i Óvænt-
um endalokum, frómt sagt. Mátt-
laus leikstjórn og leikur gerir aö
verkum, aö myndin veröur aldrei
meira en I besta falli snyrtileg,
tæknilega séö og þarmeö búiö.
Þrátt fyrir þaö hafa áreiöanlega
einhverjir gaman af aö horfa á
vélhjólin, sem þeysa á ofsahraöa
eftir spegilsléttum kappaksturs-
brautum. jsj.