Þjóðviljinn - 06.03.1982, Síða 5
Helgin 6. — 7. mars 1982. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5
JÖFUR
HF Nýfoýiavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600
fátækt og nánast hungur móta
lif þeirra flestra. t viölesnu
bandarisku timariti var nýlega
sagt frá þvi sem dæmi að ein-
stæð atvinnulaus móðir með tvö
börn ætti ekki lengur fyrir kjöt-
bollum og yrði að láta sér nægja
tómatssósu sem aðalrétt fyrir
sig og börnin á degi hverjum.
önnur kona gat aöeins boðið
börnum sinum ódýrar súpur. Og
þeir sem lengst hafa verið at-
vinnulausir fá engar atvinnu-
leysisbætur i samræmi við nýj-
asta niðurskurð Reagans á fjár-
munum til félagslegrar þjón-
ustu. Bilasali sem áður hafði
2000 dollara á mánuöi i tekjur
býr nú i kytru hjá hjálpræðis-
stofnun verkalýðsfélags sins,
fær gefins mat og 8 dollara á
viku i styrk. Fimm manna fjöl-
skylda fær 178 dollara á mánuði
til að kaupa mat fyrir eða um
1800 isl. kr. Hún verður að
treysta á gjafir frá nágrönnum
og ættingjum. Þetta eru þó að-
eins fáein dæmi um lif miljón-
anna.
1 Bandarikjunum eru miljónir
atvinnulausra sem hafa verið
svo lengi á skrá yfir atvinnu-
lausa að þeir fá nú orðið svo
hróplega litið til að lifa af, að
þeir verða að leita á náðir
kirkjudeilda og góðgerðastofn-
ana og standa þar i biðröðum til
þess að fá gefins mat. Margar
kirkjudeildir i Bandarikjunum
leggja nú höfuðáherslu á aö
starfrækja svokölluð súpueld-
hús til að gefa miljónum hinna
hungruðu atvinnuleysingja ein-
hverja fæðu. Sem dæmi má
nefna að á hverjum degi fá 500
atvinnuleysingjar gefins fæðu
hjá einnikirkju i Atlantaborg —
feður, mæður og börn. Var ein-
hver að tala um Póliand? Það
hafa ekki birst margar myndir i
sjónvarpi af súpueldhúsum
kirkna i Bandarikjunum né hin-
um atvinnulausu mæðrum sem
ekkert geta gefið börnum sinum
nema tómatssósu eða súpudisk.
Engu að siður er þetta veruleik-
inn i atvinnuleysisriki Reagans.
Niðurskurður á
samhjálp og
þjónustu
Á sama tima og atvinnuleysi
og fátækt fara sem eldur i sinu
um bandariskt þjóðfélag setur
forsetinn fram kröfur um stór-
felldan niðurskurð á framlögum
til samhjálpar og félagslegrar
þjónustu. 1 fjárlagafrumvarpi
Reagans er lagt til að fæðu-
styrkir til fátækra og atvinnu-
lausra verði lækkaðir um 2000
miljónir dollara, að framlög til
læknishjálpar tekjulitilla og
tekjulausra borgara og þar með
hinna atvinnulausu veröi lækk-
uð um 4500 miljónir dollara, að
aðstoð við fátækar barnafjöl-
skyldur verði minnkuð um 1200
miljónir dollara og framlög til
menntamála i þágu hinna efna-
minni verði lækkuð um 2500 mil-
jónir dollara. Er til betri sönnun
þess að „Frjálshyggjan” i
framkvæmd sé i reynd veruleiki
eymdarinnar?
Á sama tima boðar Reagan
nauðsyn þess að þúsundum mil-
jóna verði varið i aukna her-
gagnaframleiðslu. Það er þvi
ekki skortur á fjármunum sem
knýr fram niðurskurð á fram-
iögum til fátækra og atvinnu-
lausra. Það er einmitt kjarni
stefnunnar sjálfrar sem krefst
slikra aðgerða. A sama tima og
nægir fjármunir streyma til
vopnaframleiðenda er krafist
niðurskurðar sem nemur þús-
undum miljónum dollara á fjár-
munum i þágu læknishjálpar,
fæðu og menntunar hinna fá-
tæku.
„Til vamar
ríku fólki”
Þegar framkvæmd Leiftur-
sóknarinnar blasir við i Banda-
rikjum og Bretlandi er von að
hugmyndafræðingur Morgun-
blaðsins og Sjálfstæöisflokksins
telji nauösynlegt að styrkja
vörnina.
Atvinnuleysi miljónanna er
veruleiki. Hungurbiðraðirnar
eru veruleiki. Matargjafir
kirkjudeildanna eru ill nauðsyn.
Fjölskyldur veröa að lifa á fá-
Atvinnuleysingjar i New York l
biðröð eftir matarpeningum.
einum dollurum á dag. Rúm-
lega þriðjungur æskufólks eygir
enga von um vinnu. Læknis-
hjálp, menntun og matur til
hinna fátæku eru miskunnar-
laust skorin niður. Allt þetta er
orðinn veruleikinn i drauma-
landi Leiftursóknarmanna.
Kenningar Hayeks og Freed-
mans i framkvæmd. Afleiðingar
kosningasigra Thatchers og
Reagans.
Þegar veruleikinn þrengir
þannig áróðurssvigrúm
,,Frjálshyggju”-riddaranna
verður að leita nýrra leiða til
varnar stefnunni. Fyrir þremur
vikum sendi helsti hugmynda-
fræðingur Morgunblaðsins boð-
skapinn frá dvalarstað sinum i
landi járnfrúarinnar. Vissulega
fann hann ljósan punkt i tilver-
unni. Aðstæður sumra höfðu þó
batnað. Hinir riku voru jú orðnir
rikari. „Til varnar riku fólki”
hétboðskapur forystumannsins,
dýrðaróðurinn um ágæti hinna
riku sem Morgunblaðið birti að
venju með viðhöfn. Tilefni
greinarinnar var „fögnuður riks
fólks vegna skattalækkana
Reagans” og lokaorðin sýndu að
þótt miljónir manna búi nú við
eymd atvinnuleysisins i löndum
Reagans og Thatchers láta boð-
berar Leiftursóknarinnar á Is-
landi merkið ekki niður falla:
„Ég get þvi með góðri sam-
visku lokið þessari stuttu grein
til varnar riku fólki, sem á fáa
vini aðra en Reagan á okkar
dögum, með þvi að vitna i orð
nýskipaðs ráðgjafa Reagans um
mál minnihluta hópa sem ég las
mér til mikillar ánægju fyrir
skömmu: „Besta ráðið til að
fækka fátæklingum er að hætta
sjálfur að vera einn þeirra.” ”
Góðsamviska! Mikil ánægja!
Þetta eru orð hugmyndafræð-
ings Leiftursóknarinnar um eig-
ið sálarástand þegar hann horf-
ir yfir völl Reagans og Thatch-
ers. Og huggunin handa hinum
fátæku atvinnuleysingjum er of-
ur einföld: „Að hætta aö vera
fátækur!” Hvilikur hápunktur
heimskunnar. Hvilik blindni
kreddumannsins. Hvilik trú á
ágæti Leiftursóknarinnar.
Hvernig er i ósköpunum skyldi
svo standa á þvi að rúmlega ell-
efu miljónir atvinnuleysingja i
Bandarikjunum og rúmlega
þrjár miljónir atvinnuleysingja
i Bretlandi nota ekki þetta
gullna tækifæri i stjórnartiö
Reagans og Thatchers og ein-
faldlega „hætta að vera fátæk-
ir”? Þeir hafa greinilega farið á
mis við fagnaðarerindið i Morg-
unblaðinu.
En vilja Islendingar kynnast
Leiftursókninni i framkvæmd?
Viljum við færa hingað heim
þann veruleika sem einkennir
lif alþýðunnar i Bretlandi og
Bandarikjunum? Er virkilega
svo komiö að meirihluti þjóðar-
innar ætli að kjósa yfir sig slika
stefnu?
þaðer
ad Kaupa nyjan Skoda
Nonni litli þarf ekki einu sinni að bijóta baukinn sinn og lána þér, því verðið er aðeins
frá63.000kr.
og greiðsluskilmálamir eins góðir og hugsast getur. Enda selst hann grimmt þessa
dagana nýi Skódinn og því betra að tryggja sér bíl strax.
Fyrsta og eina atvinnuleikhús
fyrir börn i heiminum, i Moskvu,
hélt nýlega upp á það að flutt
hafði verið i nýtt húsnæði. Það
flutti úr tiltölulega litlu húsnæði i
iniðborginni i gifurlega stór og
sérbyggð húsakynni suðvestur-
hluta borgarinnar. Nú geta 1200
ungir áhorfendur horft á sýningu i
einu i stóra salnum og i Iitla saln-
um (sem tckur 320 manns i sæti)
verða sviðsettar kammeróperur
og haldin sinfóniukvöld fyrir ung-
linga.
Ráðnir hafa verið til starfa mun
fleiri listamenn en áður var. Sem
dæmi má nefna að i óperuflokkn-
um starfa nú um 50 einsöngvarar.
Hinn fjölmenni ballettflokkur er
aðallega skipaður dönsurum sem
nýlega hafa veri útskrifaðir frá
Danslistarskóla Bolsoj-leikhúss-
ins. 1 hljómsveitinni starfa nú um
40 tónlistarmenn.
„1 leikhúsi okkar starfa þeir
sem elska starf sitt, skilja börn og
lita á það sem köllun sina að
skapa tónlistarsýningar fyrir
þau”, segir Nataíia Sats, aðal-
stjórnandi, leikhússtjóri og stofn-
andi leikhússins. „Gifurlegir
Atriði úr nýrri barnaóperu um Rauðhettu eftir Ráhverger.
möguleikar opnast þegar leiklist
og tónlist eru sameinuð. Ef tón-
listarverur eru kallaöar til lifs á
sviðinu, ef tónlist, orð og dans eru
sameinuð i eina heild, þá skilur
það eftir sig djúpt spor i sál hvers
litils áhorfanda. Okkar leikhús
stefnir að sköpun slikra verka....”
Flestar sýningarnar á
sýningarskrá leikhússins eru
aðeins sýndar hér. Sovésk
tónskáld semja ný verk sérstak-
lega fyrir þetta leikhús. — (skv.
APN).