Þjóðviljinn - 03.04.1982, Page 2
2 SIÐ A — ÞJdÐVILJINN. Helgin 3.-4. aprll 1982.
Af miðbœnum
Ég hef stundum, svona þegar tími hefur
unnist til, verið að lofa guð svolítið fyrir það
hvað hann hefur löngum leyft mér að vera í
góðu skapi. Ég ætla nú kannske, svona ef ein-
hvern tímann hægist um hjá mér, að fara til
sálf ræðings eða félagsráðgjafa og fá skýringu
á því hvernig á því stendur að ég sofna
gjarnan með bros á vör og vakna skellihlæj-
andi.
Auðvitað hef ég, eins og hugsandi manni
sæmir, oft velt því fyrir mér, hvernig standi á
þessari dæmalausu léttúð, hvað af henni sé
áskapað og hvað meðfætt.
Fróðir menn segja mér að ekki sé ástæða til
að vera léttur f skapi í þeim táradal, sem
tilveran sé, en það hefur nú stundum flökrað
að mér, fávísum, að sjálfsagt verði haldið
áfram að vinna markvisst að tortímingu
mannkynsins, hvort sem ég hlæ eða græt.
Ég er fæddur hérna í kvosinni í gömlu
Reykjavík fyrir rúmri hálfri öld, hef raunar
alið hér allan minn aldur og bý ennþá niðurvið
tjörn, og það get ég sagt hverjum þeim, sem
hafa vill, að það er ekki mikill vandi að vera í
sólskinsskapi, þegar maður ber gæfu til þess
að eiga sér aðsetur í miðbænum í Reykjavík.
En það eru víst ekki allir jafn ánægðir og ég
með það sem síðari tfma sveitamenn hafa
fariðað kalla „miðborg Reykjavíkur".
Það er alveg með ólíkindum hvað mikið
sHráargatið
t
hland getur hlaupið fyrir hjartað á ólíklegustu
mönnum útaf miðbænum. Stundum hefur mér
jaf nvel dottið í hug að það væri rakið að stof na
til útflutnings á próblemum úr „miðborg
Reykjavíkur" og flytja þau þá til Svíþjóðar,
þar sem vandamál skapast útaf því að skortur
er á vandamálum.
Hingað til hefur vandamálaframboðið
héðan úr miðbænum að vísu aðallega miðast
við innanlandsneyslu. Bara gott eitt um það að
segja, því óðum stækkar sú stétt manna, sem
hef ur það að atvinnu að leysa þau vandamál,
sem menn höfðu áður ekki komið auga á.
Það hlýtur að vera meira en lítið skrítið að
ég, sem er fæddur hérna í miðbænum, uppal-
inn hér og hef alið hér allan minn aldur, skuli
andskotann ekki hafa orðið var við neitt af
öllum þeim ægilegu og aðsteðjandi vandamál-
um, sem sífellt er sagt að búi um sig hérna í
miðbænum.
öll mín daglegu umsvif eru hér í miðbæn-
um; hér bý ég, hér vinn ég, hér versla ég, hér
fæ ég mér kaff i á morgnana, hér get ég lent á
kjaftatörn, hvenær sem mig langar til, og ef
ég nenni ekki að éta heimahjá mér, þá fæ ég
mér snarl á einhverjum hinna f jölmörgu mat-
staða, sem risið hafa upp í miðbænum uppá
siðkastið. Ég ek fram og aftur um miðbæinn,
mörgum sinnum á dag, án þess að lenda í
„hinu ægilega umferðaröngþveiti" og þeirri
„skálmöld", sem lögreglunni verður svo
tíðrætt um. Og með hækkandi sól fylgist ég
með því hvernig Austurstrætið lifnar við og
fyllist af glöðu fólki og fallegu, sem elskar
gamla miðbæinn af því hann er eins og hann
er, en ekki eins og hann á að vera. Hvað er
eiginlega að? Spyr sá sem ekki veit.
Á heimleiðinni á kvöldin geng ég eftir
Tjarnargötunni og hugsa með mér: „ Hvar eru
öll húsin, sem eiga að vera að „grotna niður"
hérna í miðbænum?" Sjálfur bý ég í húsi frá
aldamótum, og ég veit ekki betur en það sé í
fínu standi. Svo þegar ég er að sofna í fína
húsinu mínu í fína hverfinu við kvosina í
Reykjavík, þá heyri ég óminn af stærsta úti-
skemmtistað þjóðarinnar, Hallærisplaninu,
þar sem unglingar hittast reglulega þúsundum
saman til að daðra, drekka brennivín og vera
töff, einsog fullorðna fólkið. Og svo er því
haldið f ram að ekki sé líf í miðborginni.
Það eina sem þarf að gera hérna í miðbæn-
um, er að friða þennan sælureit fyrir sér-
fræðingum í próblematík og svonefndum
„hagsmunaaðilum" sem sumir hverjir virðast
álíta að miðbærinn eigi að vera sérhannaður
fyrir þá til að hægt sé að græða þar peninga.
Og ef það er nokkuð sem gaeti orðið bænum
til gæfu, þá væri það að losa okkur við flug-
völlinn, byggja þar mannabústaði fyrir fólk,
sem vill búa fyrir neðan snjólínu, og flytja
flugið einfaldlega til Keflavíkur, en þar er
mér sagtað hægtséað lenda f lugvélum.
En þeim sem eru þeirrar skoðunar að aðal-
vandamálið við vandamál sé vandamálið
sjálft, er hollt að rif ja upp vísuna, sem sál- og
sérf ræðingar fara g jarnan með:
Ef að hún verður í mér sálin
eitthvaðsmærri,
vona ég bara að vandamálin
verði stærri.
Vísnagleðin
er söm viö sig. Þegar þaö frétt-
ist aö Ólafur Jóhannesson væri
búinn aö skipa Benedikt
Gröndal sendiherra I Svíþjöð
var þetta ort:
örlagaþráðinn Óli spinnur,
jaldrei stendur hann sina plikt,
'eða hvað hafa Sviar tii
saka unnið
að sitja uppi með Benedikt?
Meö brottför Benedikts af
íþingi kemur i hans stað inn á
þing Jón Baldvin Hannibalsson
eftir aldarfjórðungs baráttu.
Þetta var ort i hans oröastaö:
Poti hættur pilturinn
'og pólitisku iensi,
'þvi laglega mér læddu inn
Láfi Jó og Bensi.
Davíð
Oddsson ætlar aö verða sein-
iheppinn i pólitikinni. Stendur
hann ekki upp i borgarstjórn og
fer aö bölsótast Ut af bæklingi
um skipulagsmál sem borgar-
stjóriog Borgarskipulag ætla að
dreifa til Reykvikinga. Liklega
heföi bæklingurinn farið aö
mestu ólesinn hjá garöi ef ekki
hefðiveriö vakin á honum þessi
athygli. En nú biöa allir Reyk-
vikingarspenntir eftir þvi aö sjá
„áróöursbækling” meirihlutans
1 skipulagsmálum, og lesa hann
sjálfsagt upp til agna fyrir
bragöiö.
Skrif
Siguröar A. Magnússonar
vekja ávallt athygli. í Helgar-
póstinum síöasta skrifar hann
hressilega greinsem hann nefn-
ir Aö versla við fjandann og
fjallar þar um Helguvikurmálið
og önnur skyld mál. Hann segir
m.a.:
„Samt lifir betlihugarfariö
enn góðu lifi meö þjóöinni og
kemur þessa dagana hvaö skýr-
ast fram I málatilbunaöi þeirra
litilþægu Suöurnesjamanna sem
vilja láta Bandarikjamenn gefa
sér höfn (enda ku fjórir af sjö
bæjarstjórnarmönnum i Njarö-
vik vera á spena Sáms frænda!)
og ekki siður i oröum og æöi
þess seinheppna sporgöngu-
manns óhappaseggjanna frá 30.
mars 1949 sem nú situr i sæti
utanrikisráðherra og sveitist
blóöinu meö lafandi tungu og
lymskufullu glotti viö aö flat-
maga einsog lúbarinn rakki
fyrir Hollywoodkúrekanum I
Hvita húsinu og öllu hans
þokkalega hyski. Þessi svo-
kallaöi islenski ráðherra, sem i
reynd er ekki annaö en hlaupa-
tik Pentagons og State Depart-
ments, hefur uppá siökastiö
varla átt nógu sterk orö til aö
niöra þá samráðherra sina sem
af veikum mætti leitast viö aö
halda I metnaö og reisn rfkis-
stjórnar sem mörgum þótti i
öndveröu likleg til aö syna meiri
manndóm í skiptum viö hið
vesturheimska tröilveldi en þær
rikisstjórnir flestar sem hér
hafa setiö aö völdum eftir
striö.”
Síðastliðinn
miövikudag sýndi sjónvarpiö
fyrri þátt um stdriðju á islandi
og var hann i formi ljóörænnar
tilbeiöslu til fyrirbærisins. Var
látið I veöri vaka aö efnahagslif
Islendinga væri i kalda koli ef
ekki hefði komiö til erlent fjár-
magn i stóriðjuna. Var fariö
háöulegum oröum um þá
„þröngsýnu einangrunarsinna”
sem gegn sliku legöust. Stór
hluti þáttarins sneristum Kisil-
iöjuna viö Mývatnog var svo að
skilja að allt mannlif þar I sveit
væri henni aö þakka. Mývetn-
ingar fengu hins vegar kaldar
kveöjur fyrir aö sprengja stifl-
una iMiökvisl forðum daga. Var
sagt i þættinum aö þar heföu
„óbilgjarnir” menn veriö á
ferö. Sá sem geröi þennan þátt
heirir Baldur Hermannsson og
er þaö furöulegt nú á þvi' herr-
ans ári 1982 aö nugga salti I
gömul sár Laxárdeilunnar.
Um
daginn var Uthlutað starfs-
launum rithöfunda fyrir árið
1982, en eins og kunnugt er
byggjastþauá þvi aö söluskatti
af bókum er skilað af rikinu i
þessu formi. Töluverð óánægja
er meö úthlutunina og ekki
alltaf taliö aö launin komi þar
niður sem mest er þörfin. Úlfar
nokkur Þormóösson gaf t.d. út
tveggja binda verk i fyrra sem
,seldist upp og hefur þvl skilað
vænni fúlgu söluskatts I starfs-
launasjóöinn. Auk þess haföi
Úlfar ekkert fast starf I allan
fyrravetur meöan hann var að
skrifa bækurnar. Hann sótti um
starfslaun og taldi vist aö hann
fengi a.mk. tveggja mánaöa
laun en þaö reyndist óraunhæf
bjartsýni. Hann er ekki i
náöinni. En Úlfar er maður
gamansamur og ætlar nú I fjár-
hagskröggum slnum aö sækja
um styrk úr danska Bjartsýnis-
sjóönum.
Á byrgir
menn hafa af þvi stórar
áhyggjur aö landshlutastreitan,
hreppapólitikin kljúfi alla
flokka i herðar niöur og leggi þá
I rúst og viti þá enginn hvað upp
snýr og hvað niöur. Þá veröa
Blönduflokkar og Steinullar-
flokkur syöri og Vettlinga-
flokkur eystri en frjálshyggjan
frýs úti sem og sósialisminn og
framsóknarmiðjan.
Viö þessu er eitt ráö: aö gera
landiö að einu kjördæmi. Hver
flokkur hefur einn lista fyrir allt
land.
Þá er lika hægt að leysa þann
vanda sem fylgir misvægi at-
kvæöa. 011 atkvæöi veröa jafn-
gild. En að öllu öbreyttu í kjör-
dæmaskipan veröur þaö ekki
leiðrétt nema með sifelldri
fjölgun þingmanna.
Sé landið eitt kjördæmi má
afturá móti fækka þingmönnum
nokkuö. 1 fyrsta áfanga niöur I
fimmtiu og tvo. Það fer vel á
þvi, þvi aö jafnmargar eru vik-
urnar i árinu. Þá mætti lika
hafa það þannig aö ekki aöeins
fengju listar atkvæði heldur og
persónur. Sá þingmaður sem1
flest persónuleg atkvæöi fær -
verður þingmaöur jólanna.j
Aörir koma svo útfrá honum, og
er hver um sig kenndur við til-í
tekna viku i árinir.
Menn munu ekki lengur
segja: háttvirtur annar þing-,
maöur Noröurlands eystra eða1
þessháttar. Heldur munu menn
segja: Háttvirti þingmaöur
fimmtu viku sumars...
Að
loknu búnaöarþingi tók Þjóð-
ólfur, málgagn Framsóknar-;
flokksins á Suðurlandi viötal viö
nokkra menn sem sátu þingið.
Einn viðmælenda blaösins var
Jón Kristinsson og fórusthonum
m.a. svo orð: ...„Bændur eru
komnir á búnaðarþing til þess
aö ræða eöa kjafta mál sem þeir
þekkja. Þarer talaðog hugsaö á
islensku, enda veriö aö fjalla
um einn höfuöatvinnuveg
þjóðarinnar. En ýmsir þeir sem
mesta ánægju hafa af þvi að
glamra um islenskan landbúnaf
i fjölmiðlum hafa aldrei kunnaö
að búa hvorki fyrir sjálfa sig né
aðra. Já, þaö hafa ekki allar
verið fullar tunnurnar sem mest
hefur bulið i.”