Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.05.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ^ ÞJöÐVILJINN Helgin 15.— 16. mái 1982 stjórnmál á sunnudtegi Guðrún ÍH Helgadóttir skrifar Tryggjum sigur 22. maí Hreinter það ótrúlegt, hvað sum tímabil í ævi okkar eru fljót að líða. Allar konur kannast við þessa brenglun á timaskyni meðan þær annast litil börn og sjá þau vaxa og dafna meðótrúlegum hraða fyrstu árin. Eitthvað svipað þvi er okkur borgarf ulltrúm Alþýðubanda- lagsins innanbrjósts þessa dag- ana, þegar við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd, að kjör- tímabil okkar er runnið sitt skeið. Og ekki að ófyrirsynju. Líklega var líðan okkar morguninn 29. mai 1978 ekki óáþekk líðan móður, sem hefur nýlokið við að fæða barn. Og barnið var ekkert minna en Reykjavíkurborg. Við búum nú í betri borg_________________ Og fyrstu fjögur árin hafa liöiö meö ofsa- ! hraöa. Þetta hafa veriö annasöm ár, en ákaflega skemmtileg. Óvæntur sigur okkar lagöi gifurlegt starf á heröar okkar, en allir : lögöu nótt viö dag til aö vel mætti takast. Viö skiptum skynsamlega meö okkur verk- um og margar hendur unnu léttara verk. Sú starfsreynsla, sem fjölmargir félagar ööl- uöust meö nýjum trúnaöarstörfum, kemur nú aö góöum notum i nýrri borgarstjórn. Alþýöubandalagiö býöur fram fólk, sem allt hefur mikla reynslu I borgarmálum. Viö þurfum ekki aö bjóöa fram eintóma ný- liöa, sem aldrei hafa nálægt borgarmálum komiö. Viö höfum nóg af körlum og konum meö viötæka þekkingu á málefnum borgar- innar. Sú sveit, sem viö teflum nú fram, er aö stofni til sú sama og siöast, en verulega aukin og endurbætt. Og viö berjumst fyrir sigri nú eins og siöast. Viö horfum kinn- roöalaust framan I þá, sem studdu okkur 1978. Viö búum nú I betri borg, þó aö mikiö verk sé óunniö til þess aö koma þeim breyt- ingum I framkvæmd, sem þegar hafa veriö undirbúnar. Næstu fjögur ár munu gera þaö verk sýnilegt hverjum manni, þegar ný og glæsileg borgarhverfi risa á berangurs- melum ihaldsins, þegar miöbærinn fer aö taka á sig þá mynd, sem hann veröskuldar, j þegar iönaöarfyrirtækin flytjast aftur til borgarinnar og Reykjavikurhöfn veröur aftur miöstöö útgeröar i landinu. Og þannig ' mætti lengi telja. Þaö tekur lengri tima en | fjögur ár aö snúa viö óheillaþróun fimmtiu i ára valdatima afturhaldsins. Róm var ekki byggð á einum degi En þaö er einmitt einkenni fólks, sem enga þekkingu hefur á stjórnmálum, aö halda aö allt veröi gert sem hendi væri veifaö. Hverjum skyni bornum manni ætti þó aö vera ljóst, aö breytingar á skipulagi borgar krefjast mikillar fagvinnu fjöl- margra kunnáttumanna, aö hús veröa ekki byggö á nokkrum dögum né dagvistarvandi reykviskra barna leystur i hendingskasti. A næstu dögum flytjast um 80 ellilifeyris- þegar inn i nýtt og glæsilegt ibúöahús og hjúkrunarstofnun viö Snorrabraut. Slik bygging hefur tekiö langan tima, og-nú þegar liggur fyr.r ceikning aö Ibúöum fyrir aldraöa I Seljahverfi. A kjörtimabilinu hafa veriö teknar i notkun 12 dagvistarstofnanir fyrir á 7. hundraö barna, og unniö er eftir þegar geröri áætlun um byggingu fleiri. Mikil áhersla hefur veriö lögö á vandaöa undirbúningsvinnu I staö handahófs- kenndra vinnubragöa. Skipulag borgar- innar miöast nú viö þarfir alira’ R'eykvik- inga, en ekki einstakra hagsmunaaöila og Reykvikingar fá nú byggingarlóöir ettir ákveönum reglum, en ekki af þvi aö þeir hafa sambönd. Svo einfalt er þaö. 1 staö þess aö bæöi G-álma Borgarspitalans og B-álman stæöu I mótunum ár eftir ár, lukum viö húsnæöi slysadeildarinnar I G-álmunni og erum nú aö reisa B-álmuna. Þessi vinnubrögö munum viö viöhafa, vegna þess aö viö teljum þau skynsamleg. Og eins og á góöu heimili sniöum viö okkur I stakk eftir vexti. A meöan svo margt aldraö fólk biöur eftir Ibúö og börn eftir dagvist, lækkum viö tæplega fasteignagjöldin eöa seljum Borgarspitalann. Er einkarekstur á heilsugæslunni það sem koma skal? Framsóknarflokkurinn gerir þaö ekki heldur. Aróöurshönnuöi þeirra hefur láöst aö tengja málflutning þeirra viö veruleik- ann og þvi ættu þeir aö fá sér annan hiö fyrsta. Annars tæta þeir af sér öll atkvæöi og viö I Alþýöubandalaginu komum til meö aö sakna þeirra. Viö getum hugsaö okkur margt verra en sambúöina viö fram- sóknarmenn. Og þó aö kratar eigi sér eitt stefnumál I þessum kosningum — aö vera á móti kommum — veröa þeir vafalaust meö okkur aftur, af þvi aö þeir geta ekkert annaö gert. Þaö sýnist nefnilega nokkuö ljðst, aö um vinstri meirihluta veröur aö ræöa aö nýju, ef Sjálfstæöismenn haga málflutningi sinum eins og þeir geröu I sjónvarpi nýlega. Margt má nú segja um afturhaldiö i landinu og ekki allt fallegt, en töluvert hugmyndaflug þarf til aö taka upp umræöur i alvöru um einkarekstur á heilsugæslustöövum eins og Katrin Fjeld- sted, frambjóöandi þeirra, lagöi til. Enda var sessunaut hennar, Markúsi Erni Antonssyni, sýnilega brugöiö. Menn máttu ekki einu sinni reka pylsuvagna i stjórnar- tiö Ihaldsins, hvaö þá heilsugæslustöövar. Konur við stjórnvölinn, — og einmitt þá... Og þá veröur ekki gengiö fram hjá Kvennaframboösflokknum. Hann sýnist siöur en svo vera á móti kommum, heldur fyrst og fremst á móti konum. Eftir siöustu borgarstjórnarkosningar brá svo viö, aö i fyrsta skipti kom stór hópur kvenna til starfa i borgarstjórn Reykjavikur. Viö for- mennsku I mörgum mikilvægustu ráöum og nefndum borgarinnar tóku nú konur I fyrsta sinn.Nægir aö nefna heilbrigöisráö, félags- málaráö, framkvæmdaráö, stjórnarnefnd strætisvagna Reykjavikur, umhverfis- málaráö, æskulýösráö, stjórn Kjarvals- staöa, stjórnarnefnd dagvista Reykjavikur og stööu varaforseta borgarstjórnar. Þessum störfum sinntu I sömu röö: Adda Bára Sigfúsdóttir, Geröur Steinþórsdóttir, Adda Bára Sigfúsdóttir, Guörún Ágústs- dóttir, Alfheiöur Ingadóttir, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Guörún Helgadóttir, Sjöfn Sigurbjörns- dóttir. Og einmitt þá kemur fram hópur kvenna og býöur fram kvennalista. af þvl aö konur eru aö þeirra sögn áhrifalausar I borgarstjórn! Auk þessara formannsstarfa höfum viö allar setiö I öörum ráöum og nefndum og beitt áhrifum okkar óspart. Og þaö væri mesta ósanngirni aö halda þvi fram, aö félagar okkar af karlkyni hafi á nokkurn hátt amast viö störfum okkar. Framboö sem þetta er þvi meö öllu óskiljanlegt einmitt nú og getur haft ófyrir- sjáanleg áhrif. Hvaða konur? Nái Kvennaframboöiö kjörnum fulltrúa eöa fulltrúum veröur þaö augljóslega á kostnaö annarra kvenna, sem I framboöi eru hjá stjórnmálaflokkunum. Viö þvi er auövitaö ekkert aö segja. Eflaust eru þær Kvennaframboöskonur ágætlega starf- hæfar engu siöur en viö hinar. En aö öllum likindum heföi stórsigur þeirra allt aörar og verri afleiöingar, sem sé þær, aö mikill fjöldi atkvæöa félli milli skips og bryggju og færöi ihaldinu meö Daviö Oddsson i broddi fylkingar Reykjavikurborg á siífur- fati. Og óliklegt þykir mér aö sú hafi veriö ætlunin. En þarna kemur reynsluleysi þessara kvenna I stjórnmálum svo átakan- lega fram. Þessar kosningar snúast nefni- lega ekki um, hvort viö allar fáum okkur fri frá vinnu einn dag eöa hvort Vigdís veröur •forseti. Þessar kosningar snúast um valda- hlutföllin I islenskum stjórnmálum, um stéttabaráttu og þjóöfrelsi. Straumhvörf Fall Reykjavikurborgar 1978 olli straum- hvörfum i islenskum stjórnmálum. Vigi afturhaldsins i landinu var falliö, og skömmu siöar klofnaöi Sjálfstæöisflokk- urinn I tvennt. Leiftursókn gegn lifs- kjörum fólks i landinu var hafnaö og hver kenndi öörum um ófarir flokksins. Ekkert getur bjargaö hugsjónalausum flokki annaö en vald aö nýju, og þetta vald ætla nú þessar meövituöu systur og sumar jafnvel fyrrverandi félagar aö færa honum aö nýju. Og hver eru rök þeirra? Jú, vegna þess aö viö konurnar i borgarstjórn höfum veriö meö öllu áhrifalausar, sem er hreinn þvætt- ingur. Svo ætla þær aö leysa dagvistar- þörfina meö mörgum litlum dagheimilum. Viö þessar áhrifalausu mættum kannski upplýsa þær um, aö þaö sem mest háir upp- byggingu dagvistarstofnana er skortur á menntuöum fóstrum. Um þessar mundir vantar yfir 50 fóstrur á þær stofnanir sem fyrir eru svo aö lögum sé fylgt og 4 for- stööumenn. Þeim kvennaframboöskonum entist tæplega kjörtimabil til aö bæta úr þessu, þar sem saman fer 3ja ára skóla- ganga fóstra, léleg launakjör og smámunir eins og tekjustofnar sveitarféiaga, sem hafa veruleg áhrif á framkvæmdagetu samfélagsins. Stjórnmál eru nefnilega eng- inn álfkonubransi, heldur samþætting sam- félagsins alls. Og vist er aö úr álfaranni Davis Oddssonar verður uppbyggingu dag- vistarheimila tæplega hraðaö svo um muni. Alusuisse og ameríski herinn bíða úrslitanna nú Þeir sem hugsa um stjórnmál af alvöru, gera sér fulla grein fyrir afleiöingum þess, að Sjálfstæöisflokkurinn fái aftur völdin i Reykjavik. Dagar rikisstjórnarinnar væru þar meö trúlega taldir innan tiðar, rikis- stjórnar sem undir öflugri forystu Alþýöu- bandalagsins hefur beitt sér fyrir merki- legri félagslegum umbótum en nokkur önnur rikisstjórn hefur gert um langan aldur. Nægir þar aö nefna lög um fæðingar- orlof handa öllum konum, sem þess nutu ekki, réttindabætur kvenna til atvinnu- leysisbóta, lög um vinnueftirlit og hollustu- vernd, lifeyrisréttindi sjómanna viö 60 ára aldur og margt fleira. Þar meö gætu þeir Alusuisse-menn haldiö dýrlega veislu og fagnaö þvi aö vera lausir viö Hjörleif Gutt- ormsson, sem er aö abbast upp á þá meö ásökúnum um svik og stuld. Og miklar framkvæmdir gætu hafist á vegum banda- riska hersins i Keflavik. Timabil kreppu og atvinnuleysis gæti runniö upp eins og dæmin sanna allt I kringum okkur. Allt slúðrið að engu gert En þetta má ekki fara svona. Reyk- vikingar vita nú, þegar viö höfum stjórnaö Reykjavik I 4 ár, aö sviviröilegt nlö og áróöur, hrakspár og hótanir, höföu viö engin rök aö styöjast. Borginni hefur veriö vel og skynsamlega stjórnaö þessi fjögur ár og baráttuhugur okkar hefur i engu dofnað. Viö eigum margt ógert, en margt hefur veriö vel gert. A laugardaginn kemur ganga Reykvikingar aö kjörboröinu og ákveöa, hvort áfram veröur haldiö á sömu braut eöa hvort einræði Sjálfstæöisflokks- ins verður aftur tekiö undir forustu Daviðs Oddssonar. Nú tjóar þeim tæplega aö hóta Gúlagi, ef Alþýöubandalagiö sigrar, né heldur trúir nokkur manneskja aö okkur „dreymi um Hitlers Þýskaland eöa Rúss- land Stalins”, og einhvern veginn minnir borgarstjórinn okkar ósköp litiö á Karl sáluga Marx, þó aö þar væri engan veginn leiöum aö likjast. Nei, nú ganga frjálsar manneskjur til kosninga og taka óhræddar ákvöröun um stjórn borgarinnar. Allt slúöriö um ógnir kommagrýlunnar er aö engu gert. Tökum til hendinni gott fólk og sigrum glæsilega á laugardaginn kemur. A kjörtimabilinu hafa veriö teknar i notkun 12 dagvistarstofnanir fyrir á 7. hundraö barna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.